Tíminn - 28.09.1963, Side 3

Tíminn - 28.09.1963, Side 3
ULFAÞYTUR ÚT AF HEIMBOÐI UTANRÍKIS- RÁÐHERRA NORÐURLANDA JJL S-AFRÍKU! BG-Reykjavík, 27. september. Tímanum barst í gær tilkynning frá utanríkisráðu- neytinu um boð frá stjórn SuSur-Afríku til utanríkisráð- herra Norðurlandanna um að koma þangað í heimsókn og kynna sér ástandið í landinu. Samkvæmt fréttum norsku fréttastofunnar NTB hefur nú þyrlast upp mikið moldviðri út af heimboði þessu og hefur utanríkisráðu- neyti Suður-Afríku ekki viljað staðfesta, að heimboð þetta hefði einu sinni verið sent, né segja nokkuð við fréttamenn í þessu sambandi. Af hálfu stjórnarinnar í Suður-Afríku ríkir alger þögn um þetta mál, en blöð þar gera sér hins vegar tíðrætt um það. í NTB-skeytinu segir, að Norðurlöndin hafi hafnað boðinu, en tekið er fram, að svar hafi ekki borizt frá Íslandi. Á eftir frétta- tilkynningunni verður greint frá helztu atriðum í frétta- skeytum NTB. RÍKISSTJ ÓRN Suður-Afríku hefur nýlega boSið utanríkisráð- herrum allra Norðurlandanna fimm til að koma tií' SuðurAfr- íku til þess að kynna sér ástand- ið og aðstæður þar í landi. Þessu boði hefur í dag verið svarað með samhljóða orðsend- ingum frá ríkisstjórnum Norður- landanna á þá leið, að skoða verði boðið í Ijósi þeirrar á byrgðar, sem hvíli á Sameinuðu þjóðunum til lausnar á þeim vandamálum, sem kynþáttadeil- an í Suður-Afríku hafi skapað. Þess vegna væri það sameig- inl'egt álit ríkisstjórnanna, að utanríkisráðherrarnir ættu því aðeins að taka boðinu, ef heim- sóknin væri líkleg til þess að greiða fyrir lausn vandamáisins í samræmi við sáttmála Samein- uðu þjóðanna, en ríkisstjórnir Norðurlandanna litu hins vegar svo á, að heimsókn sem þessi væri því miður ekki tímabær eins og á stæði, og er þar átt við, að málið sé nú til umræðu á all'sherjarþinginu. Utanríkisráðuneytið, Rvík, 27. sept. 1963. Það er álit margra erlendra ráðamanna, að höfnun Norð'ur- landanna á heimboðinu sé hnefahögg í andlit Verwoerds. AFP-iréttastofan segir í dag, að fréttin um, að Norðurlönd- in hafi haínað boði Verwoerds hafi komið miklu róti á hugi margra háttsettra erlendra full- trúa og mikill úlfaþytur sé inn- an ríkisstjórnar margra landa vegna þessara tíðlnda. Hins veg ar tekur AFP sérstaklega fram að af hálfu yfirvalda í Suður- Afríku hafi ekki fengizt nein staðfesting á þvi, að nokkuð boð hafi yfir höfuð verið' sent til Norðurlandanna. Segja íréttaritarar, að það sem nú hef ur skeð boði nýtt tímabil í deil unni milli Suður-Afriku og þeirra landa, sem berjast gegn kynþáttastefnu stjórnar Ver- Woerd. Meðal erlendra fulltrúa í að- alstöðvum SÞ er það samdóma álit flestra að ákvörðun Norður landanna sé kjaftshögg fyrir stjórn Suður-Afríku og geri að engu vonir hennar um að hafa áhrif á afstöðu SÞ til kynþátta- stefnunnar og aðgerða stjórnar Suður-Afriku yfirleitt. Segja þeir, sem gerst vita um þessi mál, að almennt hafi verið álit ið, að Verwoerd hafi búizt við, að heimboðinu yrði tekið. Blaðið Bulawayo Chronicle í Suðuir-Ródasíu skrifar í for- ystugrein í blað'i sínu seint í kvöld, að engar þjóðir séu eins fjandsamlegar í garð stjórnar Suður-Afríku og Norðurlönd- in. Þjóðir, sem skipt hafi heim- inum í hvítt og svart. bæði skúrkar og hetjur virðast ekki gera sér grein fyrir þessari ein földu heimsmynd, segir blaðið. Indónesar flytja enn her- lið til landamæra Sara wak NTB-Djakarta, 27. september. • Indónesar halda áfram herflutningum sínum til Borneo og í dag voru sendar tvær hersveitir sérstaklega æfðra hermanna til landamærahéraðanna við Sarawak og Sabah. • Hermenn þessir eiga að vinna við lagfæringu og uppbygg- ingu margra flugvalla á landamærunum við Sarawak, sem er eitt aðildarríkja Malaysfu-sambandsins, eins og kunnugt er. Yfirhershöfðingi Indónesa sagði in á þessum slóðum og ekki hefði í dag, að indónesískir hermenn komið til neinna árekstra, eins og hefðu aldrei farið yfir landamær- sógusagnir hefðu verið á kreiki am. Einnig skýrð'i hann frá því, að þeir hermenn Indónesíu. sem væru í herþjónustu í Kongó á veg um SÞ yrðu kallaðir heim jafn- skjótt og þjónustutími þeirra í Kongó væri á enda, en það er í byrjun nóvember. Hayato Ikeda, forsætisráðherra Japans hefur tjáð sig fúsan til þess að stjórna sáttavið'ræðum milli stjórna Indónesíu og Malays- íusambandsins og í dag sagði for- sætisráðherra þess, Abdul Rah- man, á blaðamannafundi, að hann vildi taka þátt í slíkum við- ræðum, svo framarlega sem stjórn ir Indónesíu og Filippseyja virtu alla fyrri samninga um Malaysiu- sambandið Það þýðir annars lítið að tala um frið á meðan Indónesar undir- búa stríð, sagði Rahman. Það er til lítils að halda friðarráðstefnu á sama tíma og Indónesar flytja herlið að landamærum Sarawak, sngði forsætisráðherrann. Indónesískur hermaður. DAUÐAKOSS A KINNINA IFANGELSINU! BMMW NTB-Washington. 27. sept. Joseph Valachi, morðingi, sem dæmdur hefur verið til ævilangr- ar fangelsisvistar, gaf í dag öld- ungadeildiarþlngnefnd lokaskýrslu sina um starfsemi glæpafélagsins NTB Lundúnum, 27. sept. ENN eitt rán hefur verið framið f Bretlandi. Átta grímuklæddir menn réðust á bankabíl nálægt Swanley á Kent og höfðu á brott með sér gullstangir að verðmæti sem svarar um 12 milljónum íslenzkra króna. Ránið virðist hafa verið mjög vel skipulagt og undirbúið, því það tók ræningjana ekki nema nokkrar sek- úndur að yfirbuga bankastarfsmenn ina og hverfa á braut með gullið. Höfðu ræningjarnir i'okað vegin Framhalrt á 15 -iftn Costa Nostra, sem hann var með- limur í í dag skýrði Valachi, sem var vandlega gætt af fjölmennu lög- i egluliði vegna hótana fyrri glæpa félaga Valachi um að ráð'a hann af dögum, áður en hann gæfi loka skýrslu sína. frá því að Genovese, foringi glæpafélagsins hefði kysst hsnn dauðakossinum í fangelsinu fyrir nokkru. en koss á kinnina þýðir hjá þessum körlum dauða- dom. Genovese situr f sama fang- s.si og Valachi og kyssti hann dauðakossinum, er honum var Ijóst um fyrirætlanir Valachi um að' fletta ofan af glæpastarfseminni í Bandaríkjunum. Hingað til hafa giæpamennirnir staðið við að fram fylgja þessum sérstæða dauðadómi og var því sérstaklega Öflugt varð í,ð hvatt á vettvang í dag, er Valachi gaí skýrslu sína. Valachi skýrði nefndinni m. a. frá því, að ho.nn hefði gerzt meðlimur í Costa Nostra, sem þýðir fjölskyldan okk- ar eða eitthvað á þá leið. Valachi \'aT dæmdur til 15 ára fangelsis- vistar fyrir nokkru vegna afskipta hans af eiturlyfjasölu, en eftir að haía drepið einn samfanga sinna ver dómii/um breytt í ævilangt fangelsi. Valachi er ai ítölsku bergi brot 'nn og nú sextugur að aldri. Val- achi lýsti m. a. starfsaðferðum höfuðpaurs Costa Nostra, Vito Genovese. sem er mjög þekktur í glæpaheimmum Valachi. hinn rauðhærði, og undirleiti glæpamað ur kom neíndarmönnum oft til að brosa, er hann lýsti æviferli sín- um og starfsemi Costa Nostra á &mu hroðaiega ,,slangmáli“. En hann kom þeim einnig til að fyilast hryllingi með sumum lýs- ingum sínum Valachi sagðist alveg vera sammála nefndarformannin- um, þegarhann bar það á vitnið, að hann hefði raunverulega ekki stundají ærleg störf nema eitt ár af ævi sinni. NTB-Lundúnum, 27. sept. DENNING-skýrslan um Pro fumo málið fræga er nú nær uppseld, en hún var gefin út i 105 búsund eintökum og ekkert lát er á eftirspurn. Er þegar byrjar að prenta nýja útgáfu. ------------★ NTB Aþenu, 27. sept. PÁLL, Grikkjakonungur bað 1 dag hinn 63 ára gamla hæstarélt arlögmann, Stylíanos Mavromi chalis að mynda nokkurn konar starfsstjórn til þess að sjá um þingkosnlngarnar hlnn 3. nóv. -------------★ NTB-Santo Domingo, 27. sept. NEMILO de los SANTOS, for- maður bráðabirgðarstjórnarinnar sem mynduð hefur verlð I Domini kanska lýðveldinu eftlr stjórnar byltinguna, sagði í útvarps- og sjónvarpsræðu í dag, að stjórr hans hefði verlð mynduð efti' ósk þjóðarinnar vegna fyrri var s’jórnar I riklnu. NTB-Ottawa, 27. sept. KORNKAUPMENN í Ottawa 1 vanada sögðu í dag, að nú værl aðeins beðið eftir endanlegrl staðfestingu bandarískra yfir valda svo að hinn mikli kornút flutningur til Sovétrikjanna gæti hafizt. ------------★ NTB-New York, 27. sept. UTANRÍKISRÁÐHERRA Alb anlu, Behar Shtylla, likti i dag Moskvusamningnum við Munch enarsamninginn frá 1938 og sagði að tllraunabannssamningurinn væri asnaspark, sem gæti haft al- varlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. Sagðl Shtylla, sem flútti ræðu f Allsherjarþingi SÞ, að samningurinn myndi veikja baráttu frelsisunnandi rikja gegn heimsvaldasinnum. T í M I M N, Ims.jardagur 28. september 1963. — 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.