Tíminn - 11.09.1963, Síða 1

Tíminn - 11.09.1963, Síða 1
MATVÆLI VARÐVEITT MEÐ NÝRRI GEISLUNARVEL ISLENZKURVISINDAMADUR VINNUR MIKID STÓRVIRKI KEMUR TIL GÓÐA MILLJÓNUM MANNA í VANÞRÓUÐU LÖNDUNUM Aðils-Kaupmannahöfn, 10. ssptember. (Einkaskeyti). UNGUR, íslenzkur magsster í kjarnorkuvísindum, Ari Brynjólfsson, sem starfað hefur við kjarnorkuvísinda- stöðina í Hrísey (Risö), um 6 km. norðan Hróarskeldu í Danmörku, og nú undanfarið í Bandaríkjunum á vegum hersins, hefur séð um smíði stærstu Kobolt-6 geislabyssu í heimi, sem meðal annars er ætluð til geislunar á mat- vælum í stórum stíl. Þessi geislabyssa er grundvöllur stórkostlegrar, banda rískrar matvælaáætlunar, sem mífiar að því, að láta van- þróuðu löndunum í té svo mikíS af matvælum, meðal annars af offramleiðslu Bandaríkjanna, að milljónum manslífa verði bjargað frá hungri, en geislabyssan varn- ar því, að sýklar komist í matvælin og eyðileggi þau. Þegar Ari hafði smíðað geisla byssu í Hrísey, stjórnaði hann smíði hins svokallaða lineaere acceleratur við kjarnorkustöð- ina í Hrísey, en það tæki er grundvöllur tílrauna með geisl un matvæla. Þegar þær tilraun ir báru jákvæðan árangur, fór Ari til Bandaríkjanna, þar sem hann á vegum bandaríska hers ins stjórnaði smíði stærstu koboit-geislabyssu, sem til er í heiminum, og einnig öilum framkvæmdum við byggingu lineaer accelleratorsins, sem er 24 milljónir elektrovolt. Þessu mikla vísindaverki er nú að fullu lokið og hverfur Ari nú aftur til Danmerkur, þar sem hann mun sjá um geislun- artilraunir á matvælum í Hrís- ey. Á sama tíma og þessar frétt ir berast af hinum unga vísinda manni og afrekum hans, skýrir Politiken frá því í dag, að bandaríska matvæla. og lyfja- vörustofnunin hafi viðurkennt geislað hveiti og hveitifram- leiðslu. Segir blaðið, að þessi viðurkenning þýði, að nú verð'i hægt að senda mikið magn um frambirgða Bandaríkjanna af matvæium til vonþróuðu land- anna. Ef matvælin væru hins veg ar send án geislunar með geisla byssunni, myndu þau að lang- mestu leyti eyðileggjast vegna sýkla, sem í þau sæktu. Nú er talið, að með þessum nýju vís indaaðferðum, sem Ari hefur stjórnað, verði hægt að vernda þessi matvæli frá skemmdum og bjarga þannig milljónum mannslífa. Bandaríska matvælastofnun in, sem áður er ge'ið um, hef- ur nú til athugunar tilmæli frá bandaríska hernum um, að hún viðurkenni einnig geislaðar kartöflur sem fuilgildar til manneldis. f grein Politiken segir að lokum: Samkvæmt frétt frá vísindastofnun hersins í Massa- chusetts, sagði Merrill Tribe, hershöfðingi, m. a. eftirfarandi við brottför Ara Brynjólfsson- ar: „Hann framkvæmdi verk sitt með einstökum vísindalegum dugnaði og var okkur hinum öllum stöðug hvatning í erfiðri vinnu“. Hinn 11. júní 1958 birtist i Tímanum viðtal við Ara Bryn- jólfsson, en hann hafði þá byrj að starf sitt við kjarnorkuvís- índastöðina í Hrísey og vann þá þegar af fullum krafti við kobolt-geislabyssuna þar. Við vígslu kjarnorkuvísinda- stöðvarinnar í Hrísey kom fram að Ari Brynjólfsson hafði stað ið fyrir byggingu geislarann- sóknarstöðvarinnar, en hann var þá þegar talinn í fremstu röð vísindamanna. — Ari lauk eðlisfræðinámi við Bohrs-Insti- tutet í Kaupmannahöfn árið 1954, en fór heim að loknu námi, og vann við segulmæl- ingar í íslenzku bergi. Skömmu síðar hélt hann til Göttingen í Þýzkalandi og stundaði þar framhaldsnám, en réðist að því búnu til Atomenergikommiss- ionarinnar í Danmörku. Meðan Ari dvaldist í Göttingen lauk harin við úrvinnslu segulmæl- inganna, sem hann hafði gert á íslandi, og birtust niðurstöður hans í mörgum erlendum vís- mdaritum. Er til Danmerkur kom fékk Ari það starf að sjá um uppsetningu kobolt.geislun arstöðvarinnar í Hrísey og að því loknu að sjá um kaup á elektron-accelerator til geislun ar á kjöti, fiski og grænmeti. Eramh a 15 siðu Var hér í fyrra HF-Reykjavík, 10. september. ÞAÐ hefur áður verið minnzt á það, a3 Guðrún Bjamadóttir, alheimsfegurðar- drottningin okkar og Friðrik Ólafsson, skákmaður, væru þeir íslendingar, sem gerðu garðinn frægan og héldu uppi heiðri landsins, en nú hefur einn bætzt í hópinn. þar sem Ari Brynjólfsson er. Við böfðum tal af móður Ara, Guðrúnu Rósenkarsdóttur, þegar okkur bárust fregnir um hlutdeilci þá, sem hann átti i byggingu Koboltgeislunarstöðv- arinnar i Bandaríkjunum og var hún að vonum mjög undr- andi og ánægð. — Hvaðan var það, sem Ari tók studentspróf, Guðrún? — Hann útskrifaðist úr menntaskólanum á Akureyri árið 1948 og var þá ákveðinn í því að íara til eðlisfræð'ináms í Danmiirku. — Gekk honum mjög vel í skóla? — Já honum gekk frekar vel, þó að hann væri ekki með ágætiseir.kunnir. Hann hefur alltaf s'aðið sig vel, hvar sem hann hefur verið. — Hann hefur ekki komið í heimsókn hingað nýlega? — Hsnn var hérna síðast í fyrrasumar, en í bréfi, sem ég fékk r.ýlega frá honum frá Bandar’kjunum. segist hann munu korna hér /ið í leiðinni til Danmerkur núna um miðj- an manuðinn — Hann riefur ekki minnst neitt á starf sitt ytra í bréfinu? — Nei, ég veit nú ekki mik- ið um það — Hann ætlar að dveljast í Danmoiiu í framtíðinni, er það eksr ? — Jú að minnsta kosti fyrst um sinn. — Ar- er auðvitað þegar kvæntur maður? — j'á hann er giftur danskri konu, að nafni Margaret og eiga pau þrjú börn, Ariönu, Guðrúnu, 12 ára, Ólaf, 8 ára og Eirik ársgamlan. Framh a 15. síðu. ARI BRYNJÓLFSSON ,v»ww.-i->:Sitijt MATVÆLAGEISLUN HAGNÝT HÉR HEMA I viðTa;m> við hinn unga vís- indamann, sem birtist í Tím- anum 1958, sagði hann meðal annars ap sér fyndist senni legt, að íslendingar yrðu búnir innan þnggja ára að taka kjarnageisla í sína notkun til geritsneyðingar á fiski. kjöti og grænmeti. Nefndi Ari þá sérstaklega, hve arðvænlegt gæti orðið að geisia kartöflur Geislun varn- aði þv1 að þær spíruðu og mætn gtyma þær árum saman og beldu þær sér sem nýjar væru. Hvatti An íslendinga til að fylgjast vel með þróun þessara mála, Þvi að of kostnaðarsamt yrði tý-rir bá sjálfa að stunda rannsókniv heima fyrir. Ef ís lendiugai tækju tæknina í sína þjónustu gæti það þýtt auðveld ari sölu og aukna markaði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.