Tíminn - 28.04.1963, Qupperneq 5

Tíminn - 28.04.1963, Qupperneq 5
ÆSKUFOLK A FLOKKSÞINGI Það var einkennandi fyrir hið nýafstaðna flokksþing Framsókn- armanna, að æskufólk var þar mjög fjölmennt. Ungt fóik tók þátt í öllum störfum þess, bæði í nefnd um og almennum umræðum, meira en nokkru sinni fyrr. Sannaðist það fyllilega, að æskan fylkir sér undir merki elzta flokksins 1 la«d inu og viðurkennir hann, sem kynd ilbera djarfra, en þjóðlegra hug- sjóna og framfara. Samband ungra Framsóknar- manna, sem á 25 ára afmæli um þessar mundir, bauð öllum fulltrú um félaga ungra Framsóknar- manna til kvöldverðar í Framsókn arhúsinu að kvöldi annars þing- dagsins, í tilefni afmælisins. Þar ræddu fulltrúamir um þau verk- efni er fyrir þinginu lágu, og kynntu hverjir öðrum það helzta, sem félögin og SUF eru með á döfinni. Ríkti mikill einhugur á fundtaum og var auðfundið að ung ir Framsóknarmenn munu ekki ætla sér að liggja á liði sínu í hönd farandi kosningum. Myndin hér á síðunni var tekin við þetta tæki færi í Hallargarðinum við hlið Framsóknarhússins. Tíðindamaður Vettvangsins sat hófig og átti stutt samtal við einn fulltrúanna, Hauk Engilbertsson, hinn víðkunna íþróttamann. Fer samtalið hér á eftir. — Þú ert úf Borgarfirðinum? — Já, ég er fæddur þar og upp alinn. — Og ætlar þú kannski að verða bóndi þar? — Ja, það en nú kannski óráð ið enn þá, en mér finnst gaman að vtana við búskap. Það er frjáls legt, og þá er maður þó sjálfs sín húsbóndi. — Og hvað segir konan þín um það? — Eg er nú trúlofaður, en hún myndi varla bregða fæti fyrir þá hugmynd, þó að hún sé úr Reykja vík. Ég held að hún muni alveg treysta sér til þess. — Já, eru ekki skilyrði til land- búnaðar góð í Borgarfirðinum? — Jú, það má örugglega segja það, en það er erfitt fyrir unga E VINRUDE Reynslan hefir sýnt að EVINRUDE utanborðs- mótorar eru traustir og þægilegir hvar sem er. á sjó vötnum og ám. Nú er hver síðastur að hjá oss mótor fyrir hækkun í byrjun maí. ORKA H/F uaugaveg] 178. Sími 38000 Varahlutaþjónusta Haukur Engiilbertsson Ifólkið að byrja búskap, því að það þarf mjög mikið fjármagn til þess að stofna bú núna og má raunar segja að það sé orðið ó- kleift fyrir byrjendur að koma búi á fót. Það er erfitt að fá lán, og þó að þau fáist, þá eru vextir svo háta, að erfitt reynist að greiða þau upp. Ég held að hér séu mikil verkefni fyrir höndum, ef þessi mál eiga að komast í lag. — En er ekki eitthvað af ungu fólki búandi? — Það er auðvitað alltaf eitt- hvað, en þróunin er samt sú, að það eru alltaf færri og færri af þeirn ungu, sem ílengjast í sveit- inni, þó er sennilega tdtölulega minna unj ungt fólk í Borgarfirði, heldur en víða annars staðar í sveitum landsins. — Hvað telur þú nú að helzt sé hægt að gera U1 þess að halda fólkinu í sveitinni? — Eg tel að lífskjörsv eita- fólksins séu ekki sambærileg við i lífskjör borgarbúanna. Sveitirnar • eru enn á eftir með margt. Þæg- indi sveitakonunnar eru víðast minni j sveitum en við sjó. sér- staklega þar sem ráfmagn er ekki komið enn þá. — Er ekki rafmagn víðast í Borg arfirðinum? — Nei, það er nú öðru nær, það er t.d. heill 'hreppur. Lundarreykja daloir, þar sem ekki er rafmagn á einum einasta bæ frá samveitu, og slíkt ástand er auðvitað alveg óþolandi. Það er eins og það hafi alveg gleymzt að leggja rafmagn ið þangað og er varla önnur á- stæða, þar sem ekki er þar lengra á milli bæja, heldur en víða ann- ars staðar. En eins og ég gat um, er það hvað mestu þægtadin, sem sveitakonan getur kosið sér. Það er að verða talið úrelt að elda við kol, svo að ekki sé mtanzt á þrifnaðaraukann, sem rafmagninu fylgir. Enn fremur er rafmagnið eins og allir vita grundvöllur fyrir því, að húsmóðirin geti tekig heim ilisvélamar í þjónustu sína. — Telur þii að bændur hafi bolmagn til þess að eignast allan þann mikla vélakost, sem búskapn- um fylgir? — Þarna er nú kannski mergur' málstas. Vélvæðingunni hefur fleygt fram hröðum skrefum síð- ustu árta. Það voru kaupfélögin sem vélvæddu landbúnaðinn. — Hefðu þau ekki leyst lánsfjárskort inn á því sviði, sem mörgum öðr- um, þá væri íslenzkur landbúnað ur ekki á iþví stigi í dag sem raun ber vitni. En vélarnar krefjast si- fellds viðhalds og tækntani fleyg- ir fram, bændur eru nauðbeygðir að fylgjast þar með, en gallinn er bara sá, að verðlagið hefur stór hækkað svo, að engu lagi er líkt. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa sumar landbúnaðarvélar nærri því tvöfaldazt í verði, en verðlag af- urða hefur ekki hækkað nærri því eins mikið tiltölulega. Því hefur verið haldið fram og það nú síðast í útvarpsumræðunum af stjórninni að því væri etakum um að kenna, að vélarnar hefðu etakum hækkað vegna þess að þær væru nú orðn- ar fullkomnari og afkastameiri en áður. Þetta er alrangt. Það munar mjög litlu á verði á þessum vél- um og þag kostar ekki metaa að framleiða vél, þó að hún sé nokkr um hestöflum sterkari en áður. — Já, þessi kenning er bara fyrta sláttur og ekkert annað til þess að dylja aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar í garð sveitabæmdanna, enda munu þeta fá tækifæri úl þess að svara fyrta sig við kjör- borðið. Nokkrir verkamenn óskast í byggingarvinnu. Upplýsingar gef- ur SigurUur Gíslason vi($ Kjötstöíina, Kirkjusandi. Samband ísl. samvinnufélaga T í M I N N, sunnudagur 28. apríl 1963. — 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.