Tíminn - 15.05.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1963, Blaðsíða 7
mmm Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskriístofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraeti 7: Af- greiðslusími 12323 Auglýsingar, sími 19523 — Aðrar skrif- stofur, sími 18300. - Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Hvers vegna vilja þeir innlimun? SÚ YFIRLÝSING Morgunblaðsins, að það sé ábyrgð- arleysi að hafna aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, hefur vakið mikla athygli. Það er ljóst af þessum seinusiu ummælum Mbl., að forkólfar Sjálfstæðisflokksins ætla að sækja innlimun- ina í EBE af miklum ákafa. Menn velta því að sjálfsögðu fyrir sér, hvað valdi því, að þeim er þetta slíkt áhugamál Höfuðskýringin er sú, að þeir eru búnir að missa trúna á landið. Þeir trúa ekki á landbúnaðinn, eins og sést á því, að þeir vilja fækka bændum. Þeir trúa ekki á sjávarútveginn, eins og sést á því að þeir vilja hefja útgerð við Afríku. Þeir trúa því ekki, að íslendingar geti búið hér af eigin rammleik, eins og sést á því að í framkvæmdaáætluninni gera þeir ekki ráð fyrir nema 4% árlegum hagvexti, þ. e. aukningu þjóðarframleiðsl- unnar, þótt hún yrði 5% á síðastl án, þrátt fyrir hinar miklu vinnustöðvanir þá (togaraverkfallið, stöðvun síld- veiðiflotans). Þeir trúa ekki á þá orku, sem felst í sjálfsforræðinu. Þess vegna halda þeir að það sé eina lausnin að fá hingað erlenda auðhringa til að stofna hér til atvinnurekstrar og opna jafníramt aukna mögu- leika fyrir íslendinga til að setjast að erlendis. Þá trúa þeir því, að það gæti orðið styrkur fyrir íhaldsstefnuna, ef erlent auðmagn næði fótfestu hér. Þetta er það, sem ræður mestu um innlimunar- stefnu stjórnarflokkanna. Forkólfar þeirra hafa sömu trú og þeir íslendingar á seinustu öld, er töldu það í'arsælast, að ísland væri hluti Danaveldis og nyti for- sjár danskra kaupmanna og atvinnurekenda. Sem betur fór, hafnaði þjóðin stefnu þeirra, sem trúðu á Dani. Á sama hátt þarf þjoðin í kosningunum 9. júní að hafna þeim, sem trúa á forsjá auðhringanna í EBE. Tvö þjóðfélög í KOSNINGUNUM 9. júní verður kosið um tvö þjóð- félagsform — hvort hér eigi að vera þjóðfélag, sem ailra flestra efnalega sjálfbjarga einstaklinga, eða þjóð- félag fárra ríkra og margra fátækra. Meðan Framsóknarflokkurinn liafði áhrif á stjórn- arhættina á árunum 1927—1958 var markvisst stefnt að því með margvíslegri löggjöf. að hér yrðu sem allra ílestir efnalega sjálfstæðir einstaklingar. Þetta bar þann árangur, að óvíða voru tiltölulega fleiri efnalega sjálfstæðir einstaklingar en hér. Með ,,viðreisnarstefnunni“, sem kom til sögu 1960, var algeriega breytt um stefnu. Með tveimur stórfelld- um gengislækkunum og mörgum óðrum ráðstöfunum, nafa orðið stórfelldar breytinger a skiptingu þjóðar- auðs og pjóðartekna, er allar hafa miðað í þá átt, að draga auðinn og völdin í fáar hendur. Aðstaða efnalítilla manna hefur og mjög versnað til sjálfbjargar. Hér er bví óðum að myndast þjóðfélag hinna fáu ríku og mörgu efnalitlu. í kosningunum 9. júní verða menn að svara því hvort þessara tveggja þjóðfélaga þeir vilja heldur efla. — Þeir kjósa Framsóknarflokkinn, ef þeir vilja efla hér þjóðfélag hinna mörgu efnalega sjálfstæðu einstakl- mga. Annars kjósa þeir stjórnarflokkana. T í M I N N, mið'vikiulagui inn 15. maí 1963. ORÐ 0G EFNDIR Brigðmælgi og svik má ekki launa mgg trausti, heldur réttlátri refsingu Nú þegar kjörtímabil er á enda og velja á þingmenn að nýju, er það bein skylda að gera sér grein fyrir, hver voru Ioforð frambjóðenda og flokka við síðustu kosningiar og þá fyrst og fremst núverandi stjórnarflokka, sem hafa haft aðstöðu til að standa við og fiamkvæma loforð sín. Ber því að athugia, hverju stjórnarflokk arnir Iofu'ðu og hvemig þeir hafa haldið þau loforð. Eftir efndum skulu kjósendur dæma verk þeirra eða verkleysu. Flestum munu í fersku minni loforð stjórnarflokkanna. Þau voru að vísu mörg, en í megin- málum og sem aðalatriði þessi: Alþýðuflokkurinn iagði meg ináherzlu á STÖÐVUN VERÐ- BÓLGU OG DÝRTÍÐAR ÁN HÆKKUNAR SKATTA og sagðist myndu gera það skilyrðj fyrir því, að hann stæði að rík- isstjórn, að þessum skilyrðum yrði fullnægt. Auk þess nefndi hann ýmis fleiri mál, er alþýðu varðar, svo sem tryggingamál. Nú vita allir, að efndimar á þessum loforðum Alþýðuflokks ins öl'lum, nema tryggingunum, hafa engar orðið, heldur hið gagnstæða. Meiri dýrtíð, meiri verðbólga, meiii álögur, marg- faldir söluskattar og meiri óvissia og ringulreið í kaup gjaldsmálum en nokkru sinni fyrr. Nú skal því ekki haldið fram, að Alþjðuflokkurinn eða þingmenn hans eiigi ejnir sök- ina á þvi, að svo.oa hefur farið og loforð hans runnið út í sandinn og verra en það. Þar eiga margir hlut að máli og þá fyrst og fremst framkvæmd stijórnarstefnunnar og honum sterkari samstarfsflokkur, Sjá'lfstæðisflokkuri.nn. Hitt er sök hans, að liann hefur baldið áfram stjómarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og núver- andi stjórnarstefnu eftir að Ijóst var á miðju kjörlímabili, að öll aðalloforð lians frá síð- ustu kosningum voru svikin. Þiað eru svik Alþýðuflokksins við sína kjósendur og þjóðina í heild. Og það sem bítur höf- uðið af skömminni er það, að hann segist muni styðja áfram óbreytta stjórnarstefnu og ver hana á alla Iund, þrátt fyrir það að hún gengur þvert í veg fyrir það, sem hann Iofar sín- um kjósendum fyrir kosningar. Slíkum flokki geta kjósendur ekki treyst aftur. Sjálfstæðisflokkurinn iofaðj að vísu hinu sama og Alþýðu- flokkurinn í síðustu kosning- um, en hafði þó sem aðalatriði að bæta lífskjörin og breyta um efnahagsmálastefnu. Þess- ar nýju cfnahagsráðstafanir lágu ekki Ijóst fyrir í síðustu kosningum, þó að allir þekki þær nú, og líka hitt, að nokkur hluti af kjósendum hans mun telja sig hafa fengið nokkuð bætta aðstöðu til að bætia lífs- kjör sín á kostnað fjöldans í skjóli núverandi stjóraarstefnu, sem beint miðar að því að skipa þjóðartekjunum misjafn. ar en áður, en jafna aftur álög uiium sem jafnast á alla. Og svo hefur góðæri og aukinn afli aukið á gróða þessara sömu manna. En stjórnarstefnan, „við- reisnin", sem báðir stjómar- flokkarnir bera ábyrgð á, eru stórsvik við meginþorra þjóð- arinnar. Svik Sjálfstæðisflokks ins við þjóðina eru því jafnmik- il og Alþýðuflokksins, en hins vegar eðlilegt að liann skyldi halda aamsfarfinu áfram út kjörtíniabilið, því að einstakir gæðingar hans auðguðust á stjórnarstefnunni og það var ráðherrum og þingmönniini flokksins nóg. Skulu hér nefnd nokkur at- riði um svik stjórnarflokkanna í einstökuni máluin: 1. Stjórnarflokkarnir fengu sig kosna mpp á það loforð að bæta lífskjörin. Efndir: Sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar getur meðalverkamanna- fjöiskylda ekki lengur dregið fram Iífið nema með stórfelldrj yfirvinmi árið um kring. Og Alþýðublaðið segir, að hver, sem rcyni nú áð Iifa af átta stunda vinnudegi, muni svelta i hel. 2. Stjórniarflokkarnir lofuðu að Iækka skattana. Efndir; Á- lögurnar hafa verið auknar um 1300—1400 miílj. króna, eða um 150%. 3. f kaupgjaldsmálum lofaði ríkisistjómin að láta þau af skiptalaus. Fram áttu að fara frjálsir samningar milli verka manna og atvinnurekenda Efndir; Núverandi ríkisstjórn hefur hvað eftir annað tekið í símar hendur ákvörðn.n kaup gjalds, með bráðabirgðniögum. gerðardómum, gengisfellingum og fleiri þvingunarráðstöfun um. 4. Stjórnarflokkarnii lofuðu hátfðlega, að stöðva ve>-ðbólgu og dýrtíð. Efndir: Meiri verð- bólga og aukin dýrtáð en í nokkru öðru Iandi Evrópu. 5. Stjórnarflokkamir lýstu yfir fyrir síðustu kosningar, að þeir ætluðu áð stækka landhelg ina. Efndir: Landhclgin minnk- uð um árabil me'ð samningi við Breta. Svo koma stjórnarflokkarnir nú til kjósenda og hæla sér af því, að þeir hafi staðið ve1! sam an allt kjörtímabilið. Þó að þeir hafi þannig svikið flest loforð sín frá síðustu kosning- um, sem kjósendur kusu þá tiJ áð framkvæma. Og dæmin, sem hér hafa verið nefnd, sýna, að þeir hafia unnið öfugt við það, seni þeir lofuðu Hver þorir að treysta þeini flokkum, sem þannig haga sér og þykir beint sómi að því að svíkja gefin loforð? Áhrif kjósenda og vald til að ráða stefnu og framkvæmd mála verða ekki mikil, ef stjórn arflokkarnir fá aftur aðstöðu t'l að halda áfram að svíkja gefin ioforð. Brigðmælgi og svik má ekki launa mcð trausti, heldur rétt- látri refsingu. Upp úr áramótum í vetur var uppgötvaður jarðhiti á botni Urriðavatns í Fellahreppi. Menn hafa veitt því athygli, sjálfsagt um langan aldur, að á vatninu hald- ast opnar vakir þó að annars stað- ar séu komnir traustir ísar. Áhugamenn um jarðhitamál á Austurl'andi létu gera athugun á þessu fyrirbæri, og kom þá í ljós, að við botn vatnsins reyndist vera nær 60 stiga hiti. Þetta vakti mikla um'hugsun og umtal á Hér- aði, og íbúar hins ört vaxandi sveitakauptúns við Egilsstaði fóru að láta sig dreyma um hitaveitu í náinni framtíð. Hver veit nema þarna leynist nægur jarðhiti, ef borað er eftir honum? Um þetta var rætt fram og aftur, ýmist í gamni eða alvöru. Um allar jarðir á Héraði, sem aðra landshluta, er mergð þessara vaka. sem sjaldan leggur eða aldrei, þótt í aftökum iiggi, enda rnikið um kaldavermsl. sem étur af sér ísa, þó að leggi í svip. Þegar uppskátt varð um jarð hita í Urriðavatni. fóru menn að leiða hugann að því að á Leginum undan Hreiðarsstöðum. scm i-aun ar víðar, eru oft á tíðum .'nnar vakir og ótraustur ís. Þes, e>' getið Jón fi JARÐHIT! k i Fljótsdælu, að Hreiðar bóndi á Hreiðarsstöðum lét brynna naut- um sínum við vakir þar í ísnum, og er sýnt, að strax til forna var mönnum kunnugt um miklar afæt- ur þarna, og því auðvelt að halda þar opnum brunnum. Eins og um getur í alltof enda- sleppum fréttapistli í ísafoid 20. febrúar, er frá því skýrt, er nokkr ir félagar fyrir norðan Fljót lögðu leið sína að áðurnefndum vökum undan Hreiðarsstöðum með það fyrir augum að athuga, hvort nokk uð benti þar til jarðhita. Vakirnar voru skændar, er þeir komu að, og stungu þeir gat á þunnan ís- inn en upp streymdi loft, er þar hafð' safnazt undir ísnum Datt þeirri félögum bá það snjallræð* í hug að tend.ra Ijós a eld'pýtu og bregða vfir uppstreymið oe und ■r skeði Blár o.g fagur togi reis U'ð uppslreymi þessu Það leyndi scr ekki. að þetta var gas Upp frá I. Kjerólf: AUSTliRLANDI botni vatnsins stigu Joftbólur, sem okkur er sagt, að hafi að rannsókn lokinni um eða yfir 50% gas. Víð- ar um Löginn eru svona vaka- svæði, t. d. er Buðlungavíkin mjög athyglisverð. Um miðjan febrúar átti fólk frá Hrafnkelsstöðum leið þar fram hjá og veitti eftirtekt kringlóttri vök, er helzt leit út fyr ir að syði í. Þarna var um mjög mikið uppstreymi að ræða af loft- tegund þessari Frá unga aldri minnist ég þess, er við krakkar á Hrafnkelsstöðum vorum að vasla í lygnum lónum á leirum meðfra'in Jökulsá t'yrir neðan bæinn, að okkur þótti skemmtun í að láta loftbólur sem hér og þar streymdu upp úr sendn ’im botninum. hrislast um færur ■iVkqr Fkkt óroð bá netnr fyrir því. sð þes=ar saklevsidegu loft- bólur væru svo gott eldsneyti. sem raun ber vitni En nú vita Framhald a 13 síðu 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.