Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 7
Útgeftndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Tómas Arnason. _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f — Eru almenningshlutafélög hag- nýt í kjarabaráttu launþega? Mhyglðsverður bókarkafli effir Hannes Jónsson, félagsfræðing. Undirlægjustefna Að vonum hefur sú túl'kun Morgunblaðsins vakið mikla athygli, að það séu svik við Nato, ei’ íslenzk stjórnarvöld fallist ekki á allt, sem hershöfðmgjar þess fara fram á. Enn meiri athygli hefur þetta vakið vegna þess, að tekið hefur verið kröftuglega undir þessa kenningu í Reykja- víkurbréfum þeim, sem formaður flokksins og vænt- anlegur forsætisráðherra skrifar i blaðið. Það er m. ö. o. staðfesting þess. að hér er um að ræða stefnu helztu forvígismanna Sjálfstæðisflokksins. Þetta þýðir m. a. það, að forvigismenn Sjálfstæðis- flokksins eru reiðubúnir að leyfa Nato að hafa flota- og kafbátastöð í Hvalfirði, ef Nato fer fram á það. Af því má bezt álykta, hvert verður áframhald þeirra fram- kvæmda, sem ráðgert er að hefja í Hvalfirði, þar sem Nato hefur oft áður óskað eftir að mega hafa flota- og kafbátastöð þar. Þetta er í algeru ósamræmi við þær yfirlýsingar, sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf 1949, þegar ísland gekk í Nato, ásamt þeim flokkum, er einnig stóðu að inn- göngunni. Þá vísuðu þessir þri** flokkar ekki aðeins til þess, að samkvæmt sáttmála Nato raaður hvert bandalagsríki því sjálft, hvað það leggur að mörkum. Þeir gáfu jafnframt þá yfirlýsingu til enn frekari áréttingar, að ísland teldi sig ekki skuldbundið til að leyfa hér her og herbækistöðvar á friðartímum, en á styrjaldartímum kæmi til athugunar að veita slíka aðstöðu, en þó aðeins innan heirra takmarkana, sem íslendingar sjálfir ákvæðu. Skrif Morgunblaðsins seinustu daga, áréttuð í Reykja- vikurbréfum flokksformannsins, sýna ótvírætt, að Sjálf- stæðisflokkurinn er nú alveg horfirm frá þessari stefnu. Mbl. skrifar um þessi mál eins og sjálfsákvörðunarréttur íslands sé ekki lengur til, heldur séu það svik við Nato að vera nokkuð að minnast á hann. íslenzk stjórnarvöld eigi bara að fallast á allt, sem Nato fer fram á. Eftir framkomu Sjálfstæðisflokksins í landhelgismál- inu og Efnahagsbandalagsmálinu, kemur þetta viðhorf flokksforustunnar svo sem ekki á óvart. Þetta er aðeins ný staðfesting á undirlægjustefnu t'lokksins, þegar erlendir aðilar eiga í hlut. íslendingum er nauðsynlegt, eins og öðrum þjóðum, á tímum vaxandi alþjóðasamskipta, að taka þátt í ýmiss kon- ar samtökum og bandalögum. Þetta þurfa þeir að gera til að tryggja rétt sinn á ýmsum sviðum og vitanlega verður að láta eitthvað í staðinn. Það er hins vegar hættu- legur misskilningur, að þessu fyigi það, að ísland hafi sfsalað sér sjálfsákvörðunarréttinum og eigi að sitja og standa eins og erlendir aðilar vilja. Slík minnimáttar- kennd er hættuleg og getur ekki endað með öðru en ófrelsi. Þess vegna verður þjóðin að varast þá undirlægju- stefnu, sem nú er predikuð af stærsta flokki landsins. Austri og Bjarni Kommúnistar eru nú á góðum vegi að létta því erfiði af Bjarna Benediktssyni að skrifa Reykjavíkurbréf Mbl. Um það bil þriðjungur af seinasta Reykjavíkurbréfi Bjarna er endurprentun á rógskriíum, sem Austri hefur skrifað í Þjóðviljann um Framsóknarmenn og fleiri íhaldsandstæðinga. Þetta er ný vísbending þess, ao enn haldast traustir leyniþræðir milli vissra leiðtoga Siálfstæðisflokksins og kommúnista. Það er skemmra á milli Austra og Bjarna cn margir halda. Áð undanförnu hafa sum dagblöðin rætt mikið um mögu- leika á stofnun almenningshlutafélaga hér á landi, og einn ritstjóri Morgunblaðsins hefur ger/r sérstakur talsmaður þess rekstursforms. Hafa umræður um þetta rekstursform því einkennzt meira af prédikunartón á aðra hlið en fordóm- um á hina. í síðasta kafla bókarinnar VERKALÝÐURINN OG ÞJÓÐ- FÉLAGIÐ, sem Félagsmálastofnunin gaf út í fyrra, ræðir Hannes Jónsson, félagsfræðingur, hirss vegar hugmyndinn um almenningshlutaféiög á hleypidómalausan og fróðlegan hátt, þegar hann kynnir ýmis hjálpartæki kjarabaráttunn- ar, sem reynd hafa verið erlendis en lítið athuguð hér á landi. Hefur Tíminn fengið levfi höfundar til þess að prenta hluta kaflans, þar sem fjallað er um ágóða- og eignar- hlutdeildina og almenningshlutafélögin, en vísar að öðru leyti til þessarar athyglisverðu bókar, sem allir þeir, er láta sig verkalýðsmál og rekstursform atvinnuveganna skipta, ættu að lesa. Ágóða. og eignarhlutdeildin. Svo að við snúum okkur fyrst að ágóða- og eignarhlutdeildinni, þá er hún mest áberandi hjálpar- tæki kjarabaráttunnar í augum einstaklingshyggjumanna. Hug- myndin að baki hennar er sú, að það sé í fyrsta lagi réttlátt að fólk það, sem við fyrirtæki vinn- ur, njóti að einhverju leyti ávaxt- anna af iðju sinni, t.d. með á- góðahlutdeild þegar vel gengur. Þessi ágóðahlutdeild er svo oft greidd nieð smærri hlutabréfum í fyrirtækinu, og þar með öðl- ast starfsfólkið einnig eignar- hlutdeild í því. í öðru lagi er það talið til gild- is þessa fyrirkomulags, áð það veki áhuga hins vinnandi manns á velferð fyrirtækisins, ef hann sjái og skynjii, að hagsmunir hans, atvinnurekandans og fyrir- tækisins fari saman að því leyti, að því meiri framleiðni og fram- leiðsla, eða því ódýrari og árang- ursríkari vörudreifing og velta, því meira komi í ágóðahlut verka mannsins, fyrirtækisins og at- vinnurekandans. Verkamaðurinn hafi því sömu hagsmuna að gæta og atvinnurekandinn varðandi velgengni fyrirtækisins. í þriðja lagi er bent á það, að ágóða- og eignarhlutdeildin sé bæði þroskandi og menntandi fyrir hinn vinnandi mann. Vegna ágóðahlutdeildarinnar fari hann að brjóta heilann um hugsanleg ar umbætur á rekstrinum, en vegna eignarhlutdeilÖarinnar fái hann cækifæri til þess að mæta á aðalfundum fyrirtækisins, hlusta þar á skýrslur um framtíðar- áætlanir og taka þátt í umræð- um og jafnvel ákvörðunum Allt er þetta að mínum dómi satt og rétt. Því verður ekki heldur á móti mælt með rökum, að ágóða- og ei'gnarMutdeildin er greúnilegt spor í áttina til frekari viður- kenningar á þýðingu hins vinn- andi manns fyrir atvinnu- og efnahagslífið. En þess ber að gæta, að hér er ekki um að ræða alhliða sam- starf verkalýðs og atvinnurek- enda á jafnréttisgrundvelli til hagsbóta fyrir vinnandi fólk. Á- góða- og eignarhlutdeildin kemst nær undantekningarlaust í fram kvæmd fyrir elnhliða ákvörðun atvinnurekandans. Hann býður verkamanninum þessi hlunnindi í þeirri trú, að þau færi fyrir tækinu og eigendum þess aukinn gróða vegna meiri afkasta, meiri HANNES JÓNSSON framleiðni og framleiðslu og betra samstarfs við verkafólkið. Það veltur einnig á einhliða á- kvörðun atvinnurekandans, hvort allir eða aðeins fáir starfsmenn fyrirtækisins njóti ágóða- og eignarhlutdeildarinnar. Og þar sem þess er yfirleitt vandlega gætt, að hlutir verkafólksins í fyrirtækinu verði aldrei nema mjög smáir, þá hefur það að jafn aði engin bein áhrif á stjórn fyr- irtækisins, enda yfirleitt ekki til þess ætlazt, að verkafólkið hafi hlutdeild í ákvörðunarvaldi eða stjórn þess, þótt það sé hvatt til þess að gera Ullögur og ábend- ingar til næsta yfirmanns síns í fyrirtækinu um rekstrarumbæt- ur. Eignar- og ágóðahlutdeildin hefur komið til framkvæmda mjög víða í heiminum. Einkum er þetta fyrirkomulag útbreitt í Bandaríkjunum, Bretlandi og V- Þýzkalandi. Frjálslyndi flokkur- inn í Bretlandi hefur þetta fyrir- komulag sem eitt af meginatrið- um á stefnuskrá sinni og leggur áherzlu á, að ágóðahlutdeildina skuli greiða með eignarhlut- deild, þ.e. hlutabréfum.1) Almenningshlutafélöig. í V-Þýzkalandi hefur hlið- stæð, en ekki nákvæmlega eins. 1) Sjá t. d. Ownership for all. Útgefandi: Liberal Party, Lond- on, 1959. hugmynd verið framkvæmd í formi almenningshlutafélaganna. Munurinn á almenningshluta- félögunum og ágóða -og eignar- hlutdeildinni er þó sá, að eignar- hlutdeild í almenningshlutafélög- um er ekki bundin við starfsfólk viðkomandi fyrirtækis, heldur getur hver sem er keypt hluta- bréfin. Ágóða- og eignarhlut- deildin miðast hins vegar einvörð ungu við starfsfólk viðkomandi fyrirtækis. Þar sem „Volkswagen“-verk- smiðjurnai í Wolfsburg í V- Þýzkalandi hafa nýlega verið gerðar að almenningshlutafélagi og ég hef góðar heimildir um það, hvernig þetta gerðist, þar sem er skýrsla þýzku útgáfunnar af SCALA INTERNATlONALi), þá skal ég með örfáum orðum skýra frá því. Þetta var gert að frumkvæði Bonnstjórnarinnar sem l'iður í jákvæðu tafli á móti samfélags- og sameignarhugsjónum sósíal- ismans og kommúnismans, en heildarstefnan gengur nú al- mennt undir nafninu „Volkskapi- talismus" eða almenningskapital ismi. Meginmarkmið hans er að gera alla að eignamönnum með því að örva og verðlauna sparn- að, hjálpa sem flestum til þess að eignast eigin íbúð eða hús, og gefa sem flestum kost á því að eignast bifreið og hlutabréf í stærstu fyrirtækjum landsins. Fyrsti almenningshlut'hafa- fundur Volkswagen-verksmiðj- anna var haldinn sumarið 1961 og sátu hann um 5000 „almenn- ingshluthafar". Flestir þeirra áttu tvö DM 100.00 „almennings- hlutabréf“, sem þeh- höfðu keypt á frjálsum verðbréfamarkaði — og þá ekki á DM 100.00 — held- ur á DM 350.00, sem var gengi bréfanna á verðbréfamarkaðin- um tvo síðustu mánuðina áður en fyrsti almenningshluthafa- fundurinn var haldinn. Til þess að fyrirbyggja, að „ab menningshlutafélagið“ yrði nú ekki bara nafnið tómt að því er hugtakið „almenningur" varðar, þá höfðu verið settar ákveðnar reglur um sölu bréfanna. Ein var sú, að einstaklingar með yfir DM 8000.00 í árslaun fengu fyrst í stað ekki að kaupa „almennings- hlutabréf“ og hjón með samtals meira en DM 16000.00 árstekjur ekki heldur. Sala bréfanna fyrstu tvo mánuðina, sem hluta- bréfin voru á markaðinum í fyrstu umferð, takmarkaðist sem sé við hinn almenna launamann, og þá fyrst þegar honum hafði verið gefið þetta tækifæri, var hægt að selja öðrum. í öðru lagi var ákveðið, að eng- inn mætti kaupa fleiri en 5 bréf, en í framkvæmd var þetta þann- ig, að flestir fengu aðeins að kaupa tvö bréf. í þnðja lagi voru svo settar sérstakar reglur, sem áttu að tryggja einstaklingunum í hópi „almennings“ meirihlutavald 1 félaginu, ef hann stæði saman. Að sjálfsögðu keyptu stóru Framhalo A 13 sFSu. 1) Sjá: „Has du was, dann bist du was“ í SCALA INTERNATI- ONAL (Deutsche Ausgabe). febrúar 1962. T í M I N N, þrlðjudagurlnn 27. igúst 1963. — l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.