Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 27. áaúst 1963 181. tbl. 47. árg. ■ .......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... 3fskipkomfö með yfit fOþásimdtn. FB-Reykjatík, 26. ágúst Sólarhringsafllnn s.L sólarhring « ar 22.049 mál og tunnur og fengu hann 42 skip. Sfldin veiddist að- allega i Seyðisfjarðar- og Norð- fjarðardjúpi 40 mflur undan land'i. Síldin var mjög blönduð. Helldar- aflinn er nú orðinn 047.528 mál og tunnur, og aflahæsta skipið er Sigurpáll með 21.1417 mál og tunn- tir. TIu skip eru nú með 14 þúsund mál og tunnur og þar yfir, en 31 Framh. á 15. síðu. Svifþyrlan á flugsýnirvgunni. STOLIÐ I NADINNI BÓ-Reykjavík, 26. ágúst Sá sem stal 40 þúsundunum í skrifstofu Kveldúlfs á föstudaginn, var handtekmn á dansleik í Ara- tungu á laugardagskvöldið. Þetta Slætt og kafað í Reyðarvatni MB-Reykjavík, 26. ágúst Nú um helgina voru gerðar til- raunir til að finna I£k Bandaríkja mannsins, Antonio Mercedi, sem drukknaði í Reyðarvatni á dögun- um. Varnarliðsmenn komu upp eftir með þyrlu og kafara og tveir ís- lenzkir frcskmenn leituðú í vatn- inu, þeir Guðmundur Guðjónsson og Sigurður Magnússon. Leit þeirra bar ekki árangur, enda mun skyggni hafa verið slæmt niðri, en þarna er allt að 40 metra dýpi. Að köfuninni lokinni, var slætt úr þremur bátum, en einnig án árangu'rs. var Litla-Hraunsmaður, náðaður út á Skálholtskirkju. Á laugardaginn bárust rannsókn arlögregiunni þær upplýsingar, að maðurinn hefði fatað sig í verzlun seint á fösludaginn og tekið flug- vél á leigu til hringflugs um ná- grenni Reykjavíkur. Þótti sýnt, að eitthvað hefði hlaupifs á snærið hjá honum peningalega, en maður- mn fannst hvergi í Reykjavík. Lög- regluþjónar tóku hann í Aratungu, en rannsóknarlögreglan sótti hann austur. Maðurinn játaði þjófnað- mn. Hann var með 770 kr. á sér, 13 þúsund lundust heima hjá hon- am, 11 þusund hafð'i hann gefið kunningja sínum til fatakaupa og eytt hinu í bíla, flug, áfengi og annan gleöskap. Glæsilegur flugdagur FB-Reykjavík, 26. ágúst Flugdagurinn var haldhm á sunnudag, og heppnaðist hann mjög vel, enda veður etns og bect verður á kosið. Að Sögn Sverris Ágústssonar, sem hafði stjórn og skipulagningu meg höndum munu 6—7000 manns liafa fylgzt með flugsýningunni Dæði á flugvellinum sjálfum og frá Öskjuhlíð. Hér á myndinni er flug- vél Sigurðar Þorkelssonar útvarps- virkja. Hann hefur sjálfur smíðað vélina, og vantar í hana mótor. Vélar þessar eru kallaðar svifþyrl ur á íslenzku og verður að draga þær á ioft. Annars væri einnig hægt að setja í þær mótor, og þá er hægt að fljúga þeim hvert á iand sem væri. Sextán smáflugvélar flugu hóp- flug yfir llugvellinum, og einnig var þarna sýnt l'istflug. Flugsýn- ingunni iauk meg því að vélar af Keflavíkurfiugvelli sýndu björg- unarflug og 4 þotur flugu hraðar en hljóðið yfir borgina. Að flugsýningunni lokinni flugu einkaflugmenn vélum sínum tfl Hellu, og drukku þar kaffi, en komu síðan í bæinn aftur og héldu dansleik, sem haldinn var í sam- bandi við flugdaginn á Hótel Sögu. MÆLA RENNSll AUST1IR- GRÆNLANDSSTRAUMSINS MB-Reykjavík, 26. ágúst. Hinn fyrsta september næstkom- andl hefst merkilegur hafrann- sóknarleiðangur vestur í Græn- landshiaf. íslendingar oig Norð- menn standa saman að þessum leiðangri og stjórnar dr. Unn- steinn Stefánsson hinum íslenzka hluta hians og fer hann á varð- skiplnu Ægi. Aðailverkefnl Ielð- angurslns verður að reyna að mæla rennsli Austur-Grænlands- straumsins suður á bóginn og einnlg að tiaka sýnlshorn til rann- sókna á seltu, súrefnl oig ýmsum sjávarefnum, svo og sýn'ishom tll isótópamælinga, sem framkvæmd- ar verða í eðlisfræðistofnun Há- skóla íslands. Dr. Unnsteinn Stefánsson átti uppástungu að þessum leiðangri fyrir tveimur árum, og tóku Norð- menn þegar vel í hana. Síðan hef- ur mál þetta verið í athugun, en nú er ákveðið að hefjast handa. Það er Geofysisk Institut í Berg- en undir stjórn próf. Hákon Mos- by, sem hefur yfirstjórn hins norska hluta leiðangursins, en leið angursstjóri verður Hermann Gade. Norðmenn leggja tvö skip til leiðai.gursins og kemur senni- lega a.m.k. annað þeirra hingað til Reykjavíkur fyrir leiðangur- inn, sem áætlað er að standi i hálfan mánuð. Eins og fyrr segir, er ætlunin Framhald aí 16. síðu. Úvenju harkaiegur bifreiðaárekstur Gó-Reykjavík, 26. ágúst Rétt fyrir miðnætti s.l. varð ó- venjuharkalegUr árekstur og slys á vestuiiandsveginum móts við Engi í Mosfellssveit. Jeppi úr Kópa vogi og Skodabíll úr Reykjavík rákust á og skemmdust stórlega eins og myndir Guðjóns Einarss. sýna, en fiorar manneskjur slösuð ust. Sex manns voru í bílunum. í Skodanum slösuðust Oddur’ Helga son, Álfheimum 68, Ragna Jóns- dóttir og Jónatan Jónsson, Laugar ásvegi 13 en í jeppanum Reynir Hólm, Áifhólsvegi 61. Hann hlaut •nikil höfuðmeiðsl og var fluttur á Landspítalann eftir viðkomu á sl ysa varðstof unni. Siðdegis i gær valt leigubíll úr Reykjavik austur í Biskupstung- um. Bílstjorinn og þrír farþeg- ar voru Gottir á slysavarðstofuna, en enginn þeirra hlaut alvarleg nieiðsl. Drógu hann milli hafna KH-Reykjavík, 26. ágúst. Fossar Eimskips hafa mik ið að gera og mega helzt ekui stanza eitt andartak. Einn þeirra var dreginn milli hafna í dag, þar sem ekki var hægt að keyra vél- ina vegna viðgerða, en eng- an tíma mátti missa Dráttarbáturinn Magni dró Mánafoss úr Reykja- höfn í dag, og stefndi inn á sund. Þegar blaðið grenslaðist fyrir um, hverju sætti, kom í Ijós, að Magni var að fylgja Mánafossi að Gufunesl til að losa farm. Véiina í Mánafoss mátti ekki keyra, vegna þess að unnið var að því að taka upp olíudælu í skipinu. En Mánafussi bráðlá á að losa farminn, — því var þetta ráð tekið. SUMARMÓT AÐ LAUGUM Sumarmót ungra Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra verður að Laugum í Suður- Þineyjarsýslu laugardaginn 31. ágúst næstkomandi og hefst kl. 21. — Dagskrá: Ræður og ávörp flytja Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, Karl Krist- jánsson alþingismaður og Jón Á- Ólafsson, varaformaður S.U.F. — Erlingur Vigfússon, Savannah- tríóið og Gaukar skemmta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.