Tíminn - 15.05.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.05.1963, Blaðsíða 14
L. SHIRER þau 52 sæti, sem þjóðernissinnar höfðu yfir að ráða. Þetta nægði ef til vill tíi þess að framkvæma dag'leg störf stjórnarinnar, en það var langt frá því að vera sá tveggja þriðju hluta meirihluti, sem Hitler þurfti að hafa yfir að ráða til þess að framkvæima nýja, djarfa áætlun um að koma á ein- ræði hans sjálfs, með samþykki þinggins. GLEICHSCHALTUNG: ,.,samræming“ ríkisins Áætlunin var blekkjandi ein- föld og hafði þann kost, að valda- takan var sveipuð hulu lögmætis. Þess yrði farið á leit' við þingið, að það samþykkti lög, sem veittu stjórn Hitles heimild til algers lcggefandi valds í fjögur ár. í fáum orðum sagt, þýzka þingið yrði beðið um að fela hina stjórn- arskrárlegu starfsemi sína í hend- ur Hitlers og taka sér langt frí. En þar sem breytingar voru nauð- synlegar á stjórnarskránni, til þess að þetta mætti takast, var nauðsynlegt að hafa tveggja þriðju hluta atkvæða meirihluta til þess að fá þær samþykktar. Aðalverkefni ráðuneytisfundar- ins, sem haldinn var 15. marz 1933, var að finna leiðir til þess að afla þessa meiri hluta, en skýrsla fund arins kom fram við Niirnberg-rétt- arhöldin. Hægt yrði að leysa hluta af vandanum með „fjarveru“ átta- tíu og eins fulltrúa kommúnista í þinginu. Göring var vjss uiri, uó I bæta mætti úr því, sem þá vant-1 aði á með því einu, að „neita j ' nokkrum sósíaldemokrötum um j inngöngu“. Hitler var í bezta skapi | og fullur öryggis. Þegar allt kom til alls gat hann handtekið eins marga fulltrúa stjórnarandstöð- j unnar og með þurfti til þess að | fá hinn nauðsynlega meirihluta, íeftir að hann hafði fengið Hinden- burg forseta til þess að undirrita lagaákvæðin 28. febrúar, daginn.j I vafi lék á um stuðning miðflokks- '■ ins, sem krafðist tryggingar, en. i kanslarinn var viss um, að þessi1 flokkur myndi fylgja honum. Hug j enberg, þjóðernissinnaforinginn,! sem hafði cnga löngun til þess að fela öll völdin í hendur Hitlers, krafðist þess, að forsetinn fengi rétt til' þess að taka þátt í undir- búningi lagaákvæða, se.m stjórn in gerði, samfcvæmt hinum n.ýju lögum. Dr. Meissner, ríkisritari, sem þegar hafði lagt framtíð sína í hendur nazistum, svaraði, að „samvinna við forsetann væri ekki nauðsynleg". Hann hafði ver- ið fljótur að gera sér grein fyrir því, að Hitler óskaði ekki eftir að verða bundinn af hinum þráa gamla forseta, eins og kansl’arar lýðveldisins höfðu verið. En þegar hér var komið sögu, vildi Hitler ganga til rnóts við gamla marskálkinn, og sömuleiðis i íhaldsscimustu þjóðernissinnana og hermn, á stórkostlegan hátt, með því að tengja ofstopafulla uppreisnarstjórn sína hinu virðu lega nafni Hindenburgs og allri hernaðardýrð Prússlands frá fyrri dögum. Til þess að þetta mætti takast skipulögðu hann og Göbbels, sem gerður hafði verið áróðursráðherra 13. marz, tstór- kostlega áætlun. Hitler átti að setja þingið, sem hann var í þann veginn að eyðileggja, í Setuliðs- kirkjunni í Potsdam, hinum mikla helgistað all's þess, sem prússneskt var og vakti hjá svo mörgum Þjóð verjum minningar um dýrð og glæsileika keisaraveldisins, því hér lá grafinn Friðrik mikli, hér höfðu Hohenzollern-konungarnir tii.beðið guð sinn, hér hafði Hind enburg fyrst komið árið 1866 í pílagrímsför, þegar hann sneri aft ur sem ungur lífvarðarliðsforingi úr austurrísk-prússneska stríðinu, stríði, sem í fyrsta sinn hafði sam einað Þýzkaland. Dagur hinnar hátíðlegu setning ar fyrsta þings Þriðja ríkisins var 21. marz, en hann hafði einnig sér staka þýðingu, því að það var þenn an sama dag, sem Bismarck hafði sett fyrsta þing Annars ríkisins árið 1871. Og þegar gamli mar- skálkurinn, hershöfðingjarnir og aðmírálarnir á sínum skínandi ein kennisbúningum gengu inn í Setu liðskirkjuna, og í fararbroddi krónprinsinn fyrrverandi og von Mackensen marskálkur með hinn ahrifamikla höfuðbúnað smn, i féllu skuggar þeirra Friðriks mikia og járnkanslarans á sam- kunduna. Það var auðséð, að Hindenburg komst við á meðan á þessum sjón leik ’stóð og útvarpssendingunni til þjóðarinnar, og í eitt skipti tók j Göbbels, sem stjórnaði þessu, eftir því — og minntist á það í dagbðk sinni — að marskálkurinn var með tárin í augunum. Forsetinn hafði gengi.ð hægt inn kirkjugólfið, klæddur í Ijósgráan einkennisbún ing með hið mikla merki hins Svarta arnar og með broddóttan hjáliminn í annarri hendi og mars'kálksstafinn í hinni, hann nam staðar og heilsaði auðu sæti Vilhjálms II, keisara á keisara- svölunum, og síðan flutti hann stutta ræðu fyrir framan altarið og gaf hinni nýju stjórn Hitlers blessun sína. — Megi hin gamli andi þessa fræga helgidóms hafa áhrif á kyn slióð dagsins í dag, megi hann frelsa okkur frá sjálfselsku og fl&kkadráttum og færa okkur nær hvort öðru í þjóðernistilfinningu til blessunar stolti og frelsi Þýzka lands, sameinuðu i sjálfu sér. Svar Hitlers var gert af mikilli slægð, og því ætlað að slá á sam- úðarstrengi og afla trausts gömlu reglunnar, sem viðstödd var í öllu sínu glitrandi skarti. — Hvorki keisarinn, stjórnin né þjóðin óskuðu eftir styrjöldinni. Það var einungis fall þjóðarinnar, sem knúði veikl’aðan kynstofn til þess að taka á sig sökina á þessu stríði, gegn sinni allra helgustu sannfæringu. Síðan sneri hann sér að Hinden- burg, sem sat stífur í sæti sínu fáum skrefum fyrir framan hann: Með einstæðri byltingu, sem átt hefur sér stað síðustu vikurnar, hefur þjóðarheiður okkar verið 90 endurreistur a ný og þakkað sé skilningi yðar, Herr Generalfeld- marschall, hefur nú sambands milli tákns hinnar gömlu dýrðar og styrks nútímans verið minnzt á hátíðlegan hátt. Við sýnum lotn ingu okkar. Vermdandi forsjónin ■setur yður yfir hinn nýja styrk þjóðarinnar. Hitler steig fram, hneigði sig djúpt fyrir Hindenburg og greip hönd hans. Hann sýndi forsetan- um, sem hann ætlaði sér að ræna öllum völdum, áður en vikan væri ljðin, fyllstu auðmýkt. Þarna í ljósglömpunum frá myndavélun- um og mitt í öllum hávaðanum af kvikmyndavélunum, sem Göbbels hafði komið fyrir á mikilvægum stöðum auk uppfakaranna, var komið í veg fyrir, með þesSum tækjum, að þjóðin og heimurinn fengju að gleyma hátíðlegu hand taki þýzka marskálksins og austur ríska liðþjálfans, sem sameiinaði hið nýja Þýzkaland hinu gamla. „Eftir að Hitler hafði gefið þetta bindandi heit í Potsdam", skrifaði franski ambassaddorinn, sem viðstaddur var athöfnina, „hvernig gátu þá slíkir menn — Hindenburg og vinir hans, Junk- ararnir og einveldisbarónarnir, Hugenberg og þýzku þjóðernis- sinnarnir hans, liðsforingjarnir 5 Reichswehr — hvernig gátu þeif annað en ýtt burtu allri hræðsiu, sem þeir höfðu verið farnir að finna til, er þeir horfðu á öfga flokks Hitlers og misbeitingu? Gátu þeir nú með góðu móti hik- að við að veita honum fullt traust sitt, verða við öllum óskum hans, láta honurn í té allt það vald, sem hann krafðist? Svarið kom tveimur dögum síð- ar, 23. marz, í Kroll-óperunni í Berlín, þar sem þingið kom sam- an. Fyrir því lágu „Lögin um að létta neyðinni af þjóð og ríki 49 hrópaði Blanche upp yfir sig. Hún tófc höndum fyrir augu, svo að hún sæi ekfci. — Æ, gerðu það fyrir mig, gerðu það fyrir mig, þú mátt' ekki halda, að þú sért . . . neyddur til þess . . . eftir það sem gerðist í Kína. Eg veit, að þú kvæntist mér eingöngu til að bjarga mér . . . og ég er þér þakk lát fyrir það, þú veizt efcki hvað ég er þér þakklát . . . en þú mátt ekki finna til skyldu gagnvart mér . . . ekki fórna þér mín vegna. — Hvers vegna skyldi það vera fórn að kvænast þér? spurði hann. —• En það hlyti að vera fórn! Maður eins og þú! Þú hefur allt, — bókstaflega allt, en ég . . . ég get! ekki orðið neinum neitt, s!agði Blanche. — Nema helzt börnun- um. Eg held, að þau muni þurfa á mér að halda, ef Dorothy giftir sig aftur. — Og hvað hyggstu þá fyrir? spurði Nick. — Eg . . . ég ætla að fara heim til Englands og fá mér eitthvað að starfa . . . og búa mér og börn- unum gott heimili, Kannski eigin- maður Dorothy verði fús að styrkja börnin eitthvað fjárhags- lega þangað til ég get unnið mér inn nógu mikið til að sjá fyrir þeim . . . — Og óg býst ekki við, að hjónaband sé innifalið í ráðagerð- um þínum? — Nei. — Mig langar ekki til að giftast neinum, sagði hún hálf- kæfðri röddu. | — Og nú skrökvarðu, sagði I hann. Hann greip um hendur henn ar og tók þær frá augum hennar. Nú er girðíngarefnið komið GADDAVÍR no. 12 1/2 og 14 LYKKJUR og REFANET Fyrirliggjandi. ★ Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er ★ Þ. Þorgrímsson og Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235. Æ A HÁ ETTUSTUND Mary Richmond — Blanehe, hlustaðu á mig. Þú átt að giftast mér, skilurðu það ... — Nei, ég . . . ég get það ekki. — Af því að þú elskar mig ekki? — Spurðu mig ekki svona. Gerðu það fyrir mig, spurðu ekki svona, stundi hún. — En ég verð að fá að vita það, það er óskaploga mikilsvert fyrir mig að fá að vita það. Þú skilur, ég vil ekki neyða þig til að giftast mér, ef þú elskar mig ekki, en ég held að þú gerir það . . . er það ekfci rétt? Hún svaraði ekki en leit á hann tárvotum augum. — Já, víst elskarðu mig, sagði hann ánægður. — Og ég elska þig. Ég vil að þú verðir eiginkona mín, Blanche. Eg get ekki hugsað mér lífið án þín . . . Er það starf mitt, sem veldur, að þú hikar við að játast mér. Eg skal taka leyfi núna, langt leyfi og ég heiti því að ég skal ekki taka að mér hlið- stætt verkefni nema með þínu samþykki. Hann beygði sig að henni og tófc hana í faðm sinn. Varir þeirra mættust í löngum, heitum kossi. Þegar hann sleppti henni, skalf hún frá hvirfli til ilja. — Er það ekki bara vegna þess, að vorkennir mér? hvislaði hún skjálfandi röddu — Vegna þess, að þér finnst þú tilneydd- ur . . . — Elsku krúttið mitt, svo mikla lífsreynslu hef ég, að mér er Ijóst, að slíkt hjónaband væri dæmt til að misheppnast. Það er aðeins ein ástæða til þess að karlmaður bið- ur konu að giftast sér og hún er . . . vegna þess að hann veit, að hann getur ekki lifað lífinu án hennar. Viltu giftast mér, elsku litla Blanche? — Ó, Nick, auðvitað vil ég það, hvíslaði hún og faldi höfuð sitt við öxl hans. — Og hvað viðkemur tvíburun- um, sagði hann nofckru síðar, — þá hef ég ekkert á móti því að þeir verði hjá okkur. Við getum alið þau upp saman og reynt að bæta þeim upp foreldramissi þeirra. En ég vona innilega, að yið eignumst síðar börn sjálf. — Eg er bún að segja þér, að ég get sennilega ekki átt börn. Eftir að ég hafði lömunarveikina var mér sagt það. — Eg trúi því ekki! En það mun tíminn leiða í ljós. Og ef við eignumst engin sjálf, verða tví- burarnir að duga. — Já, Nick, aumingja litlu skinnin. Og veslings John. Ef hon- um hefði aðeins tekizt að afhenda uppgötvun Stantons enskum yfir- völdum, hefði hann ekki þurft að afplána refsingu fyrir svik sín. En honum tókst það ekki, leyndar málið tók hann með sér í dauðann. — Ó, nei, það gerði hann ekki, svaraði Nick. — Þú skilur, ég hafði skjölin, Hamn lærði utan að það, sem hann hélt að nægði og hann hélt, að ég hefði eyðilagt skjölin, en ég gerði það ekki. Mér var ljósf, að ég gat ekki treyst honum, svo að mér datt það ekki einu sinni í hug. Eg sendi skjöli.n til Hong Kong með Fenskjublóminu. Eg veit, að vesl- ings Marsden iðraðist þess, er hann hafði gert og ég hefði gjarn an viljað segja honum, hver ég var í raun og veru, en ég gat það ekki — þá hefði ég ekki aðeins stefnt í voða mínu eigin lífi, heldur einn ig þínu, konu hans . . . barna, Ferskjublóms — og allra, sem unnu með mér. Eg hefði komið honum heilum á húfi út úr Kína, ef hann hefði fylgt skipun minni og þá hefði hann verið náðaður. — Er hægt að ásaka mig fyrir það, sem kom fyrir hann, Nick? Ef ég hefði ekki farið með hon- um ... — Þá hefði hann verið handtek inn og yfirheyrður og það hefði verið enn verra en dauðinn Þú skalt ekki ósaka þig fyrir neitt af þvi, sem fyrir kom, elskar. mín, taktu nú utan um hálsinn 3 mér og sýndu, að þú elskir mig i raun og veru . . . þetta var betra . . . Blanche . . . Ó, Blanche, ástin mín . elsku litla Blanche min . . . — ENDIR — 14 T í IVI I N N, miðvikudagurinn 15, maí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.