Tíminn - 23.08.1963, Qupperneq 8

Tíminn - 23.08.1963, Qupperneq 8
ac* ión H. Magnússon skrifar frá Bandaríkjunum: LOGREGLAN I CHICAG Greinarhöfundur, Jón Hákon Magnússon, til vinstri, með Henry Ulrlch leynilögreglumanni. „ÞESSI RÆFELL stökk á. mig í þröngum ganginum, henti mér til hli'ðar og rauk út á götuna; hljóp eins og óður maður yfir götuna. Ég andslkotaðist á eftir honum og skipaði honum að nema staðar eða ég myndi skjót’ann. Hann snéri sér við og sendi tvö blý í áttina að mér; ég sendi honum nokkur til' baka og hitt’ann í öxlina; hann hljóp ein tuttugu fet í viðbót, áður en hann skall í götuna”, sagði Henry Ulrich, leynilögreglumaður í unglingadeild Ohicaigo-lögreglunn ar, er hann sagði mér frá einum afbrotamanni, sem reyndi að komast undan. 3. grein F'ulltrúi lögreglustjórans hafði séð til þess að undirritaður frétta ritari Tímans gæti verið eina nótt með lögreglunni, þar í borg. Fyrst "vildi ég vera með venju- legri bflalögreglu, en mér var sagt, að þeir gættu svo litils hluta af borginni, að ég myndi sama og ekkert fá að sjá; þeir álitu það betra, að ég yrði með óeinkennisklæddum manni frá unglingadeildinni, þar sem hans verk væri að fara út og leita eftir stöðum, þar sem unglinga- klfkur geta komið af stað vand- ræðum eða slagsmálum og hans verksvið væri lítt takmarkað. Ég hitti Henry fyrir utan að- alstöðvar lögreglunnar, þar sem hann beið í stnum ómerkta lög- reglubíl. Henry er búinn að vera um 20 ár í lögreglunni og hefur reynt allt það, sem einn lög- reglumaður getur lent í. Hann er frekar litill að sjá og góðlegur, en þegar maður fer að kynnast honum, kemur fram harka lög- reglumannsins, sem byggist á langri reynslu og stöðugum við- sldptum við afbrotafólk og úr- kast stórborgarinnar. Ég hafði verið hræddur um, að ég yrði með „bóklærðum” lögreglu- manni, sem myndi útskýra allt flrá tæknilegu og sádfræðilegu sjónarmiði; ég 'komst fljótlega að því, að Henry trúði ekki á slíkt, enda af gamla skólanum. Lögreglan hér talar alveg sér stakt mál, sem er mjög svipað því máK, sem talað er af því fólki, sem alltaf er í stöðugum 'erjum viö lögin, ég ætla að reyna að hafa sumt eftir. þótt það sé svo til ómögulegt að snúa því yfir á islenzku; t. d. segja þeir, að einhver „sendi þeim blý”, það er það sama og vera skotið á af afbrotamanni og svona mætti lengi telja. Þegar við „hittum götuna”, eins og þeir segja, þá var klukk- an um sex, og umferðin var enn mikil. Henry sagðlst fyrst ætla að sýna mér sæmileg hverfi og hvernig sum þeirra skiptast eftir litum og kynþáttum. Hann setti talstöðina i samband, kallaði inn sitt númer og baö um aö vera „settur upp”, sem þýðir, að hann sé á kortinu tilbúinn, ef á þarf aö halda. Alls konar köll komu yfir stöðina; árekstur hér, árekst ur þar; einhver vopnaður Svert- ingi réðist inn á bjórkrá og tók um hundrað dali; dauðaslys á enn öðrum stað; og allt annað í þessum dúr. — Ég er svangur, sagði ég við Henry, ég vil borða á einhverri búllu. — Við getum afchugað það eftir einn eða tvo tíma; ofckur liggur ekkert á, r.óttin er öll framund- an. Ég veit um ágætan ftalskan stað, þeir búa til góðan mat fyr- ir sama og ekkert verð. Við ókum fyrst í gegnum hverfi, sem fyrir rúmum tíu ár- um hafði verið talið sæmilegt og flestir íbúanna höfðu verið Gyð- ingar, en í dag er það orðið „svart” og fátæfcrahverfi. Síðan fórum við yfir i slavneskt hverfi og ókum um þar nokkra stund. Á einum stað voru Svertingjar að byrja að flytja inn í það og á öðrum stað Puerto Rikanar. — Slavarnir eru famir að hypja sig, áður en þeir fá ekkert fyrir sínar fasteignir. Næst fórum við yfir í Puerto Rikana-hverfi og ókum þar eftir einni verzlunargötu, þar sem fl'estar búðirnar hétu spönskum nöfnum og allar gluggaauglýs- ingarnar voru á spönsku. ,JÞetta eru vandræði USA”, sagði Henry og hristi hausinn. Á einni gang- stéttinni stóð smáhópur af fólki; við renndum upp að þeim. — Nokkrir strákar höfðu lamið ann an niður og lá hann steinrotað- ur á götunni. Götulögreglan kom rétt á eftir og tóku þeir strák niður á stöð. — Þessi er eflaust í einni af þessum strákaklíkum, sem ráða hér hverfinu. Hann hefur senni- lega komið inn á óvinasvæði, og hafa þeii lamið hann fyrir bragð ið. í þessum vandræðahverfum eru margar klíkur af unglingum, og hver þeirra ræður yfir viss- um hluta. Þær eru í eilífum götu stríðum, sem oft enda ekki fyrr en einhver er stórslasaður eða dauður, eftir hníf eða byssukúlu. Við ókum áfram í þessu hverfi og komum að skemmti- garði. Henry stanzaði bíllnn ög benti á garðinn: „Þarna sérðu mjög friðsaman skemmtigarð; nokkrir krakkar að leika sér og gamalt fólk á gangi. Við skulum koma hér aftur seinna í kvöld, þegar dimmt verður orðið og þá skaltu sjá, að enginn þorir inn i garðinn, nema nokkrir harð- soðnir unglingar, sem eru að leita að hasar og slagsmálum. Einn strákur, sem ég þekki, efltir að hafa margtekið hann fyrir alls konar vesen, kemur hér á kvöld- in. Hann er átján ára og kemur frá mjög lélegri fjölskyldu; pabbi hans nennir ekki að vinna öig er allur í „dópinu”, mamma hans er hálf geðveik éftir að reyna að halda heimilinu saman og sjá um stóran barnahóp. Þessi strákur hefur enga vinnu, féll í skóla og gerir ekkert annað en að mæla göturnar. Þegar hann getur svo ekki staðið hávaðann og djöfulganginn á heimilinu fer hann hingað út með strákunum úr sinni klíku í leit að „ævin- týrum”, sem við köllum vand- ræði. Sérðu þessa stráka þarna, þeir eru á leiðinni inn í garð- inn; ef ég tæki þá núna og leitaði á þeim gæti ég eflaust fundið t. d. heimatilbúna byssu, hnífa, hnúajárn, keðjuparta og jafnvel gæti einn eða tveir verið með haglabyssur undir jöfckunum, með afsagað hlaup. Slíkar hagla- byssur eru nauðsynlegar fyrir þá, því þær eru eins konar tákn um völd og virðingu i klíkunna”. Við ókum áfram; röddin i tal- stöðinni hélt áfram að senda lög- regluna á einn eða annan stað; einhver hafði stolið trukfc, fullum af heimilistækjum; á öðrum stað var vopnað rán að eiga sér stað og „allir bflar” beðnir að fara á staðinn; á þriðja staðnum var nauðgun. Henry stakfc upp á, að við kæmum við á „stöðinni”. Við fórum á stöðina, þar sem hann hefur sitt útibú. Inni voru nokfcr ir lögreglumenn að ganga frá verfcum sínum áður en að næt- urvafctin kæmi inn. Inn kom lög- reglumaður með smástrák með sér. „Hann stal hjóli þessi”. Á eftir komu foreldrar stráksins; móðirin staðhæfði að hennar börn stælu aldrei, a. m. k. ekki þessi. „Vertu róleg Marla”, sagði maðurinn hennar. Lögreglumað- urinn sagðist trúa hennl mátu- lega: „Við höfum marg oft þurft að tala yfir stráknum; hann er alltaf að hnupla einhverju”. ,J>að er af þvi, að pabb’ans getur ekfci séð fyrir okfcur sæmilega, eins og aðrir eiginmenn sjá fyrir sfn- um fjölskyldum”, sagði móðirtn og æsti sig. Lögreglumaðuriim sagði: „Þú varst að enda við að segja, að stráfcur stæli aldrei neinu”. Móðirin tautaði eitthvað í barm sér. „Hvað heitir þú, ljúfur?”, sagði stöðvarstjórinn. Uppi á lofti var unglingadeild- in og þangað var komið með strákinn litla skömmu seinna og góðleg lögreglukona í búningi talaði við hann góða stund. Henry kynnti mig fyrir öllu lið inu á stöðinni. Inni á morðdeild- inni sátu þrír lögreglumenn og einn blaðamaður, sem var að bíða eftir einhverju prenthæfu. — Rólegt kvöld, sagði einn leynilögreglumaðurinn. — Kannski kemur morð fyrir miðnætti, sagði blaðamaðurinn og hló. —Hvað hafið þið mörg morð í þessum mánuði, spurði ég. — Fjögur í okkar hverfi, sagði annar leynilögreglumaður. — Og fjögur óleyst, sagði ég í von um að fá þá til að vakna og segja eitthvað af gagni. — FJÖGUR? Ertu vitlaus mað ur? Við erum þegar búnir að leysa þrjú og það fjórða er í deiglunni. Af fimmtán morðum í þessu hverfi síðan um áramót eru fjórtán leyst. Þú heldur, að við sénm einhverjir aular. Inn kom lögreglumaður með lítinn strák, í mesta lagi ellefu ára gamlan. — Hann stal eldhúshníf frá * b T í M I N N , föstudaginn 23. ágúst 1963 f

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.