Tíminn - 30.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.04.1963, Blaðsíða 7
( Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstoíur í' Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif- stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan iands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Hví hraðaði stjórnin kjördeginum? Síðastliðinn sunnudag ver Bjarni Benediktsson nær öllu Reykjavíkurbrq(fi Morgunblaðsins til að réttlæta það, að kosningadeginum var flýtt um þrjár vikur frá því, sem kosningalögin gera ráð fyrir. Ástæðan fyrir þessari vörn Bjarna er einkum sú, að Bjarni hefur orðið þess var á Jandsfundi Sjálfstæðismanna, að víða úti um land mætir þessi tilfærsla kjördagsins verulegri gagnrýni, þar sem menn óttast að veðrátta geti þá hindrað kjörsókn. Höfuðvörn Bjarna er sú, að Tryggvi Þórhallsson hafi ákveðið kjördag 11. júní, er hann rauf þingið 1931. Þess getur Bjarni ekki, að Tryggvi gat ekki ákveðið kjördag- inn síðar, nema með því að brjóta stjórnarskrána. Sam- kvæmt henni verður að kjósa innan tveggja mánaða frá þmgrofi. Þingrofum gat Tryggvi ekki frestað og þá ekki heldur ákveðið kosningarnar síðar. Tryggvi var hér bund- mn af stjórnarskránni. Önnur afsökun Bjarna er sú, að kosningunum hafi ver- ið hraðað vegna síldveiðimanna. Slík röksemd fellur einn- ig um sjálfa sig, þar sem margt bendir til, að síldveiðar verði ekki síður stundaðar af fullu kappi 9. en 30. júní. . Höfuðástæðurnar til þess, að ríkisstjórnin sniðgekk akvæði kosningalaganna um kjördaginn er hvorki að finna í umhyggju fyrir sjómönnum ne'ösambærilegu for- dæmi Tryggva Þórhallssonar. Höfuðástæðurnar eru: í fyrsta lagi óttaðist stjórnin, að á tímabilinu frá 9.—30. júní gætu gerzt atburSir > viðskiptum Breta og Efnahagsbandalagsins, er staðfestu það enn betur en elia, að stækkun EBE er ekki eins langt undan og stjórnarflokkarnir telja sér hagkvæmt að halda fram fyrir kosningarnar. í öðru lagi óttaðist stjórnin, að dráttur á kosning- unum gæti ýtt ur.dir það, að aukin ólga skapaðist á vinnumarkaðinum, þar sem allir kaupsamningar eru nú lausir oq þannig sæist enn Detur en ella fyrir kosningar, hve mikil upplausn og ringulreið væri nú ríkjandi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þetta eru meginástæðurnar, sem réðu því, að ríkis- stjórnin flýtti kosningadeginum. Þær segja vissulega sína sogu um málstað stjórnarinnar. Hátíðahöldin L mai Á morgun verða fjörutíu ár liðin siðan verkamenn í Reykjavík komu fyrst saman 1 mai til að bera fram kröfu sínar um bætt kjör og minni vinnuþrælkun. Það hefði verið ánægjulegt. að launþegar í Reykjavík hefðu getað minnzt þess með því að vera ekki klofnir i tvær fylkingar 1. maí eins og vénð hefur að undan- förnu. Svo vél hefur þó ekki til tðKizt. Stjórnarsinnar í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík hindruðu með ráðnum huga slíka einingu með því að neita því, að 1. maí-nefnd verkaiýðsfélaganna yrði skipuð á sama veg og'að undanförnu Ástæðan var sú, að þeir vildu koma í veg fyrir að launþegar !étu ■ ljós andúð sína á hinni ríkjandi stjórnarstefnu. sem hefur skert svo hlut- iaunþega, að vinnudagurinn hefur stórlega lengzt. Þetta tiltæki mun þó ekki koma í veg fyrir, að efnt verði til kröfugöngu og útifundar bar sem mörkuð sé andstaða gegn ríkjandi kjaraskerðingarstefnu. Þau há- tíðahöld munu andstæðingar kjaraskerðingarsteínunnar sækia, án tillits ti1 þess hvar þeir standa í flokki og án t'llits til ágreinings um önnur mál. T 1 M I N N , þniðjudaginn 30. apríl 1963 — Björn Stefánsson: Rannsóknastofnun tandbúnaöar- ins í verksmiöjuhverfi Rvíkur Magnús Óskarsson tilrauna- stjóri á Hvanneyii átti grein með sama heiti í Tímanum 21. febrúar s.l. Síðan ég las grein- ina, hef ég haft hug á að leggja orð í belg, en ekki orðið af fyrr en nú með fram fyrir kjarkleysi. í landi fámennis og kunnings- skapar eru opinskáar umræður um landbúnaðarmál miður vel þegnar af öllum þeim smákóng- um, sem berjast um völd. Því meir sem ég hef hugsað um þetta mál, því verr á ég þó með að friða samvizkuna, ef ég sit hjá,- Sumt af því, sem hér verð- ur sagt, sagði Magnús í sinni grein, en ég verð' að endurtaka það samhengisins vegna. Eg ætla hér einungis að ræða um staðarval fyrir rannsókna- stofnun landbúnaðarins, sem nú er köllus Búnaðardeild Atvinnu deildar Háskólans. Fyrst af öllu þurfum við að' gera okkur Ijóst, af hverju við getum ekki apað eftir öðrum þjóðum skipulag og staðsetningu rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins. Við eium svo fáir, aH sérfræðingar okkar verða sjáMfir afl sjá um framkvæmd til rauna og rannsókna, en hafa ekki nema að litlu leyti á að skipa oðrum háskólamenntuðum mönn um, sem framkvæma verkin. Ef vel á að vera, þurfa þeir því að vera búsettir, þar sem helztu rannsóknirnar eru framkvæmd- ar. í öð'ru lagi eru sérfræðingarn ir svo fáir, að þeir þurfa helzt að vinna á sama stað til að að- stoða hver annan og til að þeir einangrist ekki fræðilega. í þx’iðja lagi þurfa þeir gey-simik- ið land til að framkvæma rann-’ sóknir sínar á. Búfjárræktar- og einkum sauðfjárræktarrannsókn- ir eru mjög landfrekar. Af þessu leiðir, að við þurfum miðstöð fyrir rannsóknirnar, og miðstöð- in þarf að ráða yfir miklu land- rými. Miðstöðin má ekki vera svo nálægt þéttbýli, að yfiivof- andi hætta sé á því, að hún missi land eða geti ekki bætt við sig landi, þegar verkefnin aukast. Land í þéttbýli er dýrt. Áður en lengra er haldið, þurf um við að gera okkur grein fyr- ir því, hvaða rannsóknir í land- búnaði verða mest á dagskrá næstu áratugina. Sauðfjárrækt okkar virðist nú vera komin á það stig, að fé megi ekki fjölga, ef við lítum á landið, sem heild nema við ræktum hagana. Hér liggur geysimikið, vandasamt og iandfrekt rannsóknarverkefni fyr ir. Nú þegar hafa verið gerðar umfangsmiklar tilraunir með að beita sláturlömbum á fóðurkál. Þær benda til þess, að eins og stendur séu áhöld um það, hvort borgi sig að rækta fóðurkál handa sláturlömbum. Þar sem hausthagar eru mjög lélegir, borgar það sig nú þegar og mun borga sig betur og betur eftir því sem þrengist í högum. Eft- ir því sem þjóðinni fjölgar og þörfin fyrir kindakjöt eykst, verð um við í stærri stíl að taka upp ræktunarbúskap í sauðfjárrækt- inni. Eins og stendur virðist hann ekki borga sig, bæði af því að verðið er lágt og af því að við vitum ekki, hvernig á að búa við fé a þann hátt. Hér þarf samstarf beitarfræðings, fóður- fræðings, mrtafræðings og dýra- lreknis. Annað mikið verkefni er fóðurrannsóknir og fóðrunartil- raunir, ekki sízt með kýr. Heyið okkar og grasið er svo sérstakt og fóðuröflun okkar yfirleitt, að við verðum að gera okkar eigin rannsóknir. Þetta eru aðkallandi rannsóknir, því að fóðrun er mik ill liður í búskapnum á íslandi. Þetta er einnig landfrekt verk- efni. Þriðja stóra verkefnið er að fá fram grastegundir og afbrigði, sem þola íslenzka veðráttu og búskaparlag, þ. á. m. beit. Vegna beitarinnar verður þetta sömu- leiðis landfr’ekt verkefni. Það er margt fleira nýtt, sem þörf er á að taka upp, og að sjálfsögðu þarf að halda áfram með þau verkefni, sem nú er unnið að, en ég læt hér við sitja. Aðalatriðið er, að stærstu verkefnin krefjast samstarfs margra sérfræðinga og mikils landrýmis. Það er engin leið nú að áætla landþörfina eft- ir 20—40 ár, en ekki mun veita af fleiii en einni stórri jörð. Samanburður á Hvanneyri og Reykjavík Eg skal svo ekki hafa þenn- an formáia lengri, en snúa mér að því að bera sarnan þá tvo staði, sem helzt þykja koma til greina, en það eru Keldur og Korpúlfsstaðir fyrir ofan Reykja vík og Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði. í greinargerð með frumvarp- mu um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna segir: „Landþörf- in er áæfluð minnst 150 ha. af ræktuðu eða ræktunarhæfu íandi fyrir' öll sérfræðileg verk- svið. sem ftaðsetja þarf á heima- landi stofnunarinnar. „Menn gæti ag þvi. að hér er talað um lágmarksþörf. Magnús Óskars- son telur, að hugmyndin sé að fá Korpúlfsstaðatúnið, sem er um 1.50 hektarar. í fyrsta lagi er þetta að mínu viti of lítið, ef stofnuninni er ætlað að full- nægja vaxandi þörfum landbún- aðarins fyrir rannsóknir, í öðru lagi er engin trygging fyrir því, að þetta iand fáist, og í þriðja lagi má tel.ia víst, að landið verði lagt undir byggingar á þessari öld. Og þrjátíu—fjörutíu ár eru ekki langur tími í sögú rann- sóknastofnunar. Reykjavíkur- borg mun ekki hlífa tilraunaland- inu, frekar en stjórn Kaupmanna hafnar hiífði landi búnaðarhá- skólans þar, þegar borgin óx. Fyrir ofan Korpúlfsstaði (á Lága íelli) er þegar að myndast þétt- býli. Hvanneyri með Hesti, Mávahlíð og Bárustöðum býður upp á geysimikið land. Á þess- um jörðum er nú á annað hundr- að nautgripir og á annag þús- und fjár, sem allt má nota í um- fangsmiklar búfjárræktartilraun ir. Auk þess eru á þessum jörð- um og í næsta nágrenni skilyrði fyrir beitartilraunir með sauð- fé. Á báðum stöðum eru fjós, sem nota má tii rannsókna með naut- gripi, en á Korpúlfsstöðum vant ar alla aðstöðu fyrir sauðfjár- rækt. Aðrar byggingar vantar svo til alveg á Korpúlfsstöðum. Á Hvanneyri er vísir að tilrauna- stofum, sem bjargazt hefur verið við. Mér er ekki kunnugt um, hvaða verð Reykjavíkurbær vill fá fyrir Korpúlfsstaði, en ég yrði ekki hissa, þó að upphæðin yrði nær 10 milJiónum en 5 milljón- um króna. Það væri furðulegt af fjárveitingarvaldinu að leggja frarn fé til kaupa á Korpúlfsstöð- um, þegar þess er gætt, að ríkið á þegar betra land og byggingar en Korpúlfsstaðir hafa upp á að bjóða, en það eru jarðirnar Hvanneyri og Hestur. Rannsókn arstofnun landbúnaðaiins þarf að vera í miklu landbúnaðarhér- aði til þess að styrkja tengslin milli bændanna og vísindamann- anna. Bændurnir í héraðinu munu njóta margs góðs af sam- býlinu. Eins og er vita bænd- ur sorglega lítið um starfsemi Búnaðardciidar, og það er von. Þess er ekki að vænta, að þeir eigi von a, að gerðar séu rann- sóknir sem komi þeim að haldi, á skrifstofum í Reykjavík. Þó er það vissulega gert. En það kost- ar stórfé í dagpeninga og ferða- kostnað sérfræðinga, sem eru að þeytast upp í Borgarfjörð og austur fyrir fjall. Það eru út- gjöld, sem má spara að mestu, ef rannsóknastofnunin væri á Hvanneyri. Og ekki má gleyma þelm tíma, sem fer í ferðalög- in. Tími vísindamanna er dýr- mætur. Vegna fjarlægðar geta séi'fræðingarnir ekki fylgzt sem skyldi með gangi rannsókna og tilrauna, ef þeir sitja í Reykja- vík, og þess eru dæmi, að til- raunir hafa farið út um þúfur, vegna þess að sérfræðingarnir höfðu ekki aðstöðu til að fylgjast með. Um það er ekki við þá að sakast, heldur skipulagið. Sérfræðingarnir hafa gott af að búa m.'eðal bænda til að þreifa betur á vandamálum þeirra. Þá vita þeir betur, hvaða rannsóknarverkefni eru brýnust. Þetta á einkum við um okkur yngri mennina, sem margir er- um úr kaupstað og höfumjítið komið nærri búskap nema á bók. Meðan rannsóknastofnunin er í Reykjavík, þurfum við eklci að gera okkur vonir um, að bænd- ur leggi mikið kápp á að afla fjár til rannsókna í landbúnaði. Það er styrkur fyrir i’ann- sóknastofnunina að vera á sama stað og bændaskóli. Það eykur skilning nemendanna á rann- sóknastarfseminni. Margir þeirra verða síðar í fararbroddi meðal bænda. Það hjálpar bændaskóla- kennurum að halda sér við í fræði grein sinni. Sú hætta vofir alltaf yfir bændaskólakennurum (eins og öðrum) að þeir staðni. Sam- bandið við sérfræðingana dreg- ur úr þeirri hættu. Auk þess má auðveldlegar sameina kennslu í vissum sérgreinum rannsóknum. Verkfæratilraunirnar, sem nú eru á Hvanneyri, eru ágætt dæmi um þetta. Sá, sem sér um þær kennir sína sérgrein, skólapiltar hafa aðstöðu til að fylgjast með öllum tækjum jafnóðum og þau koma til landsins, og bændurnir í kring xa að fylgjast með og njóta þannig góðs af. Það er ekki langt síðan Keld- ur og Korpúifsstaðir vorn í miðju blómlegu Iandbúnaðarhéraði, þannig að margt hið sama, sem rakið er hér á undan, mátti segja um þá staði og Hvanneyri, og enn eru mörg myndarleg bú í nágrenmnu en allt bendir tii þess, að Gullbringu- og Kjósar- sýsla að Kjósinni undantekinni verði hórfin sem landbúnaðar- hérað, þegax sú kynslóð. sem nú er á bezta aldri, hefur lokið störf um. A nokkrum | árum hefur Framhald á 13. $(3u. 7j 1&ÍW&

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.