Tíminn - 22.09.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 22.09.1963, Qupperneq 9
ungmennafélganna einkum fólgin á þessum árum? — Það voru ákaflega mikið stundaðar íþróttir, glímur, knattspyrna og alls konar ú 'i- leikir. Þá var til dæmis hér á Völl'unum — þag er gaman að segja frá því — byggð úti- sundlaug. Þar voru ungmenna- félagar á ferðinni. í það fóru 2 sunnudagsnætur og var unn- ið fram undir hádegi báða sunnudagana. — Kauplaust? — Jahá. Datt engum manni í hug — hvarflaði ekki að nokkr um manni, að kaup yrði tekið fyrir það. Þessi sundlaug var byggð innan við Ketilsstaði í svokall- aðri Símonarlág. Símonarlágin á sína sögu, sem við förum ekki út í hér. Þarna kenndi okkur sund- Sveinn Pálsson frá Arn- kelsgerði, sonur séra Páls í Þingmúl'a, fóstursonur þeirra Arnkelsgerðishjóna. Og það gerði hann án endurgjalds, eins og ríkjandi var í ungmennafé- lagshreyfingunni í þá daga. — Þið stunduðuð íþróttir og hélduð fundi? — Já og samkomur. Það voru tekin ýmis mál til um- ræðu. Mikið var rætt um skóg- ræktarmálið. Þá var komin upp sú alda, skal ég segja þér, að hægt væri að klæða landið skógi, eins og það hafði verið — já, svo var sjálfst'æðismálið, auðvitað var mikið um það rætt — það var hjartansmálið. — Hvað varst þún lengi virk ur ungmennafélagi Sigurbjörn? — Ja, ég var það frá því að ég var innan við fermingu — og til þessa dags. — Það er kannski þess vegna sem þú eldist svona lítið í anda? — Jú, það gæti verið. — Og einn góðan veðurdag stofnaðir þú til bús, eins og títt er um unga menn? — Já, 1918 kvæntist ég Gunn þóru Guttormsdóttur. Hún er dóttip Guttorms Pálssonar, sem bjó á Ketilsstöðum á Völlum. Við byrjuðum búskap okkar á Ormsstöðum í Skógum, sem nú er eyðibýli utan við Hallorms- st'að. Þar bjuggum við í tvö ár. Búskapur var það náttúrlega ekki nema að nokru leyti, því ég var starfsmaður hjá Skóg- ræktinni. Ég mátti hafa kú, fékk handa henni 30 hesta af töðu, og auk þess hafðkég hálf- an mánuð frían um sláttinn og þar að auki engjar eins og ég gat nytjað þennan hálfa mánuð, svo og í öðrum frí- stundum. Auk kýrinnar hafði ég nokkur sauðfé, en því varð ég að koma fyrir í hirðingu á Skjögrastöðum, sem var næsti bær innan Vvið skógargirðing- una, því sauðfé mátti ekki hafa innan girðingarinnar nema þá í húsum. — Og þarna varstu í tvö ár? — Já, og vann hjá Guttormi Pálssyni, skógarverði. Að sumr inu til í gróðrarstöðinni, en að vetrinum við skógarhögg. Og ég gl'eymi aldrei hve gott var að vinna hjá Guttormi Pálssyni, og það segi ég a?> öllum öðrum húsbændum mínum ólöstuðum. Samt var það svo, að mér fannst verkahringur minn þarna of þröngur og langaði til þess að fá mér jörð. Þær lágu nú ekki á lausu á þessum ár- um. Það varð úr, að ég tók td ábúðar Höfðasel á Völlum, sem nú er í eyði, eins og reyndar fleiri jarðir á Héraði, enda var nú Selið aldrei neitt höfuðból. Túnið var ekki mikið. Ég fékk víst 18 hesta af því. Jæja, ef ég á að hal'da áfram að rekja fyrir þig söguna, þá urðu næstu kafla skiptin við það, að ég fluttist hingað að Gilsárteigi árið 1921. Hér voru raunverulega 4 bú- endur fyrsta árið, það er að segja við Þorsteinn ísaksson, sem hér bjó áður, en síðar flutti til Seyðisfjarðar og ér látinn þar fyrir nokkuð mörgum ár- um. Við Þorsteinn fsaksson höfðum sinn helming jarðar- innar hvor, en svo voru tveir húsmennskumenn, sinn hjá hvorum, Þorsteinn Jónsson, sem átti Gilsárteig og hafði búið þar um 20 ára skeið, ásamt mági sínum Þórarni Benedikts- syni, alþjngismanni og hrepps- stjóra. Hinn húsmaðurinn var Björn Ólafsson, sem lengi hafði búið á Ormsstöðum, næsta bæ við Gilsárteig, en síðar fluttist til Seyðisfjarðar og dó þar há- aldraður fyrir 2 árum. En það rýmkaðist fljótt, fyrst fór Þorsteinn ísaksson, þá Þor- steinn Jónsson og loks Björn, allir á Seyðisfjörð, og þá var ég eini ábúandinn hér, þar til Snæ þór sonur minn hóf hér bú- skap fyrir eitthvað 17 árum. — Hér hefurðu sem sagt setið í 42 ár? — Já, og nú er Ari sonur minn tekinn við hinum hluta jarðarinnar, og ég er orðinn eins og auka tígulkóngur í spil- inu og uni því vel. Mundu stofna kaupfélöig hálfs- mánaðariega, þótt þau færu atltaf á hawsinn. — Þú hefur löngum verið kenndur við pólitík, Sigur- björn, hvað varð eiginlega til þess að þú fórst að hafa afskipti af henni? — Jahá, pólitíkin? Ja, ungir menn í mínu nánasta umhverfi lásu alUr Skinfaxa, hann var hugsjónarit. Nú, svo kynntist ég Jónasi Jónssyni frá Hriflu, þegar Tíminn var að hefja göngu sína og hin raunverulega mótun Framsóknarflokksins var í uppsiglingu. — Og þar var unga fólkið með í leiknum? — Já, einkum voru það yngri menn. — Sem hugðust með því gera hugsjónir sínar að veru- leika? — Já, óhætt er að segja það. — Laga heiminn að vonum sínum og vilja? — Já, og við litum svo á að samvinnuskipulagið væri ein- mitt rétta leiðin til þess. — Og var ekki þessi fyrsta barátta hörð? — Nokkuð svo. — Og við hverja var fyrst og fremst að berjast? — Það var nú náttúrlega kaupmannavaldið. Svo var það verulegt áfall fyrir hugsjónir samvinnumanna hér á Austur- landi hvernig fór með Pöntun- arfélag Fljótsdalshéraðs, þegar það varð gjaldþrota, sem mun hafa verið árið 1907. — Það hefur veikt trú manna á rnöguleika samvinnunnar? — Já, nokkuð margir urðu þá vantrúaðir, og í fyrstunni var nokkuð þungt fyrir fæti varðandi samvinnumálin hér um slóí'ir Einmitt af þessum fyrrnefndu orsökum. Þó rofaði fljótt tii fyrir forgöngu fram- sýnoa manna, með Jón Bergs- son á Egilsstöðum í fararbroddi og vissulega væri það mjög freistandi, og gæti orðið yngri kynslóðinni mjög lærdómsríkt að rekja þá baráttu nánar, en tií þess er hér hvorki tími né rúm Þó get ég ekki stillt mig um að láta geta hér viðtals, sem ég heyrði um þessar mund ir milli tveggja bænda af Upp- Héraði. Það var þannig, að þegar Kaupfélag Héraðsbúa var stofn að á rústum gamla Pöntunar- félagsins gengu allir Fljótsdæl- ingar i það, að einum bónda undanskLldum. Þá sagði gam- all og greindur bóndi, að það væri harn viss um að Fljóts- dælmgar mundu stofna kaup- út úr þessu beztu kunningjar. En það var sem sagt svona, að þegar Árni Pálsson bauð sig fyrst fram I Suður-Múlasýslu var haldinn fjölmennur fundur á Egilsstöðum, sem siður var I þá daga og er enn. Þennan fund sóttu menn hér af öllu Héraði og jafnvel einhverjir ur Fjöiðum. Margir töluðu. en Árni Pálsson náttúrlega þekkti hvorki baus né hala á nokkr- um manni. og spurði alltaf þá, sem næstir honum sátu: „Hvað heitir hann nú þessi?“ En Ámi heyrði ekki rétt vel og þegar ég talaði fór fram hjá hor.um nafnið, en „Snjólfs félag hálfsmánaðarlega, þótt það íæri alltaf á hausinn. . . . „Snjólfsson hér í hverri sveit . . .“ — Og í þessari baráttu lent ir þú brátt í fremstu víglínu? — Nei, ég hef nú reyndar aldrei verið þar, var að vísu formaður Framsóknarfélags Suður-Múlasýslu í eitthvað 24 ár og má ef til vill segja að á þeim tíma hafi starfið full- mótazt. — Ósjaldan muntu nú hafa staðið upp til sóknar eða varnar tyrir Framsóknarflokk- inn á málþmgum? — Jú, stundum var það. — Er ekki margs að minn- ast frá slíkum stundum? — Jú, blessaður, en við slepp i:m nú að rekja það. — Einhvern tíman lét nú Árni heitinn Pálsson frá sér fara setningu um þig. — Já, það er kannski rétt að ég segi þér frá því, svona tn gamans. Annars er bezt að gela þess að við Árni urðum SEM VERÐUR SJÖTUGUR I DAG sou“, sem var dálítið fátitt, það heyrði hann. Svo var næsti fundur baldinn að Amhóls- stöðum í Skriðdal. Þar endur- tók sig nú náttúrlega margt af þvi sem hafði komið fram á Egilsstaðafundinum og þar kom fram maður, sem talaði eitt- hvað í svipuðum dúr. og ég hafði gert áður. „Hvað hettir hann nú þessi? spurði Árni. Honum var sagt að hann héti „Rrólfur“. En Hrólfur og Snjólf ur hljóma nú dálíttð svipað, og þá sagði Árni þessa setn- ingu, sem hefur náð að lifa allvíða: „Ja, hvur andskot- inn, hafið þið Snjólfsson hér í hverri sveit“. — Honum hefur ekki litizt léttilega á það, — Honum leizt víst ekki á það, þess' ,,Snjólfsson“ fylgdi honum i hverja sveit. Höfum lifað byltingu — Þegar þú lítur nú yfir far- inn veg, Sigurbjörn, finnst þér þá sem hugsjónir ykkar gömlu ungmennafélaganna og Fram- sóknarmannanna hafi náð að dafna? — Já, að vissu layti, en þó ekki á sama hátt og við hugs- uðum okkur. Mér finnst bera of mikið á því, og meira en ég hefði ósKað og vonað, að' menn gari mciri kröfur til samfélags- ins — lieildarinnar, heldur en til sjálfs sín. En ég býst þó við að þetta sé aðeins eins og hver anr.ar barnasjúkdómur, sem elóist af. Þess ber að gæta, að á þessu tímabili, sem við þessir sjötíu menn höfum lifað hafa orðið meiri breytingar — sem þó kannski mætti frekar likja við byltingu — heldur en á öllu t.'mabilinu frá landnáms- tíð til síðustu aldamóta. — Ertu svartsýnn á fram- tíðina? — Nei, langt í frá! — Ekki þeirrar skoðunar að æskan sé að fara méð allt til skrattans? — Það er áreiðanlegur hlutur að sú æska, sem nú er að alaat upp og er að taka við af eldri kynslóðinni er margfalt betur undir Ufið' búin á allan hátt, en við vorum. — Það er mikið talað um Þjórsárdalssýnishornið, að svo- leiðis séu nú þeir, sem erfa eigi landið? — Já, já, en svo lengi sem menn muna, hefur yngri kyn- slóðin alla tíð verið að villast af vegi í augum þeirrar eldri. „Heimur versnandi fer“ hefur löngum verið kveð'ið. Ef eldri kynslóðin hefði jafnan haft rétt að mæla væri allt löngu sokkið niður í svörtustu ómenn- ingu. Hitt er svo annað mál, að á svona byltingartímum eins og hér bafa gengið yfir þá hlýt- uv alltaf sitt hvað að skolast burtu í bili af dyggðum for- feðranna, en það vinnst upp margíaldlega með þeim breyt ingum, sem til bóta eru. í raumnni held ég að í da'g sé ekki ósvipað farið fyrir ís- lenzku þjóðinni í hedd og fyrir manni, sem hefur soltið, jafn- vel alla sína ævi. Svo kemst hann skyndilega í mat. Hann kann sér ekki hóf, ofétur sig, en jafnar sig svo, og þekkir þá sut magamál. „Vildi ég gæti sagt eins og skáidið“. — Og svo undir lokin. Ja. t lokin vildi ég helzt segja þet'ta: Eg er búinn að vera héma á jörðinni í 42 ár. Á beim tíma hefur náttúr- lega orðið mikil breyting hér á öllu. Gamall vinur minn og sambýlismaður, sem nú er lát- inn kom hér fyrir nokkrum ár- um. Hann sagðist ekkert þekkja hér lengur, þegar hann liti I kringum sig, annað en Réttar- klettinn hér í túninu, hann væri enn þá óhreyfður. Eg viðurkenni það og spurði ha.nn hvort honum þætti það míður. Hann sagð'i að það væri nú síður Hann sagði að ég hefði gert bað, sem sig hefði alía tíð iangað til að gera. en ekki getað gert. En að endingu vildi ég segja það, að mig hefði langað til að geta sagt, eins og Guðmundur Ingi skáld á Kirkjubóli: „Guð heíur sent mig að græða grundirnar hérna í kring.“ Og svo segir hann Sigurbjörn að bezt sé að hafa hér ameh. Það hæfi efninu. Og við fáum okkur í nefið tvisvar eða þrisvar. Það er komið að kvöldfrétt- urn og utan úr heimi berast fregnir af háalátum austur í Msiasíu. Þar trampa þeir skjald armerki nágrannans undir löpp unum við hátíðlega athöfn. Það (Framhald á 12. síðu) T f M I N N, sunnudaginn 22. september 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.