Tíminn - 22.09.1963, Side 12

Tíminn - 22.09.1963, Side 12
Skák aftur. Gagn öðrum skákmönn- um í þessu móti lék hann að jafnaði'2. - g6). 3. Rf3. (En Najdorf tekur ekki áskor- uninni og velur aðra leið). 3. b6. (Drottningar indverska vörnin hefur ávallt verið álitin traust byrjun, en það álit kann að hafa breytzt nokkuð eftir einvígi þeirra Petrosjah og Botvinnik). 4. g3, Bb7. 5. Bg2, Be7. 6. o-o, o-o. 7. Rc3, Re4. (7. -, d5 var einnig mögulegt en hvítur hefur óþœgilegan þrýst- ing á miðborði svarts eftir 8. Re5 o. s. frv.). 8. Dc2. (Þessi leikur virðist gefa hvíti bezta möguleika til að ná frum- kvæðinu. Uppskipta afbrigðið: 8. RxR, BxR. 9. Rel, BxB eins og Petrosjan lék gegn Botvinnik veldur svarti minni erfiðleikum). 8. -,• RxR. 9. DxR, Be4. (Ekki eru allir á einu máli um það, hver er bezti leikurinn hér. Botvinnik t. d. kýs að leika 9. -, f5, aðrir -, d6). 10. Bf4. (Najdorf hlýtur að vera nákunn ugur þessum leik, því að hann úefur bæði notazt við hann og þurft að tefla á móti honum. Til gangur leiksins er að koma í veg fyrir, að svartur geti losað um stöðu sína með 10. -, d5). 10. -, c6. (í skákinni milli sömu andstæð- inga í Dailas 1957, lék Reshev- sky 10. -, d6, en lenti brátt í mjög miklum erfiðleikum. Svo í staðinn velur hann leik, sem Najdorf sjálfur beitti gegn höf- undi þessa þáttar í aiinarri um- ferð Piátigorsky-mótsins). 11. Hacl. (Til að verða fyrri til á c-lín- unni léki svartur -, d5). 11. -, RaG. (Enda þótt þessi leikjur veitti Najdorf viðunandi stöðu í skák hans við mig, getur hann varla talizt góður Traustasta áframhald virðist mér 11. -, d6, ásamt -, Rd7 og e. t. v. -, d5. Skákin Frið- rik-Najdorf tefldist annars á þessa leið: 12. Hfdl (?) (um leið og ég hafði leikið þessum leik, varð mér Ijóst, að svartur gat . skapað sér góð gagnfæri með því að ieJka hér 12. —, Rb4. 13. Db3, b5. Athuganir, eftir að skák inni var lokið, staðfestu þetta. í staö þess að leika 12. Hfdl var betra 12. a3, eins pg Najdorf leik ur í skak sinni við Reshevsky eða jafnvel 12. Rel.) 12.-, f5. 13. Re5, BxB. 14. KxB, g5. 15. Bd2, De8. Í6. Df3, Hc8. Hérna sömdu teflendur um iafntefli en líkleg asta áframhaldið mundi vera 17. d5, Bf6. 18. Rd3, exd 19. cxd, De4). 12. a3. (Najdorf leyfir að sjálfsögðu ekki 12.. -, Rb4). 12. -, Rc7. (Það verður fljótlega ljóst að staða riddarans á c7 orsakar öll vandamál svarts. En hvað átti svartur svo sem að leika?). 13. Hfdl, f5. („Standard-leikur“ í þessari byrjun er varla heppilegur und- ir þessum kringumstæðum. Ör- uggari leið virðist 13. -, Re8, á- samt 14. -, Rf6, til að koma ridd aranum í gagnið). 14. Bfl! (Mjög góður leikur, sem Resh- evsky hlýiur að hafa yfirsézt. — Hann verður að láta af hendi biskupinn á e4 fyrir hvíta ridd- , arann, en við það koma veikleik ' arnir í svörtu stöðunni betur í ljós). 14. -, BxR. (Hvítur hótaði 15. Rd2 ásamt 16. f3). 15. DxB, Bg5. (Hvítur naut þess ekki lengi að hafa biskupaparið, en hins veg- ar veikist svarta staðan við' sér- hver uppskipti). 16. Bg2. (Biskupinn hefur gert skyldu sína á fl og snýr nú aftur til víg- stöðvanna). 16. -, Hc8. 17. Hc3! (Lokaundirbúningur fyrir fram- rás á miðborðinu). 17. -, b5. (Hér er tvennt til í málinu. Ann aðhvort yfirsást Reshevsky 18. d5 eða hann hélt, að hann ætti ekki tök á þvi að koma í veg fyrir þann leik. 17. -, d5 kann að hafa verið skárra, enda þótt hvít ur fái þá mjög ógnandi aðstöðu á c-línunni). 18. d5! (Væntanlega vinningsleikurinn). Það er sannarlega ástæða að hafa stöðumynd hér því að úr- slit skákarinnar ráðast af síð- asta leik hvíts. Hefur svartur nokkra möguleika til að standa af sér atlögu hvíts, eða er hann gjörsamlega glataður? Áframhaidið sem Reshevsky kýs er ófullnægjandi og leiðir að lokum til tapaðs endatafls. 18. -, cxd. 19. cxd, Rxd5. 20. HxH, ber að sama brunni, þar eð svartur tapar manni og 18. -, BxB. 19. DxB, cxd. 20. cxd, Rxd5. 21. DxH, DxH. 22. BxR exd5 hlýtureinnigað vera vonlaust vegna sundurtættr ar peðastöðu svarts. Öflugasta viðnámið virðist í fljótu bragði vera fólgið í 18. -, exd. 19. Bxc7. (Hvítur á ekki völ á öðru betra. T. d. leiðir 19. cxd, Rxd5. 20. HxR, Bxf4 ekkí til neinsh 19. -, Dxc7. 20. cxd, óg nú virðist -, c5 taka mesta broddinn úr atlögu hvíts. En hvitur á líka síðasta orðið í þessu afbrigði: 21. d6, Db6. 22. Dd5f, Kh8. 23. e4 Og hvítur er með yfirburðastöðu. T. d. 23. -, c4. 24. e5, Hc5. 25. Dd4 o. s. frv. Að mínu áliti er svartur algjör lega glataður eftir 18. d5 og hef ur engin tök á því að ráða við allar hótanir hvíts. En mér gæti að sjálfsögðu hafa skjátlazt og gaman væri að vita, hvort lesendum tækist að finna ein- hver varnarúrræði fyrir svart). 18. -, BxB. 19. DxB, bxc. (Svartur fórnar peði í þeirri von að hann endurheimti það síðar meir). 20. dxc, d5. 21. hxc4. (Svartur hefur aö sjálfsögðu séð þetta en lítið getað við því gert). 21. -, De7. 22. Hc2, Rb5. 23. De5, Dd6. (Það er í rauninni furðulegt að svartur skuli hafa viljað hafa uppskipti á drottningum, en hann átti ekki annars úrkosta, því að hvítur hótaði bæði 24. Hxd5 eða Bxd5). 24. DxD, RxD. 25. b3, IIc7. (Svartur einbeitir sér nú að því að fella hvíta framvörðinn á c6, og veröur hann ekki varinn til lengdar. En hvítur hefur önnur úrræði til að viðhalda liðsyfir- burðum sínum). I 26. f3, Ilfc8. 27. e4, Hxc6. (Ekki er heldur mikil framtíð í 27. -, fxe. 28. fxe, Rxe4. 29. Bxe4). 28. Hxll, HxH. 29. cxd5, exd5. 30. Hxdð. (Það, sem eftir er skákarinnar er einungis tæknilegt atriði hvíts). 30. -, Kf7. 31. Ha5, Hclf. 32. Bfl, Hc7. 33. Kf2, Ke6. 34. Be2, g5. 35. b4, h5. 36. h4, gxh. 37. gxh, f4. 38. Hxh5, Hc2. 39. Kel Rc4. 40. BxRf, HxB. 41. Hc5. (Svartur gafst upp). Þáttur kirkjunnar Mörgum hættir til að líta kirkju og kristinn dóm smáum augum, ekki sizt nú á dögum. Kemur sá misskilningur til' af mörgu, ekki sízt því, að mörgum hættir til að telja boðskap kirkjunnar ein- hverjar sérstakar skoðanir, sem líða 'og þjást. Blæinn, sem blakt- ir £ hvíta dúknum með rauða fer kantaða krossinum skilur Búdd- hatrúarmaðurinn jafnt og hinn kristni, Múhammeds-barn, ísra- elsbarn jafnt sem Brahmini. — Það er dulmál kærleikans ofar erfitt er að tileinka sér og síðan játningar, sem erfitt er að skilja. En slíkt er fjarstæða. Einn af fyrstu spekingum kristindóms, sem þó lagði mikið upp úr skoð- unum og játningum á að hafa sagt: „Elskaðu, og gerðu svo það, sem þér cýnist", og það mætti bæta Vjið; og þá ert þú kristinn maður. Kærleikurinn, sem birtist í mannúð og mildi, miskunnsemi og fórnarlund, verður alltaf hinn eini og sanni kjarni kristinnar trúar. All't hitt, helgisiðirnir, játningarnar, kennisetningarnar, eru umbúðir, sem oft er of mjög dæmt eftir. „Guð er kærleikur", sagði Krist ur, og þar með var kristinn dóm ur orðinn þau trúarbrögð, sem birtast í öllu góðu hvar sem það er, og hvaðan sem það kemur. Sá er mestur, sem er beztur, mest getur auðsýnt af góðvild og kærleiksanda. Þessu hættir mörgum til að gleyma á svo hryllilegan hátt, að jafnvel hin mestu grimmdarverk hafa verið framin í nafni Krists og Guðs. Ög enn' gangá „kristnir" menn fram f kúgun og ofbeldi og eru þannig verr kristnir en þeir, sem ekkert hafa um Drottin kær leikans lært. Hvar sem kærleikur birtist þar er kristinn dómur að verki, eins þótt það værí í heiðnu hofi eða á heimili töframanns eða galdra trúðs, fangelsi eða gleðiknæpu. Og erfitt mundi, að nefna þann stað, þar sem Guð kærleikans gæti ekki birzt í allri sinni dýrð, og þann mann yrði ekki auðvelt að finna, sem ekki ætti eitthvað af anda hans eða þrá eftir hon- um. En samt skortir fátt, kannske ekkert meira en kærleika. Kann ske er hann hið eina, sem vantar, svo að mannlegt þjóðfél'ag sé full komið og guðsriki komið með krafti, Og enn er jörðin í dögun kær leikans, þrátt fyrir allar styrj- aldir, geigvænleg hergögn og hryllilega hertækni, hefur kær- leikurinn aldrei náð eins sterk- um tökum og víðfeðmum. Bezta sönnun þess er út- breiðsla og skrif Rauða kross- samtakanna, sem eiga aldaraf- mæli um þessar mundir. Henry Dunant, riki, svissneski kaupmaðurinn, sem stofnaði þessi alþjóðasamtök var svo gagn tekinn heitri líknarlund, að hann gleymdi öllu öðru, fórnaði kröft- um, lífsþægindum, já, öllum auð æfum sínum fyrir þá hugsjón sína, sem barmafyllti vitund hans. Hann andaðist allslaUs á fátækrahæl'i, vinalaus og gleymd ur, enginn fylgdi honum til graf ar, utan þeir, sem báru kistuna. En samt var hver hugsun hans og athöfn gædd því lífsmagni kærleikans, að það varð likt og útsæði £ frjóan jarðveg. Kannski Vann hann einn meira afrek á vegum hins sanna kristindóms og kristniboðs en allir trúboðar og prestar til samans, sem uppi voru á hans dögum. Hann fórn- aði öllu á altari kærleikans, en ; vann um leið allt. Ekkert er til, sem fremur tengi nú þjóð við þjóð af öllum litar- háttum, alls konar bjóðerni, tung um og trúarbrögðum, en Rauði kross Ðunants. En hann boðar hvarvetna snert ingu kærleikans handa öllum, öllum öðrum, jafnvel ofar öllum klukknahljómi. Kannski er ekkert til, sem er undursamlegra aðalsmerki kristn um dómi en að þar skuli upphaf þess starfs, sem Rauði krossinn boðar. Öllu öðru fremur brýtur hann hugsjónum kristin dóms braut lengst inn £ hjörtu og að ölturum og þjóðahelgidómum, hvar sem er á hnettinum. — Kristniboð Rauða krossins verð- ur öllu öðru áhrifameira, af þv£ að þar er eingöngu talað dul mál' kærleikans fyrst og fremst £ verki og án þess að spyrja um forréttindi. Og ekkert er sterkari predikun um frið á jörðu, en útbreiðsla Rauða krossins meðal allra þjóða. Þannig var gjöf Henry Dumonts til mannkyns, þótt' samt£ð hans sæi það ekki. Fræið, sem myndar stærsta tréð er oft svo smátt að enginn veitir þvi athygli við sán- ingu. Það skyldu allir sáðmenn muna. En samt mundi hann aldrei hafa unnið sitt starf, ef við ætt um ekki ofurlitla sögu af vörum sjálfs meistara kærleikans, sög una um miskunnsama Samverj- ann. Það telja sumir einskis virði að halda slíkum ritningum frá löngu liðnum öldum að hin- um ungu. En hvaða talnafræði og talnalærdómur gæti tendrað svo hlýjan loga f hjörtum sem þessi litla frásögn Krists um fyrirlitinn mann, sem þó varð fyrirmynd Jhins æðsta, sem unnt er að vinna. Og einhver spekingurinn seg- ir: „Sælir eruð þér, þegar menn segja um yður: Sjá, orð hans eru kærteikur, framkvæmdir hans eru kærleikur, starf hans er kærleikur, fögnuður hans er kærleikur, dómar hans eru kær- leikur. Samt eruð þér enn þá sælli, ef Guð, sem li’fið gaf og prófar hjörtun og nýrun getur sagt: „Sjá, hjarta hans er kærleikur og bærist af mannúð og mildi”. Árelíus Níelsson. Eraaa SJÖTUGUR Framhald af 9 sfðu gengur ekki svo lítið á þar um slóðir. Óiíkt fór aldamótakynslóðin íslenzká að. Hún skilaði íslandi frjáísu í fang næstu kynslóðar — án þess að nokkur maður hreyfði svo mikið sem kinda- byssu málinu til framdráttar. Hún gerði byltingu gegn af- leiðingum aldagamals ömur- leika, stofnsetti nútíma ríki á rústum fátæktarinnar, og eng- in breyfði vopn, ekkert blóð rann. Og nú er hún orðin göm- ul, baráttumenn þessarar mérki legu kynslóðar ýmist orðnir móðir eftir langa vegferð, eða kornnir í höfn hinum megin tjaldsins mikla. En rddamótamennirnir lifa, og vissulega er barátta þessar- ar mjög svo rómuðu kynslóðar vel til þess fallin að verða öll- um bjóðum heims leiðarljós og fyrirmynd. Hún kunni að berj- ast og eera byltingu án þess að hieypa at einu einasta skoti, en notaði í þess stað vinnusam ar he.ndur, hugsjónir og virð- ir.gu fyrir lífinu. Þar í felst hin mikla f.vrirmynd. sem von- andi á eftir að endast íslend- ingum, sem hin eina og sanna á ókomnum öldum. KI. Aisglýsið í nmértum FASTEIGNAVAL Höfum kaupanda að 4ra herb. íbúð á hæð á hitaveitusvæði. Getur borgast öll út. Verður að vera laus bráðlega. | Höfum kaupanda að 3ja td 4ra herb íbúð í austurbænum, bíl- skúr eða bílskúrsréttur verður að fyjgja. : Höfum kaupanda að einbýlis- húsi má vera í smáíbúðarhverfi. Höfum kaupanda að 2ja til 3ja ! herb íbúð, má vera í kjallara i eða gott • ris Höfuia kaupendur að 2ja til 6 herb. íbúðum fullgerðum og í smíðum — Einnig einbýlis- húsum Reykjavík og ná- grenni Miklar útborganir. lögfræðiskrifsfofa og fasteignasala. SkólavörSustíg 3 a. III Simi 14624 og 22911 lON ARASON GESTUR EYSTEINSSON TAUNUS STATION TAUNUS módel ’62, keyrð ur 34.000, til sölu og sýnis að Bjarkargötu 10, annarri hæð í dag og á morgun milli kl. 6 og 8 á kvöldin. Endurtekning frá » Meistaramóíinu Sem kunnugt er, verður að endur taka nokkrar greinar á Meistaramóti íslands í frjálsum iþróttum, sem fram fór í síðasta mánuði. Ástæðan er deila, sem upp kom milli yfir- aómara mótsins og framkvæmdastj. hennar. Endurtekning á þessum greinum fer fram í dag á Laugardalsvellin um og hef^t keppni klukAan 14. 12 \ T í M I N N, sunnudapinn 22. septemb*>r lPéft.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.