Tíminn - 10.05.1963, Side 9

Tíminn - 10.05.1963, Side 9
Íii Jónas Jóhannsson, Öxney, skrifar um: SVARTBAKINN í fyrravetur betrumbætti Al- þmgi sín áður „ágætu lög“ um cyðingu svartbaks. Þessi lög bera það skýlaust með sér, að þessir ágætu þingmenn okkar þekkja allt of lítið til málefnisins, sem þeir eiú að semja lög um. Út frá þessari umhyggju þing-1 mannanna fyrir hag þegnanna hafa fæðzt margar athyglisverðar tillögur meðal fólks, hveinig bezt hentaði að ráða óvættina af dög- um. Skulu nokkrar þeirra tilfærð- ar hér eftir öruggum heimildum, f'.estum prentuðum. Einn stakk upp á að strá eitr- •aðri þorsklifur um allan sjó og þar með væri allur svartbakur úr sögunni. Fyrirmyndin er sjá-. anlega tekin úr Biblíunni um Nóa ! flóðið, sem öllu drekkti. Tryggi- legra hefði verið að eiga smá örk til að stinga í nokkrum æðarfugl- um að byggja upp að nýju æðar- varpið, því að hætt er við, að hann mundi glæpast á agninu og falla með svartbaknum. Bóndi einn, sem hefur hvað mesta yfirsýn um eyjar og egg- ver hér við Breiðafjörð, gerði sig út í 6 ára leiðangur að leita að æðarungum. Þrjá unga hafði hann ' eftir túrinn, hitt tók svartbakur-1 inn. Misjafnir leikar það. Eins og nærri má geta er hann vakandi fyrir velferð æðarvaipsins. Hann tekur því hvert einasta svartbaks- j egg, þó fjölgar svartbaknum ört. Það eru til fleiri fjölgunarleiðir ' en þessar gömlu, þekktu. í þessu tilfelli kvað það vera nágrann- inn, sem fjölguninni veldur. Slíkt j getur hent a fleiri sviðum. Ekki er vinurinn af baki dottinn þrátt fyr- ir þetta andstreymi. Hann vill með geislavirkni eggja gera karl- fuglinn ófrjóan. Væri þetta ekki athyglisvert við offjölgun mann- fólksins, sem mjög er kvartað und an? Á sláturstað einum, þar sem úr- gangur fór mjög í sjóinn, dróst bessi „skaðræðisfugl" mjög að æt- inu. Menn sáu veiðina, en hún var ekki í hendi. Heyrzt hafði, að fé væri lagt til höfuðs varginum. Álitlegur tekjuauki væri að veiða nokkra fugla, svona í eftirvinnu- tíma. Menn brutu heilann um hag- kvæma veiðiaðferð. Loks fannst ráðið. Hella skyldi spíritus á fjörð- inn, svo að fuglinn yrði ofurölvi eða, eins og sagt er um menn í siíku ástanai dæi, mætti þá taka hann að vild. Ekki var þó horfið að þessu ráði Óttazt var, að það gæti haft óheppileg áhrif á verka- mennina, sem oft verða þorstlátir við vinnu sína. Svartbakur hafði safnazt í síld- argeymsluþró, svo þétt að hver kom á annan ofan og lá við köfn- un, en komst ekki upp. Þarna var veiðin í hendi. Hraðboði var send- ur til sýslumanns að spyrja um veiðilaun. Sýslumaður kunni eng in skil á slíku. Var þá gerður upp- gangur úr þrónni, svo að allt bjarg aðist með prýði. Svipað átti sér stað við gorþró á sláturstað. Einn hefur komið með þá gróða vænlegu tillögu að koma svartbaks ungum vel á legg og fella þá svo til fullra launa. Að þessu hyggst hann vinna við aðstöðu, sem hann hefur við trúnaðarstarf. Velmetinn borgari höfuðstaðar- iiis lætur sér mjög annt um eyð- ingu svartbaks, enda hefur hann þar hagsmuna að gæta. Hann hef- ur skrifað nokkrar greinar um mál efnið. Þessi ritfrjói maður hefur þann sérstæða hæfileika að skrifa jafnt um málefni, þótt hann þekki ekki út í það. Eins og slíkum mönnum er títt, hefur hann frá mörgu að segja. Hann telur það nú fullsannað, sennilega ný vís- indagrein, — að svartbakurinn lifi á fiskit'angi á milli þess, sem hann gleypir æðarunga. Ekki er hann smátækur á því sviði frekar en hinu. Einn svartbakur kvað veiða jafnt og togari, á meðan togararnir fiskuðu vel. Þess skal þó gætt að meta eftir talnafræði en ekki þyngdarlögmáli. Þar ofan í kaupið ma alveg búast við, að hann veiði , landhelgi. í sumar- hlíðunum hefur þessi ágæti borg- ari það til að bregða sér út á land, svona til að hrista af sér borgarrykið Honum er þá gjarnt að leita í veiðistöðvamar. Og hvað sér hann? Svartbaksfjandann standa í fiskslorinu. Jafnnýtt fyr- irbæri og fiskveiðar hér við land. Máli sínu til stuðnings vitnar þessi ágæti boi'gari í hnignun æðar- varps á býli, sem hann nefnir. Telur þar hafa verið 80 pund dúns, , en nú 10. Að öðrum þræði fer þetta nærri sanni. Hitt veit hann vel, að þessi hnignun, sem varð að mestu á einu til tveim árum, varð fyrir aðgerðir minks. Þannig e.vðir svartbakur ekki varpi. Þetta gera ekki nema rökþrota menn að j#lsa heimtldir. $ Það er eins. Og að nefna snöru fiiengds maiiris húsi að riefna mink á hæiri stöOum. Við, sem höfum orðið harðast fyrir barðinu á hon- um, höfum þrákvartað fyrir við- komandi stjórnarvöldum, en enga éheyrn fengið. Þó er minkaplágan orðin fyrir hliðstæð mistök og mæðiveikin, sem þó alltáf er verið að bæta fyrir. II. Nokkrum sinnum hef ég skrifað um þetta málefni. í fyira skrifaði ég grein -ið beiðni eins þings- . mannsins, sem lætur sig málið varða. Hvað, sem veldur, kom greinin ekki út í blaðinu fyrr en eftir að gerigið var frá lögunum. Þó hafði téður þingmaður giein- ina í hendi sér. Ekki hefði lög- gjafanum veitt af að líta í hana, ef það hefði eitthvað getað komið fyrir hánn vitinu. í téðri grein sýndi ég tekjur af nytjum svart- baks. Eg skal ekki endurtaka það hér. Þó skal þess getið, að því er fleygt, að á einu býli fáist 20.000 krónur fyrir svartbaksegg yfir ár- I ið. Eins og áður er sagt, eru víðar TÍMINN. föxtnflaffinn 10. maí Engin leyniskjöl Það hefur minnkað loftið í s'ápukúlu Alþýðublaðsins. í þrjá daga í röð blés ritstjórinn í sömu kúluna og tútnaði meir og meir við hvern blástur, fyrst á baksíðu blaðsins, síðan á for- síðu og síðast í leiðara. Ki'afðisl hann með frekju- fullu orðbragði, að SÍS birti opinberlega reikninga ann- arra fyrirtækja. Hann dylgjaði um leyniskjöl, sem Sambandið lægi með, og óvirti að lokum allt kaupfélagsfólk í landinu með þvj að tala um félög þess og fyrirtæki þeirra sem eins konar ailragagn, sem ótýnd stjórnmsiaflón gætu krafið um reikningsskil, eins óg þegar geðvondur ritstjóri krefur send il um greinargerð fyrir pen- ingum, sem hann sendi hann með í næstu búð. í dag 9. maí er vindurinn að minnka. Þá segist hann hafa „beðið“ SÍS um þessa reikninga kaupfélag- anna og „óskað eftir“ birtingu þeirra. Ritstjórinn lætur sem hann hafi ekki lesið Tímánn frá 8. maí. Auðvitað hefur hann les- ið blaðið. „SÍS-mennirnir“, sem blaðið nefnir svo, hafa engan rétt til og dettur ekki í hug að birta reikninga frystihúsa kaup félaganna, þótt Alþýðublaðið krefjist þeirra. Það er að vísu ekkert í þeim, sem Alþýðublað- ið ekki veit, eða getur vitað, úr reikmngum fiyatihúsanna yfirleitt, en kaupfélögin eru ekki neit, allragagn þessa blaðs fremur en annarra. Þau eru frjáls og sjálfstæð félög, sem eiga sin frystihús sjálf en eng- inn „almenningur" Alþýðu- blaðsins. -Hitt getur svo ritstjóri Al- þýðublaðsins átt um við les- endur sina, ef hann álítur þá slík reginflón, að þeir viti ekki að tap eða gróði á reikningum hraðfrysiihúsa hvorki sannar, eða afsannar réttmæti gengis- fellingannnar í ágúst 1961. All ir vita að verðbólgan í landinu hefur maigvísleg áhrif á rekst- ur frystihúsa, eins og annarra fyrirtætcja. Gengisfellingarmennimir verða að vega og meta þúsund atriði önnur en reikningsnið- urstöður einnar atvinnugrein- ar við áramót 1962, til þess að sanna réttmæti gengisfellingar- innai'. Það er fleira til í land- inu heidur en hraðfrystihús. Hins vegar er það mál út af fyrir sig, hvort gengisfelling- in í ágúsf 1961 hefur orðið þeim sú hjálp, sem sjálfsagt hefur verið ætiazt til. Og ef hún skyldi nú hafa reynzt þeim lítil eða engin hjálp, hverjum hefur hún þá hjálpað? Það er frekleg móðgun við kaupfélsgsfólkið í landinu, hvar í flokki sem það stendur, að telja félög þess og fyrirtæki þeirra „almennings eign“. Það bendir til refsiverðrar gáfna- tregðu, að ætla landsmönnum að trúa því, að tap eða gróði á reikningsnið'urstöðum einnar tegunda? atvinnugreinar sanni, eða afsanni réttmæti gengis- fellingarinnar í ágúst 1961. Það hvarflar ekki að einum ein- asta starfsmanni SÍS, ekki held ur stuðningsmönnum Alþýðu- blaðsins, að verða við ókurteis legum kröfum þess, um birt- ingu á reikningum kaupfélags- fyriitækja, jafnvel þótt alþjóð viti, að þar er ekki um nein leyniskjöi að ræða. P.H.J. nokkrar tekjur af syartbaki. Nú langar mig að spyrja: Getur löggjafinn tekið sér vald til að rýra tekjur é búum bænda að vild án þess að bæta fyrir? Eg er ekki lögfræðingur og hef ekki þekkingu á því. Þessi svartbakseyðingarlög gefa manni tilefni til að halda, að þau hafi verið samin á hinni rík-' isstofnuninni þarna inni við vog- j ana. Hvað er það svo, sem veldur flölgun svartbaksins? Fyrr á ár- um, á meðan búin voru mannmörg og um flest sjálfum sér nóg, hirtu nienn gæði, sem bújarðirnar höfðu til síns ágætis. Svaitbaksegg voru það fyrsta, sem fuglinn gaf á vor in. Síðar somu svartbaksungar; þeir þóttu hnossgæti eins og egg- jn Fuglinn hélzt nokkurn veginn við, en fjölgaði ekki. Þegar fólk- inu stórfæickaði, varð matarþörf reimilanna margfalt minni og erf- iðara um vík að sinna hlunnindum út um eyjar. sem víða eru erfiðar sjóferðir, þegar illa viðrar. Menn eru nú t. d. hættir að hirða lund- ann (kofuna), aem skiptir þús- undum á sumum heimilum og var mikill tekjuauki. Helzt er æðar- varpið hirt. Þó ma víða ætla þriðj- ungs til helmings rýrnun vegna vanhirðu. En það eru menn treg- ir að meðganga. Ég vil benda þeim bændum á, sem ekki hafa dáð eða dug til að sinna hlunnindum jarða sinna, að það er orðið reykvískt sporf að fljúga „út á land“, stundun. hingað vestur í Breiðafjörð að leita undan svartbak. Þessir menn eru oft ósárir á að borga sæmilega leigu. Það er ekki svartbaksins sök, þótt þeir séu viku til hálf- um mánuði seinni í tíðinni en hann. Líkja mætti æðar- og svartbaks varpi við höfuðframleiðsluvegi þjóðarinnar, landbúnað og fisk- veiðar. Æðarvarpinu við landbún aðinn, enda til hans talið. Mjög er nú kvartað undan fólksfækkun í sveitum. Svo fast sverfur að, að heilar sveitir leggjast í eyði og alls staðar fleiri og færri jarðir í sveit. Fólki hefur fækkað að þremur fjórðu hlutum á bæjum, sem þó eru talin byggð býli. Svart bakurinn tekur ungana frá æðar fuglinum. Þó dettur engum i hug að leggja niður útgerðina í þeim tilgangi að rétta við með því land búnaðinn, enda óvíst um haanað- inn. III. Hvað á að gera, og hvað ekki? Það er staðreynd, að svartbakn- um fjölgar því meira sem hann er minna nytjaður. Og auðvitað éta fleiri fuglar fleiri unga. Á þessu j ber mest, þegar sílisganga er lít- il. Víða á landinu er svartbaks- varp þar, sem ekki er æðarvarp. Þeir, sem þær nytjar hafa, kæra sig kollótta, hvar eða hvernig svart i bakurinn aflar sér matar, ef hann skaðar ekki þeirra eigin hags- muni. Eitrun til eyðingar dýrum eða fuglum er okkur íslendingum ekki samboðin, úr því að við erum að telja okkur meö menningarþjðó- um. Hana verður umsvifalaust að banna að viðlögðum þungum við- urlögum. í sambandi við friðun arnarins er þar komið á fremstu nöf. Þetta er einfaldast að gera með því að banna eitursölu. Ekki nær það tilgangi sínum að leggja háar sektir við því, sem engum Framhald í 13. sf8u. 1963 ð

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.