Tíminn - 30.04.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.04.1963, Blaðsíða 6
 Kjartan Sæmimdsson kaupfélagsstjóri F. 6. aprfl 1911 D. 24. aprfl 1963 í aprilmánuði hefur að þessu sinni orðið mikill mannskaði með- »1 vorrar fáenennu þjóðar, þar sem svo margir ágætir þegnar á bezta aldri hafa látizt „á snöggu augabragði“. Af þessum sökum „reiflcar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum“. Kjartan Sæmundsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, kom heim úr nokk- urra daga ferðalagi til útlanda, miSlvikudagsmorgu'nilnn síðasta vetrardag. Hann virtist heilbrigð- ur og glaður og gekk þegar að ýmsum störfum að venjulegum hætti. Síðdegis sama dag, einni stundu áður en hann ætlaði að sitja fund ásamt stjóm kaupfélags ins, var hann á leið til skrifstofu sinnar, hné hann niður og var iþegar örendur. Kjartan fæddist 6. aprll 1911 í Ófafsfirði, eonur Sæmundar Steinssonar og konu hans Magneu Magnúsdóttur. Þau vom bæði ætt- uð úr Ólafsfirði. Árið 1920 fluttust foreldrar hans ásamt bömum sínum tíl Ak- ureyrar. Kjartan hóf störf hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga 16 ára gamall, 1. október 1927 og varð síðar deild- arstj'óri búsáhaldadeildar kaup- félagsins til 1942. Þá var hamj lánaður til skrifstofu Sambandsins í New York. Var búizt við að hann yrði þar nokkra mánuði, en það urðu fjögur ár. í New York vann Kjartan eink- um að innkaupum á búsáhöldum og skyldum vörum fyrir Samband- ig og íslenzku innkaupastofnun- ina, sem þeir stjórnuðu Helgi Þor steinsson framkvæmdastjóri og Ólafur Johnsen konsull. Hann kværitist 29. september 1947 Ástu Bjarnadóttur frá Húsa- vík, Benediktssonar. Fyrsta janúar 1947 varð hann deildarstjóri í búsáhaldadeild inn- flutningsdeildar Sambandsins í Reykjavík. Var um skeið fulltrúi framkvæmdastjóra deildarinnar, Helga Þors>teinssonar og verzlun- arstjóri fyrir S.Í.S. Austurstræti. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaup félags Reykjavíkur og nágrennis 1. október 1957 og sama dag átti hann þrjátíu ára starfsafmæli í þjónustu samvinnufélaganna. Á starfsárunum hjá Kaupfélagi Eyfirðingj, varð Kjartan mjög virasæll af dugnaði og mannkost- um, bæði meðal félagsmanna og starfsfélaga. Þessar vinsældir hafa fylgt honum síðan í öllum hans störfum. Þau rúmlega 5Ms ár, sem Kjart- an hefur stjórnað Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, hefur verið hin ágætasta samvinna milli hans og félagsstjórnarinnar og starfsmannanna. Kjartan hefur á þessum árum unnið geysimikið verk félaginu til hagsbóta og upp- byggingar fyrir framtíðina. Hann fylgdist mjög vel með öllum nýj- ungum á verzlunarsviðinu og vann af eldlegum áhuga og bjartsýni að því að bæta verzlunaraðstöðu félagsins í nútíð og framtíð, svo að félagið gæti orðið félagsmönn- um sem styrkust stoð í lífsbarátt- unni. Árangur starfsins hefur orðið vonum meiri, þegar tekið er tillit til margs konar erfiðleika, sem verzlunin hefur búið við um árabil og engum voru ljósari en Kjartani heitnum. gerð, hugarfar og framkomu í samskiptum við samferðamenn. Kjartan v«r Ijós yfirlitum og vörpulegur, ljúfur í lund, sam- vmnuþýður og ágætur félagi og vinur allra sinna samstarfsmanma. Með vaxandi ábyrgðarstörfum nau* hann vaxandi trausts og vin- sælda allra þeirra, er hann hafði viðskipti við. Það er því mikið áfall fyrir Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis og samvinnufélögin í heild, að missa svo óvænt þenn- a-n ágæta dreng, sem var tvímæla laust einn af beztu starfsmönnum samvinnufélaggnna í landinu. Kjartan Sæmundsson verður | jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag. Við öll, sem þekktum hann og höfum starfað með honum lengur eða skemur, kveðjum hann með sárum söknuði. Þó er ríkust í hugum okkar innileg samúð með eiginkonunni, börnunum fimm og ; aldurhnignum föður Kjartans, sem dvalið hefur í skjóli sonar síns og tengdadóttur allan þeirra búskap. Öll eru þau harmi lostin yfir missi ástkærs óg umhyggju- ríks eiginmanns, föður og sonar. Þann missi bætir enginn mann- Allá sína starfsævi vann Kjart-jlegur máttur. Einnig systkinum an hjá samvinnufélögunum. Þau ^ Kjartans og öllum öðrum vanda- og starfið hjá þeim voru hans mönnum vottum við ‘ innilega skóli, bæði á kreppu- og velgengn j samúð. isárum, mótuðu áhuga hans, skap- Hallgrímur Sigtryggsson. Oöf Jannim Áttræð í dag: Þegar mér var sagt nýlega, að frú Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð í Stöðvarfirði yrði áttræð 30. apríl í ár, trúði ég því varla, því að ég hafði hitt hana ný- lega, og sýndist hún þá svo em og ungleg. En kirkjubókinni verð- ur að trúa, ekki hvað sízt þegar um eigin börn prestanna er að ræða. En Guðríður er eitt af börn- um þeirra ágætu prestshjóna, séra Guttorms Vigfússonar í Stöð og Þórthildar Sigurðardóttur konu hans. Þar hlaut frú Guðríður hið bezta uppeldi í hópi margra og myndarlegra systkina, og þar fékk hún það vegarnesti, sem vel hefur dugað á langri og athafnasamri sevi. Ekki var um skólagöngu fyrir stúlkur að ræða á þeim ámm, en séra Guttormur var ágætur kenn- ari, sem kunnugt er, og kenndi mörgum piltum undir skóla og börnum sínum kenndi hann að sjálfsögðu eftir því, sem tími vannst til Frú Þórhildur var fyrir myndar húsmóðir, bæði fjölhæf til verka og afkastamikil, svo að ungar stúlkur, sem hjá henni dvöldu, hvort sem það voru henn- ar eigin dætur eða aðrar, lærðu þar vel þau fræði, sem konum er nauðsynlegt að kunna. Allar dæt- ur frú Þórhildar urðu líka fyrir- myndarhúsmæður. Annars var það ekki ætlun mín að segja hér ævisögu frú Guðríðar. Hún hefur sjálf sagt lesendum þessa blaðs frá nokkmm þáttum am sinnar, í skemmtilegu blaðaviðtali, sem birtist í Lesbók Tímans 19. ágúst s.l. Þá grein munu margir hafa lesið sér tíl mikillar ánægju. Og í henni felst góð mannlýsing. Frá- sögnin sýnir ágætar gáfur frú Guðríðar, glögga eftirtekt og frá bært minni. Það er enginn meðal- maöur, sem getur sagt jafnvel frá 74 ára gömlum atburðum, ems 05 ■frú Guðríður gerir í viötalinu. Þaö minnti mig á föður hennar sr. Guttorm, þegar hann var að segja frá ýmsu, sem á dagana haíði drifið. Ég var svo heppinn, að dvelja ,í Stöð nokkur ár, á æsku- árum mínum og kymitist þá þess- ari ágætu fjölskyldu meðal ann- Framhald á 13. siðu. Jörð til sölu Jörðin Kolbeinsstaðir í Koibeinsstaðahrepp fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum 800—900 hesta tún, hús sæmileg, mjög vel 1 sveit sett. Áhöfn getur fylgt. Upplýsingar á staðnum og í síma 37200. Kauptilboð óskast fyrir 12. maí 1963 til eiganda jarðarmnar Sigurrósai Guðmundsdóttur. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kópavogsbúar sem óska eftir garðlöndum í sumar, eru beðnir að hnúa sér til garðyrkjuráðunautar Kópavogskaup staðar, hr. Hermanns Lundhólms. Hann veitir bæj- arbúum enn fremur leiðbeiningar um garðrækt. Viðtalstími kl. 13—14 á mánudögum, þriðjudög- • um og miðvikudögum í Hlíðargarðinum. Girðingarefni - Grasfræ Norsku túngirðinganetin eru komin. Finnsku girðingarstaurarnir væntanlegir á næst- unni. Grasfræblandanir og einstakar tegundir fyrir- liggjandi. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Útboð Tilboð óskast í að framlengja hafnargarðana í Ytri-Njarðvík. Uppdrættir go útboðslýsing fæst á Vita- og hafnarmálaskrifstofunm, gegn þúsund kr. skilatryggingu. Vita- og hafnarmálastjórinn Útboð Tilboð óskast í að byggja 22 sumarhús fyrir ASÍ í Hveragerði. Tilboð óskast í þrennu lagi 1. Jarðvinnu 2. Steypuvinnu 3. Trésmíði Uppdrátta og skilmála má vitja á skrifstofu ASÍ Laugavegi 18, gegn 2000,00 kr. skilatryggingu. Alþýðusamband fslands Stúlkur óskast Duglegar og ábyggilegar stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í veitingasal og sælgætisbúð. Enn í'remur stúlkur til eldhússtarfa. Upplýsmgar í Hótel Tryggvaskála, Selfossi. TÍMINN, þniðjudaginn 30. aprfl 1963 — b

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.