Tíminn - 03.05.1963, Blaðsíða 9
Guðmundur góði vígði Kaldbaks-
kleif og því fórst enginn þar
„ÞAÐ get ég sagt þér með
sanni, að hvorki ég né samferða
■menn mínir höfum orðið fyrir
teljandi slysum á póstferðum
mínum, okkur hafa fylgt heilla-
dísir. Hinu er ekki að neita, að
oft skall hurð nærri hælum“,
sagði Benedikt Benjamínsson
Strandapóstur við mig á dögun-
um, þegar ég hitti hann á sjö-
tugsafmælinu hans. Benedikt
var landpósbur á Ströndum í
aldarfjórðung, hafði þar eina
erfiðustu landpóstaleiðina. Ekki
var þar mikið um fjallvegi, en
ströndin er grýtt og hömrótt
og víða hætta á skriðum og
grjótflugi oft á ári, ekki ótítt,
að skelli á með hrið eftir sum-
arkomu.
),Einu sinni var ég á leið með
póstinn norður eftir og það vgr
að koma myrkur, þegar ég var
staddur á Kaldbakskleif, brattri
skriðu undir Kaldbakshamri.
Ég þóttist strax vita, hvers
væri von, þegar ég heyri allt í
etau mikinn skruðning. Ég sá
móta fyrir reyk langt fyrir ofan
mig og sýndist á honum, sem
skriðan mundi koma niður fyrir
aftan mig, herti því gönguna.
En eftir nokkur augnablik flýg-
ur grjóthnullungur örskammt
fyrir framan mig, þaut gegnum
vegkantinn og skildi þar eftir
allmikið skarð og hélt áfram
niður í sjó. Ég þóttist hvorki
geta haldið áfram eða aftur á
bak, fleygði mér flötum undir
klett, lagði póstpokana yfir
brjóstið og höfuðið, og mátti
ekki tæpara standa, því að ann-
ar steinn fór á pokann, sem ég
hafði yfir höfðinu. Þessi ósköp
stóðu yfir í svo sem tíu mínút-
ur, svo hélt ég áfram ferð
minni. Ekki tók ég eftir því
fyrr en ég kom á næsta bæ, að
regnkápan mín var öll sundur-
höggvin á löfunum eftir grjót-
flugið. Þetta var svo sem ekki
í eina sinnið, sem ég lenti í
líkum ^ríðum í Kaldbakskleif.
En það er sama á hverju geng-
ur þar, enginn verður þar fyrir
alvarlegum slysum, því að Guð-
mundur góði vígði kleifina, og
fólkið trúir á bænamátt hans“.
— Þurftirðu aldrei að liggja
úti?
— Jú, ég man eftir einu
skipti, ég var á ferð uppi á
miðri Trékyllisheiði. Sonur
minn um tvítugt var með mér.
Ég sá, að ekki var um annað að
gera en láta fyrirberast unz
birti og upp stytti hríðina. Það
vildi til, að ég hafði lært af
frásögnum landkönnuðarins Vil
hjálms Stefánssonar að búa til
snjóhús, og þarna færði ég mér
þá þekkingu í nyt, hlóð okkur
snjóhús, þar sem við skýldumst
um nóttina. Ekki vildi ég leggj
ast til svefns, heldur rétt lét
mér renna í brjóst sitjandi. Ég
hafði líka lært það af reynsl-
unni að klæðast aldrei í lérefts-
skyrtu í vetrarferðum, vera
aðeins í prjóni innanklæða og
vindheldu utan yfir, svo að
mér blési ekki. Ég vissi um svo
marga, sem kom það í koll á
slfkum ferðum, að þeir voru
illa klæddir.
— Voru margar torfærur á
leið þinni?
— Þegar ég hóf póstferðir
síðsumars 1918, voru allar ár
á minni leið óbrúaðar, að und-
anskilinni Víðidalsá við Stein-
grímsfjörð. Nú er það allt um-
breytt, því að búið er að brúa
allar árnar á leiðinni. Fyrstu
tvö árin hafði ég allt svæðið
frá Stað í Hrútafirði norður til
Ófeigsfjarðar, en síðan var póst
göngum þar breytt og eftir það
fór ég aðeins frá Hólmavík og
norður eftir Ströndunum. Ekki
var um verulega fjallavegi að
ræða á þessari leið, en engu að
síður var nóg af torfærum í
misjöfnum veðrum, einkum i
snjóþyngslum og hríðarveðri.
— Hvað er þér minnisstæðast
frá fyrsta vetrinum?
— Það var mikill firnavetur
hér á landi, sökum frosta
og var af því kallaður frostavet
urinn. Einnig gekk þá spánska
veikin, sem kom upp hér sunn-
anlands. Mér er í fersku minni,
að um haustið fór ég að Stað í
Hrútafirði til að taka póstinn.
Mér hafði verið stranglega bann
að að gefa mig á tal við nokk-
urn mann, af ótta við smitun,
úr því að komið höfðu tveir
menn sunnan yfir Holtavörðu-
heiði. Þegar ég kom á Stað, ætl-
BENEDIKT BENJAMÍNSSON
uðu þessir menn að heilsa
mér, en ég gerði eftir því, sem
fyrir mig hafði verið lagt, og
kastaði aðeins á þá kveðju og
kom ekki nálægt þeim. Síðan
lagði ég af stað með póstinn.
Þegar ég kom að Borðeyri til
að hitta póstafgreiðslumanninn
þar, Vfldi harin ekki heilsa mér,
og hið sama var um fleiri, 6em
ég hflti á leiðinni, að þeir ótt-
uðust, að ég kynni að bera smit
af sunnanmönnunum, sem ég
hitti á Stað. Þá bárust mér þau
boð frá héraðslækninum, að ég
mætti ekki halda áfram ferð
minni fyrr en hann hefði talað
við mig á næsta bæ, sem var
Guðlaugsvík. Þar var mér vísað
inn í stofu og látinn bíða eftir
símtali við lækninn. Hann skip-
aði mér að halda þar kyrru fyr-
ir i viku. Nú fóru að berast
fréttir af því, að fólk hefði
vefkzt af sunnanmönnunum. En
af mér er það að segja, að ég
var látinn bíða í ellefu daga, þá
fékk ég fararleyfi. Ég neitaði
þá að halda af stað fyrr en ég
fengi skeyti um að mega halda
áfram ferð minni hlndrunar-
laust, og það fékk ég. Seinna
fór ég fram á það við póststjórn
ina, að ég fengi kaup greitt fyr-
ir þessa daga, sem ég tafðist á
leið minni. Því var synjað. Ekki
kæmi tfl mála, að ég fengt kaup
— en ég skyldi fá eina krónu
á dag fyrir geymslu og fóðrun
á hestinum mínum. Það var nú
öll rausnin.
— Hvað hafðirðu í kaup sem
landpóstur fyrst í stað?
— Ég fékk 45 krónur fyrir
ferðina og skyldugur að bera
allt að 60 pundum, en fékk 20
aura fram yfir pund. Þetta var
nú ekki meira kaup en svo, að
ef ég hefði þurft að borga fyrir
gistingu alls staðar, hefði kaup-
ið ekki gert meira en hrökkva
fyrir því. En mér var víðast tek
ið opnum örmum og veittur ó-
keypis beini og gisting en stund
um tók ég ekki annað í mál en
borga fyrir hestinn. Ég ferðað-
ist á hesti svo sem fimm mán-
uði ársins, hina fór ég gang-
andi. Ég skal segja þér, að þeg-
ar ég tafðist í ferðinni sem ég
sagði þér frá áðan, hafði safn-
azt fyrir mikill póstur. í næstu
ferð treystist ég ekki til að taka
allan póstinn einn og leigði tvo
menn. Ég lét þá bera 40 og 50
pund hvorn, lagði 100 pund á
hestinn minn og tók sjálfur 80
pund é bakið. Þegar ég gerði
upp við fylgdarmenn mína eft-
ir ferðina, átti ég eftir 6 krón-
ur og 50 aura handa sjálfum
mér. Ég varð að leggja auka-
kostnaðinn fram úr eigin vasa,
ekki kom til mála, að póststjórn
in hlypi þar undir bagga, þó að
ekki ætti ég sök á því, að svona
mikill póstur hefði safnazt fyr-
ir.
— Það hefur sem sagt ekki
verið kaupið, sem freistaði, eða
hvers vegna varstu að strita
fyrir því í fullan aldarfjórð-
ung?
— Það er von þú spyrjir. En
ég get eiginlega ekki svarað
með öðru en því, sem segir í vís
unni: „Eins mig fýsir alltaf þó/
aftur að fara í göngur“. Ég
hafði ánægju af þessum ferðum,
og það gladdi mig, þegar fólk
bað mig að skreppa eftir lækni
eða sækja meðul. Allir voru
glaðir að fá póstinn, á bæjunum
var mér tekiö eins og heimflis-
manni. Ég hefði líklega verið
lengur í starfi, ef heflsan hefði
leyft, og ég sakna mikið að nú
er vík á mflli mín og alls þess
fólks, sem ég eignaðist að vin-
um á þessum ferðum mínum.
— Svo að póststjórninni þótti
þú fullsæmdur af þessu kaupi,
en lagaðist það ekki með árun-
um?
— Það get ég varla sagt að
hafi gert á meðan ég gegndi
þessu starfi. Ég get sagt þér að
til dæmis, að þegar ég hafði
haft starfið á hendi í hálft
fimmta ár, gaf sig maður fram
við póststjórnina og undirbauð
mig, kvaðst vilja taka að sér
starfið fyrir 40 krónur, 5 krón-
um lægra en ég fékk. Ætli ég
hefði ekki misst það, ef prest-
urinn í Árnesi hefði ekki skipt
sér af málinu? Það var sá
mikli sómamaður séra Sveinn,
faðir læknanna Kristjáns og
Jónasar. Hann tók sig tfl og
skrifaði póststjórninni, kvaðst
hafa haft af mér náin kynni og
hvernig ég hefði rækt starfið.
Það yrði hrein hneisa, ef starf-
ið væri af mér tekið og veitt
einhverjum, sem enginn vissi,
hvernig dygði, og það eitt látið
ráða, að um undirboð væri að
ræða, þegar kaupið, sem ég
fékk, væri skammarlega lágt.
Ég hélt sem sagt áfram að vera
Strandapóstur og var það í
aldarfjórðung, byrjaði 25 ára,
hætti um fimmtugt, gðallega af
því að ég var þá farinn að bfla
svo í baki. Skömmu eftir að
ég sagði af mér, var leið þeirri,
er ég hafði einn farið, frá
Hólmavík til Ófeigstfjarðar,
skipt mflli þriggja pósta, og
fékk hver þeirra jafnmikil laun
og ég hafði fengið fyrir alla leið
ina áður. Gat ég vel unnt þeim
þess.
— Hvað tókstu fyrir hendur
eftir að þú hættir að vera land-
póstur?
— Þá hætti ég líka búskap og
dóttir mín og maður hennar
tóku við búi í Ásmundamesi,
ég fluttist að Brúará og síðan
tfl Djúpavíkur. Þar tók ég að
mér símstöðina og póstafgreiðsl
una, fékk fyrir það 200 krónur,
sem var strax betra en fyrir
landpóstinn. En þegar verð-
hækkunarskriðan fór af stað,
var ekki hægt að lifa af því.
Sumarið 1944 vann ég í raun-
inni kauplaust, og árið eftir
hætti ég. Þá tók ég að mér að
vera útibústjóri á Djúpavík fyr
ir Kaupfélag Strandamanna, —
hafði það á hendi í 15 ár, — eða
tfl 1957, ég fluttist hingað suð-
ur. Hér fór ég á fund póststjórn
arinnar og leitaði eftir vinnu.
Var mér sagt, að ég gæti feng-
ið að leysa af póstbera. —
Ég hafði nú verið svo bjartsýnn
að gera mér vonir um annað
starf eftir langa póstþjónustu,
aldrei hafði ég týnt bréfi eða
svo lítið sem glatazt frímerki,
póststjórnin hafði aldrei tapað
eyri á mér. Ég verð að segja
Framhald á 13. siðu
Þessa mynd af Guðmundi góða
gerðl Gunnfríður Jónsdótir mynd
höggvarl fyrir allmörgum árum,
þótt fálr hafi séð nema þeir, sem
komið hafa í vinnustofu listakon-
unnar á Freyjugötu 41. Þar ber
myndln höfuð og herðar yfir aðr-
ar, enda hálfur þriðjl metrl á
hæð. Sumir hafa haft orð á þvf,
að ekki væri nema maklegt að
koma mynd þessari upp á Hólum
í Hjaltadal i sumar í sambandi
við það merklsafmæli kirkju Guð-
mundar biskups, er þá verður
haldið þar.
GUNNAR BERGMANN
BENEDIKT og MÓSI, bezti hesturinn hans, þelr fóru flestar póstferð-
lrnar saman, Myndin tekin í Árnesi 1936,
T f MIN N, föstudafluin 3. maí 1963 —
a