Tíminn - 03.05.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.05.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID WILLIAM L. SHIRER vel-dið, sem hann hafði gert svo mikið til þess að grafa un-dan, var í þann veginn að hrynja, þegar enginn treysti honum iengur, ekki einu sm<ni forsetinn, sem hann hafði haft svo mikil' áhrif á, í svo langan tíma. Það var öllum ljóst, mema honum sjálfum, að dagar hans á tindinum yrðu ekki allt of •nargir. Nazistarnir voru vissir im það. Göbbels segir í dagbók iinni 2. desember: „Schleicher hefur verið útnefndur kanslari. Hann endist ekki lengi-1. Papen var söcnu skoðunar. Hann þjáðist af særðu stolti, og hann þyrsti í að geta hefnt sín á „vini sínum og eftirmanni“, eins og hann kallar hann í minningum sínum. Schleicher bauð Papen sendiherrastöðuna í Paris til þess að losna við hann, en Papen hafn- aði boðimu. Papen segir, að forset- inn hafi viljað, að hann yrði um kyrrt í Berlín, „svo að hægt væri að ná í hann“. Það var hernaðar- lega mikilvægasti staðurinn, sem hann gat valið sér til þess að vefa klækjabrögð, sem síðan yrði beitt gegn „erki-brallaranum“. Papen hófst handa iðinn og duglegur eins og köngulló. Þegar svo árslokin 1932 fóru að nálgast, var Berlín orðin eitt þéttriðið klækjanet. Auk þeirra, sem þeir Papen og Sohleicher unnu að, var emn eitt innan forsetahallarinnar, þar sem Oskar, sonur Hindenburgs forSeta, og Meis’sner voru önnum kafnir vð að fara á bak vð forsetamn. í Kaiserhof sátu Hitl’er og menn hans á svikráðum, ekki einungis með það fyrir augum, að ná völd- um, heldur voru þeir einnig með ýmsar áætlanir hver í sambandi við annan. Brátt urðu þessir svika- vefir svo samslungnir, að um ára- mót 1932 vissi enginn lengur, hver var að fara á bak við hvern. En það átti ekki eftir að líða á löngu, áður en þeir komust að hinu sanna. Schleicher: Síð'asfi kanslari lýðveldisins. „Ég var aðeins við vbld í fimm- tíu og sjö daga“, sagði Schleicher eitt sinn í áheyrn hins eftirtektar- sama franska sendiherra, „og sér- hvern þessara daga var ég svikinm fimmtíu og sjö sinnum. Talið aldrei oftar um þýzka tryggð við mig!“ Hans eigin ferili og gerðir höfðu vissulega gert það að verk- um, að hann vissi hvað hann söng. Hann byrjaði starfsferil sinn sem kanslari með því að bjóða Gregor Strasser stöðu varakansl- ara Þýzkalands og forsætisráð- herra Prússlands. Þar sem Schlei- cher hafði mistekizt að fá Hitler til þess að taka þátt í stjórninni', gerði hann tilraun til þess að Sundra nazistum með því að leggja þetta agn fyrir Strasser. Það var nokkur ástæða til þess að ál'íta, að ho'num kynni að heppnast þetta. Strasser var annar aðalmaður Nazistaflok'ksins, og meðal vinstri manna flokksins, sem raunveru- lega trúðu á þjóðemissósíalisma, var hann vinsælli en Hitler. Vegna stöðu simnar innan flokksins hafði hann beimt samband við svæðis- og staðarforingjana, og hann hafði unnið trúnað þeirra að því er virt- ist. Hann var nú fullviss um, að Hitler hefði leitt flokkinn út í ófæru, sem ekki yrði hægt að 'komast úr aftur. Róttækari öfl fló'kksins voru að snúast á sveif með kommúnistum. Flokkurinn sjálfur var algerlega gjaldþrota. Fritz Thyssen hafði varað við því í nóvember, að hann myndi ekki geta lagt meira fé af mörkum til hreyfingarinnar. Það var einfald- lega ekkert fé fyrir hendi til þess að ygreiða þúsundum flokksstarfs- manna kaup þeirra, pé til þess að halda uppi S.A., sem kostaði tvær og hálfa milljón marka á viku. Útgefendur hinna fjölmörgu blaða og tímarita nazista voru farnir að hóta að leggja niður vinnu, nema þeim yrðu greiddar gamlar skuld- ir. Göbbels hafði minnzt lauslega á þetta í dagbók sinmi 11. nóvem- ber: „Ástandið í fjármálunum í Berlín er vonlaust. Þar er ekki um annað en skuldir og' skuldbindjng- ar að ræða“. Og í desember harm- aði hann það, að lækka yrði kaup flokksstarfsmannanna. Að lokum kom í ljós í kosnimgumum í Tiir- ingen 3. desember, daginn, sem Schleieher kallaði Strasser á sinn fund, að nazistar höfðu tapað 40% atkvæða sinma. Ljóst var, að minmsta kosti Strasser, að nazist- ar myndu aldrei ná völdum með kosmingum. Því hvatti hann Hitler til þess að falla frá stefnu sinni „allt eða ekkert", og taka við þeim völdum, sem honum byðust með því að ganga í samsteypustjórn Schleich- ers. Hann óttaðist, að annars myndi flokkurinn fara í mola. Hann hafði verið að reyna að fá þessu framgengt í nokkra mán- uði, og dagbók Göbbels 'er full af bitrum athugasemdum um „ótryggð" Strassers við Hitler, allt frá því um mitt sumar og fram í desember þetta ár. Reikningsskilin urðu 5. desem- ber á fundi flokksforingjanna í Kaiserhof í Berlín. Strasser krafð- ist þess, að nazistar ,,umbæru“ að minnsta kosti Schleicher-stjórn- ina, og Frick studdi hann, en hann var foringi þingmanna naz- ista, en margir þeirra voru hrædd ir um, að tapa sætum sinum og þá um leið kaupi, ef Hitler æsti til enn einna kosninga. Göring og Göbbels voru mjög andvígir stefnu Strassers og unnu Hitler á sRt band. Hitler vildi ekki „umbera" stjórn Schleichers, en svo fór, að hann var enn fús til að „semja“ við hana. Hann valdi Göring til þessa starfs, en hann hafði þegar heyrt, að því er kemur fram í dagbók Göbbels, um einkaviðræð- ur Strassers og kans-larans, sem farið höfðu fram tveimur dögum áður. Sjöunda dag mánaðarins ræddust þeir Hitl’er og Strasser við í Kaiserhof og áttu þær við- ræður eftir að enda með alvarlegu rifrildi. Hitler sakaði þennan flokksmann sinn um að gera til- raun til þess að stinga sig í bak- ið, bola sér burt úr foringjastöðu flokksins og eyðileggja nazista- 'hreyfinguna. Strasser neitaði þessu með mi'klum hita og sór, að hann hefði verið trúr, en ásakaði Hitler um að leiða flokkinn til algerrar eyðileggingar. Greinilega var margt, sem hann lét ósagt, er verið hafði að brjótast um í hon- um allt frá því 1925. Þegar hann var svo kominn aftur til herbergis síns í Excelsior hóteli, skrifaði hann Hitler bréf, þar sem hann skýrði honum frá þessum hlutum, og endaði það síðan með því að afsala sér öllum stöðum innan flokksins Bréfið, sem barst Hitler hinn áttunda, féll eins og segir í dag- bók Göbbels, „eins og sprengja". Andrúmsloftið í Kaiserhof varð eins og í kirkjugarði. „Við erum allir leiðir og hryggir“, sagði Göbbels. Þetta var mesta áfallið, sem Hitler hafði orðið fyrir frá því hann endurreisti flokkinn árið 1925. Nú, þegar hann stóð á þröskuldi valdanna hafði aðalfylg- ismaður hans yfirgefið hann og hótaði að eyðileggja allt, sem hann hafði byggt upp á sjö árum. — Um kvöldið (skrifar Göbb- els) kemur foringinn til heimilis ,okkar. Það er erfitt að vera kát- ur. Við erum allir hnuggnir, sér- staklega vegna hættunnar á því, að allur flokkurinn hrynji nú í sundur, og allt okkar starf hafi þar með verið til einskis . . Dr. Ley hringir. Ástandið innan flokksins versnar með hverri klukkustund, sem líður. Foringinn verður að snúa þegar aftur til Kaiserhof. Göbbels var kallaður þangað til hans klukkan tvö um nóttina. Strassér hafði sagt mbrgunblöðun um alla söguna, og þau voru í þann veginn að koma út. Göbbels lýsir því, hvernig foringinn brást við: Svik! Svik! Svik! 39 átt að verja það að láta hann fara einan? Henni heíði ek'ki tekizt að telja ihann á að vera um kyrrt í Kanton, fyrst hann hafð'i einsett sér að fara, þó svo að hann segðist ékki fara án hennar. Og ef hún hefði orðið eftir, hefði 'sjálfsagt eitthvað óttalegt komið fyrir hann. Hún reyndi að hugsa sem minnst um Petrov og hvað hann myndi hugsa,_ þegar hann kæmi aftur og sæi að hún var á bak og burt. Hún hafði gefið sér tíma til að hripa miða þar sem hún sagði að John væri í þann veginn að fá taugaáfall og hún ætlaði að reyna að koma honum á öruggan stað. Hún hafði ekki nefnt, hvert förinni var heitið. Án efa myndi Petrov geta sér til um, hvert þau ætluðu. Hún gat ekki vænzt þess, að hann myndi koma á eftir þeim. Kannski yrði hann svo reiður, að honum dytti það ekki í hug. Hann myndi kannski halda, að hún elsk aði John, þrátt fyrir allt og notaði þetta tækifæri tti að strjúka með homum. Og hún hafði endað orð sín svohljóðandi: Hvað hefur kom- ið fyrir Dorothy og börnin? Eg hef heyrt að þau hafi verið myrt. — Blanche, hlustaðu. John greip í hana. — Heyrirðu ekki bíl- hljóð . . . eða mótorhjól, þeir eru á eftir okkur. Hún hlustaði af öllurn kröftum. — Nei, John, þú ímyndar þér það bara. — Nei, nei, segi ég. Hlustaðu. Þeir veita okkur eftirför! Þú verð ur að aka hraðar! Hraðar, skilurðu. Hún jók hraðann mokkuð. — Hraðar! öskraði John frá- vita. — Skilurðu ekki, að þú mátt ekki! Hlustaðu. x Og nú heyrði hún. Mótorhjóla- suð alllangt að baki þeirra. Hún leit í spegilinn, en sá ekkert enn. 14 — Vertu rólegur, John, sagði hún og reyndi að vera róleg. — Aktu hraðar! Hún sá að hann tók fram skamm byssu og lagð'i hana í kjöltu sér. Hann skalf og hún vissi það var ekki bara af ótta. Hann var í þann veginn að fá taugaáfall og gat enga stjórn haft á sér. — Hlustaðu á mig, sagði hún eins rólega og hún gat. — Ef þeir eru að elta okkur og ef þeir ná okkur reyndu þá að vera róleg- ur. Þú mátt ekki nota byssuna, nema í ýtrustu nauðsyn .... — Eg ætia ekki að láta þá hand sama okkur, hrópað'i hann. — John . . gerðu það fyrir mig . . . — Gott og vel, ég skal gera sem þú segir. Hún róaðist ögn við. Kannski var það Petrov sem var á eftir þeim..Ef svo var — og ef John skyti nú? Nei, nei, slíkt mátti ekki koma fyrir . . . ILún leit 1 spegilinn og sá fjög- ur mótorhjól koma í ljós á beygj- unni. Þegar þau komu nær sá hún rð það voru einkennisklæddir Kínverjar — én hvort þeir voru hermenn eða lögreglumenn vissi hún ekki. — í GUÐANNA BÆNUM, AKTU HRAÐAR, öskraði John. Það er ekki víst að þeir séu að elta okkur. — Auðvitað eru þeir að elta okk iii, Að minnsta kosti vil ég ekki eiga neitt á hættu. Aktu hrað- ar! Blanhe jók hrað'ann og bíllinn brunaði áfram, stýrið titraði í höndum hennar. Rétt framundan var kröpp beygja i og Blanche var tilneydd að hægja ferðina. Hún bremsaði og minnstu j munaði að bíllinn þeyttist út af i veginum og það hvein í hemlun- um. En henni tókst að ná valdi i yíir bílnum aftur og halda hon-1 A HÆTTUSTUND Mary Richmond um á veginum. Hjartað barðist ofsalega í brjóSti hennar, hún sá ekkert annað en veginn framund- an, hún ók og ók eins og véeri hún vél. — Fjandinn sjálfur, þeir eru á hælum okkar, hrópaði John. Hún gaut augum á hann og sá bann hnipra sig saman við hlið hennar. Hann hafði snúið sér við og miðaði. Hann skaut tveimur skotum og eitt mótorhjólið valt og ökumaðurinn kastaðist af því út af veginum. — JOHN! Hvað hefurðu gert! — Drepið einn hundinn vona ég. Ósjálfrátt hægði Blanche ferð- ína og tvö mótorhjól’ brunuðu fram úr þeim og fram hjá bíln- um. Svo sveigðu þeir út af á veg- inn og vömuðu bílnum að komast áíram. — Keyrðu þá niður. KEYRÐU ÞÁ NIÐUR, segi ég! John æpti iryllingslega, um leið' og hún stöðv aði bifreiðina. Það var vonlaust og hún gat ekki fengið baö af sér. — Fábjáni: John var viti sínu fjær. Hann reif upp bíldyrnar og skaut á Kínverjana einkennis- klæddu. sem vörnuðu þeim veg- arins. Hún reyndi að hindra hann, en hann ýcti henni svo harkalega til hliðar, að hgn hneig aftur inn í bílinn. Sw hljóp hann í áttina til Knverjanna og skaut hverju skotinu af fætUr öðru. Og allt í leinu heyrði hún hljóð og reyndi að hrópa aðvörun til John. En það var of seint. Kínverjinn hafði hitt hann. Eitt voðalegt augnablik stóð John alveg stífur, svo hneig hann ruður á miðjum veginum. Blanche stökk út úr bifreiðinni, en Kín- verjarnir gripu hana. í ljósinu frá bflluktunum sá hún John liggja hreyfingarlausan. — Ó, leyfið mér að komast til hans, hrópaði hún. — Hann er dauður. Enginn get- ur gert neitt fyrir hann, sagði einn þeirra á ensku. — Nei, nei, hann getur ekki verið dáinn. Tárin streymdu niður kinnar henni, hún heyrði einhvern gefa skipun á kínversku og svo var henni ýtt inn í bílinn. Hún bafði greint nafnið Mwa Chou hers höfðingi. MWa CHOU HERSHÖFÐINGI. Hún kannaðist við nafnið. Og svo mundi hún allt í einu. Hún reyndi að losa sig úr sterkum höndum Kínverjans og hrópaði: — Eg er með skjal á mér, und- irritað af Mwa Chorrhfershöfðingja þar sem segir að ekki megi hand- taka mig. SLEPPIÐ MÉR! En Kínverjinn sleppti henni e'kk' Enginn hlustaði á kvein hennar. Gs skömmu síðar var ekið í átt- n: f.il Kanton. 26. kafli — Þetta skjal gildir ekki — NÚNA. Mwa Ohou hersthöfðingi hallaði sér fram og einblíndi á ungu konuna meðan túlikur hans þýddi orð hans. — Það var gefið út með því skil'yrði að þér væruð með okkar góða vini, Petrov of- ursta frá Sovétrkjunum. En þér voruð handteknar í stolnum bíl. Þér voruð í för með Evrópumanni sem notaði skotvopn gegn lögregl unni áð ástæðulausu. — Leyfið mér að skýra málið! Ó, gerið það fyrir mig, leyfið mér að skýra málið, hrópaði Blanche. Hún reyndi að gera sig skiljanlega kínversku, en gafst upp og talaði á ensku, sem túlkurinn þýddi jafn óðum á kínversku. — Mágur minn, John Marsden, var mjög sjúkur. Honum hafði verið sagt, að kona hans og börn hefðu verið drepin og allt, sem komst að hjá honum var að kom- ast úr Landi. Hann var fús að taka út refsingu fyrir svik sín, ef hon- um aðeins auðnaðist að komast til Englands. Já, við vorum á leið til Kowloon, ég játa það, og ég von- aðist til að hjálpa honum yfir til Hong Kong. Hvað hafði hann hér i Kína að gera? Hann var sjúkur, andlega truflaður, brjálaður. Hann hefði fengið hjúkrun og aðhlynn- ingu í Englandi, jafnvel þótt það hefði aðeins orðið fangelsissjúkra- hús. — Við getum einnig hlynnt að föngum okkar, en ekki alveg á T í MIN N, föstudaginn 3. maí 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.