Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 5
 fÞRÚTTIR ÍÞFL TTiR þá líktist leikurinn engum venju legum knattspymuleik. Fumig var mikis og menn vissu varla hvað þeir gerðu. Garðar Árnason, sem stófs sig mjög vel í leikn- um, tók skyndilega á rás þar sem hann stóð nálægt miðju vall arins, nokkrum mínútum fyrir Ieikslok, hljóp út að hliðarlínu og þrumaði knettinum langt upp í stúku. Þá var mælirinn fullur og áhorfendur risu upp úr sæt- um sínum. Nokkrum sinnum komst knötturinn mjög nærri KR markinu, en KR vörnin, Bjarni, Hörður og Hreiðar — öftustu menn — kunnu sitt fag. — Dóm- arinn Baldur Þórðarson, flaut- aði af. Slagnum var lokið. Fagn- aðarlæti hinna fjölmörgu áhang- enda KR, sem komu langar leiðir til að sjá leikinn, voru gífurleg. KR-ingar voru íslandsmeistarar í!' khattspyrnu 1963. — Rauða Ijónitf hans Bjarna, glotti í glugg anum á búningsherbergi KR- inga. Knattspyrnulega ség var leikur- inn ekki upp á marga fiska og jafn- tcfli hefði verið sanngjörn úrslit. Hvað um það. Ekkert liff á þó frek- ar skiliS islandsmeistaratignina ag þessu sinni en KR. Hjá KR voru Sigurþór og Garð- ar beztu menn ásamt Heimi í mark inu. Ekki langt þar á eftir komu svo Ellert og Sveinn. Annars átti tæplega nokkur lélegan dag, en taugaspennan yfirkeyrði allt. Hjá Akureyri var Jón Stefáns- son áberandi beztur. Einnig voru þeir góðir framverð'irnir Guðni og Magnús. Einar í markinu átti slæm an dag. Eg held að leikur Akureyr mga á sunnudaginn hafi verið þeirra bezti í mótinu og þaS er eftirsjá af þeim úr 1. deild. Dómari í leiknum var Baldur Þórðarson, eins og fyrr segir, og dæmdi hann vel. — Björgvin Scþram, formaður KSÍ, afhenti KR ingum íslandsbikarinn eftir leik- inn og leikmönnum verðlaunapen- inga. Er þetta í fyrsta skipti, sem bikarinn er afhentur á Akureyri. HEIMSMET BANDARÍSKI stangarsfökkv- arinn JOHN PENNEL setti á laugardaginn nýtt helmsmet í stangarstökki, stökk 5,20 metra (17 fet) og er fyrsti maðurinn, sem ryður 17 feta „hlndruninni" úr vegi, eins og BBC komst að orðl. Þetta er í sjöunda sklpti f ár, sem Pennei bætir heimsmet. tð. ★ HINN 17 ára gamli skrið- sundmaður Don Schollander hefur aftur bæft heimsmetið í 200 m. skriðsundi á móti í Jap. an. Hann synti á laugardaginn á 1:58,4 mín. og er elni maðurinn í heiminum, sem synt hefur þessa vegalengd innan við tvær mínút. ur. Á sama móti settl bandarísk sveit nýtt heimsmet í 4x100 m. boðsundi (fjórar sundgreinar) syntl á 4:00,1 mín. í sveitinni voru Dick McGeagh, Bill Craig, Walter Richardsson og Stephan Clarke. ★ Á LAUGARDAGINN seftl Bili Baillie nýtt heimsmet I 20.000 metra HLswdI á móti í Auckland, Nýja-Sjálandi. Tími hans var 59:28,ó mín. (29:44,3 mín hvorir 10000 m.l) Þetta er 23,2 sek. betra en eldra heimsmetið, sem hinn frægi Tékki, Emil Zatopek áttl. Ný-Sjálendingurinn bætti einnig heimsmet Zatopek í klukkutimahlaupi. MIIN MEIR, EN VALSMENN FENGU MORKIN Sigruðu með 3 — 0 og íslandsmiestararnir frá í fyrra, Fram, höfnuðu í fjórða sæti. HSÍM-Reykjavík, 26. ágúst. ÞAÐ var lítil reisn yfir ieik Fram og Vals á Laugardalsvellinum á sunnudagínn, og þessi lið, sem léku til úrslita í íslandsmótinu í fyrra- haust, höfðu nú raunverulega um ekkert að berjast, því þriðja eða fjórða sæti í mótinu skipta engu máli. Og leikurinn einkenndist af þessu; áhugaleysi, nema örfárra leikmanna Vals og það nægðt Val til sigurs 3:0. En þrátt fyrir þessi úrslit voru leikmenn Fram þó talsvert meira með knöttinn í leiknum, en fram- línumennirnir voru iítils megandi og tókst varla að skapa sér gott tækifæri allan leikinn. Hins vegar fylgdu framverðirnir Hrannar og Björn sókninni fast eftir og áttu noJckur skot, sem fóru yfir, eða Gunnlaugur Hjálmarsson, hinn snjalli markvörður Vals, varði létti- lega. Og það var sókndirfska framvarða Fram, sem færði Val hinn elnfalda sigur, sem eftir tækifærum f lelkn- um hefði getað orðið að helmingi stærri. Valsmenn náðu snöggum upp hlaupum og þá áttu hi'nir fljótu framherjai- Vals í litlum erfiðieikum með að leika Framvörnina sundur og saman — og framverðlr Fram víðs fjarrl. Hvað eftir annað stóðu Vals- menn fyrlr opnu marki, og þó oft virtist miklu einfaldara að koma knettinum í markið en öfugt voru þeir furðu lagnir við að lauma hon- um fram hjá stöng eða yfir þverslá. En þessi fjölmörgu tækifæri hlutu þó að gefa uppskeru, þrjú urðu mörkin, sem verður að teljast í minnsta )agi eftir tækifærunum, og þar af var eitt sjálfsmark. Steingrimur Dagbjartsson skoraði tvö af mörkunum, hið fyrra þegar um 10 mín. voru af leik með fallegu skoti nokkru fyrir utan vítateig, en hið síðara eftir að Framvörnin hafði verið leikin sundur. Þriðja markið kom nokkru fyrir leikslok. Enn var allt opið fyrir framan mark Fram. Hermann Gunnarsson fékk knöttinn og skallaði í átt að markinu, og sennilega hefði knötturinn farið fram hjá, en þá kom Björn Helgason aðvífandi og spyrnti hörkuskoti fram hjá hinum algerlega forviða mark verði sínum, Geir Kristjánssyni. Það er ef til vill lítil ástæða til að geta um einstaka leikmenn, en þó má geta þessh, að Árni Njálsson átti ágætan leik sem bakvörður og var eini leikmaðurinn, sem sýndi Staniey Matthews Evrópumeistararnir lágu fyrir Stoke C. Enska deildakeppnin í knatt- spyrnu hófst á laugardaginn og sótti mikill fjöldi áhorfenda leik- ina. Yfir 40 þúsund sáu leik Stoke og Tottenham, þar sem hinn 48 ára gamli StanJey Matthews sýndi enn afburðaleik, og átti mestan heið- ur af sigii Stoke (2:1) eftir því, sem ensku blöðin skrifa. Mcllroy skoraði bæði mörk Stoke, en Smith skoraði fynr Tottenham eftir að- eins tvær mínútur. Af öðrum merkum úrslitum má nefna, að Úlfarnir sigruðu Arsenal í London og átti Ian Ure, sem Arsenal keypti frá Dundee í síð- ustu vikp fyrir 62.500 pund, heldur slakan leik. Manch. Utd. setti þrjá landsliðsmenn úr liði sínu, þá Quixall, Herd og Giles, en náði þó jafntefli gegn Sheff. Wed. 3:3. Charlton skorað'i tvö glæsileg mörk fyrir United í síðari hálfleik. Úrslit í i. og 2. deild urðu þessi: 1. deild: Arsenal—Wolves 1—3 Birmingham—Bolton ' 2—1 Blackburn—Liverpool 1—2 Blackpooi -Sheff. Utd. 2—2■ Cnelsea—West Ham 0—0 Everton—Fulham 3—0 ípswich—Burnley 3—1 Nottm. For —Aston Villa 0—1 Sheff. Wed—Manch. Utd. 3—3 Stoke—Tottenham 2—1 Enska deildakeppnin hófst á laugardaginn. W.B.A.—Leicester 1—1 2. deild: Sury—Rotherham 4—2 Cardiff—Norwich 4—1 Hudderf,- Sunderland 0—2 Leyton O —Preston 2—2 Manch. City—Portsmouth 0—2 Middlesbro—Plymouth 5—0 Newcastle—Derby 3—1 Soutnampton—Charlton 6—1 Swansea—Grimsby 1—1 Swindon—Scunthorpe 3—0 Þremur lið'um í 2. deild er spáð rniklum frama, Middlesbro, sem skoraði fknm mörk gegn Plymouth Southampton, sem vann Charlton með 6:1 og þar skoraði miðherj- inn Kirby íjögur mörk, og Sunder- land, sem iék prýðilega í Hudders- field. Á Skutlandi hélt bikarkeppni deildaliða éfram. St. Mirren geng- ur illa, tapaði 0:3 fyrir Hibernian í Edinborg. Rangers vann Celtic aftur með sömu markatölu og í fyrri leik liðanna 3:0. Tvöföld um ferg er leikinn í þessari keppni og fjögur lið í hverjum riðli. landsliðsgetu, ef undan er skillnn Gunnlaugur markvörður Vals, sem kemur ekki til greina í landsliðið, þar sem hann af skiljanlegum ástæð um var ekki valinn „einn af tutt- ugu”. Landsliðskandidat Fram, Björn Helgason, féll nokkuð í þessum leik, en það er annað en gaman fyrir sókndjarfa framverði að leika fyrir framan aðra eins vörn og Fram hefur nú á að skipa. Dómari í leikn um var Magnús Pétursson og átti mjög auðveldan dag. HRINGDU FRÁ HÖFN Alf-Reykjavík, 26. ágúst. EINS og kunnugt er, eru Kefl- viklngar á keppnisferðalagi í Dan- mörku um þessar mundir. Keflvík- Ingar hafa nú lokið öllum leikjum sínum. Þriðji og síðastl leikurinn var við lið í útborg Kaupmanna. hafnar, sem heitir Söborg. Keflavík tapaði leiknum 1:4. Eins og vonlegt var, höfðu Kefl- vikingar mikinn áhuga á að vlta um úrslit leiksins milli KR og Akur- eyringa og strax á sunnudagskvöld- ið, hringdu þelr tll fréttamanns Tímans i Keflavík, Páls Jónssonar og spurðu um úrslitin. — Það þarf auðvitað ekki að fara um það mörg um orðum, hve ánægðir þetr voru með úrslitin, en þau þýða, að Kefla vík heldur sæti sínu í I. deild. KR 10 7 1 2 27:16 15 Akranes 10 6 1 3 25:17 13 Valur 10 4 2 4 20:20 10 Fram 10 4 1 5 13:20 9 Keflavík 10 3 1 6 15:20 7 Akureyrí 10 2 2 6 16:23 6 SAGT EFTIR LEIKINN Alf-Reykjavík, 26. ágúst Það ríkti mikil ánægja í búningshsrbergi KR-inga eft- ir leikínn við Akureyri á sunnudaginn og menn voru í Ijómandi skapi. — Eg hitti Hörð Felixson, fyrirliða KR og spurði hann um álit á leikn- um. — Hvað er hægt að segja, sagði Hörður. — Eg er bara feginn, að þetta skuli vera af- staðið. í sama streng tók Sig- urgeir þjálfari. Hann sagði um leikinn sjálfan, að bæði lið- in hefðu átt kafla. Hljóðið i Akureyringum var af skiljanlegum ástæðum ekki eins gott. Jón Stefánsson, fyrirliði Akur eyrarliðsins, sagði, að leikurinn hefði að sínum dómi verið fjörugur og skemmtilegur, en jafntefli hefSi ver iS sanngjörn úrslit. Reynir Karls- son þjálfari var einnig á því, aS jafntefli hefSi veriS sanngjarnara. Hinn kunni KR-ingur, GuSbjörn Jónsson, var meSal hinna mörgu, sem gerSu sér ferS norSur til aS sjá leíkinn. Hann var aS vonum ánægSur meS úrslitin. Sigur KR tryggSi Keflvíkingum áframhaldandi setu í 1. deildinni, en GuSbjörn er eins og kunnugt er þjálfari Kefla- víkur. Annars sagSi GuSbjörn um leikinn, aS hann hefSi veriS jafn og hann var á þvi eins og fleiri, aS jafntefli hefSi veriS sanngjamt. T Í M I N N, þriðjudagurinn 27, ágúsl 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.