Tíminn - 27.08.1963, Blaðsíða 14
I
Í64
ÞRIÐJA RIKID
WILLIAM L. SHIRER
bardögum ætti Þýzkaland aftur að'
verða val.damikið:
1. Baráttunni við hinar vinnandi
stéttir — Hitler hefur sigrað
'hér.
2. Baráttunni gegn kaþólsku kirkj-
unni eða ef til vill nánar til
tekið þeim, sem styðja algjör
yfirráð páfans, og
3. í baráttunni við Gyðingana.
Við stöndum nú í miðjum þess-
um bardögum, og sá við Gyðing-
ana verður erfiðastur. Ég vona,
að all'ir geri sér grein fyrir því,
hversu flókinn þessi bardagi er.
Þegar styrjaldarskýin fóru að
dökkna 7. ágúst 1939, skrifaði
hann enn tU barónessunnar: „Fyr-
ir mig verður aldrei neitt hlutverk
í Þýzkalandi Herr Hitlers, hvorki
á friðar- eða ófriðartímum. Ég
mundi einungis fylgja eftir her-
deild minni sem skotmark, þar
sem ég get ekki haldið kyrru
fyrir !heima.“
Þetta var það, sem hann gerði.
Hann hafði verið gerður ofursti
yfir herdeild sinni 11. ágúst 1938,
13. stórskotaliðsdeildinni, en þetta
var aðeins heiðursnafnbót. Hann
varð síðan skotmark pólskrar
skyttu úti fyrir hinni umkringdu
Varsjá 22. september 1939, og
fjórum dögum síðar var hann jarð-
settur samkvæmt ströngustu her-
regl'um í Berlín á köldum og dimm
um rigningarmorgni, emhverjum
drungalegasta degi, sem ég
nokkru sinni upplifði í höfuð-
borginni samkvæmt dagbók minni.
Með því að setja Fritsch af sem
æðsta yfirmann þýzka landhersins,
tuttugu mánuðum áður, hafði
Hitler unnið algjöran sigur y-fir
síðasta aridstöðuvirkinu innan
Þýzkalands, hinni gömlu, vana-
föstu liðsforingjasveit landhers-
ins. Og vorið 1938 hafði ihann enn
styrkt aðstöðu sína yfir hernum
með hinu velheppnaða hernám'
Austurríkis, og með því að sýna
hugdjarfa forystu og leggja á-
herzlu á, að hann einn myndi taka
allar ákvarðanir um utanrikis-
stefnuna, og það væri hlutverk
hersins að leggja til valdið eða
ógnunina um valdbeitingu. Þar að
auki hafði hann veitt hernum
bætta hernaðarlega aðstöðu án
þess svo mikið sem fórna einum
manni, og þetta hafði gert Tékkó-
slóvakíu óverjandi frá hernaðar-
legu sjónarmiði. Það mátti engan
tíma missa, áður en þessarar að-
stöðu yrði neytt.
Ellefu dögum eftir Nazista-þjóð-
aratkvæðagreiðsluna í Austur-
ríki, þ.e. 21. apríl, kallaði Hitler
Keitel hershöfðingja til sín, æðsta
yfirmann herstjórnar herjanna,
til þess að ræða hernaðaraðgerð-
ina, „Grænt.“
LeiSih til MUnchen
„Grænt“ var dulnefnið á áætlun
um óvænta árás á Tékkóslóvakíu.
Áætlunin hafði fyrst verið gerð
24. júní 1937, af von Blomberg
marskálki, og Hitler hafði farið
um hana mörgum orðum í lestri
sínum yfir hershöfðingjunum 5.
nóvember, og þá áminnti hann þá
um það, að „árásin á Tékka“ yrði
að vera framkvæmd „með leiftur-
hraða“ og vel gæti verið, að hún
yrði gerð „þegar á árinu 1938“.
Auðvitað gerði hinn auðveldi
sigur yfir Austurriki „Áætlun
grænt“ áríðandi. Fara yrði að
nýju yfir hana, og byrja yrði á
undirbúningi að því að fram-
kvæma hana. Það var af þessum
ástæðum, sem Hitler kallaði Kei-
tel til' sín 21. april 1938. Næsta
dag útbjó Rudolf Schmundt majór,
og hernaðarlegur aðstoðarmaður
formgjans, yfirlit yfir viðræðurn-
ar, og var því skipt í þrjá kafla:
„stjórnmálahorfur“, „hernaðarleg-
ar niðurstöður" og „áróður“.
Hitler hafnaði algjörlega „hern-
aðarárás, sem kæmi eins og þruma
úr heiðskíru lofti án ástæðu eða
möguleika til þess að réttlæta
hana“ vegna „óvinveittrar afstöðu
heimsins, sem síðan gæti leitt til
alvarlegs ástands". Hann áleit, að
annar kosturinn; „aðgerðir eftir
að diplómatískar viðræður hefðu
staðið um nokkurn tíma, en leiddu
síðan smátt og smátt til alvarlegr-
ar misklíðar og styrjaldar“ væru
„óæskilegar, því að Tékikar
(,,Grænt“) myndu grípa til ör-
yggisráðstafana sinna, áður en
þetta yrði.“ Foringjanum leizt
bezt á þriðja kostinn, þegar hér
var komið sögu: „Leifturárás,
vegna atviks (til dæmis morðs á
þýzka sendiherranum á meðan á
and-iþýzkum mótmælaaðgerðum
stæði). Slíkt „atvik“, eins og við
munum, átti einu sinni að réttlæta
innrás Þjóðverja í Austurríki, og
þá átti Papen að véra fórnarlamb-
ið. í hinni þýzku glæpamanna-
veröld Hitlers máttu sendiherr-
arnir sannarlega missa sig.
Þýzki herkonungurirn, sem
hann var nú orðinn — eftir að
hann hafði sjálfur tekið að sér
yfirherstjórnina — lagði á það
mikla áherzlu við Keitel hers-
höfðingja, að hraðinn yrði sem
mestur í aðgerðunum.
— Fyrstu fjórir dagar hernað-
araðgerðanna skipta öllu máli,
stjórnmálalega séð. Á meðan ’ckki
er hægt að tala um stórglæsileg-
an hernaðarsigur, er hætta á því,
að til átaka komi í Evrópu. Full-
gert verkið verður að fullvissa er-
lend ríki um gagnsleysi þess að
grípa til hernaðaraðgerða gegn
Þjóðverjum.
Enn var ekki kominn tlmi til
þess að kalla á Göbbels í sambandi
við áróðurhlið styrjaldarinnar.
Hitler ræddi aðeins lauslega um
bæklinga „um framferði Þjóð-
verja í Tékkóslóvakíu" og um
aðra, sem áttu að innihalda' „hót-
anir ætlaðar lil þess að hræða
Tékka.“
Lýðveldið Tékkóslóvakía, sem
Hitler var nú ákveðinn í að leggja
í rúst, var sköpunarverk friðar-
sáttmálanna, sem Þjóðverjum var
svo óumræðilega illa við eftir
fyrri heimstyrjöldina.- Lýðveldið
var einnig handaverk tveggja^
merkilegra tékkneskra vitsmuna-
munamanna, Tomás Garrigue
Masaryk, sjálfmenntaðs sonar öku
manns, sem varð að þekktum
frelsara og fyrsta forseta landsins,
og Eduard Benes, bóndasonar,
sem vann fyrir sér, á rneðan hann
siundaði nám við Háskólann í
Prag og þrjár æðri menntastofn-
anir í Frakklandi, og varð annar
forseti landsins, þegar Masaryk
hætti 1935, en fram til þess hafði
hann næstum óslitið verið utan-
ríkisráðherra landsins. TékkcsTó-
vakía, sem skorin hafði verið út
úr Habsborgara-ríkinu, en því
hafði áskotnazt Konungdæmið Bæ
heimur á sextándu öld, hafði nú
þróazt í að verða eitthvert lýð-
ræðislegasta, framsæknasta, upp-
lýstasta, og bezt megandi ríki í
Mið-Evrópu, eftir að það var stofn
að árið 1918.
En vegna þess að það var mynd
að af allmörgum mismunandi
þjóðernum, hafði það allt frá upp-
hafi verið undirlagt af innanríkis-
vandamálum, sem því í meira en
tuttugu ár hafði ekki tekizt að
leysa. í landinu voru ein milljón
Ungverja, hálf milljón Rutheni-
menn og þrjár milljónir og
250 þúsund Súdeta-Þjóðverja.
Þessar þjóðir horfðu löngunaraug-
um í áttina til „föður“landa sinna,
Ungverjalands, Rússlands og
Þýzkalands, eftir því sem við átti,
enda þótt Súdetarnir hefðu aldrei
tilheyrt Þýzka ríkinu (nema hluti
af hinu losaralega Heilaga róm-
verska ríki), heldur aðeins Aust-
urríki. Að minnsta kosti óskuðu
þessir minnihlutar eftir meira
sjálfsforræði, en þeir þegar höfðu.
Jafnvel Slóvakarnir, sem voru
einn fjórði hluti þessara tíu millj-
óna Tékkóslóvaka, vildu fá ein-
hvers konar sjálfstjórn. Þrátt fyr-
ir það, að Slóvakarnir væru mál-
farslega og kynþáttalega náskyld-
ir Tékkum, höfðu þeir þróazt á
5
henni fyrir, horfðl hún á hendur
hans og ímyndaði sér þær láta vel
að sér. Þegar hann brosti horfði
hún á varir hans og ímyndaði sér
þær þrýstar að munni sínum. Ef
svo vildi til, að hann straukst við
hana 1 ganginum, Jannst henni
sem rafstraumur færi um sig alla.
Hún elskaði hann ofsalega og á-
stríðuþrungið. Hún hefði logið og
svikið; hún hefði jafnvel framið
morð vegna hans. í huga hennar
var hann elskhugl hennar.
í huga Gails var hann „Gamli,
góði doksi,“ þrátt fyrir það, að
hann var enn ekki þrítugur að
aldri.
Gail kom inn í skrifstofuna með
nokkur spjöld. Mildred vélritaði
þar í óða önh.
— Hæ, Mildred, sagði Gail. —
Er ekki dásamlegt að fá að fara til
Hong Kong?
— Ferð þú líka, systir?
Gail brosti alúðlega. — Þú get-
ur reitt þig á að ég fer líka Mdd-
red! Þetta er stórkostlegt tæki-
færi.
— Eg hef aldrei verið utan-
lands áður. En þú?
Skuggi leið yfir fallegt andlit
Gails. — Eg fæddist í Hong Kong.
— Er það satt? Mildred var
mjög undrandi. — Þá ertu sannar-
lega heppih — þú hlýtur að eiga
marga vini þar. Þú reynir náttúr-
lega að ná sambandi við þá aftur,
og þeir munu verða stórhriínir að
fá tækifæri til að sýna þér allt
mögulegt ög skemmta þér. Það
kenndi öfundar í rödd hennar.
Hún var alltaf Öfundssjúk út í
Gail.
— Það er aðeins einn vinur,
sem mig langar að ná sambandi
við í Hong Kong, sagði Gail hljóð-
látlega. Hún notaði orðið vinur, en
svo einkennilegri röddu, að hjarta
Mildred sló örar.
— Þú átt viö að þú eigir ein-
hvern sérstakan vin þar? Rödd
hennar var áköf.
GaU vissi upp á hár um hvað
stúlkan var að hugsa og hvað hún
vonaði — að vinurinn væri karl-
maður, sem beina mundi athygl'
hennar frá Raeburn. — Já, sérstak
ur vinur, samsinnti Gail. — Mig
langar til að hafa samband við
hann, en ég veit ekki fyrir víst,
hvernig ég á að hafa upp á honum.
— Áttu við að þú vitir ekki
heimilisfang hans?
Gad hristi höfuðið undir hvít-
um kappanum.
— Nei, ég veit ekki heimilis-
fangið.
Þau höfðu pantað flugmiða til
Hong Kong síðasta fimmtudaginn
í næsta mánuði. Veturinn hafði
verið langur og kaldur; það yrði
dásamlegt að komast á burtu og í
hlýjuna og sólskinið þar austur-
frá.
Gail hafði gengið milli búða og
eytt eins miklu og hún hafði efni
á í léttan klæðnað, þótt hún hefði
verið vöruð við og henni sagt að
föt væru miklu ódýrari og auk
þess sum saumuð eftir máli á svip-
stundu í Hong Kong, En þegar
svona ferðalag var í vændum ,var
erfitt að hlíta ráðleggingum. Það
var svo frelstandi að kaupa falleg
föt, sem henni fannst eins og gerð
handa sér.
Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði frænka hennar
saumað flest föt hennar, en
frænka hennar var langt frá því
að vera heilsuhraust, og Gail hafði
áhyggjur af henni.
Jean frænka var komin frá
Blrmingham og hafðl setzt að hjá
þeim. Hún svaf á bedda, sem þær
settu upp handa henni í dagstof-
unni. Hún flögraði um eins og
fugl, frá sér numin af hrifr.ingu
að vera í London, frá sér mumin
að vera hjá þeim, frá sér numin
af öllum sköpuðum hlutum. Gail
og frænka hennar litu oft hvor á
aðra og brostu ástúðlega yfir Jean.
En tveim dögum áður en Gail
skyldi leggja af stað, veiktist
frænkan hastarlega um miðja
nótt. Hún sagði stynjandi við
Gad að sér liði eins og tuttugu
hnífar skærust inn 1 magann á
sér.
Gail kvaddi lækni þegar á vett-
vahg, og þangað til hann kom,
gerði hún það, sem hún gat og
áralöng reynsla hennar hafði
kennt henni. Hún var þegar 1 stað
flutt á sjúkrahús og gerður á
henni uppskiirður, en líf hennar
hékk á bláþræði í nokkra daga.
Gail neitaði eindregið að fara frá
London fyrr en frænka sín væri
úr allri hættu.
Þegar tekið var tillit til alls
þess, sem varð að gera á síðustu
stundu, var Grant óvenjulega
mannlegur og hjálpfús. Hann vitj-
aði frænku hennar tvisvar og
ræddi við nokkira starfsbræður
sína um vcikindi hennar.
Bobby var eins hjálpfús og hann
gat. Hann varði öllum tíma sínum
aunaðhvort með Gail eða á sjúkra-
húsinu. Þegar' hún spurði hann,
hvort hann þyrfti ekki að ganga
frá farangri sínum, yppti hann
öxlum og sagði:
—0, það skiptir engu máli.
Hún brosti með sjálfri sér og sá
hann fyrir sér grýta fötum og
föggurii ofan í tösku og; setjast á
þana ef hún vildi ekki lokast með
góðu móti.
Gail ætlaði að fljúga til Hong
Kong og hitta þau þar jafnskjótt
og frænka hennar hefði náð sér
ögn.
— Eg mun sakna yðar, systir,
sagði Grant. — En ég skil fullkom-
lega. Auðvitað verðið þér að vera
hjá frænku yðar fyrst svona stend-
ur á.
— Eg þakka yður fyrir hvað
þér eruð skilningsríkur, doktor.
Hann leit á hana og brá fyrir
brosi á andliti hans.
— Þér hafið ekki búizt við að
ég gæti verið skilningsríkur, eða
hvað? Stundum held ég að þér
teljið mig ekki mennskan mann,
systir. En ég er það nú samt; og
þér eigið samúð mína óskipta. En
hann sagði þetta ópersónulegri
röddu — talaði í sama tón og
þegar hann sagði henni að hún
væri of falleg og lét hana lofa
sér að ganga ekki í hjónaband
næstu tvö árin.
T í M I N N, þriðjudagurinn 27. ágúsf 1963, —