Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 9
/ "W! ii n.i..!U ~ «imni'HMa! Við hneykslumst oft á því ís- lendingar, hve fáfróðir flestir útlendingar eru um okkur, og nóg er af því. En við skulum samt ekki heldur halda það í alvöru, að við vitum allt um aðr ar þjóðir. Einna leiðinlegast verður það að við kunnum oft skammarlega lítil deili á þeim, sem næst okkur standa, t. d. Pæreyingum. Mörgum hér var allt að því hulinn leyndardómur, að þessir frændur okkar skyldu eiga myndlistarimenn, sem vert væri um að ræða, fyrr en efnt var tíl hinnar stóru færeysku mynd iistarsýningar í Listasafni fs- lands í hitteðfyrra. Flestum varð þar starsýnt á hinar stór- brotnu myndir eftír málarann Geymsla eftlr lugálv av Reynl, ■ (Hér skýtur því inn, að Ingálvur sé svo hlé- drægur, að hann hirði ekki að teija upp allan þann frama sem honurn hafi hiotnazt, t. d. er mynd eftir hann í eigu kon- ungs. Það kemur heim, að Ing- álvur kærir sig ekkert um að hafa orð á því). — Er mikill áhugi fyrir mynd list í Færeyjum, Ingálvur? — Já, við þurfum ekki undan því að kvarta, að fólkið sýni okkur tómlæti. Aðalsýning árs- ins, sem altír málarar mega taka þátt í, er haldin á þjóðhá- tíðinni okkar, Ólafsvöku. Síðast sóttu sýninguna um eitt þúsund gestir, sem þykir gott í ekki stærri bæ. — Ég spyr nú, af því að þú hefur komið hér fram sem ein- söngvari í þessari íslandsferð; eru margir færeyskir málarar, sem eru efcki við eina fjölina felldir? — Ég hef alltaf haft gaman af tónlist, fór alltaf í óperuna árin, sem ég var í Kaupmanna- höfn. En ekki tel ég mig nú neinn tónlistarmann. Annars hafa þó nokkrir málarar verið hneigðir fyrir aðrar listír. Að ég nú ekki tali um William Færeyskir listamenn ekki við eina fjölina felldir Mildnes, sem hver þjóð mættí vera stolt af að eiga. Þar voru lfka forkunnargóðar myndir eft ir listakonuna Ruth Smith, sem lézt í blóma lífsins fyrir fáum árum. En af verkum hinna yngri þátttakenda sýningarinn- ar fannst mörgum mest til koma mynda eftir þá Stefan Danielsen og Ingálv av Reyni. Hvorugur þeirra var viðstadd- ur sýninguna hér í október 1961, en hér var fyrir skömmu staddur Ingálvur av Reyni, sem kom þá í ljós að var meira til lista Hfet en að mála myndir, því að 'hingað kom hann sem elnsöngvari með söngflokk, er ferðaðist hér nokbuð um land- ið og söng andleg lög á kristi- legum samkomum. Og raunar voru hér feðgar á ferð, því að með i söngflokknmuum var son ur Ingálvs, Kári av Reyni, 16 ára piltur, sem líka hefur feng izt við að mála í tómstundum. Ég hittí þá að máli stutta stund áður en þeir héldu heim- leiðis, Ingálv av Reyni og farar- stjórann, Pétur Háberg, sem starfar sem vátryggingafor- stjóri í Þórshöfn, en hann er alkunnur hér, af því að hann hefur komið hingað nokkrum sinnum áður og dvalizt hér um tíma. — Hefur þú komið hingað áður, Ingólfur? — Nei, þetta er í fyrsta skipti, sem ég heimsæki ísland, en vonandi ekki það síðasta. Aftur á móti var faðir minn all- kunnugur hér og margir hér kannast við, Jens á Reyni. Fyrst fór hann hingað til að kynnast landinu 1928 og 1929, og aftur snemrna á stríðsárunum, og þá í erindum fyrir lögþingið okk- ar. Honum þótti vænt um ís- land, og það get ég vel skilið eftir þau stuttu kynni, sem ég Ingálvur av Reyni hef af því haft. Ég vonast til, að það verði ekki langt þangað til ég kem hingað aftur, og þá til að vera lengur hér. — Er ekki algengt i Færeyj- um að kenna sig við bæ og taka sem ættarnafn? — Þó nokkrir hafa gert það. Fyrir löngu gaf danskur prest- ur ættfólki mínu nafnið Jensen, en pabbi lagði það niður og tók sér nafnlð „á Reyni" sem ættarnafn, og síðan berum við böm hans það og okkar börn o.s.frv. — Byrjaðir þú snemma að mála? — Ég hef haft það fyrir stafni síðan ég var strákur. Svo þegar ég var 17 ára, árið 1938, fór ég til Kaupmannahafnar og settist í listaháskólann, ætlaði að vera þar í þrjú ár, en varð þar innlyksa meðan á stríðinu stóð og kom ekki heim fyrr en 1945. — Hafðirðu íslendinga fyrir skólabræður þar? — Það var t.d. Sigurður Sig- urösson listmálari, og mikið hafði ég gaman af að hitta hann hér aftur eftir 18 ár, á heimili hans í Kópavogi um daginn. Við vorum í sama skóla 1 Höfn, en höföum hvor sinn kennara, ég var hjá Axel Jörgensen, en kennari Sigurðar var hristian Iversen, Meira en tíu árum á undan okkur var landi minn Miikines í þessum skóla, en kennari hans var Einar Nielsen. — Hefurðu stundað málara- listina síðan þú laukst námi í Höfn? — Já, ég hef ekki getað fellt mig við annað starf. Faðtr minn var kaupmaður í Þórshöfn, en ég var ekkl hnelgður fyrir verzl unarstörf. Um tíma hafði ég ver ið á sjóhum, en helzt kaus ég að mála og það hef ég gert síð- an. — Eru tnargir færeyskir lista menn, sem lifa af myndlistínni einni? — Þeir eru nú líklega flmm, sem stunda það og ekki önnur störf. Einn þeirra er mynd- höggvarinn Janus Kamban, eini myndhöggvarinn í Færeyjum, og Svo eru málararnir Sámal J. Mikines, Sigmundur Peter- sen; Hanus Hansen; Stefan Danielsen; óg og Sakarias Heinesén. Hann er sonur William Heinesen, og var hér við nám i tvo vetur, nú í Kaup- mannahöfn og leggur áreiðan- lega ekki stund á annað að loknu námi. — Hefurðu haldið sýningar víða? — Nei, ekki víða. Það hefur alltaf verið til skiptis í heima- bæ mínum Þórshöfn og svo í Kaupmannahöfn, haldið þar eina einkasýningu og verið boð- ið að sýna með á samsýningum hjá De Frie og á Chariotten- borg. Heinesen, sem er mikill rithöf- undur, en að auki teiknari, tón skáld, leikari, leikstjóri og gerir yfirleitt hvað sem er. Og svo ég nefni tvo, sem byrjuðu að mála um aldamótin, Joen Waag stein, sem var bæði málari og tónskáld, og Kristinn í Geil rit- stjóri Tingakrossins, hann var málari og leikritahöfundur. — Málarðu oft abstrakt, Ing- áivur? — Nei, yfirleitt geri ég það ekki, þótt óg um tíma fengi mikla örvun af abstraktlist. En það eru margir, sem halda, að Framhalo / 13. siSu Stúlka, eftlr Ingálv av Reynl T í M I N N, fimmtudagurinn 25. júlí 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.