Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 3
JANE RUSSEL fór nýlega ein með flugvél til Las Vegas, en hún pantaði tvö sæti, þar sem gullkjóllinn hennar þurfti að sitja í einu heilu. Jane kem- ur fram í skemmtiþætti í Las B Vegas, og fyrir það tækifæri má ekki kryppla kjólinn. Við héldum annars að gull krypplað ist ekki, en þær vita það víst betur, scm eiga kjóla úf því. ★ PENINGA má nota til flestra hluta, meðal annars til að þekja með ungar og laglegar stúlkur Þessi stúlka heitir Catherine Spaak og er bróður- dóttir Paul Henri Spaak, sem er utanríkisráðherra Belgíu. — Hinn virðulegi ráðherra er mjög argur út i bróðurdóttur sína, vegna ósæmilegra mynda, sem rndanfarið hafa birzt af henni í hinum ýmsu dagblöðum NÚ HEFUR fyrsta bókin ver ið rituð um Profumo-hneykslið og ber hún nafnið „Scandal 63”. Ems og að líkum lætur, þá er bókin þegar orðin met- sölubók í Englandi, en hún er skrifuð af Clive Irwing, Jeremy Wallington og Ron Hall. Þetta eru allt saman ungir blaða- menn. sem starfa við the Sun- day Times. Bókin hefur hlotið mjög góða dóma og ekki sízt fyrir það, að á þessum örstutta tíma se.n hún er skrifuð, hef- ur xekizt að gera hana að já- kvæðu og skæru heimildarriti um það sem gerðist í raun og veru. — Bókin hlýtur að vera forsætisráðherranum, Harold Macmillan mjög kærkomin, því að hún hreinsar hanu algiör- lega af nokkurri þátttöku i málinu. Eins og flestir muna gerðu pólitískir andstæðingar hans mikla hríð að honum, vegna þessa máls, og vildu þeir gera hann að aðalhetjunni. — Skoðanakannanir, sem þá voru gerðar í London, leiddu í ljós, að vinsáeldir hans voru niður úr öllu valdi. Verkamannaflokk urinn vann þá aðeins á, en nú hefur Macmillan og flokkur hans aítur unnið fylgi sitt. Til gamans má geta þess, að Smith og Son, sem eru mjög þekktar bókabúðir út um allt England, pöntuðu 10.000 eintök og þau seldust öll samdægurs. Fleiri bækur munu verða gefnar út um Profumo-hneykslið, en „Scandal 63” á að vera mjög skemmtiieg aflestrar. í bókinni er m. a. tekið fram, að glæpur Profumos hafi ekki fyrst og fremst verið sá, að brjóta sjö- unda boðorðið, heldur það ní- unda, begar hann bar falskan vitnisburð. Yfir 80% af þjóð- inni settu það ekki fyrir sig, að ráðherrann hefði haft ástkonu, það er algengt fyrirbrigði með- al æðri stéttarinnar. Bókin end ar svo á þessum ljóðlínum: — „Do not odueltery commit/ advantage rarely comes of it“. heimsins, en hún lætur sér standa á sama. í kvikmynd þeirri, sem Catherine hefur ný lega lokið leik í, segir hún m. a. við elskhuga sinn: „Þó að þú þekir mig með peningum, þá ætia ég ekki að vera lengur hjá þér“. Hér hefur elskhug- inn auðsýnilega gripið til þessa örþrifaráðs, hvernig svo sem áhrifin hafa orðið. NÝR DANS ræður nú lögum og lofum í Lundúnum og lýsir hann sér á eftirfarandi hátt: Setjið upp ,,pókerface“, dillið mjöðmunum og byrjið að twista. En ef þið haldið að þetta sé Twist. þá hafið þið rangt fyrir ykkur, þetta er „the blu- es“, eins og hann er nefndur, en aukaspor dansins~er kallað fillip. Það er þannig til komið, að í umræddu spori eru hendur settar fyrir aftan bak og líkam inn ha.last örlítið fram. Stell- ing pessi minnir svo á hertog- ann á Edinborg, þegar hann kemur éinhvers staðar i hum- átt á eftir konu sinni, að spor- ið hefur verið nefnt Philip. Ann ars hefur einn aðdáandi blues- PhUip lýst dansinum svo, að það eina sem þurfi að gera sé að standa kyrr og leika, að manni sé flökurt. • Nýlega var skotið af öll- um fallbyssum Marokkó-rík- is í einu, og um leið voru mikil hátíðahöld í höfuðborg inni Rabat, en ástæðan var sú ,að hin 19 ára gamla eig- inkona Hassans II, hafði eignazt son, og um leið gefið landinu ríkisarfa. Soninn á að skíra Mohammed til minn ingar um hinn látna föður Hassans, Mohammed V. Síð- ast þegar fréttist, heilsaðist þeim mæðginum vel. MORG helztu tízkufyrirbrigð in verða tU á sumardvalarstaðn um St. Tropez, en þar er hluti af Rivierunni, þar sem fína fólk ið dvelur á sumrin, eins og t. d. Brigirte Bardot, hertogahjónin af Windsor og fleiri. Nú er nýjasta hugdettan þaðan þessi hérna, að láta handmála mynd- ir á föt sín. Þess má geta, að listaverkamálun af þessari teg- und er hreint ekki ódýr. • Hinn 23 ára gamli ítali Giuseppe Draco var heldur óheppinn fyrir skömmu. Hann neyddist til að snúa sér til lögreglustöðvarinnar í heimabæ sínum, Siracusa, til að biðja um leyfi til að fá að ganga í gegnum bæinn og heim til sín á sundskýlunni. í Italíu er það stranglega bannað að sýna sig í baðföt- um annars staðar en á ströndinni, en Giuseppe var nauðugur einn kostur. Hann hafði ekki um annað að velja því að fötum hans hafði öll- um verið stolið meðan hann var úti að synda. Fötunum hafði verið stolið úr bíl hans, en í honum þorði hann ekki að aka heim, þar sem þjóf- arnir höfðu einnig tekið öku- skírteinið. PARÍS er nú á góðri leið með að verða jafngrámygluleg og London. Birtan í loftinu þar var 70% árið 1923, en er nú ekki nema 45—50%. Dauðatil- felli af völdum lungnakrabba hafa aukizt mjög, vegna reykj- ar, sem kemur.úr verksmiðjum og húsum. Dauðsföll vegna lungnakrabba hafa aukizt um helming á síðustu tíu árum. - Þessi breiðleita og bros- milda kona er Nina Krus- shchev, eiginkona forsætis- ráðherrans, og þarna er hún að dansa þjóðdansa í Mont- enegró í Tékkóslóvakíu. Til- efnið er hin opinbera heim- sókn, sem þau hjónin fóru í til Tékkóslóvakíu fyrir skömmu. Nina virðist skemmta sér vel, og ekki ber á öðru en að samlyndið milli þessara tveggja þjóða sé upp á sitt bezta núna, þö að ým- islegt hafi gengið á að undan förnu. GRAHÆRÐA konan á mynd inni er frú Macmillan. Hún sit- ur þarna að hádegisverði í Stokklió’mi en þangað fóru þau íijónir. nýlega í opinbera heimsóim. Utanríkisráðherra Svíþjoðar, Torsten Nilsson, sit ur við hliff frúarinnar, og lætur í ljós aðdáun sina, en eins og sjá ma á myndinni, þá sýndi frú in ótakmarkaða leikhæfileika í þessu nádegisverðarboði. • i_ HVAÐ er þetta. nunna eða klettaþúst? Nei, hvorugt, þetta er Marokkó-stúlka á baðströnd. Fötin eru baðfatatízkan þar ár- ið 1963 Það kemur sér alltaf vel að vera hlýtt klæddur, eink um þo ef hitamælirinn sýnir 35 gráðu hita 7 j M I N N, sunnudaginn 22. september 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.