Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 7
Útgefsndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Hóflaus skattpíning GUNNAR THORODDSEN, fjármálaráðherra, flutti í fyrrakvöld stuttan útvarpsþátt, þar sem hann gerði grein fyrir afkomu ríkissjóðs á síðastliðnu ári. Sam- kvæmt þessu yfirliti hans, voru niðurstöðutölur þessar: Tekjur voru áætlaðar á fjárlögum 1752 millj. króna, en urðu 2062 millj., eða fóru 310 millj. kr. fram úr áætlun. Útgjöldin voru áætluð 1749 millj. kr., en urðu 1871 millj. kr„ eða fóru 122 millj. kr. fram úr áætlun. Greiðsluafgangur varð samkvæmt þessu 162 millj. króna og hafa 39 millj. króna af honum verið notaðar til greiðslu á gömlum skuldum, en 100 •faillj. kr. verið lagðar í jöfnunarsjóð. Það, sem fyrst hlýtur að vekja athygli í sambandi við bessar tölur, eru hinir gífurlegu umframtekjur ríkissjóðs. Tekjurnar fara hvorki meira né minna en 310 millj. krónum fram úr áætlun og hefur með þvi fengizt vel stað- fest það, sem Framsóknarmenn héldu fram á Alþingi á sínum tíma, að tekjurnar væru of lágt áætlaðar. Þessar miklu umframtekjur ríkisins er glöggf dæmi um þá stórkostlegu skattpiningu, sem'núverandi ríkisstjórn hefur komið á. Reiknað hefur verið út af sérfræðingum ríkisstjórnarínnar, að 1% almenn kaup- hækkun í landinu nemi 30 millj. króna. Umfram- tekjur ríkisins á árinu 1962 svara því hvorki meira né minna en til rúmlega 10% almennrar kauþhækkunar. Það má glöggt af þessu marka hve gífurleg skatt- píningin er orðin og gengur langt úr hófi fram. Á einu ari er tekin af skattþegnunum upphæð, sem svarar tii 10% almennrar kauphælckuhar, umfram það, sem nauð- synlegt er talið í fjárlögum. Af hálfu stjórnarflokkanna er nú farið að ræða um, að nauðsynlegt muni vera að hækka álögur ríkissjóðs 1il að mæta þeirri launahækkun sem opinberir starfs- menn hafa fengið. Hinar mikiu umframtekjur seinasta ■árs, gefa gleggst til kynna, að s;íkt er með öllu óþarft. Velta þjóðarbúsins eykst stöðugt og óbreyttir tekjustofn- ar ríkisins gefa því stöðugt meira og meira af sér. Þess vegna á það ekki aðeins að vera vel mögulegt, ef ein- bverrar hagsýni er gætt, að mæta þeim auknu útgjöldum, sem kauphækkun opinberra starfsmanna leiðir af sér, án nokkurrar hækkunar á skati- og tollstigum, heldur á einnig að vera vel hægt að lækka tekjuskattsstigann. svo að launabæturnar verði ekki teknar jafnharðan af mönnum aftur Almannatryggíngarnar STJÓRNARBLÖÐIN haiaa áfram þeim áróðri, að ríkisstjórnin hafi með hækkun á greiðslum ahhanna- trygginga bætt hlut þeirra, sem laksst eru settir. Þessu til sönnunar benda þ?u a, að ellilaun hafi '■ækkað úr 9 þúsund krónum i 18 búsund krónur í tíð núverandi stjórnar. Hins geta stjórnarbiöðin ekki, aö a sama tíma hefur dvalarkostnaður á elimeimilum hækkað um meira en 20 þúsund krónur. Hin aukna dýrtið hefur m. ö. o. hækkað framfæíslukostnaðinn helmmg) meira en bóta- bækkunum nemUr. Á sama tíma hafa auður og yfiiráð leitað í vaxandi mæli á fáar hendur. Hækkun almannatrygginganna haggar þvi ekki þeirri staðreynd, að stjórnarsieman hefur gert hina , iku ríkari og hina fátæku fátækari Eg sé ekkert athugavert við hana annað en höfuðið vantar . . Ráðstefnur þær, sem hafa staðið yfir í Moskvu, hafa eink u:n lagt skopteiknurum th efni áð undanförnu. Þeir hafa túlk- að með ýmsum hætti versnandi sambúð kommúnistaríkjanna og batnandi sambúð Rússa og Bandarikjamanna. Ekki sízt hafa þeir látið koma í ljós, að jafnt Rússum og Bandaríkja- mönnum væri það nokkurt á- hyggjúéfni, ef Kínverjar byrj- uðu að framleiða’ kjarnorku- sprengjur, sem hugsanlegt er talið innan fárra ára. Meðfylgj , andi mynd, sem er úr amerísku bíaði, lysir þessum áhyggjum. Þá hefur ferðalag grísku konungsbjónanna til Bretlands orðið mörgum skopteiknaran- um yrkisefni,því að óeirðir, sem urðu í tilefni af því í London, drógu mjög athygli að því, að lýðræðið í Grikklandi er meira í orði en á borði. Þeir Macmillan og Home lávarður tóku hins vegar á móti kon- ungshjónunum eins og góðu» og gildum fulltrúum lýðræðis- ríkis. Loks er ágreiningurinn um kjarnorkuflota Nato skopteikn. urum stöðugt yrkisefni og þar koma þeir Kennedy og de Gaulle mest við sögu. Hvenær verður hann búinn að verpa? Sambúðln á hinum fyrirhugaða kjarnorkuflota Aflantshafsbandalagsins. T í M I N N, fimmtudagurinn 25. júlí 1963. — % / l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.