Tíminn - 24.04.1963, Blaðsíða 7
'IP
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif-
stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan
lan^s. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
f Gíslf ^-gíiússon, Eyhildarholtí:
Þegar blaðran sprakk
Ræða Bjarna Benediktssonar í eldhúsinu um afstöðu
og gerðir ríkisstjórnarinnar í Efnahagsbandalagsmálinu
er mönnum enn jafnmikið umhugsunarefni. Vafasamt er,
að íslenzkur stjórnmálamaður hafi nokkurn tíma ljóstrað
eins rækilega upp um vonda samvizku sína og ótta við
sjálfs sín gerðir og flokks síns. Vikum og mánuðum sam-
an hefur þessi maður og allt hans sljórnarlið neitað að
ræða þetta mál, forðazt það og farið undan í flæmingi
og sagt, að málið væri úr sögunni, ekki lengur á dagskrá
og íslendingar þyrftu ekki að taka afstöðu til þess. Fyrra
kvöld eldhússins, þegar framsöguræður voru fluttar,
þorði enginn stjórnartalsmaður að minnast á,það. En síð-
ara kvöldið sprakk blaðran svo eftirminnilega, að menn
rak í rogastanz. Þá var sýnt að þrátt fyrir málbindindið
hafði málið verið á dagskrá og meira en það í hugum ráð-
herranna og verið þeim ærið angurmein.
Svo varð ekki lengur þagað, og mesta kappanum att
á vaðleysuna(til þess að freista þess að bjarga því, sem
bjargað yrði. Til þess björgunarstarís dró Bjarni á flot
gamlar fleytur, sem reyndust harla fúnar og lekar. Þegar
menn bjuggust við því, að Bjarni hæf: upp dýrðaróð sinn
um ágæti ,viðreisnarinnar“, tók hann allt í einu að ræða
um málið, sem hann var búinn að marglýsa yfir, að væri
ekki á dagskrá og reyndi að sanna mönnum. að stjórnin
hefði aldrei viljað inngöngu í EBE alltaf verið samá.
sinnis og við niundum ekki þurfa að taka afstöðu ti!
EBE næsta kjörtímabil. Tíndi hann síðan saman ritn-
inggrstaði eftir sjálfan sig og óf saman, en úr öllu varð
hrærigrautur, sem ekkert sannaði nema vandræðaklípu
þá, sem stjórnin ér í, og margsögli liennar í málinu. En
eftir ræðu Bjarna mun varla fært að halda bví fram. að
málið sé ekki á dagskrá.
■ '' v ! . ‘-v 'V t" ' ■■;’.'
Háskalegar öfgar
í yfirlitsræðu sinni á flokksþingj Framsóknarmanna
mælti Eysteinn Jónsson m. a. á þessa leið:
„Framsóknarflokkurinn er hiklaust íylgjandi samvinnu
við vestrænar þjóðir, og þá báðum megin Atlantshafs-
ms . . En lífsnauðsyn er, að þjoðin geri sér grein fyrir
þvi, að háskalegra öfga gætir í landinu vat’ðandi afstöð-
/una .út á við og fullveldi landsins 4 öðru leytinu eru
kommúnistar. Þeir telja sig vilja hli/tleysi og samninga
t d. við EBE, en r^unverulega vilja kommúnistar sam-
band við Sovétríkin, hliðstætt því, sem þjóðum í A-Evrópu
var þröngvað til, og myndu hiklausc ganga í Efnahags-
bandalag A-Evrópu, ef um slíkt væri að ræða . . . Að hinu
leytinu eru svo þeir öfgamenn sem engin úrræði sjá.
önnur en þau að íslendingar kasti sér í þjóðahaf Vestur-
Evrópu.
Framsóknarmenn vilja móta stefnu í utanríkismál-
um og fullveldismálum, sem beint er afdráttarlaust
gegn þessum háskalegu öfgum, stefnu, sem byggS er á
vestrænni samvinnu fyrst og fremst, en hafnar inn-
limun og fullveldisafsali í hvaða mynd sem er.
Um þessa stefnu verður að fylkja fjölmennu liði og
láta engan ágreining um þau efni sem minna varða,
jaínvel þótt mikilsverð séu, dreifa þeim fjöfda, sem
í þessu á samleið".
i hægt um þig’
i.
í janúarmánuði 1959, skömmu
fyrir alþiagiskosningarnar, hafði
Morgunblaðið þessi orð eftir ein-
um þingmanni Sjálfstæðisflokks-
ins, er setið hafði á Alþingi tugi
ára, en dró sig nú í hlé:
„Afstaða þeirra sem í sveit-
unum búa til kjördæmamálsins
verður á vissan hátt prófsteinn
á það hvort sveitafólkið kýs að
einangra sig í vonlausri baráttu
eða kýs drengilegt samstarf við
aðrar stéttir sem í þéttbýli búa“.
Morgunblaðinu þótti svo mikið
til þessarar lífsvizku hins aldna
sveitamanns koma, að hún var
prentuð með breyttu letri og
innfjálgri yfirskrift:
„Einangrun eða drengilegt sam
starf“.
Og sjá. Sveitafólkið vildi ekki
láta „einangra sig í vonlausri
baráttu.“ Það kaus „drengilegt
samstarf."
Árangurinn lét ekki á sér
standa.
Að liðnum 11 mánuðum frá því
er fólkið sveittnni hafði verið
hvatt til þess í ósköp guðræki-
legum tón að styðja, með atkvæði
sínu, „drengilegt samstarf". tók
»inn af fyrirmönnum Sjálfstæðis-
flokksins og eftirlætísgoð íhalds-
ras í höf.iðstaðnum svo til orða
: Mnrgun'rlaðimr
..Komm im=tar hafa af yfir-
'ögðu ráð látið bændastéttina
vaða v':ð,íféla2inu os draga
til sín fo* frekiu mun meiri
skerf ú- bióðarbúinu en henni
ber “
■Tá — nænri’ir höfðu í sann-
leika.ekk’ ástæðu til pð kvarta.
NÚ yar hagsmnn'im beirra loks
ins borgí'' — eftir langvarand’
þrælatök Pramsóknar:
„ . . yíirgnæfandi meiri hluti
bændasténarinnar hefur búið við
góða afkomu F’ramleiðslan hef-
ur aukizt. verðlagsmál landbún
aðarins eru komin í öruggt horf.
góð' samvinna hefur tekizt milii
framleiðenda landbúnaðarafurða
og neytenda við sjávarsíðuna og
markaðshimfur fyrir landbúnað-
arafurðir innanlands miög góð-
ar “ < Mbl 12 febr. 1961).
Sem sag: —: Bændur á grænni
grein Nv kjördæmaskipan, sem
rauf í skyndingu alla „einangr-
ún“ í „vonlausri baráttu" sveita-
fólksins, en tryggði „drengilegt
samstarf við þær stéttir sem í
þéttbýli búa“ — þrátt fyrir til-
iitslausa ,frekju“ harðsvíraðra
bænda. Ný ríkisstjórn, ' sem
íryggði bændum „góða afkomu",
kom verð’.agsmálum „landbúnað-
arins . . . í öruggt horf og hélt
þannig á málum, að „markaðs-
hprfur fyrir landbúnaðarafurðir
ínnanlands' voru „mjög góðar".
Skyldi bað vera munur!
Hér skipti í tvö horn, sem enn
mun sýnt með nokkrum ívitnun-
um í hið bændelska blag íhalds-
' ins í höfuðstaðnum —:
(„Forysia Sjálfstæðisflokksins
í landbúnaðarmálum11:) „ . . .
enda vita allir, sem fylgzt hafa
með stjórnmálum á undanförn-
um árum, að Sjálfstæðisflokkur-
inn er og hefur ávallt verið bezta
brjóstvörn íslenzkrar bændastétt-
ar.“ Bændur . . . „geta nú vænzt
þess, að skekkjur og vanrækslur
fyrri ára verði lagfærðar, nú þeg
ar Sjálfstæðismenn fara með
hagsmunamál þeirra."
„ . . . i tíð núverandi stjórn-
ar hafa orðið stórstígar framfar-
ir og miki! framleiðsluaukning
i landbúnaSi."
„íslenzkir bændur vilja ekki
láta sinn hlut eftir liggja í upp-
byggingu iandsins. í skjóli við-
reisnarstemunnar hefur einstak-
lings- og félagsframtak verið
leyst úr læðingi hafta og uppbót-
arstefnu.“ „Sannleikurinn er sá,
að íslenzkur landbúnaður hefur
aldrei staðið með meiri blóma en
' dag.“
Hvað þarf svo frekar vitnanna
við?
Þessar ivitnanir, teknflr aí
handahófi bera því Ijósan vott.
GISLI MAGNUSSON
iiversu giltusamlega þeirri lof-
sælu ríkisstjórn hefur tekizt að
reisa bændur upp frá dauðum.
II.
Svo flaug fiskisagan: Heill
hreppur hafði lagzt í auðn, —
fólkið flúið. Og ekki batnaði
þegar sjáilt Ríkisútvarpið flutti
þá fregn, ið milli 40 og 50 manns
hefði á því sama hausti horfið
a brott úr einni beztu sveit lands-
ms. f
Þetta ei ekki einleikið með
bændur Það er eins og þeim sé
fyiirmunaé að finna, hvað að
þeim snýr Og ekki er það betra
með Bú" iðarþing. Sú stofnun
kann ekki að meta það, sem gert
er fyrir sienzkan landbúnað af
góðvild og skilningi, enda skip-
ug trúnaðarmönnum bænda og
viðhorfin ol! hin sömu.
Að toknu , Búnaðarþingi 1962
gat Moigunblaðið ekki orða bund
izt um aumingjahátt og vesal-
dóm þessarar stofnunar: —
„ . . Sjálft búnaðarþing geng-
ur svo langt. að þag hreinlega
mótmælir uppbyggingunni,“
sagói Mbl Er ekki von að blað-
ínu blöskri" Þingið sýndi „full-
komið ábyrgðarleysi" Er hryggi-
legt til pess að vita um þessa
stofnu, sem áður naut þó „mik-
ilíar virðingar“, að hún skyldi
„verða sér til minnkunar“ og
„taka algjörlega óábyrga afstöðu .
til eins rnesta framfaramáls land
búnað'arins. þ. e. a. s. búnaðar-
sjóðanna." Stoð'aði lítt. þótt 4
réttlátir royndu að „bjarga áliti"
Búnaðarþings. „Álitið" var rokið
út í veður og vind — af því að
þingið bár ekki giftu ti! að
krjúpa í auðmýkt og kyssa á
vöndinn. sem ráðherrann reiddi
Herra minn trúr, hvað menn-
irnir geta verið forhertir í sinni
synd og villu.
„Meiri nluti búnaðarþings mun
ekki njóta- trausts bænda.“
Þannig hljóð'aði stórkarlaleg
yfirskrift í Morgunblaðinu í
fyrra.
Auðvitað ekki. Þingið gamalt
orðið og aflóga, kosið fyrir fjór-
um árum. þegar sjálf viðreisn-
in var enn ófullburða hugmynd
í snjallhöfði Auðstjórnarbanda-
lagsins (nafnið hálfstolin eyj-
ólfska). Nú skyldi kosið nýtt
Búnaðarþing. Og nú var við-
reisnin, getin í ást af Auðstjórn-
arparinu — íhalds- og „alþýðu-
fiokki", - orðin hinn bui'ðug-
asti krógi, iöngu farinn að sleppa
sér, jafnvn) farinn að láta til sín
taka landi og lýð til blessunar
— og bændum líka Þetta gat
ekki fram hjá þeim faríð, bótt
sjónskakkir séu. Að sjáiisögðu
mundi Búnaðarþing hið nýja hafa
oskorað rraust bændastéttaiinn-
ar. Nú mundi annar uppi.
III.
Svo hófst hið nýkjörna Búnað-
arþing Þingið átti þess kost, enn
sem fyrr. að „bjarga áliti“ þess-
arar stofnunar. sem áður naut
„mikillar "irðingar."
En — ..báglega tókst með
Alþing ann“
Enn fundust ekki nema 4 rétt-
látir. Enn fundust ekki nema
fjórir sem horfandi til himins
með ktosslagða arma. sögðu já
og amen við þeim bjargráðum.
bóndanum til handa að lögþvinga
hann. einan allra, ti! að leggja
fram af lágkaupi sínu tvö þúsund
krónui til að gjalda fyrir gengis
hrap búnaðarsjóðanna, sem hann
taldi sig bó enga sök eiga á, —
og ekki í mtt skipti aðeins, held-
ur árlega
Nú va Morgunblaðinu nóg
boðið. se.n von var til. Jafnvel
hinum geðprúðustu mönnum get-
ur fatazt -sumhaldið á tungunni,
þegar ósóminn veður uppi og æg-
ir beirra saklausu sál.
Hinn 12 marz s.l. birtist í Mbl.
ritstjóraaigrein. þar sem gefur
að líta bvsna opinskáa og greina-
vóða lýsingu á íslenzkri bænda-
stétt, svo langt, spm hún nær.
Grein þessi ber náfnið „Niður-
læging bunaðarþings". Og þar
sem ætla' má að ritstjórinn faii
nærri um fávísi og flumbruhátt
bænda. sem og algeran skilnings-
skort á bví, hvað verst gegnir
sjálfum þeim, tel ég víst að færri
miklu lest þeir Morgunblaðið en
Tímann Því má þykja rétt að
taka hér upp ofurlítið sýnishorn
sannleikans. svo að bændur megi
sem flestir sjá þag svart á hvítu,
hvílíkir dauðans aumingjar þeir
eru. Greinin hefst á þessa leið:
„Ti! skamms tíma hefur það
verið nokkuð almenn skoðun. að
bændur næru yfirleitt ábyrgir
í kröfuin sínum og sýndu still-
ingu og i-ökfestu í málafylgju
sinni Þess vegna hefur yfirleitt
verig tekið eftir störfum búnaðar
þings og bað naut verðskuldaðrar
virðingar
Nú hefur hins vegar verið hald
íð þannig á málum á búnað'ar-
þingi ag t.i! hreinnar vansæmdar
er fyrir bændastéttina Öfgar og
öíugmæli vaða þar . uppi, svo
að ýmist vekur aðhlátur eða vork-
unnsemi. Byggist þetta á tak-
markalausr heift þeirra Fram-
sóknarmanna sem í meirihluta
eru á þinginu."
Eigi þarf neinu við að bæta
þessa hispurslausu lýsingu á okk
ur bændum Það er sök sér þótt
ritstjórinn fyllist máttvana bræði
út af því, að við, fávísir bændur.
skulum dirfast að líta annan veg
á hlutina eri sjálfur hann og á-
móta spekingar. Hitt er öllu
furðulegra, að' Morgunblaðið
skuli, svoua rétt fyrir dómsdag,
svipta grímunni af andlitinu. svo
ag fyrirlitningin á bændastétt
landsins blasir við í hverjum
Framhald á 13 sfðu
T í M I N N, miðvikudagurinu 24. apríl 1963,
z
I