Tíminn - 24.04.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.04.1963, Blaðsíða 9
ðlafur Þór Zoega flugmaður Hann er ekki hér en hann er upprisinn, Lúk. 24. Kap. 6. Þessi máttugu orð hljómuðu enn I huga mér frá messu á páska- dagsmorgun þá er ég spurði hel- fregnina um að Hrímfaxi hafi far- izt í aðflugi inn tíl Fornebu flug- vallar. Það mildaði þó sorgjna að trúa þessum helgu orðum og trúa því að starfsfélaginn lifir áfram, að- e:ns í öðrum heimi. f huga mér flugu ýmsai minningar um sam- starfig á liðnum árum, minningin um góða og greinda drenginn og umfram allt minningin um prúð- mennið Ólaf Zoega. Ólafur Þór Zoega var fæddur í Hafnarfirði 20. apríl 1935 og var því tæpra 28 ára er hann féll frá. Hann var sonur hjónanna Hall- dóru Ólafsdóttur Zoega og Geirs Zoega forstjóra. Nám stundaði Ólafur í Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar og lauk þaðan landsprófi. Var síðan um skeið í verzlunar- sfcóla í Skotlandi. Að því loknu velur hann sér lífsstarfið og lýkur flugnámi hér heima vorið 1956. Starfar svo sem flugmaður þá um sumarið á síldarleitarflugvél fyrír Norðurlandi. Til Englands liggur svo leiðin, og þar lýkur hann fram- haldsnámi i flúgi vorig 1957 og ræðst þá til Flugfélags fslands. Þetta eru hinir björtu dagar unga mannsins og hann velur sér 'ífsförunautinn og í júní kvæntist hann eftirliiandi konu sinni Elísa betu Magnúsdóttir og eignuðust þau tvö böm Halldór nú 4ra ára og Ðagnýju 3ja ára. Það rikti gleði og hamingja hjá fjölskyldunni og ungu hjónin höfðu nú nýlokið við að byggja sér hús ag Smáraflöt 28 og aðeins var eítir að flytja inn þegar kallið kom. Svo litlu er okkur mönnunum þa ætlað að ráða hinn næsta dag. Unga konan flutti inn á nýja heim ilið með börnin og það, sem þeim var kærast, minninguna fögru um ástríkan eiginmann og föður. Ólafur var mað'ur meðalhár vexti, fríður sýnum, svipurinn hreinn, snar í hreyfingum, undir niðri álvörugefinn. í daglegri um- gengni var hann hógvær en þó glað vær og hafði jafnan til reiðu hnitt in tilsvör. Ólafur var virkur þátt- takandi í störfum stéttarfélags síns m. a. hafði hann setið í saimninga- nefndum F.Í.A. og átti sæti í trún- aðaimannaráði félagsins fram á hinsta dag. Hann tók hið vanda- sama og ábyrgðarmikla flugmanns starf sitt alvarlega og lét ekkert fram hjá sér fara, sem aukig gat á þekkingu hans þar um, enda var hann viðlesinn í flugfræðileg- um efnum. Það duldist mér ekki fremur en öðrum hversu vel hann var til starfsins hæfur. Þess vegna er svo erfitt að skilja þegar ungur og efnilegur maður er burtu kallaður á svo snögglegan hátt, maðurinn, MINNING Anna leikkona Hin dáða leikkona Anna Borg | hefur verið lögg til hinztu hvílu í Kaupmannahöfn, þar sem hún lífifði og starfaði mestan hluta ævi sinnar og þar sem hún vann flesta sína stóru listsigra. Anna Boig var fædd í Reykja- vík 30. september 1903, dóttir merkishjónanna Borgþórs Jósefs- sonar bæjargjaldkera og hinnar rómuðu leikkonu Stefaníu Guð- mundsdóttur. Leiklistarhæfileik- ana hlaut hún í vöggugjöf, enda byrjaði hún þegar sem barn að leika og lék fyrst Tótu í „Fjalla- Eyvindi". Síðan lék hún nokkur hiutverk hjá Leikfélagi Reykjavík ur áður en hún fór utan til náms. Meðal annars lék hún Prinsessuna í „Einu sinni var“ eftir Drach- mann á móti hinum fræga, danska leikara Adam Poulsen, sem fljótt sá hvað í henni bjó og hvatti for- eidra hennar til þess að láta hana fara utan til náms. Það varð úr Anna fór til Kaupmannahafnar og komst inn á leikskóla Konung- iega leikhússins, lauk þaðan prófi og „debuteraði" á Konunglega leikhúsinu 1929 í „Gálgamaður- inn“ eftir Runar Schilt og lék þar á móti Pou! Reumert, er verið hafði einn af aðalkennurum henn- ar í leikskóianum, og sem hún gift ict svo 1932. Lifðu þau í hamingju- sömu hjónabandi í rúm 30 ár, eign- uðust tvo syni, Stefán og Thorsten, sem báðir eru nú fullorðnir mynd- armenn. Það var sannarlega á- Ingi G. Lárusson loftsiglingafræðingur Ingi Guðmundur Lárusson loft- siglingafræðingur var fæddur í Reykjavík 2. október 1939, sonur hjónanna tngibjargar Láru Ólafs- dóttur og Lárusar Karls Lárusson- ar, fulltrúa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var yngstur af þremur sonum þeirra hjóna. Ingi kvæntist fyrir fáum árum Álfheiði S. Ólafsdótlur, og áttu þau tvö börn, fjögurra og þriggja ára. Var hjónaband þeirra mjög farsælt, enda gagnkvæmt traust milli þeirra. Jngi lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík og stundaði eftir það nám um tima í Englandi. Hugur hans beindist fljótt að flugi og eftir heimkomuna frá Englandi hóf hann flugnám hjá Flugskólan- um Þyt og lauk þaðan prófi at- sér fyrir hendur, hvort heldur var nám eða annað. Hún hveifur héðan í blóma iifsins, aðems 25 ára gömul, glæsi leg og bjarnsýn ung kona meg lifið fram undan að sinni ætlan og ann- arra. J En enginn veit hvenær kallið kemur og okkar er að hlýða. En vcn er til annars og. betra lífs og með það í huga vil ég kveðja Helgu og votta jafnframt foreldrum henn ar og öðrum ættingjum samúð mfna. L. vinnuflugmanna og nokkru síðar prófi í siglmgafræði. Ingi var fjölhæfur piltur eins og bann á kyi. dl og starfaði um tíma sem blaðamaður, í flugumsjón hjá Flugfélagi íslands og einnig um tveggja ára skeið hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Hann réðist til Flugfélags íslands sem loft- siglingafræðingur 15. marz 1961 og hafði á þeim stutta tíma, sem hann starfaði hjá félaginu áunn- ið sér traust allra, sem kynntust störfum hans. Ingi var ljós yfir- litum, fríður sýnum og hvers manns hugljúfi. Hann var greind- ur vel og listrænn. sem stendur mitt í dagsins önn og á svo margt ógert. Næstu daga atti Ólafur að taka við starfi flug- stjóra hjá F.Í., en þá er það sem alvaldur hreytir áætluninni og nú, vinur mi.nm, flýgur þú þær leið ír. sem við hinir ekki þekkjum. Eg þakka þér samstarfið, sem var ánægjulegt en allt of skammt. Far þú í friði vinur. Ungu kon- unni og litlu börnunum, sem sjá á bak ástríkum eiginmanni og föð- ur votta ég mína dýpstu samúð og bði Gug að blessa ykkur minn- ingu hins agæta drengs. Jón R. Steindórsson \ í dag verður gerð útför vinar míns Ólafs Þórs Zoega, seni fórst svo sviplega með flugvélinni Hrím faxa á páskadag. Það er varla að ég hafi skynjað til fulls að Ólafur sé ekki lengur í tölu lifenda, enda vandfundin þau rök, er fái sætt mig við, að hann skuli vera horf- inn okkur svo miskunnarlaust í blóma lífs síns. Ólafur var fæddur í Hafnarfirði 20. apríl 1935, sonur hjónanna Hall dóru og Geirs Zoega, forstjóra. Hann ólst app hjá foreldrum sín- um og fluttist með þeim til Reykja víkur 11 ára að aldri. Hann lauk ’.andsprófi árig 1951 og stundaði um skeið nám i Menntaskólanum i Reykjavík, en siðan í veizlunar- skóla i G'asgow. Árið 1954 hóf hann flugnám í Flugskólanum Þyt og lauk atvinnuflugmanns- xog olindflugsprófi árið 1956. Á árinu 1957 stundaði hann flugnám við flugskólann Air Service Training í Suður-Englandi og lauk prófi þaðan árig 1957. Hinn 1. maí 1957 réðist hann til Flugfélags íslands og starfaði hjá því síðan, fyrst sem ! íiugmaður a flugleiðum innanlands en síðar iafnframt í millilanda- | flugi. Hinn 23. lúní 1957 kvæntist hann Elísabetu Magnúsdóttur, dóttur Framhald á 15. síðu. nægjulegt að koma á hið fagra heimili Reumerthjónanna og kynn ast þeim heimilisanda, er þar ríkti og byggður var á einlægri ást og gagnkvæmri virðingu. Listaferill Önnu Borg verður hér ekki rakinn nema að mjög litlu leyti. í Konunglega leikhúsinu lék hún fjölda stórra hlutverka, má þar meðal annarra nefnaMargaretu í FAUST eftir Goethe, dóttur Indra í DRAUMLEIKNUM eftir Strind- berg, Guðrúnu í KJARTAN og GUÐRÚN eftir Oehlenschlager, Flisabetu drottningu í MARÍA 3TUART eftir Schiller, svo nokkur þau helztu séu nefnd. Starfssvið Önnu Borg var í Dan- n.örku og svo miklu valdi náði hún á danskri tungu, að hún fékk eitt sinn verðlaun fyrir að tala íegurstu dönskuna á leiksviði Kon unglega leikhússins. En alla tíð j var hún jafnframt hinn sanni ís-1 íendingur Hún kunni ógrynni af j is.enzkum Ijóðum og sögum, og ógleymanlegt verður mér er ég hlustaði á hana segja sonum sín-, um söguna um Fjalla-Eyvind, ! Höllu og Tótu litlu á fögrum vor- degi uppi við Tröllafoss. Frásögn hennár var lifandi og falleg, og túlkun hennar rammíslcnzk og innileg. Þegar Þjóðleikhúsig hóf starf- semi sfha, þótti mér sjálfsagt að b.ióða Önnu Borg heim til þess að ieika á sviði hins langþráða ís- lenzka þjóðleikhúss. Eg vissi, af kynnum mínum af henni, frá því er hún kom hingað og lék í sýn- íngum Noriæna félagsins 1948 í REFIRNIR eftir Hellman og DAUÐADANSINN eftir Strind- berg, að það var óskadraumur hennar að fá tækifæri til þess að leika einhvern tíma á sviði Þjóð- ieikhússins. Það var því gagnkvæm gieði hjá oKkur þegar hún gat tek- 'ð boði mínu um að koma hingað til þess að leika Heilaga Jóhönnu í samnefndu leikriti eftir Bernard Shaw. Síðarí hluta vetrar 1951 kom hún og lék þetta vandasama ldutverk með miklum og ógleym- anlegum glæsibrag. Sama vorið iék hún svo Toinette í ímyndun- aiveikinni eftir Moliere af óvið- jafnanlegri kátínu og gleði. Þag var anægjulegt að kynnast Önnu Borg og vinna með henni þessa mánuði, sem hún starfaði við Þjóðleikhúsið. Áhugi hennar, eldmóður og vinnuþrek var ein- stakt. Hún lifði sannarlega fyrlr list sína og sló aldrei af. Þess vegna náði hún líka svo langt á þeirri braut. Það voru fyrir mig bæði lærdómsrík og ánægjuleg kynni. Eg hitti Önnnu Borg síðast er ég var í Kaupmannahöfn fyrir nokkr um vikum og þá talaði hún um, að sig langaði til þess að koma snöggvast til íslands í vor til þess að sjá son sinn og barnaböm og aðra ættingja og vini og hún hlakk aði til þess að koma og sjá gamla landið í vorskrúði. En í stað gleði funda á þessum sólríka páskadegi, sem hún iagði upp í síðustu för sína til íslands, bárust oss hingað út sorgartíðindin um að þessi ó- gleymanlega listakona og landi vor væri ekki lengur í tölu lifenda, hún hefði farizt ásamt nokkrum Icndum vorum í flugslysi. Það skyggði skyndilega þennan sól- biarta dag, og í huganum ríkti sorg og söknuður. Vér höfum misst mikla listakonu, sem með starfi sinu á ejlendri grund hafði borið hróður íslands vítt um heim. Guðl. Rósinkranz Margrét Bárðardóttir í dag fer fram útför Margrétar Bárðardóttur, sem fórst svo svip- lega með flugvélinni Hrímfiaxa við flugvöllinn í Osló á páskadag. Margrét var fædd 28. febrúar 1944 og var einkadóttir hjónanna Unnar Arnórsdóttur o,g Bárðar ísleifssornar, arkitekts. Hún var því aðeins Í9 ára að aildri, þegar hún kvaddi þennan heim, full til- hlökkunar og hamingju yfir því að hún var á leið heim til foreldra sinna og ástvina til sumardvalar eftir árslaniga útivist við nám og starf í Danmörku. Það gat orðið bið á því að fundum þeirra bæri saman aftur, því að hún hafði heit- bundizt dönskum pilti, Nils Knud- sen að nafni, og þau höfðu ráð- gert að giftast eins fljótt og að- stæður leyfðu o,g setjast að i Danmörku. Bréfin, sem bárust frá henni, sýndu, að hún hafði kynnzt góðu fólki, og fraimtíðar- vonir hennar voru bjartar og fagrar. En skyndilega dró ský fyr- ir sólu þennan fagra páskadag. Bjartar vonir brustu. Klippt hafði verið á lífsþráð hennar, þegar draumar hennar virtust vera að rætast. Ég á erfitt með að sætta mig við það, að fá ekki framar að sjá Margréti glaða og káta í vinahóp eða lesa bréfin. frá henmi, sem voru svo einstaklega lifandi og full af þeirri kímni, sem henni var svo tamt að beita. Margrét var líka hvers manns hugljúfi, sem kynntust henni. Orð megna lítils á stundu sem þessari. Sorg forelda, unnusta og ástvina Margrétar er mikil. Megi guð veita þeim styrk tQ að stand- ast þessa mifclu raun. Ég votta þeiim dýpstu samúð mína. Ó. R. T í M I N N, miðvlkudagurinn 24- apríl 1963. $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.