Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 9
Sumarhátíðir Framsóknarmanna Vestur-Barðastrandarsýsla. SumarhátíS Framsóknar- manna í Vestur-Barðastrandar- sýslu verður á Patreksfirði laug ardaginn 31. ágúst n. k. og hefst kl. 9 um kvöldið. Ræður flytja: Halldór E. Sigurðsson, al'þingismaður, Borgarnesi, og Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli. Ómar Ragnarsson Haildór E. Halldór Kr. skemmtir. Á eftir verður dans- að. Góð hljómsveit. StrandasýsJa. Sumarhátíð Framsóknar- manna í Strandasýslu verður á Sævangi laugardaginn 31. ágúst n. k. kl. 9 um kvöldið. Ræður flytja: Skúli Guðmunds- son, alþingismaður, og Stein- grímur Hermannsson, verkfræð ingur. Árni Jónsson, óperu- söngvari. syngur meg undirleik Gísla Magnússonar og Jón Gunnlaugsson skemmtir með Skúli Steingrímur eftirheimum. Góð hljómsveit leiku~ fyrir dansi. Vestur-Húnavatnssýsla Sumarhátíð Framsóknar- manna í Vestur-Húnavatns- sýslu verður í Víðihlíð sunnu- daginn ). september n. k. og hefst kl. 9 um kvöldið. Ræður flytja: Pkúli Guðmundsson, al- þingismaður og Steingrímur Hermannsson, verkfræðingur. Árni Jónsson, óperusöngvari, syngur með undirleik Gísla Magnússonar og Jón Gunnlaugs son skemmtir með eftirherm- um. Á eftir verður dansað. — Aðalfundir Framsóknarfélag- anna í Vestur-Húnavatnssýslu hefjast í Víðihlið kL 5 á sunnu- dag, 1. sept. Skagafjarðarsýsla Sumarhátís Framsóknar- manm í Skagafjarðarsýslu verð ur á Sauðárkróki sunnudaginn 1. september n. k. og hefst kl. 8,30. Ræður flytja: Eystelnn Jónsson, formaður Framsóknar flokksins, og Hjörtur Eldjám, bóndi, Tjöm. — Smárakvart- Eystelnn H|8rhir ettinn a Akureyri syngur og leikari skemmtir. Gautar leika fyrir dansi. Ámessýsla Sumarhátíð Framsóknarfélag anna í Ámessýslu verður i Ara- tungu laugardaginn 31. ágúst n.k. Skemmtiatriðl og ræðu- menu nánar auglýst síðar. Ragnhildur Ingibergsdóttir: NORRÆNT ÞING UM MAL- EFNI VANGEFINS FOLKS Dagana frá 12. til 15. ágúst var líaldið í Os!ó norrænt þing um fá- vitaframfærslu og vanvitaskóla. (XII. Nordiske Kongress for áandssvake- omsorg og evneveikeskoler). Þingið er hið 12. í röðinni, sem haldið er um þessi mái, en þetta er í fyrsta skipti, sem íslendingar taka virkan þátt í þvl, Þingið sóttu um 1000 manns frá öllum NorGurlöndunum og hefur það aldrei verið jafn fjölsótt. Frá íslandi voru 5 þátttakendur: Ragnhildur Ingibergsdóttir læknir og Björn Gestsson forstöðumaður úr Kópa- vogi; frú Sigríður Ingimarsdóttir, sem er í stjórn Lyngáss, dagheimilis styriktarféiags vangefinna og Jónína Eyvindsdóttir forstöðukona; og Krist inn Björnsson skólasálfræðingur úr Reykjavík. Ávörp og kveðjur fyrir hönd fsl’endinganna fluttu Ragnhild- ur Ingibergsdóttir og Björn Gests- son. Helztu viðfangsefni þingsins voru nýjustu rannsóknir á fávitasjúkdóm- um, uppeldi og sálarfræði vangef- ins fólks, fræðsla, atvinnumöguleik- ar vangefinna og skipulagning fram færslu þeirra. Framsöguerindi fluttu: Dr. Hall- vard Visiie, yfirlæknir frá Osló um nýjustu i annsóknir á orsökum fá- vitaháttar. Dr. Annalise Dupont, yfir læknir, frá Brejning i Danmörku, um meðferð og horfur fávitasjúk- dóma. Professor Niilo Máki frá Finn landi um ný sjónarmið i uppeldis- og sálarfræði. Niels Albertssen skóla stjóri i Árósum um félagslegt upp- eldi vanvita. Ingrid Fröstedt skóla- stjwri frá Svíþjóð um skynjunaraef- ingar. B. Möhl-Hansen námsstjóri frá Danmörku um uppeldi fullorðinna. N.E. Banc-Mikkelsen frá Danmörku um sklpulagningu. Gestir mótsins voru A. Meuzelaar frá Groningen í Hollandi, sem flutti framsöguerindi um atvinnumögu- leika vangefins fólks og Dr. H. C. Gunzberg frá Birmingham í Eng- landi, sem talaði um ný sjónarmið varðandi félagslegt uppeldi og verk kennslu. Auk framsöguerinda voru flutt tvö til fjögur styttri erindi um hvert mál og síðan frjálsar umræður. Annan dag þingsins voru flutt yfir litserindi um það sem gert hefur verið í þessum málum á Norðurlönd um frá þvf að siðasta þ;ng var hald- ið. Ragnhildur Ingibergsdóttir flutti erindi fra fslandi. í sambandi við mótið var sýning sem öll Norðurlönd in tóku þátt í. Mest bar á hælisteikn ingum frá öllum Norðurlöndum. Frá fslandi voru sýndar teikningar af Lyngási, dagheimili styrktarfélags vangefinna, nýreistu starfsmanna- húsi Kópavogshælis og fyrirhuguð- um hælisdeildum í Kópavogi. Frá Danmörku voru sýndar iðn- aðarvörur unnar af vangefnu fólkL Frá nokkrum heimllum í Noregi var sýnt föndur og handavinna. Einnlg voru á sýningunni kennshítæki, kennslubækur, og fleira. Erindi voru ekki haldln um bygg- ingar ,en arkitektar og aðrir, sem um þau mál fjalla og mótið sóttu, hittust og ræddu hinar ýmsu teikn- ingar, sem á sýningunni voru, sín á milli og skiptast á skoðunum. Teikn- ingar af fyrirhuguðum hælisdeildum í Kópavogi vöktu athygli og hlutu mjög góða dóma. Arkitektarnir Gisli Halidórsson og Jósef Reynis hafa gert þær. Flestar teikningarnar, sem sýndar voru, voru af aðalhælum (central- institution), en um hiutverk þelrra fjallaði N.E. Bank-Mikkelsen meðal annars í framsöguerindi sínu. Norð- urlöndum er flestum skipt i héruð og í hverlu héraði er eitt aðalhæli, en fólksfjöldinn á íslandi er ekki meiri en svo, að eitt aðalhæli gæti fullnægt þörfinni. Aðalhæli er stofnun, þar sem hægt er að rannsaka fávita og veita þeim þá meðferð læknisfræðilega og uppeldislaga, sem þeir þarfnast. Á þeim stofnunum eru þeir fávitar vist aðir, sem þarfnast hælisvistar. 1. Þeir, sem þarf að rannsaka. 2. Þeir, sem þarfnast sérstaks lækniseftirlits og meðferðar. 3. Þeir, sem þarfnast uppeldis og kennslu, að undanskildum þeim börnum og unglingum, sem sækja vanvitaskóla og aðr ar heimangöngustofnanir. Aðalhæli þarf að ná ákveðinni stærð, svo að hægt sé að greina vist fólkið í samstæða hópa. Deildirnar verður að gera eins heimilislegar og hægt er, en það krefst meðal annars, að þær séu ekki hafðar of stórar. Aðalhæli verður að vera svo stórt, að þar sé hægt að hafa það sérmenntaða fólk, sem þörf krefur vegna kostnaðar. Hælí fyrir 300 til 400 vistmenn er yfirleitt talin heppi legasta stærð. en það svarar þeirri þörf, sem vera mun hér á landi. Á aðalhæli þarf einnig að vera að- staða tll að mennta starfslið, en þjálfað starfslið er frumskilyrði þess, að hægt sé að reka sltka stofnun sæmilega. Þangað verða foreldrar og aðrir einnig að geta leitað eftir rannsókn og ráðleggingum vegna þeirra, sem heima búa. Vísir að þessu öllu er þegar í Kópavogi. Aðalhæli þarf að vera nálægt stór um spitala, sem hefur þelm sérfræð ingum og tækjum á að skipa, sem ekki er hægt vegna kostnaðar að hafa á hælinu sjálfu. * Öll þessi mál þróast nú mjög ört á Norðurióndum og í stuttu máli má segja, að niðurstöður þess, sem mótið fjallaði um séu, að ekki hefur enn komið neitt fram innan læknis- fræðinnar, sem leitt geti til þess, að hægt sé að lækna fávitahátt, aftur á móti er unniö af kappi að rannsókn um á ýmsu, sem getur komið i veg fyrir ,að einstaklingar verði fávitar vegna nokkurra meðfæddra eða á- unninna sjúkdóma. Rétt er þó að MINNING Magnús Björnsson ríkisbókari í dag verður til moldar borinn Magnús Björnsson ríkisbókari. Ilann var fæddur að Narfastöðum i Skagafirði hinn 8. maí 1904 og lézt í Landspítalanum hér hinn 19. þ.m., rúmlega 59 ára að aldri. Foreldrar Magnúsar voru Björn Gunnlaugsson bóndi á Narfastöð- um og Halldóra Magnúsdóttir kona hans. Magnús var yngstur 5 systkina. Elztur va~ Gunnlaugur, landskunn ur maður, m.a. kennari við bænda skólann 06 Hólum á 3ja áratug, jafnhliða því að vera bóndi í Brim nesi, lár.inn fyrir um það bil 2 ár- um; þá Elín húsfreyja í Reykja- vík, Anna látin 1937 og Vilborg starfskona að Vífilstöðum. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum, en fór til náms að Hólum sem unghngur og aukanemandi í tvo vetur 1921—’23. Þá var hann tvo vetur i Samvinnuskólanum og utskrifaðist þaðan vorið 1925. Næsta ve*ur á eftir, 1925—’26, var Magnús með öðru starfi kennari í vélritun við Samvinnuskólann, og á næstu árum vann hann ýmis störf meðal snnars í Kaupfélagi Borg- arfjarðar eystra, en um tíma var hann til frekara náms í Danmörku. Á árinu 1930 gerðist hann deildar- stjóri í innkaupadeild Skipaútgerg ar ríklsins og gegndi því starfi tram á árið 1931, er hann var skip aður fulitrúi í ríkisbókhaldinu. Kom pá að verulegu leyti á hans herðar að framkvæma breytingar á bókhildskerfi ríkisins úr ein- földu, svokölluðu „kassabókhaldi” í nýtízkulegt tvöfalt rekstrarbók- hald samkvæmt erlendum fyrir- •nyndum, sem rikisstjórnin hafði ag vísu noKkuö látið kanna. Á árinu 1935 var Magnús skip- aður rfkisbókari og gegndi hann því starfi til dauðadags. Fylgdist hann jafnan vel meg á sínu starfs- sviði og íór nokkmm sinnum utan ' því sambandi. 1954 dvaldi hann t. d 2Vi mánuði í Bandaríkjunum til þess að undirbúa vélabókhald, og á næsta ári dvaldi hann nokkra mánuði 1 Bretlandi og víðar til þess að kynna sér ýmislegt til full komnunar á sama sviði. Á árunum 1931 til 1939 kenndi Magnús bókhald í Samvinnuskól- anum og sömuleiðis í Menntaskól- anum í Reykjavík í 5—6 ár, áð- ur en heilsan bilaði. Fyrstd kynni mín af Magnúsi voru í Samvinnuskólanum vetur- inn 1925—’26, er ég var nemandi þar og nann kennari. En síðan lágu taka fram, að umrædd sjúkdómstil- felli eru mjög sjaldgæf. Talið er að keppa beri að því, að allir vanvitar (debilir einstaklingar) fái þá fræðsiu, sem þeir geta notið bæði bóklega og venklega og þannig uppeldi, að sem flestir þeirra verði færir um að sjá sér farborða á vinnumarkaði. Einnig, að hálfvitum (imbecilum elnstaklingum) gefist kostur á að nýta þá starfsgetu, sem þeir kunna að hafa til þarflegra starfa. Að ekki séu fleiri vistaðir á hælum, en þeir sem nauðsynlega þurfa þess með og að stefnt sé að þvi, að líf allra vangefinna geti verið eins eðli legt og eins likt ltfi almennings og kostur er. Formaður undirbúningsnefndar þingsins var Dr. med. Chr. Lohne Knudsen, yfirlæknir. Heiðursgestir þingsins voru professor Dr. med. Asbjörn FöIHng og Marie Petersen fyrrv. fræðslumálastjóri norsku van- vitaskólanna. Við, sem tókum þátt í mótinu er- um mjög þakklát fyrir þá alúð og gestrisni, sem við urðum aðnjótandi. leiðir oit saman í starfi og félags- l.'fi. Skal ' þessu sambandi einkum minnzt Samvinnumötuneytisins, er stofnag ' ar af nokkrum mönnum árið 1930 og starfrækt með vax- andi félagsmannatölu til 1946, þeg ar húseigu félagsins brann ásamt öllu innbú: og reksturinn stöðVað- ist, fyrst og fremst vegna þess að opinberar hömlur voru lagðar á endurbyggingu og nytjun lóðar félagsins, sem eins og á stóð fól 1 sér einu, hreinu eign þess. Á yfirborðinu var aðaltilgangur Samvmnumótuneytisins að sjá fé- lagsmönnum fyrir góðu fæði á sanngjörnu verði, sem það gerði og reyndist jaínvel á þessu sviði til almenn'raj víðmiðunar og hjálpar -erðlagsnfrirliti á styrjaldarárun- um En fa-stum mötunautum mun þó minnista-ðast þetta atriði held- ur heimihsbragurinn og félagslífið i mötuneyt.nu. Magnúí var frá upphafi reikn- mgshaldar! og framkvæmdastjóri félagsins og gegndi því starfi i frítíma sínum frá aðalstörf- um meðan mötuneytið var starf- ra;kt, i r.ærri 16 ár. Átti hann þannig langmestan þátt allra fé- .agsmanna . giftusamlegum rekstri mötuneytisms. Er þessum ummæl um á er.gan hátt ætlað að skyggja á ágætt starf, sem ráðskor.ur félagsins inntu jafn an af hendi ásamt öðrum starf- stúlkum. Fyrstu 2—3 árin var starf Magn úsar fyrir mötuneytið algerlega ólaunuð s.iálfboðavinna, en þegar lítils háctar þóknun var loks ákveð- ín, lét Mignús hana ótilkvaddur ganga til aaupa á nýju píanói, sem hann hreinlega gaf mötuneytinu, af því að siíkt hljóð'færi þótti vanta til skemmtunar. Sýnir þetta betur en flest ann- að frábæra éeigingirni Magnúsar r.g fórníysi í félagsskapnum, en slíkt kom víðar fram í störfum hans og lífi. Mér er það minnisstætt, að áður en Anna systir hans lézt eftir lang varandi vanheilsu, þá stofnaði hann heimili vegna hennar og syndi henm frábæra ástúð og um- úyggju. Magnús tók þátt í ýmsum félög- um. Hann var eitt sinn formaður Félags u?igra Framsóknarmanna, : Golfkiútb íslands og um skeið ' stjórn hans, og hann var félagi reglu Frimúrara, og hefir vafa- iaust í ölium þessum félögum not ið vinsælda og virðingar. Magnús átti vandað bókasafn og var ve. lesinn og fróður. Hann var góðum gáfum gæddur, dugleg- ur að hverju sem hann gekk, traust Framhald á 13. síðu T ( M I N N, þrlSjudagurlnn 27. ógúst 1963, —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.