Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 13
* MINNING: Sigurður Sigurðsson fyrrverands sýslumaður Hann lézt í Hafnarfirði, eftir langa og stranga legn, hinn 20. dag júnímánaðar s.l. Var útför ihans gerð frá Sauðárkrókskirkju 28. júní, og fylgdi honum mikill fjöldi manns til hinztu hvílu. Si'gurður Sigurðsson fór með sýsluvöld í Skagafjarðarsýslu í 'þriðjung aldar og lengur miklu en aokkur annar maður allt frá því á 17. öld. Er því sem vænta má, margs að minnast í sacnskiptum hans og samvinnu við sýslubúa, þótt eigi verði rakið í örfáum minn ingarorðum. Til að gera langa sögu *tutta skal það eitt sagt, að svo má kalla, að þau samskipti væru alla stund hin ágætustu á báða bóga. Sigurður Sigurðsson var fæddur í eynni Vigur í ísafjarðardjúpi 19. sept. 1887, sonur Sigurðar prests og þingskörungs í Vigur Stefáns- sonar, bónda á Heiði í Gönguskörð- um, Stefánssonar, og konu hans Þórunnar Bjarnadóttur hrepp- stjóra á Kjartansstöðum, Brynjólfs sonar. Stúdent varð hann 1908, cand. juris 1914, stundaði síðan málflutning um hríð, bæði á ísa- firði og í Reykjavík; gegndi og ýmsum fleiri störfum, var t.d. full trúi í fjármálaráðuneytinu um skeið og settur bæjarfógeti í Vest mannaeyjum. Hinn l. desember 1924 var hann skipaður sýslumað ur í Skagafjarðarsýslu og hélt sýsluna til ársloka 1957, er hann var sjötugur orðinn. Jafnframt var hann og bæjarfógeti á Sauðárkróki frá 1947. Eftir að Sigurður lét af embætti hvarf hann til Reykjavík ur, en kom á hverju sumri norður hingað á vit frænda og vina — og fornra slóða. Árið 1915 gekik Sigurður að eiga Guðríði Stefaníu Arnórsdóttur prests í Hvammi,; Árnasonar, bónda í Höfnum, og fyrri konu hans, Stefaníu Stefánsdóttur, gáf- aðri konu og glæsilegri. Eignuð- ust þau 9 börn, sex sonu og dætur þrjár, og eru öll á lífi. Konu sína missti Sigurður vorið 1948. Var þá fast að sorfið honum og heimili þeirra hjóna. Slgurður sýslumaður unni Vigur og ísafjarðardjúpi heitum huga. Þó lét hann ekki ástina td æsku- stöðva fyrir standa því að gerast þegar í öndverðu gróinn Skagfirð- ingur, enda héðan ættaður öðrum þræði. En þetta hafði að sjálfsögðu hina mestu þýðingu fyrir mann- hylli hans hér í þessum skag- firzka Skagafiröi. Hann var og sveitamaður í eðli og uppeldi. En fleira margt kom til. Sigurður sýslumaður hélt jafnan með ágæt- um á málefnum þessa héraðs, út á við jafní sem inn á við. Hann var og laginn að setja niður deilur manna og lagði á það mi'kla stund, að jafna alla miskilíð með friðsam- legum hætti. En ef ekki varð hjá því komizt að láta sverfa til stáls, þá lögðu menn ágreiningsefnin ó- smeykir undir úrskurð hans. Hann reyndist réttsýnn og ágætur dóm- ari og naut fyllstu virðmgar og trausts í dómarasessi. Hann var og hvort tveggja í senn, höfðingja- djarfur og lítillátur — og fer hverj um valdsmanni vel. Hann var glað sinna og gamansamur og því alls staðar aufúsugestur. Sigurður var, sem betur fer, ekki allur í embættinu. Hann var ekki aðeins Sigurður sýslumaður, ekki aðeins yfirvaldið, hann var líka Sigurður frá Vigur: gleðbnað- urinn, hinn góði félagi, skáldið, listamaðurinn í meðferð máls og sagna, tilfinningamaðurinn, hinn örlyndi geðbrigðamaður, sem hleg ið gat hjartanlegast af öUum, er svo bar undir, — og í næstu andrá klökknað yfir fögru kvæði. Og hann var alvörumaðurinn, sem varðvéitti sína barnatrú og reisti lífsskoCun sína á bjargi svo traustu að bifaðist hvergi. Sigurður sýslumaður rækti em- bætti sitt af kostgæfni. Eigi að síður átti hann ýmis áhugamál og hugðarefni utan við alla toll- heimtu. Hann unni fornum fræð- um, fögru máli. Hann unni allri fegurð, í hvaða mynd, sem hún birtist. Sjálfur var hann órðlistar maður, Ijóðelskur og ljóðhneigð- ur, kostaskáld, þá sjaldan á því tók. Mál hans gat sindrað og leiftr að af snjöllum líkingum, þegar bezt lét. Ýmsar greinir voru með okkur Sigurði sýslumanni lengi framan af árum. Komu þar til ólífc og raunar andstæð sjónarmið í póli- tík og samvinnumálum. Mun stund um jafnvel hafa stappað nærri óvild á báða bóga. Sjálfsagt höfum við snúið lakari hliðinni hvor að öðrum. En óvild öll hjaðnaði og hvarf sem dögg er stundir Uðu og brynjan brast, enda breyttust og með aldri viðhorf hans til ýmissa mála, er ágreiningi ollu. Á vissu sviði áttum við mjög náið samstarf um nálega þriggja áratuga skeið. Á það samstarf bar aldrei skugga, enda þótt leiðir lægju stundum ella til andstæðra átta. Með hon- um var gott að vinna. Hann var áhlaupamaður, er á heilum sér tók, en lét í milli lausan tauminn og gat þá verið allra manna skemmtilegastur, enda sagnasjór, fyndinn, hugkvæmur — og hlýr, er að hjartanu kom. Oig þannig minnist ég Sigurðar sýslumanns við leiðarlok, þessa fjölgáfaða manns og góða drengs. Börnum hans og tengdamönnum öllum sendi ég einlœgar samúðar- kveðjur. Gísli Magnússon. Laxveiðin Laxveið'in hefur glæðst mjög upp á síðkastið í ára Stangaveiði félags Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá Ó. J. Ólasyni form. SVFR, hefur lax gengd verið mikil í Elliðaánum að úndanförnu, ei. nú kominn meiri lax í gegn um teljarann en s. 1. sumar og hefur veiðin verið mjög góð undanfarna viku, t. d. veiddust þar 25 laxar nú á mánudaginn. í Laxá í Kjós hefur einnig verið mikil ganga að undanförnu og lax kominn um alla ána, allt upp fyrir Hækingsdal, svo og í Bugðu og Mosfells/atn, en þar hafa þegar veiðst nokkrir laxar þ. á. m. einn 16 punda Á laugardaginn var veiddust á neðsta svæðinu einu 33 laxar. Norðurá hefur verið með bezta móti í sumar. Laxinn var kominn þar strax þann 1. júní, og hefur veiðin verið góð alltaf síðan, en nokkuð misjöfn eftir vatni og veðri. pjnn 20. þ.m. höfðu veiðst þar 520 taxar, hefur 3 daga veiðin æft JromisLiyfln^5ft«laxa. í^öðiíumSátn, sem' SVFR hefur ítök í, svo sem Laxá í Aðaldal, Víði dalsá, Grímsá og Laxá í Hreppum, hefur veiðin verið í góðu meðal- lagi og auk.zt upp á síðkastið, enda eru sumar þessar ár venjulega oeztar þegar liða fer á sumarið. Vegna hinna langvarandi þurrka sunnan og vestanlands, hafa árnar yfirleitt verið óvenjulega vatns- litlar, en gera má ráð fyrir að strax og ngnir aukist veiðin að íun. (Frá Stangaveiðifélaginu). IJjróttir metra hlaupinu, jafnaðd Skafti Þorgrímsson, ÍR, met Einians í 100 metrunum, en Einiar varð í öðru sæti á 11.1. Að öðru leyti var árangur í ýmsum igrehium athyiglis verður — og verður ekki annað sagt, en mótið hafi heppnazt vel. Úrslit í . einstökum greinum fyrri daginn urðu þessi: 100 m. hlaup: Skafti Þorgríms- son, ÍR 10.9. Einar Gíslason, KR 11.1. 1500 m. hlaup: Halldór Guð- björnsson, KR 4.08.5. Páll Pálsson, KR 4.56.4. Sem gestir kepptu í hlaupinu Kristleifur Guðbjörnsson og Agn- ar Leví úr KR. Timi Kristleifs var 4.05.6 og Agnars 4.06.5. 110 m. grindahlaup: Þorvaldur Benediktsson HSS 16.3. 2. Kjartan Guðjónsson KR 16.6. 3. Reynir Hjartarson Þór 18.4. 400 m hlaup: Skafti Þorgríms- son ÍR 51.9. 2. Ólafur Guðmunds- son KR 54.2. 3. Ingimundur Ingi- mundarson HSS 56.1. Kúluvarp: Kjartan Guðjónsson KR 13.25. 2. Ari Stefánsson HSS 12.51. 3. Guðm. Guðmundsson KR 12.12. Spjótkast: Kjartan Guðjónsson KR 56.65. 2. Oddur Sigurðsson KA 48.70. 3. Ingi Árnason KA 46.18. Hástökk: Halldór Jónasson ÍR 1.75. 2. Sig Ingólfsson Á 1.75. 3. Ingim. Ingimundarson HSS 1.65. Sem gestur keppti Jón Þ. Ólafsson ÍR og stökk 1.96. Langstökk: Ólafur Guðmunds- son KR 6.41. 2. Ingim. Ingimund- arson HSS 5.85. 3. Þorvaldur Bene diktsson HSS 5.81. SÍÐARI DAGUR: Sleggjukast: Jón Ö. Þormóðs- son ÍR 49.76; 2. Skafti Þorgrímsson ÍR 33.45; 3. Ingi Árnason KA 23,45. Stangarstökk: Valgarðuir Stef- ánsson KA 3,00; 2. Oddur Sigurðs son KA 2,60. Þrístökk. Þorv. Benediktsson HSS 13.01; 2. StefúririGuðJhundií* 400 m. grindahl.: Ólafur Guð- mundsson KR 61,0; 2. Reynir Hjart arson Þór 64,9; 3. Stefán Þ. Guð mundsson ÍR 66,6. Kringlukast: Guðm. Guðmunds- son KR 37,42; 2. Kjartan Guðjóns son KR 37,10; 3. Sig. Harðarson KR 32,70. 800 m. hlaup: Halldór Guðbjörns son KR 2.06,9; 2. Ingim. Ingimund arson HSS 2.15,8; 3. Páll Pálsson KR 2.19,3. 200 m. hlaup: Skafti Þorgríms- son ÍR 23,0; 2. Ólafur Guðtmunds- son KR 23,4; 3. Einar Gíslason KR 23,6. 3000 m. hlaup: Valur Guðmunds son KR 10.07,5; 2. Páll Pálsson KR 11.24,5. — Gestir voru Kristleifur Guðbjörnsson 8.56,0 og Agnar Levy 9.16,0. 4x100 m. boðhlaup: KR 46,5; 2. ÍR 47,6. 1500 m. hindrunarhlaup: Hall- dór Guðbjörnsson KR 4.40,8, drengjamet. Ingim. Ingimundarson IISS 5.18,4; 3. Páll Pálsson KR 5.34,3. 1000 m. boðhl.: KR 2.09,1; 2. ÍR 2.09,7. KR hlaut flesta unglingameist- ara eða 11; ÍR 5; HSS 2 og ÍBA 1. Skák tefla við Keres og Panno, Petro- sjan á Reshewsky og Panno, Keres á Friðrik og Gligoric, auk skákar- innar við Reshewsky, Najdorf á eftir Reshewsky og Benkö, og Gli- goric á eftir að tefla við Keres og Benkö. Má því segja, að fjórir menn Friðrik, Petrosjan, Keres og Najdorf hafi enn möguleika til sigurs í mótinu. Ijjróttir Það reiknuðu flestir með, að ÍR myndi ná yfirhöndinni. En ákafinn var of mikill og Víkingar gættu sín vel þann tíma sem eftir var, þannig að ÍR tókst aðe'ins að bæta einu marki við, en Víkingar skoruðu tvö mörk. Lokatölur urðu þvi 19:17. ÍR-ingar notuðu leikaðferðina maður á mann 'undir lokin, hún er alltaf happdrætti, og ÍR var ekki vinningshafi að þessu sinni. Annars meiddi Helgi markvörður Víkings sig undir lokin og varð að fara út af — og kannski mest fyrir það, náði ÍR að minnka bilið. Byrjunin hjá Víking var góð og áður en fimm mínútur voru liðnar, var staðan orðin 4:0. Og fii ingar komust aldrei almennj- m'122412’^'n®k_.a(>tað.í ftw! hálfleiknum. ■ ÞEIR LEIKA í 5. flokki c. piltarmir á myndinni að ofan, og þeir eru í KR og hafa orðið sigurvegarar bæði í Reykjavíkur- og miðsumarsmótinu í knattspyrnu í sínum aldursfljkki. — Standandi frá vinstri: Gunnar Jónsson, þjálfari; Gunnar Guðmundsson, Eggert Þorleifsson, Stefán Andrés- son, Páll Kristinsson, Bjarni Bjarnason, Baldvin Elíasson. — Neðri röð frá vinstri: Þorvaldur Ragnars- son, Óskar Guðjónsson, Árnj AðaJsteinsson, Jón Ingimarsson, Gunnar Kjartansson. — Á myndina vantar Örn Ingólfsson. T hálfleik hafði Víkingur yfir 9:6. Hinn gamalkunni og skemmtilegi línuspilari, Pétur Sigurðsson, lék nú aftur með ÍR eftir langt hlé og hann setti skemmtilegan svip á ÍR-liðið að þessu sinni, og brá oft fyrir ágætu línuspili. Það gerði hins vegar gæfumuninn, að Víking ar nýttu völl'inn miklu betur — og voru mun sterkari í vörn. Hjá Víking voru Þórarinn, Pét- ur Bjarnason og Helgi í markinu beztir, en: hjá ÍR bar Gunnlaugur Hjálmarsson, sem fyrr, höfuð og herðar yfir all'a. Dómari var Birgir Björnsson. FÆREYSKIR LISTAMENN Framhald aí 9 siðu ipynd eins og þessi „Geymsla", séu uppdifetuð abstraktmynd. En hefðu þeir sömu séð fyrir- myndina, kæmust þeir að raun um, að myndin er fígúratív. — Svona blasa abstraktformin við manni inni í geymslum og einn ig úti í náttúrunni. — Svo er þessi stúlkumynd. Fæztu mikið við portrett-mál- verk? — Ekki mjög mikið — stund- um. Yfirleitt vinn ég þannig, að ég sæfci mótív út í náttúruna eða mannabyggð, t.d. eins og nú á þessari ferð minni til ís- lands, teikna mjög lauslega sfcyssu, sumir kalla það nokkur „strik“ hjá mér. Svo hef ég það heim með mér og vinn svo sjaldnast úr því fyr en veturinn keimur. Þannig verður málverk ið að langmestu leyti til allt annars staðar en margir halda, að ég hafi málað það. Á ferð minni hef ég rissað rnarga mynd af íslandi, böðuðu i sól, en úr því verða másfce ekki mál verk fyrr en í skammdeginu í vetur. T f M I N N. fimmtudagurinn 25. júlí 1963. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.