Tíminn - 28.04.1963, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. .Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af-
greiðslusími 12323, Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif-
stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Ótti Bjarna og Ólafs
Ræður þeirra Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors,
sem þeir fluttu við setningu landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins á fimmtudaginn, hafa nú verið birtar í Mbl.
Það., sem hlýtur að vekja mesta athygli, þegar þessar
ræður eru lesnar, er hinn mikli ótti vtð Framsóknarflokk-
inn, er þar kemur fram. Ræða Ólafs Thors, sem er mun
lengri fjallar að mestu um Framsóknarflokkinn, þ. e. hún
er ýmist bein svör við gagnrýni hans á stjórnarstefnuna
eða viðleitni til gagnsóknar gegn honum. Það, sem Ólaf-
ur hefur að seg.ja um sjálfa „viðreisnina“, er mörgum
sinnum minna. Á sama hátt helgar Bjarni Benediktsson
Framsóknarflokknum meginhluta ræðu sinnar.
Hins vegar er sama og ekkert minnzt á kommúnista
í ræðum þeirra Ólafs og Bjarna. Það helzta er það, að
Bjarni víkur nokkrum orðum að þeim í þeim kafla ræð-
unnar, sem fjallar um hvort Framsóknarmenn séu sam-
starfhæfir í ríkisstjórn. Niðurstaða Bjarna er sú, að
kommúnistar séu sízt ósamstarfshæfari! Bjarni vill auð-
sjáanlega halda leiðinni til myndunar nýrrar nýsköpun-
arstjórnar vel opinni, ef Alþýðuflokkurinn skyidi reynast
ófullnægjandi hækja eftir kosningarnar.
Ræður þeirra Bjarna og Ólafs bera þannig órækt merki
um, að það er Framsóknarflokkurinn, sem stjórnarflokk-
arnir óttast Þeir gera sér ljóst, að hann er nú eini
sterki andstæðingur kjaraskerðingarstefnu og innlim-
unarstefnu stjórnarflokkanna. Þeir finna, að málflutn-
ingur hans á hljómgrunn hjá þjóðinni og hin einbeitta
stefna hans ! sjálfstæðismálum og kjaramálum þjóðar-
innar á vaxandi fylgi að fagna. Þeir gera sér ljóst, að
launastéttir, bændur og aðrar miðstéttir gera sér ljóst
í sívaxandi mæli, að þessum stéttum ber að þoka sér
saman í öflugan flokk, en ekki að skipa sér í smáflokka.
Iiins vegar óttast þeir Ólafur og Bjarni ekki kommún-
ista, því að þeim er ljóst, að þeir eru á hrörnunarskeiði.
Stjórnarandstæðingar geta vissulega mikið lært af
ótta þeirra Ólafs og Bjarna. Hann er áugljós vitnisburður
um, að það er Framsóknarflokkurinn, sem þeir eiga að
efla í kosningunum 9. júní.
Bjarni og iaunþegar
Þrátt fyrir hinar stórauknu þjóðartekjur seinustu miss-
erin, búa launþegar nú við mun lakari kjör en 1958, ef
miðað er við óbreyttan vinnutíma Svo grátlega hefur
,viðreisnin“ leikið launastéttirnar.
En forkólfum S.jálfstæðisflokksins finnst ekki nóg að
gert. Þegar Bjarnj Benediktsson setti landsfund Sjálf-
stæðisflokksins, notaði hann tækifæri til að ráðast harð-
lega á samvinnufélögin fyrir að hafa forgöngu um að
veita verkamönnum 10% kauphækkun sumarið 1961
eftir að þeir höfðu enga kauphækkun fengið í nær þrjú
ár, þrátt fyrir stóraukna dýrtíð Þessa samninga kallar
B.jarni i ræðu sinni svikasamninga ofbeldi. misnotk-
uri, misbeitingu og öðrum slíkum nöfnum og endar með
því að hafa í hótunum við verkalýðshreyfinguna og
samvinnufélögin.
Þessi málflutningur Bjarna. sýnir glöggt hinn raun-
verulega hug hans og annarra leiðtoga Sjálfstæðisflokks-
ins tii launbega. Það eru svik og misbeiting að veita þeim
kjarabætur sem atvinnuvegirnir geta vel risið undir
Af þessu geta launþegar séð, hvað í vændum er, ef
stjórnarflokkarnir halda velli í kosningunum. Þá munu
þeir Bjarni og Emil koma með gengisíall og gerðardóma.
r í 1YT T N NT cminiiflncrur 9.R. anríl 1B6B. —
Sögulegar kosningar á italíu
Líkur iil, aö mynduð verdi vinstrl stjórn að þeim ioknum.
t DAG og á morgun munu
fara fram á ítalíu þingkosn-
ingar, sem geta átt eftir að
verða hinar sögulegustu og
hafa mikil áhrif á stjómmál
Evrópu.
Pyrsta hálfan annan ára-
tuginn eftir styrjöldina, mót-
aðist stjórnmálalíf ítalíu
mjög af þvi, að náin sam-
vinna var milli kommúnista
og flokks jafnaðarmanna,
sem var undir forustu Nennis.
Kristilegi demokrataflokkur-
inn, sem er hægri flokkur,
hefur verið stærsti flokkur
landsins, en ekki haft hrein-
an meirihluta. Innan flokks-
ins hafa vinstri sinnuð öfl og
hægri sinnuð, tekizt á um
völdin. Stundum hefur flokk-
urinn því unnið með öfga-
flokkum til hægri eins og
konungssinnum og nýfasist-
um, en stundum með litlum
miðflokkum eins og lýðræðis
flokknum og hægri jafnaðar-
mönnum. Stj órnarskipti hafa
verið tíð og því meira los á
stjórnarháttum en ella.
FYRIR nokkrum misserum
varð hins vegar breyting á
þessu. Vinstri armurinn náði
þá forustu í kristilega demo
krataflokknum undir forustu
Fanfanis, er myndaði stjórn
með stuðningi hægri jafnað
armanna og lýðveldisflokks-
ins. Jafnframt tryggði Fanfani
sér' hlutleysi vinstri jafnaðar
manna og rauf með því tengsl
in milli þeirra og kommún-
ista.
Af hálfu Fanfanis og
Nennis hefur seinustu árin.
verið stefnt að því að koma
á samstarfi milli kristilegra
flokksins og vinstri jafnaðar-
manna. en það hefur mætt
harðri andstöðu í báðum
flokkum Þó er svo komið, að
meirihluti beggja flokkanna
hefur fallizt á slíkt samstarf.
Báðir flokkarnir ganga nú til
kosninga undir þeim fána, að
þeir muni vinna saman, ef
1 úrslitin verða þeim hagstæð.
FANFANI
Hægri jafnaðarmenn undir
stjórn Saragats hafa mjög
hvatt til slíkrar samvinnu og
munu taka þátt í henni. Lík-
legt þykir að þetta muni afla
flokki Saragats fylgis.
þessu samstarfi er sú, að óráð
legt sé að hafa náið samstarf
við kommúnista, þótt það
geti verið nauðsynlegt um
viss mál og í vissum samtök
um.
Yfirleitt er það nú stefna
vinstri jafnaðarmanna um
heim allán að hafna öllu sam
stárfi við korhmúnista í þing
kosningum. Þannig neitaði
flokkur Larsens í Danmörku
að hafa nokkra samvinnu
við kommúnista i seinustu
þingkosningum. Á sama hátt
hafnaði nýi Sósíalistaflokkur
inn í Noregi öllu kosningasam
starfi við kommúnista fyrir
seinustu þingkosningar þar.
EF úrslit þingkosninganna
á ítalíu leiða til þess, að
stjórnarsamstarf hefst milli
kristilegra demokrata og
vinstri jafnaðarmanna, mun
það hafa í för með sér ýmsar
róttækar breytingar á sviði
innanlandsmála. Hins vegar
mun stefnan á sviði utanríkis
mála verða nokk.uð svipuð,
þótt vinstri jafnaðarmenn
hafi verið andvígir þátttöku
í Atlantshafsbandalaginu. —
Það mun auðvelda samvinn-
una á þessu sviði, að Banda-
ríkjamenn hafa ákveðið að
leggja r.iður hinar úreltu eld-
flaugastöðvar sínar á Italiu
og má segja, að þeir hafi á
þann hátt óbeint greitt fyrir
þessu samstarfi.
Ef sæmilega tekst til varö-
andi samvinnu þessara flokka
á ítaliu, munu það geta
haft veruleg áhrif sem for-
dæmi annars staðár Sigur
þeirra í kosningunum mun
og þykia merkja það, að
menn kjósi vinstrisinnaðri
stjórn en verið hefur á ítaliu
til þessa.
Þ.Þ.
Páfinn
í seinustu þingkosningum
fengu kristilegir demokratar
42% af greiddum atkvæðum;
kommúnistar 22% og ‘ vinstri
jafnaðarmenn 14%.
AÐ SJÁLFSÖGÐU vekur
þessi fyrirhugaða samvinna
mikla andspýrnu kommúnista
og öfgaflokkanna til hægri.
Vegna hennar reyna komm-
únistar nú mjög að ná at-
kvæðum frá vinstri jafnaðar
mönnum, en öfgaflokkarnir
til hægri frá kristilegum
demokrötum. Ef þessum flokk
um verður verulega ágengt
í kosningabaráttunni getur
það mjög veikt og truflað
fyrirhugað samstart kristi-
legra demokrata og vinstri
jafnaðarmanna. Það er hins
vegar talið styrkja mjög að-
stöðu kristilegra demokrata og
vinstri jafnaöarm., að kirkjan
hefur óbeint undir' leiðsögn
páfans lagt blessun sína yfir
fyrirhugað samstarf þeirra.
Þetta mun a.m.k. styrkja
kristiiiiga demokrata gagn-
vart öfgaflokkunum til
hægri. Það mun og einnig
styrkja vinstri jafnaðarmenn
því að kommúnistar hafa ekki
fært þeim þessa afstöðu
kirkjunnar til foráttu. held-
ur reynt sjálfir að vingast
við hana. Af þeim ástæðum
fékk sjálfur tengdasonur
Krustjoffs einkaviðtal við
páfann fyrir skömmu síðan.
ÞAÐ hefur að vonum vakið
mikla athygli, að vinstri jafn
aðarmenn hafa nú hafnað
samvinnu við kommúnista á
sviði landsmála, þótt enn sé
samstarf milli þeirra í verka-
lýðsfélögum og í bæjar- og
héraðsstjórnum. Reynsla
vinstri jafnaðarmanna af