Tíminn - 10.05.1963, Page 15

Tíminn - 10.05.1963, Page 15
Gervíflokkur Framhald af 16 siðu. Þjóðvarnar.-nenn í Kópavogi hvatt ír til að' mæta á fundinum. Þessi aðalfundur félagsins var haldinn og áá ftinuuf katis þá stjóin, ef sent hefiif írá sér umrædda yfir- lýsingii. Fundarboðið birtist í tveggja dálka rammaauglýsingu i málgagiii Þjóðvafnarflokks íslánds og fer þar ekkert milli mála. í þessari yfirlýsingu Þjóðviljans um þetta „gervifélag“ felst því það, svo grelnilega að ekki verður um villzt, að Moskvukommunistar, sem hafa öll tögl og hagldri bæði 1 Alþýðubandalaginu og við Þjóð- viljann, teija Þjóðvarnarflokk ís- iands hreinan „gerviflokk“, þ. e. telja hann naumast ekki til og hig svonefnda „samstarf“ aðeins nýja gæru sem á að reyna að' draga yfir úlfsfeldinn. Norræn sundkeppni Framhald af 5. síðu. Goði og Ragnar, sem báðir eru fofstöðumenn fyrir útisundlaug- um, annar í austurbæ og hinn í vesturbæ. Væntum við góðs liðs það'an. Stjórn S.S.Í. leyfir sér að færa öllum þeim sem unnig hafa í þágu nomenú keppninnar frá því þátt taka íslands í keppninni hófst fyr- ir þýðingarmikil hugsjónarstörf og vel af hendi íeyst og í þeim hópi eiu fulltrúar blaða og ríkisútvarps. Flýtt sé inngöngu Framhald af 1. síðu. og sönn samvinna Evrópu og Bandaríkjanna þar með skapast. Hin ályktunin fjallar um efna- hagsmál, oj segir þar, að EBE ráðið þurfi að taka upp víðsýnni stefnu. Eftirvinna-bíll Ungur maður sem hefur góðan Díl óskar eftir vinnu á tímabilinu frá kl. 7 að kvöldi til kl. 8,30 að morgni Upplýsmgar í síma 20834 Skúr til sölu 2V2X3 klæddur að innan. Og Fordson ’46 model selst til niðurrifs. Öll bindin aí íslendingasögunum ca. 4.000.00 kr. Tvíhleypt haglabyssa nr. 12 Browning, 25.000,00 kr. — nýleg. Upplýsingar í síma 32778 frá kl. 8—7 alla daga. Sumardvöl Tvær 13 ára telpur óska eftir að komast í sveit, helzt á sama bæ. — Tilboð send- ist til afgreiðslu blaðsins fyrir 20. þ.m. merkt: „Sveit“. Refir ög minkar Framhald af 16. síðu. dýr, sem ha-fa verið óbreytt í sex ár. Veiðistjóri taldi nauðsynlegtj að hækka þessi verðlaun, því að | skotvopn hefðu þrefaldazt í verði, á þessum 6 árum, auk þess sem kaup hefur stórhækkað. Verðlaun ; fyrir mink eru 200 krónur og 350. kr. fýrir ref, skotinn utan grenis, | en veiðimönnum þykir gott að ná j í 1—2 refi á vikutíma. Hjá veiðistjóra hittum við Gisla Kristinsson frá Hafranesi við Réyðarfjörð, en hann hefur haft aðsetur í Reykjavik s. 1. ár og stundað veiðar eingöngu. Veiði- stjóri seiidir Gísla þangað sem mest þarf við, t. d. kálaði hann 15 minkum og 11 refum við ísa- fjarðardjúp í vetur. Gísl'i hefur verið hér syðra annað veifið í 4 ár og samtals drepið um 100 refi á þeim tíma og mest á vetrum. Það ér í frásögur fært, að Gísli var 17 klukkustundir á göngu upp á Arnarvatrnsheiði að elta eitt dýr í fyrravetur en hann er jafn- an einn á þessum ferðum og gang andi. Gísli hermir eftir tófunni af mikilli list og kallar hana til sín. Hann kvaðst helzt fara á stúf- ana um hádegið, meðan rebbi fær sér blund, setjast bak við stein, þar sem vel Sér yfir og kalla. Þá vaknar skoll'i og rennur á hljóðið. ALMENNIR STJÓRNMALAFUNDIR Sauðárkrókur Fundurinn á Sauðárkróki verður í d a g 10. maí og hefst klukkan 8,30. Meðál ræðumanná verða formaður og varaformaður flokksins. þeir Eystelnn Jónsson og Ólaf ur Jóhannesson. Akureyri Á morgun 11. maí verð- IMaMHBMimWM ur svo haldinn fundúr á Akur eyri og hefst hann kl. 2 e. h. í Borgarbíói. Ræðumenn verða Eysteinn Jónsson, formaður Eldjárn, bóndi, Ingvar Gísla- son, alþm., Karl Kristjánsson, alþm., Gísli Guðmundsson, al- Framsóknarflokksins, Hjörtur þingism., og Sigurður Jóhanns- son, verzlunarmaður, Akureyri. Fundarstjóri verður Bernharð Stefánsson, fyrrverandi alþing- isforseti. Selfoss Fundurinn á Selfossi verður haldinn þriðjudaginn 14. maí, og hefst kl. 8,30. Eysteinn Jónsson og fram- bjóðendur af B-listanum í Suð- urlandskjördæmi. Bat Yosef opnar stóra sýningu GB-Reykjavík, 8. maí. ÍSRAELSKA listakonan Bat Yo- sef er nýkomin til landsins og ætl ar að opna stóra myndlistarsýning í Listamannaskálanum á laugar- dag. Verður sýningin opnuð gest- um kl. 3 síðdegis og almenningi kl. 6. Þennan fyrsta dag sýningar- Kaupfélag BorgfirÖinga Framhald af 16. síðu. leiiðendum voru greiddar fyrir landbúnaðarafurðir 74,3 milljón- ir króna. Brútt.ótekjur af vöru- og fólks- fiutningum urð'u 5,3 milljónir kr. Alls varð umsetning hjá félaginu 138,8 millj'jnir króna. Á áiinu 1962 var opnað verzl- unarútibú i efri hluta Borgamess og eru þai seldar allar algengar riiatvörúr og hreinlætisvörur. Mjólkurbuið tók á móti 8 millj- ónum 599,755 lítrum mjólkur á árinu, og er það 1,072,745 lítium meira en árið áður. Alls var slátrað 56,322 kindum ug er þag 3240 kindum fleira en árið' áður. Eftir að reikningar höfðu verið samþykktir, ráðstafaði fundurinn tekjuafgangi til greiðslu í stofn- sjóð félagsmanna og í viðskipta- reikninga. Þá samþykkti fundur- inn, að gefa krónur 100.000 af rekstrarafgangi til fyrirhugaðs elliheimilis í Borgarfirði. Að kvöldi fyrra fundai'dags var kvöldsamkoma fyrir fundarmenn, starfsmenn og gesti. Þar var sýnd finnsk samvinnukvikmynd, sem ber nafnið „Þýtur í skógum". Dr. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, flutti erindi um dvöl sína í Nýja-Sjálandi og sýndi lit- skuggamyndir þaðan. Að lokum skemmti Ómar Ragnarsson með vísnasöng og eftirhermum. Báða fundardagana urðu all- miklar umræður um ýmis mál fé- lagsins og nokkrar samþykktir gerðar. Félagsmenn í K.B. voru í áslok 1962 1203 í 16 félagsdeild- umr. Stjón félagsins skipa þessir menn: Sverrir Gíslason, bóndi, Hvamimi; Jóhann Guðjónsson, bóndi, Leirulæk; Daníel Kristjáns son, skógarvörður, Hreðavatni; Jón Guðmundsson, bóndi, Hvltár- bakka og Ingimundur Ásgeirsson, bóndi á Hæli. Kaupfélagsstjóri er Þórður Pálmason. íþróttir Átök í Damaskus (Framhaid ai 3 síBli j leiddir fyrir rétt. í Alépþo héfur verið sett útigangsbann eftir óeirð irnar í gær. Siðari fréttir frá Damaskus herma, að allir nemendur, sem reynt hafi að fara úr skóíabygg- ingunni, hafi verið teknir hönd- um. Talið er, að mótmæli þeirra stafi af því, að enn sitja um hundr að félagar þeirra í gæzluvarðhaldi, en þeir voru teknir höndum fyrir skömmu, þegar þeir söfnuðust samar, fyrir framan sendiráð Jórdaníu til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar Husseins konungs. innar verður leikin ísraelsk tón- list í Skálanum. Á sýningu þessari, sem er hin þriðja, er Bat Yosef heldur hér á landi (hinar fyrri voru 1957 og 1960) verða til sýnis 59 málverk, 15 vatnslitamyndir og 27 teikning- ar og klippmyndir, gerðar á átta ára tímabili. Sýningin stendur yf- ir til 25. maí. Bat Yosef er gift íslenzka listmálaranum Ferro. KÓPAV0GUR Kosningaskrifstofa okkar að Álfhólsvegi 4A, sími 165590, er opin frá kl. 10—12 og 2—10 e. h. Komið, gefið og fáið upplýsingar. Framsóknarfélögin. Síld við Tvísker BÓ-Reykjavík, 9. maí. HÖFRUNGUR II. fékk 1000 tunn ur af sfld í nótt og 5—6 önnur skip um og Innan við 200 tunnur hvert. Haraldur og Sólrún fengu 500 tunnur hvort skömmu fyrir liádegi, en yfirleitt var veiðln treg hjá flestum bátum á þessum sólar- hring. Færa- og netabátar hafa ný- lega orðið varir við síld við Tví- sker og Hrollaugseyjar. Gullfaxi er á leið þangað og verður þar í kvöld. Ekkf er vitað um fleiri báta á þessarl leið. Síldin sem fékkst í nótt var mest út af Hraunsvík. — Afli netabáta er svipaður og nokkra undanfarna daga og þó lieldur rýrari. SKIPADEILD Loftskeytamaöur óskast á millilandaskip. Upplýsingar í Skipadeild SÍS. og, Thelander skoraði 16, markið. Nú voru þrjár mínútur efttr og úrslitin í óvissu. Framarar héldu boltanum og tefldu ekki í neina tvísýnu — og fyrr en varði opn- aðist vörnin og HHmari Ólafssyni tókst að skora 18. markið. Munur- inn var orðinn tvö mörk og tím- inn næstum útrunninn. — Og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyr- ir góðar tilraunir Svíana til að skora. Það var sannarlega meistarabrag ur á leik Svíana að þessu sinni og heldur hefði farið lítið fyrir Ár- manni og Reykjavíkurúrvalinu, ef þau hefðu mætt Svíunum í þeim ham, sem þeir voru í, í gærkvöldi. Af einstökum leikmönnum kom markvörðurinn Hans Friborg mest á óvart, en hann varði oft snilldar- lega — eins voru þeir góðir R. Johannsson og Thelander. — Mörk in fyrir Hellas 'skoruðu R. Johanns son 5, Hodin 3, Thelander 2, Arv 1, Bert Johannsson 1, Hornhamm- er 1, og Björn Dannel 2. Þess má geta að Dannel var í fyrradag val- inn í sænska landsliðið, sem keppir I Rússlandi í þessum mánuði. Hjá Fram átti Ingólfur afbragðs góðah leik og einnig átti Atli Mar inósson í markinu mjög góðan leik. Einnig slapp Sigurður Ein- arsson vel, en hans var mjög vel gætt af Svíunum og truflaður mik ið — stundum svo úr hófi keyrði. Það var sama sagan með Guðjón Jónsson og í síðasta leik — nokk- uð góður, en átti í sífelldu stríði við sænsku leikmennina og gleymdi sér stundum. — Mörkin fyrir Fram skoruðu Ingólfur 8, Guðjón 3, Ágúst, Sigurður og Karl Ben 2 hver og Hilmar 1. Dómari í leiknum var Frímann Gunnlaugsson og dæmdi yfirleitt vel. — Eftir þennan leik er því ekki spáð, að SV-úrval eigi fyrir höndum léttan lei'k, er það maétir Svíunum á morgun á stóra vell- inúm í Keflavík og verður eflaust gaman að fylgjast með þeirri við- uréign. — alf. ÞAKKARÁVÖRP Sunnudaginn 31. marz s.l. var nýia kirkjan á Hösk- uldsstöSum í Húnavatnssýslu vígð, aS viðstöddu miklu fjölmenni. Hún er búin að vera í smíðum í s.l. 5 ár og kostar um V2 milljón. Þar sem ég er nú burt flutt úr sókn minni, þykir mér hlíða að senda ykkur kveðju mína við þetta tækifæri, því þið voruð svo mörg sem ekki voruð viðstödd þennan dag. Eg þakka biskupinum yfir íslands, séra Sigurbirni Einarssyni, fyrir komuna og ógleymanlega samveru- stund og góða fyrirgreiðslu í kirkjubyggingarmálunum. Eg þakka prófasti og frá fyrir komuna, og prestunum öllum. Eg þakka sóknarpresti séra Pétri Þ. Ingjaldssyni og fyrir daginn, og alla góða fyrirgreiðslu í kirkjubygg- ingarmálum, sm og samvinnu alla. Eg þakka sóknar- nefndinni gott samstarf. Eg þaKka vini mínum Bjarna á Efri-Mýrum góða fyrirgreiðslu 0g hlýhug í kirkju- byggingarmálunum, Eg þakka Rakel á Þverá hennar brennandi áhuga og fórnfýsi. Eg þakka Kvenfélagi Höskuldsstaðasóknar allar þessar margþættu gjafir og hlýhug. Eg þakka Fróða, mönnum á Blönduósi fyrir þeirra umsjón með byggingunni, (og gjafir). Eg þakka Aðalsteini Eiríkssyni alla fyrirgreiðslu. Eg þakka svo að endingu öllum, bæði utan sóknar og innan, sem hafa á einhvern hátt stutt okkur við kirkjubygginguna, með fjárframlögum, vinnu, eða öðru því viðkomandi. Eg þakka enn fremur þeim hópi manna, sem gefið hafa skrautgripi eða peninga til skreytingar kirkjunni. Við hjónin kveðjum ykkur svo öil með þakklæti fyrir gott samstarf á liðnum árum og við óskum ykkur Höskuldsstaðasóknarbúum og nágrönnum alls góðs á ókomnum árum og til hamingju með nýbyggðu kirkj- una ykkar. Verið öll blessuð og sæl: Hafsteinn Jónasson Soffía Sigurðardóttir frá Njálsstöðum frá Njálsstöðum, f.v. formaður f.v. sóknarnefndaroddviti Kvennféi. öskuldsstaðarsóknar Þökkum innilega hjálp og samúð við andlát og jarðarför móður minnar og tengdamóður og ömmu, Guðnýar Ólafsdóttur Og virðingu sýnda minningu hennar. Halldór Árnason, Fanney Slgurðardóttir, Ásdís Guðrún Halldórsdóttlr, Ómar Þór Halldórsson, Guðríður Erna Halldórsdóttir. TÍMINN, föstudaginn 10. maí 1963 — 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.