Tíminn - 27.04.1963, Síða 9
fólkið, sem kallar öðrum fremur á síauknar frámkvæmdir,
þar sem það á eftir að byggja yfir heimili sin og koma undir
sig fótum í atvinnulifinu. En stefna núverandi stjórnar-
valda leggur einmitt stærstu steinana í götu ungu kynslóð-
arinnar.
Til þess að takast megi að tryggja varanlega aukningu
og vaxandi fjölbreytni framleiðslunnar, verður að leysa úr
læðingi framtak hinna fjölmörgu einstaklinga og þá fé-
lagslegu og fjárhagslegu orku, sem með þjóðinni býr, með
því að taka upp á nýjan leik, öflugan stuðning við fram-
kvæmdavilja almennings og hvers konar opinbera fyrir-
greiðslu fyrir uppbyggingu meðal þjóðatinnar.
Taka verður til algerrar endurskoðunar og nýskipunar
allt stofnlánakerfi þjóðarinnar, sem veldur ekki lengur
hlutverki sínu eftir þær flóðbylgjur dýrtíðar og gengislækk-
ana, sem skollið hafa yfir. íbúðalánakerfið verður að byggja
upp á nýjan leik, til að tryggja eðlilega endurnýjun og
aukningu íbúðarhúsnæðis. Stefna verður markvisst að því
að hagnýta auðlindir landsins í þágu þjóðarinnar.
Ört vaxandi þjóð er þróttmikil framkvæmdastefna llfs-
v nauðsyn.
vm.
Tryggja þarf framkvæmd nýrrar raforkuáætiunar. Dreifa
raforku um þau byggðarlög og bæi, sem eiga eftir að fá
rafmagn og skapa aukið öryggi með samtengingu veitu-
kerfanna og þar með bætta aðstöðu vélvæðingar og iðnaðar.
Flokksþingið telur lífsnauðsyn fyrir þjóðina, að unnið
sé að jafnvægi í byggð landsins og gegn beinni eða hlut-
fallslegri fólksfækkun í einstökum landshlutum, —, ekki
sízt með því að stuðla að uppbyggingu og vexti þétt-
býlismíðstöðva I sem flestum byggðarlögum, og skapa
með því bættan grundvöll fyrir nýja atvinnustarfsemi
og iðnvæðingu. Styðja þannig hinar. dreifðari byggð-
ir umhverfis og gera um leið viðskipta- og samgöngukerfið
auðveldara viðfangs og sömuleiðis skólamál, heilbrigðis-
mál o. fl. samfélagsmál.
IX.
Flokksþingið telur, að ráðstafanir núverandi ríkisstjórn-
ar hafi algerlega raskað eðlilegri tekjuskiptingu I landinu,
almenningi í óhag. Telur flokksþingið nauðsyn á að gera
allar skynsamlegar ráðstafanir til að koma tekjuskipting-
\ unni í réttlátara horf.
Framsóknarflokkurinn vill byggja upp þjóðfélag, sem
skapar öllum þegnum jafna möguleika á að njóta hæfileika
sinna og atorku og tryggir það þannig, að þjóðfélaginu
hagnýtist sem bezt kraftar hvers og eins. Hann lýsir sem
fyrr eindregnu fylgi sínu við samvinnustefnuna og' vill
vinna að eflingu félagshyggju með þjóðinni. Jafnframt vill
flokkurinn stuðla að sem mestu öryggi þeirra, sem sakir
æsku, elli, sjúkleika, örorku eða annarra aðstæðna standa
höllum fæti í lífsbaráttunni, m. a. með fullkomnu og rétt-
látu tryggingakerfi, enda kom flokkurinn, ásamt Alþýðu-
flokknum, almannatryggingarkerfinu á, fyrir rúmum ald-
arfjórðungi.
Um nánari stefnumótun Framsóknarflokksins í einstök- \
um málaflokkum vísast til annarra ályktana flokksþingsins.
X.
Afstaða stjórnarflokkanna í utanríkismálum einkennist
af ögætni og undanlátssemi. Samningar við Breta í land-
helgismálinu eru greinileg sönnun þess.
Framkoma ríkisstjórnarinnar við umræðurnar um það,
hvaða afstöðu íslendingaf elgi fyrir sitt leyti að taka til
Efnahagsbandalags Evrópu, sýnir, að ríkisstjórnin — ef
henni endist aldur til — ætlar íslandi aðild að Efnahags-
bandalaginu með þeim „aðgangseyri", skerðingu á sjálfs-
forræði, sem því fylgir.
Undirrót utanríkismálastefnu stjórnarflokkanna virðist
vera vantraust á landinu og þjóðinni til sjálfstæðis.
Flokksþingið telur að íslendingum beri að kappkosta
góða sambúð við allar þær þjóðir, er þeir eiga skipti við.
Það vill, að þeir hafi samstöðu með vestrænum þjóðum,
m. a. með samstarfi á varnarsamtökum þeirra.
í samræmi við þá stefnu, sem lýst var yfir, þegar varnar-
samningurinn var gerður, vill Framsóknarflokkurinn vinna
að því, að varnarliðið hverfi úr landi, svo fljótt sem auðið
er, og leggur jafnframt á það ríka áherzlu, að það er á
valdi íslendinga sjálfra, hvort hér dvelur varnarlið og
hvernig vörnum landsins er fyrir komið.
Framsóknarflokkurinn lýsir sig andvlgan því, að hér
sé leyfð staðsetning kjarnorkuvopna.
Flokksþingið minnir á það, að íslendingar eiga — eins
og mannkynið allt — örlög sin undir því, að friður ríki í
heiminum, og leggur þess vegna mikla áherzlu á, að full-
trúar íslands á alþjóðavettvangi stuðli af fremsta megni
að sáttum þjóða milli, almennri afvopnun og stöðvun
tilraung. með kjarnorkuvopn.
XII.
Nú eru kosningar til Alþingis fyrir dyrum. Kjósendum
ber að gera sér grein fyrir þvi við þessar kosningar:
Að þeir flokkar, sem nú fara með meirihlutavaldið, stefna
að því að koma á efnahagskerfi á íslandi í stil stór-
kapitalisma, og hafa á þessu kjörtímabili sóað í þær
tilraunir afurðum einmuna góðæris.
Að hin næstu ár verða örlagarík í innanlandsmálum. Ofsa-
leg dýrtíð með kjaraskerðingu í kjölfari sínu er af-
leiðing ríkjandi stjórnarhátta og sækir á með sívax-
andi þunga. Mikil átök verður að gera til uppbygg-
ingar. Skiptingu þjóðartekna verður að koma á heil-
brigðan grundvöll.
Að sú landhelgi, sem íslendingar nú hafa og veitt hefur
skilyrði til metafla, hefði aldrei fengizt, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu ráðið för í þvi
máli, — og nú getur á það reynt á næsta ári, hvort
íslenzk stjórnarvöld vilja framlengja veiðirétt Breta,
sem þessir flokkar veittu þeim innan landhelginnar.
Að stjórnarflokkarnir ráðgera nýja stefnu í sjávarútvegs-
málum, sem miðar að því að hleypa útlendingum inn
y í fiskiðnaðinn og þar með raunverulega inn í land-
m helgina.
Að afstaða stjórnarflokkanna til Efnahagsbandalags Evr-
ópu er mótuð af veikleika og óvarkárni gagnvart er-
lendum áhrifum og áhuga fyrir því að reyna að bjarga
„Viðreisnarkerfi“ sínu frá algeru hruni, með þvi að
tengja það erlendum stórkapitalisma.
Að kommúnistar, sem standa gegn hvers konar sambandi
við Vesturveldin, undir yfirskini þjóðrækni og sjálf-
stæðisástar, eru óðfúsir til bandalags og afsals réttinda
til stórvelda austursins.
Að Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn,
sem treysta má til þess, hvað sem í skerst, að hafa þá
afstöðu eina, sem miðar að almennu jafnrétti og alls-
herjar velmegun, og setur öllu ofar sjálfstæði landsins
í nútið óg framtíð.
Að Framsóknarflokkurinn er höfuðandstæðingur bæði
íhaldsstefnunnar og kommúnismans og eini stjórn-
málaflokkurinn, sem allir andstæðingar íhalds og öfga
ættu að geta sameinast um.
í kosningunum í vor verður kosið um það, hvort áfram
skuli fylgt kjaraskerðlngarstefnunni, sem miðar jafnframt
að því að arður og eignir dragist saman á færri hendur.
Kosið verður einnig um það, hvort íslendingar eiga að
innlimast efnahagskerfi þjóðasamsteypu og láta landsgæði
sín af hendi til sameiginlegra nota i þeim félagsskap, —
eða hvort íslendingar treysta sér til þess að vera sjálfstæð
þjóð, er ræður landi sínu ein og stjórnar málum sinum
sjálf.
XI.
Framsóknarflokkurinn vill að stefna íslands í utanríkis-
málum sé jafnan við það miðuð, að tryggja stjórnarfars-
legt og efnahagslegt sjálfstæði landsins og öryggi þess, —
og að leitast sé við að skapa sem víðtækasta samstöðu
landsmanna um utanríkismálin.
Um leið og flokksþingið þakkar aukinn stuðning vlð
flokkinn í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum s. 1. vor,
skorar það á alla kjósendur, sem vilja efla almenna hag-
sæld og jafnrétti, vernda réttindi íslands og sjálfstæði
þjóðarinnar, að styðja Framsóknarflokkinn í næstu kosn-
ingum, svo hann geti knúið fram stefnubreytingu á Alþingi.
fÍMINN, laugardagurinn 27. aprQ 1963. —
9