Tíminn - 30.04.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1963, Blaðsíða 2
Palliser „gætir hagsmuna" landhelgisbrjótsins á hafinu sunnan íslands. HERSKIPSTJORINN LET SM YGLA TOGARASKIPSTJÓRANUM JNDAH MB-Reykjavík, 29. apríl. Þag koin fram í viötali við Þórarin Bjömsson, skipherra á Ó9nl ,a3 þaS var Hunt skiipherra á Pallfser, sem sjálfur lét smygla skipstjóranum á landhelgisbrjótn- um yfir í annan brezkan togara, þótt samkomulag væri áð'ur komið á milli skipherranna um það, að Hunt og hans menn héldu Smitli uppi í brúnnii. Hafði Smith hótað aS henda sér í sjóinn að öð'rum kosti, — og gegn slíkum afarkost- um stóð floti hennar hátignar ráðá laus. Varðskipið Óðinn lagðist að bryggju um klukkan hálf ellefu í kvöld. Blaðamenn frá Tímanum brugðu sér um borð og ræddu viS Þórarin Björnsson, skipherra á varðskipinu Óðni. — Þið hafig haft stranga útivist? — Ojæja. — Sennilega lítið um svefn? — Já, því er ekki að neita. — Hvernig bar töku togarans að höhdum? — Það var svarta þoka og við komumst nálægt honum, án þess að hann yrði okkar var. Hann var að hífa, er við komum að, og herti enn á og þegar pokinn einn var eftir, skar hann á allt og sigldi beint út. Við skutum þá fljótlega að honum þremur lausum aðvör- unarskotum, en hann sinnti því engu. Skömmu eftir að við hófum eftirförina, rákust skipin svo á. — Hvernig vildi það til? — Skipin sigldu samsíða og skyndUega beygði MUlwood á stjórnborða. Við tókum þegar í stað aftur á bak og tókst þannig að forða árekstri að mestu. Þó ra'kst stefni Óðins á afturenda tog arans, stjórnborðsmegin og skemmdi nokkuð bátapall hans. Smávegis lcki kom bæði að togar- anum og Óðni, en ekki svo, að við gætum ekki haldið okkar ferð. — Virtist togarinn ætla að sigla á varðskipið? — Já, það varð ekki annað séð. Hann hefði sennilega siglt á okk- ur miðja. — Af hverju fenguð þið ekki að skjóta föstum skotum á hann? — Það er alltaf reynt að forð- ast það, þar til í lengstu lög. — Hvernig atvikaðist það, að skipstjóranum var smyglað um borð í Júniper? —■ Við höfðum gert samkomu- lag um það við Hunt skipherra, að hann færi fyrst yfir í Millwood og reyndi að sansa Smith skip- stjóra og menn hans fiyttu áhöfn togarans yfir í Palliser. Hunt og menn hans ætluðu meðal annars Framhald á 3. síðu. ÞRJATiU KLST. UM BOITOGARANUM JG-Reykjavík, 29. apríl. Klukkan laust fyrir 23.00 lagð- ist togarinn Millwood A-472 að síðu Óðins við Austurgarð. Þar VarSsktpsmenn á leiS um borS i Millwood. Þar töidu þelr vfst að þeir hefSu hendur f hári lögbrjótsins, en þegar til kom var fuglinn floginn. — Skipherrann á Palliser hafSi látið smygia honum frá borði, tll þess að hann fleygði sér ekkl í sjóinnl i um borð voru sjö skipverjar af Óðni. Sem kunnugt er að framan sögðu, þá fóru velflestir skipverj- ar úr brezka togaranum yfir í HMS PALLISER. Voru aðeins tveir vél- stjórar og tveir hásetar eftir um borð í Millwood. Kom það því í hlut landhelgisgæzlunnar ag stýra skipinu til hafnar. Um borð í Millwood voru eftir- taldir varðskipsmenn: Leon Carlson, 2. stýrimaður, sem fór með skipstjóm; Bjarni Guðþjörnsson, 2. véistj. Sigurður Bergmann, liáseti Guðmundur Hallvarðsson, háseti Óli Kleln, háseti, Andrés Bertelsen, háseti Halldór Gunnarsson, hásetii. Þeir félagar fóru um borð í tog- arann klukkan um 17.00 á sunnu- dag og höfðu því verið um 30 klukkustundir þar um borð, þegar lögreglan í Reykjavík leysti þá af verði, eftir að þeir höfðu lokið við ag binda. Óðins-menn sögðu ferð sína hafa verið tíðindalausa með öllu. Þeir hefðu fengig sæmilegt veður og skipið væri ágætt. Millwood er gamall togari, um 200 lestir að stærð og hefur verið endurbyggður. Hann er búinn góð um siglingatækjum, að því er séð verður. Arangur, sem segir sex Með stórri þrenningarmynd af þeim Gunnari, ÓlafB og Bjarna undir íslenzka fánanum birtir Vísir í gær með bláu stórletri sex meginstoðlr þess árangurs, sem hann telur hafa orðið af stefnu og athöfnum núverandi ríbisstjórnar, og eru þær þessar: 1. „FRELSI OG SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR TRYGGT“. — Þessum árangri telur Sjálfstæð isflokkurinn sig vafalaust hafa náð með því að gera undanslátt arsamninginn við Breta og hleypa þeim aftur inn í fisk- veiið’iiandheigina, og svo sem til frekari „ti-yggingar“ sjálf- stæði þjóðarinnar að vilja um frain allt Innlima fsland í Efna hagsbandalag Evrópu. 2. „VERZLUNIN GERÐ AL- FRJÁLS“. Þessu mikla tak- marki hefur auðvitað veriS náð með því að fella gengið tvisvar, svo að menn fengju sem flestar krónur að kaupa fyrir og fá vörukaupalán erlendis, sem þarf víst aldrei að borga. 3. „12 MÍLNA LANDHELGI VIÐURKENND“. Þetta var gert með því að færa landhelgis línuna inn um sinn og leyfa Bretum að veiða í landhelginni. Áður voru 12 mílumar bara v.iðurkenndar í VERKI en ekki f ORÐI, en auðvitag var það engin viðurkenning, miklu betra að snúa þessu vlð og Iáta Breta viðurkenna hana f ORÐI en ekfei f VERKI. Bretar féll- ust á þessa „afarkosti" og stjórnin vann glæsilegasta stjómmálasigur lýðveldlsins — bravó! 4. AUÐLINDIRNAR HAG- NÝTTAR f ÞÁGU ALÞJÓÐ- AR“. Um þetta hefur verið gerð stómierk framkvæmda- áætlun, sem nær alla lelð aftur til ársloka 1963, en til frekara öryggis fyrir hagnýtingu auð- Jindanna i þágu almennings, verður reynt að fá nokkra stóra erlenda inn í fisklðnaðiinn. Hins vegar alveg úrelt að byggja nokkrar verksmiðjur eða vlrkja fossa. 5) „FÉLAGSLEGT ÖRYGGI TRYGGT“. Þessi árangur hefur elnkum náðst með því að setja gerðardóm á sjómenn, bændur og fleiri, og fella gengið tafar Iaust, þegar samið er um kjara- bætur á frjálsum félagsgmnd- velli. 6) „SKATTAR STÓRLÆKK- AÐIR“. Þessi stórsigur hefur unnizt með því að Iækka beina skatta á þeim, sem hæstar skatt fúlgur þurfa að greiða, og er það sanngjamt og í anda jafn aðarstefnunnar. Og i framhaldi af þessu hafa óbeinir skattar verið hækkaðir um einar 1400 mlllj. króna, þar sem ÓBEIN SKATTAHÆKKUN er auðvit- að eftir orðanna hljóðan, elns og alliir sjá og skilja, sama og BEIN SKATTALÆKKUN. Það má segja, að þetta sé ár- angur, sem segir sex, og að þjóðin megi þakka stjórn sinni glæsilegan feril. En raunar gæt ir óþarfrar hlédrægni í þessarl afrekaskrá stjómaninnar, því að stórmerkln eru fremur sjö en sex, þar sem Vísir gleymir alveg kórónunni hans Gunnars, sem sé tollskránni, sem er eins og allir rita „stórkostleg, raun- hæf kjarabót“. 2 TÍMINN, þniðjudaginn 30. aprfl 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.