Tíminn - 23.08.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 23.08.1963, Qupperneq 9
jnömmu sluni og fór út aC leika sér me5 hann og endaði með að stinga annan strák á hol. — Af hverju geröir þú þetta? sagði einn af morðdeildarmðnn- unum. Uh, bara af þvi, sagði strákur og brosti, eins og ekkert hefði skeð. Þessi strálkur var mjög skit ugur og í lél'egum fötum, sem gaf til kynna að hann kom frá lélegu hverfi. Henry snéri sér að lögreglumanninum, sem kom með hann og sagði að þetta vseri unglingadeildarmál, en ekki fyr- ir morðdeildina. Skömmu seinna kom lögregluikona og tók strák- inn og hnífinn. Einn af leynilögregiumönnun- um snéri sér að mér og sagði: „Hér í verri hverfum Chicago, þar sem fólki er hrúgað saman 1 lélegum húsnæðum og slaemu umhverfi, eru ailir á móti öllum. Þegar fólk er ,,týnt í lýðnum” þá tapar það öllinn sans eða á- byrgðartilfinningu gagnvart þjóð félaginu. Ekki bætir það ástand- ið, þegar svona mikið af „inn- fiytjendum” koma í stórborgina, ég meina t. d. fólk frá Suðurríkj- unum og frá Puerto Rico; þetta er fólk í neyð og fullt af örvænt ingu; iendir í afbrotum og glæp- um. Þetta fólk er öðru vísi en ftest annað fólk, og það er ekki hægt að gera neitt fyrir það, nema það vilji það og maður verður að tala þeirra mál; ann- að skilst ekki.” Það var komið mynkur, er við fórum út aflur, eftir að ég hafði séð það markverðasta og talað við ýmsa lögreglumenn. Við kom um við á ítalska veitingarstaðn- um, ég fékk mér Gyðingarétt, Henry fékk sér ítalska súpu og steik. Einn götulögregluþjónn kom inn og settist hjá okkur. ,J)autt kvöld”, sagði hann, ekk- ert hefur skeð. Ein kerling, blind full, fullyrti, að hún hefði ver- fð rænd, ég sagðist vera viss um að hún væri að ljúga, þá varð hún vond og sagði mér að fara tH fjandans; ég sagði henni að vera ekki með neinn hasar, því þá myndi ég loka hana inni fyrir að bölva á almannafæri, svo hún hypjaði sig”. Niæst eyddum við stórum hluta af kvöldinu í einu versta hverfi borgarinnar. Eymdin og vesal- dómurinn • ræður hér ríkjum; glæpir og svindl eru daglegt brauð eða í raun og veru partur af fólkinu. Þarna sá ég mörg göm ul verzlunarhúsnæði, sem breytt hafði verið í samkomustaði, þar sem prédikarar selja ódýrt guðs- orð og halelúja. „Þetta fólk vill heldur borga þessum prédikur- um, sem eru ekkert annað en fégráðugar ótuktir, heldur en fara í kirkju”. Á glugganum var málað stórum stöfum vers úr biblíunni. Frá nokkrum þeirra kom ómur af sálmasöng. — Hérna er mitt svæði, hér eyði ég mestum tímanum, enda er ungl'ingSvandamálið hér ekk- ert grín. Við höfum lagt sérstaka áherzlu á að útrýma þessum klíkum, sem vaða hér uppi með frekju 02 yfirráðum. T. d. er hér Egypzka Cópran, sem er einna frægust; við höfum getað séð fyrir henni að mestu. Ekki alls fyrir löngu ætlaði ég og félagi minn að taka nokkra þeirra, sem við grunuðum um nokkur inn- brot. Þeir lögðu fyrir okkur gildru og piötuðu okkur inn í sund, þar sem við vorum um- kringdir og barðir í klessu; það lá við að maður yrði spitalamat- ur. Við náðum flestum nokkrum dögum seinna. Henry benti mér á nokkra stráka um tvítugt, sem stóðu við bjórbúllu og sagði, að þeir væru frá Egypzku Cóprunni. Þeir horfðu á okkur og hrópuðu nokk ur kæst blótsyrði á eftir bflnum. Hér sést elnn af lögregluhund- unum, sem notaðir eru til að bæla niður götuslagsmál. Þesslr hundar eru mjög grimmir og hlýða engum nema lögreglumann inum, sem gætir hans. — Þessir náungar þekkja lög- regluna, hvar sem hún fer, þótt maður sé í ómerktum bíl; það gerir ljóskastarinn og loftnets- stöngin á kistulokinu. Við ókum um Puerto Ríkana- hverfið; þar sýndi Henry mér eina götu inni, í raiðju hverfinu, sem Svertingjar bjuggu við. — Allt í kringum þá voru svo Puerto Ríkanar. — Þessi gata varð út undan, er Svertingjarnir flúðu hverfið eft- ir að Puerto Ríkanarnir fluttu inn. Þessi gata minnir mig alit- af á vígi, sem er umkringt og getur ekkert gert nema varið sig. Við komum síðan við á „stöð- inni” aftur, en sama og ekkert hafði gerzt þar. Ég skoðaði fanga klefana, sem flestir voru tómir; verðirnir sátu og spiluðu póker til að drepa tímann. Síðan tal- aði ég við einn af yfirmönnum unglingadeildarinnar um ungl- ingavandamál stórborgarinnar. —Það er ekki langt síðan að unglingar voru meðhöndlaðir eins og hverjir aðrir afbrota- menn. Nú er þetta breytt; okk- ar deild er í fimm hlutum. Þýð- ingarmest er sú deiid, sem Henry Ulrich er í; óeinkennisklæddir lögreglumenn. Þá höfum við Iíka einn hluta, sem lítur eftir öUum skólum og skól'abörnum; við höfum alls um 50 skóla- „patrols”. Þá höfum við um 60 kvenlögreglur í búningi og um 200 lögreglumenn. Undir okkar deild koma allir drengir undir 17 ára al'dri og stúlkur undir 18 ára. Ungiingi, sem hefur brotið af sér, er aldrei blandað saman við fullorðinn afbrotamann, — hvorki f fangelsum né fyrir rétti. Við setjum afbrotaungling- inn aldrei i fangaklefa, þeir eru geymdir á sérstökum heimilum og þeir koma fyrir sérstakan unglíngarétt. Þesair dómstólfer eða réttir eru meira tU að reyna að leiðbeina frekar en að hegna unglingnum. Ég bað hann að gefa mér nokkrar tölur um afbrot ungl- inga s. 1. ár. — Við höfum aðeins 23 eitur- lyfjatilfelli; 705 stúlkur teknar fyrir að selja sig eða sofa hjá undir aldurstakmarkinu; 5240 hlupu að heiman; 13 frömdu morð; önnur afbrot voru 25.908 á meðal drengja, en 6.352 meðal stúlkna, þar kemur allt með i reikninginn frá þjófnaði upp i nauðganlr og morð. Við reynum að hjálpa þessu fólki eins og við getum; við höfum sérstakan skóla, sérstök vandxæðaheimili og sérmenntað fólk til að reyna að koma vitinu fyrir afbrota- unglinginn. Það er ekkert til sparað hér i Chicago, í þeirri von að unglingur á villigötum geti bætt sig og orðið góður borgari. Við fórum frá stöðinni skömmu eftir miðnætti og fór- um aftur i gegnum vandræða- hverfin. Henry vildi sýna mér það hverfi, þar sem þeir Svert- ingjar búa, sem lifa á bænum. Ástandið var hryllilegt og húsin ekki mannsæmandi. — Fólkið, sem býr hér, segist ekki geta fengið vinnu, en í sannleika ,þá nennir flest af því ekki að vinna; það vUl aðeins fá sína ávisun frá bænum einu sinni á mánuði. IHinoisríkið eyð ir 350 milljónum dollara á ári í þetta fólk. Sumar af þessum kerlingum eiga kannski 5 börn með sitt hvorum manninum, sagði Henry, ég þekki nokkrar þeirra. Það er ekkert hægt að gera fyrir þetta fóik, þvi það vHl enga hjálp, því líður vel i þessu ásigkomulagi. — Hugsaðu þér aumingja börn in, þau eiga enga framtíð, enga fortið, þau lifa aðeins fyrir nú- tíðína, sagði Henry og hristi hausinn en bætti við: „Það á að gelda þessar kerlingar frekar en að láta þær hrúga niður öll- um þessum börnum; þessi litlu grey verða aðeins að afbrota- fólki, þegar þau vaxa úr grasi. Biturleikinn og vonleysið skein út úr honum; tuttugu ára starfs- þreytan kom glögglega fram, er hann ræddi um þetta hverfi, sem hann kallaði „Vandræði USA”. „Þú skait ekki halda að við, sem erum lagamegin við þetta vandamál, finnum ekki til; allt sem við gerum, ber svo lítinn árangur, að stundum gæti mað- ur grátið. Ég spurði hann, hvort þetta fólk gerði greinarmun á hvít- um og svörtum lögreglumönnum. Hann sagði að það væri hrædd- ara við þá svörtu, því að þeir væru harðari við það og vildu Pramhalo * 13 sfðu r A morgun lýkur greinaflokknum um Chicago. Þá verð- ur fangelsi heimsótt og skrifað um rafmagnsstólinn. TÍMINN, föstudaglnn 23. ágúst 1963 Ráðskona og 2 stúlkur óskast 1. sept. að heimavistarskólanum Jaðri Upplýsingar hjá skólastióranum í síma 22960 laugardaginn 24 ágúst frá kl. 2 til 6 e.h. STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR ÞÖLL ÞÉR EIGIÐ ALLTAF LEIÐ FRAM HJÁ ÞÖLL ÞÖLL ER ÞÆGILEGUR VIDKOMUSTAÐUR í HJARTA MIÐBÆJARINS TÓBAK — ÖL — SÆLGÆTI — ÁVEXTIR — ÍS HEITAR PYLSUR ALLAN DAGINN OPIÐ KLUKKAN 8—JS. GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN „Þ Ö L L” Veltusundi 3, (Við Hótel ísland, Bifreiðastæðið) ibúð óskast Blaðamaður á Timanum óskar eftir tveggja til þriggia herbergja íbúð Mó vera í Kópavogi. — Upplýsingar í síma 22-1-33 ívrir hádegi og á kvöld- in og 18-300 frá 1,30—19. 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.