Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.07.1963, Blaðsíða 8
Frá því að ljós þetta kom tU sögunnar fyrir um það þil þrerri ur árum í Bandaríkjunum, hafa allar tilraunir, sem með það hafa verið gerðar, borið undra- Talið er, að lasergeislinn — undraljósið, sem er milljón sinn um stenkara en sólin, sé ein merkasta uppfinning þessarar aldar. Ein merkilegasta tilraunin með lasergeislann var gerð i maí 1962, þegar geisianum var beint upp í himingeiminn i fyrsta sinn, og látinn staðnæmast á tunglinu. Fór geislinn til tunglsins og heim aftur á tveimur og háifri sekúndu. Fyrsti lasker.„uppskurðurinn" var framkvæmdur f sjúkrahúsl kirkju lega öldungaráðslns f New York-borg. Eyddi gelsiinn sársaukalaust frumum úr æxli á bak við augað á broti úr sekundu. verðan árangur. Þetta ljós atom aldarinnar er líkara ævintýri en vísindalegum staðreyndum. Ein merkilegasta tilraunin var gerð fyrir um það bd ári, þegar vísindamenn beindu geisl anum til tunglsins. Innan ör- fárra sekúndna myndaði geisl- inn 3,2 kim. breiðan ljósblett á tunglinu og kastaðist siðan aft ur til jarðar. Skærustu kastljós gætu aldrei náð til tunglsins, en ef þau gerð það, yrði birtan af þeim um 40,000 km. að flat- armáli, er þau staðnæmdust á tumglinu. Aðrar tilraunir hafa leitt í ljós, að lasengeislinn getur á broti úr sekúndu borað holu í demanta, graflð göt í gegn um stál og lóðað saman stálstykki. Geislinn hefur meira að segja verið notaður til að framkvæma skurðaðgerð með góðum árangri — á augabragi drap hann frum ur í augnaæxli sársaukalaust! Og í fyrsta sinn í sögunni hafa símtöl og sjónvarpsmyndir ver ið send með ljósgeisla. Orðið LASER er samansett af upphafsstöfum orða, sem skýra eðli geislans: „Light Amplifica- tion by Stimulated Emission of Radiation", eða lauslega þýtt: Ljósmagn með aukinni geislaút- sendingu. Geislinn er þannig til kominn, að venjulegt ljós er magnað og úr því myndaður einn örmjór geisli. Kjamorkurn ar í venjulegu ljósi senda frá sér mismunandi langa geisla, sem trufla og draga úr styrk- leika hvers annartv.-dtögS leið^ úr stýrkleika. Ijóssins og dreifa geislunum út í allar átt- ir þar til þeir hverfa. Laser- ljósið þvingar hins vegar atóm sín til að senda frá sér geisla, sem eru „samfastir" og jafn langi> og beinast alUr í sömu átt. Úr þessu myndast örmjór og óhemju magnaður geisli. sem breiðir næstum ekkert úr sér og dregur því ótrúlega langt. Eftir hinar giftusamlegu til- raunir með geislann á sviði læknavísindanna, gera læknar sér vonir um, að með tímanum geti lasergeislinn tekið við hlut verki skurðhnífsins. Nýiustu til raunir, sem gerðar hafa verið á sikepnum. gefa góðar vonir um nytsemi geislans f þágu læknavísindanna. Og þá má ekki gleyma áhrif- um lasergeislans á útvarp og sfma. Álttið er, að ljósið geti sent eina billjón símtala og eitt þúsund sjónvarpsdagskrár sam- tímis. Er um hessar mundir ver- ið að framleiða útbúnað í Banda ríkjuntim til notkunar á laser- geislanum við sjónvarp og síma. LasergeisHnn myndar holur í hörðustu efni, svo sem dem- anta og málma, án þess að skemma út frá sér. Þykir því sýnt. að liann muni verða mesta þarfaþing á sviði málmiðnaðar og málmrmíði. Allt bendir til að lasergeisl- inn verði óviðjafnanlegt þarfa- þing á sv'ði flestra atvinnu- vega í framtfðinni. Engin vís- indaleg þróun undanfarinna ára héfttr vakið eins óskinta at- hygli eðlisfræðinga og verkfræð inga sem hessi undarlegi o? fiöl hæfi geisli. Og enda þótt áhald- ið, sem framleiðir lasergeislann sé enn á þroskaskeiðinu, leikur enginn vafi á nytsemi hans í framtíðinni. Eins og sakir standa eru framfarirnar svo ör- ar, að sjálfir vísindamennirnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Laser-geisltnn er þannig til orðinn, að framleidd er örm|ó Ijósræma, sem engum geislum dreifír út frá sér; venjulegt Ijós verður að. einum geisla, sem er sterkara en sólin. Laserinn á myndinni er fyrs’ta áhaldið, sem framleiddi lasergeisla, en síðan hafa verið fram- leidd mörg laseráhöid af ýmsum stærðum og gerðum. Yfir 400 fyrirtækja i Bandaríkjunum keppast nú vlð að framleiða lasar- geislatæki til ýmissa nota. Myndin sýnir visindamenn sýna sjónvarpsmyndir með laser. Rörið í miðjunni, sem er miðpunktur algengustu laseráhalda, glampar, þegar venjulegt Ijós er leitt í gegn um glerplpurnar f kring um það. Ljósið magnar atómurnar i rörlnu og hefur þau áhrif á þær, að þær framlelða mjóan geisla, sem er gjöróhkur öðru Ijósl. 8 T í M I N N, fiinmtudagurinn 25. júlí 1M3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.