Tíminn - 28.09.1963, Blaðsíða 8
Hópferð héðan á
sýningu í Forum
Dagana 11. til 20. október n.k. verð
ur efnt til mikillar og merkilegrar
sýningar í sýningarhöllinni Forum í
Kaupmannahöfn. Sýninguna nefna
Danir „Byggeri for Milliarder“, eða
„Byggt fyrir milljarða", en að henni
standa Byggeoentrum í samvinnu
við Forum A.S. Undirbúningur að
þessari miklu fræðsl'usýningu um
tyggingariðnaðinn og vandamál hans
í nútíð og framtíð, hefur staðið lengi
og vakið verðskuldaða athygli, ekki
eingöngu í Danmörku, heldur viða
um heim. Sést það bezt á því, að
fjölmargir hópar erlendis frá hafa
tilkynnt komu sína á sýninguna, jafn
vel frá fjarlægum heimsálfum.
Sýningin verður þrískipt: 1. Aðal-
sýningin verður í sýningarhöllinni
Forum. 2. Útisýningarsvæði verður
fyrir utan sýningarhöllina, en þó
í beinu sambandi við sjálfa aðalsýn-
inguna. 3. Sérstakt sýningarsvæði á
Amager, 40 þúsund fermetrar að
stærð, þar sem sýndar verða margs
konar vélar og tæki og meðferð
þeirra. Alls mun sýningarsvæðið ná
yfir 47 þúsund fermetra.
Með sýningunni „Byggt fyrir
milljarða" verður reynt að varpa
Ijósi á -hin fjölmörgu vandamál bygg
ingariðnaðarins, sem sífellt aukast
með ári hverju. Sýningin varðar jöfn
um höndum þær milljarðir manna,
sem þarfna
staða og skó'
og á hinn. bóginu. þær milijar&ii- i.
fjármagni, sem lagt er í byggingar-
iðnaðinn, og milljarðir vinnustunda
og efnis, sem nota þarf. Þá verður
reynt að benda á þarfir og mögu-
leika og það sem unnt er að gera
til að koma til móts við kröfur um
betri og jafnframt ódýrari bygging-
ar, en það er veigamikið atriði í sér
hverju þróuðu samfélagi í dag, þar
sem byggingariðnaðurinn hefur lýkil
aðstöðuna.
Sýningin í Forum mun varpa ljósi
á hið mjög svo umfangsmikla at-
hafnasvið byggingariðnaðarins í nú
tíma þjóðfélagi. Enda þótt sýning
sem þessi hljóti að leggja mikla á-
herzlu á að sýna þær efnistegundir,
sem eru í dag á markaðnum, þá nær
hún langt út fyrir þann ramma. —
Sýningin „Byggt fyrir milljarða" hef
ur ’eitthvað fram að færa, sem allir
hljóta að hafa áhuga á, sem eitthvað
eru tengdir byggingariðnaðinum,
hvort heldur sem það eru efnisfram
leiðendur, byggingarvörukaupmenn,
arkitektar, verkfræðingar, iðnaðar-
menn eða opinberir aðilar, sem
fjalla um lánastarfsemi til bygginga
framkvæmda.
HÖGGIÐ riður á höfuð mannsins,
tennur Ijónsins sökkva í hand-
legginn — það virðast aðeins
sekúndur þar til maðurtnn er aii-
ur . . . . en, nei, þetta er aðeins
kvikmyndataka í Hollywood og
þegar leikstjórinn kallar „hættið"
rekur Ijónið út úr sér tunguna
og slelkir andlit mannsins, því
maðurinn er temjari dýrsins, —
Ralph Helfer, og Ijónið er sex
ára gömul Zamba — eitt af 150
dýrum, allt frá snákum til Ijóna,
sem Helfer temur á búgarði sín-
um, sem er skammt frá Los
Angeles í Kaliforníu. Helfer seg-
ist temia dýr sín f.yrlr kvJkmynda
tokur með dále|§sJ,ua,!S|§j^y^ .
sem virðast heppriaát, og ao
mlnnsta kostl getur hann fengið
Zamba til að mala með því að
klóra henni bak við eyrun.
Höfuðmarkmið þessarar umfangs-
miklu sýningar í Kaupmannahöfn í
næsta mánuði er sem sé að sýna
fram á, hvaða vandamál byggingar-
iðnaðurinn þarf að glíma við og leysa
i framtíðinni. Hún mun jafnframt
verða nokkur mælikvarði og sýnis-
horn af því, hvað langt menn hafa
náð í þessum efnum í dag, og hvern-
ig hægt er að hagnýta frekar þá
möguleika, sem fram koma með
rannsóknum, aukinni framleiðslu, á-
ætlanagerð, stöðlun, hagnýtingu
nýrra efna, aðferða og tækniþróunar.
Þar sem telja má liklegt, að nokk
ur áhugi sé hérlendis fyrir þessari
sýningu, hefur Byggingaþjónusta
Arkitektafélags íslands í samvinnu
við Ferðaskrifstofuna Sögu, ákveðið
að efna til hópferðar til Kaupmanna
hafnar í sambandi við sýninguna.
Gefst því mönnum, sem eitthvað láta
þessi mál til sin taka, tækifæri á hag
KENNARAR KVEÐJA HOLA
Á þessu hausti verð-
ur mikil breyting á
(kennaraliði Bændaskól-
ans á Hólum í Hjaltadal.
Þar hætta nú störfum
Vigfús Helgason (fyrir
aldurssakir), og flytur
til Rvíkur með fjöl-
skyldu sína og Páll Sig-
urðsson sem flytur til
Akur'eyrar ásamt fjöl-
skyldunni. Vigfús hefur
kennt við Hólaskóla síð
an 1921 en Páll Sigurðs
son hefur verið þar
kennari frá 1934. Páll
hefur búið á Hofi, næsta
bæ við Hóla og rekið þar
góðan búskap. í tilefni
brottfarar þessara ágætu
kennara frá Hólum,
héldu sveitungar þeirra
og nokkrir nemendur
eldri og yngri þeim sam
sæti að Hólum að kveldi
fimmtudagsins 19. sept
síðastliðinn.
Hinn nýskipaði skóla-
stjóri Haukur Jörunds-
son stjórnaði hófinu, Á-
varpaði heiðursgestina
og bauð alla viðstadda
velkomna. Hann til-
kynnti, að vinir og kunn
ingjar heiðursgestanna,
bæði þeir sem hófið sátu
og nokkrir aðrir sem
ekki gátu komið þvi við
að vera þarna viðstaddir,
hefðu ákveðið að færa
þeim málverk frá Hól-
um, eftir Örlyg Sigurðs-
son, að gjöf, sem vott
virðingar og þakklætis,
fyrir áhuga og trú-
mennsku í störfum. —
Margir týku til máls og
kom Ijóst fram í ræð-
um manna að báðir eru
þeir Vigfús og Páll vin-
sælir og velmetnir kenn
arar og þá engu siður
sem bændur og félags-
málamenn.
Auk skólastjórans töl-
uðu:
Magnús H. Gíslason,
Björn Sigtryggsson, Páll
Þorgrímsson, frú Emma
Hansen, Guðmundur Ás-
grímsson, Friðbjörn
Traustason, Steingrímur
Vilhjálmsson, Sr. Björn
Björnsson.
Að lokum töluðu svo
heiðursgestirnir Vigfús
Helgason og Páll Sigurðs
son.
Friðbjörn Traustason
stjórnaði almennum söng
og var það hinn bezti
þjóðkór. G. Ó.
Þáttur kirkjunnar
Einvarður
il
Þetta er undarlegt nafn á
Þætti kirkjunnar. En þafj gæti
ver% skylt orðinu einvera. Og
eitt af táknrænustu setningum
fjrrir aðstöðu nútímamanns
gagnvart tilverunni er ei.imitt
bókartifill ungs rithöfundar,
sem er — ef ég man rétt: „Mað-
urinn er alltaf einn“.
Þessi einsemdarkennd nú-
tímamanneskju mótast af ótta-
vitu.nd og öryggisleysi, sem
tvær heimssfyrjaldir með
meiru, hafa skapað. Hinir
gömlu guðir, sem áffur var
treyst, eru flestir fallnir. Þeim
hefur verið steypt af stóli líkt
og afdönkuðum Stalínlikneskj-
um af stalli. „Allra djöfla
uppreisn“ hefur hrikt í og
hnvkkt niður öllu hrófatildri
heimsku og fordóma, þröng-
sýni og kreddna, sem áður var
eitthvað hægt að sveipa um sig,
ef ekki til annars, þá eins og
grímu. Og nú hefur hin forna
fullvissa og uppgötvun úr trú-
arljóðinu mikla um hina fyrstu
foreldra, sem uppgötvuðu, að
þau voru nakin, fengið tjáningu
í orðunum:
„Maðurinn er alltaf einn.“
Og þessi einsemdartilfinning
knýr til ævilangrar leitar að
einhverju — sem þó kannske
er ekki til — og sízt þar sem
helzt er leitað. Fæsttr gera sér
grein fyrir leit sinni og marga
leíðir hún á refilstigu áður en
af veit, ekki sízt ef lífsþægindi
og,.. nautnir líffandi stundar
(jg-fjglepjat'rog': ginna, blekkja og
blinda. En satt að segja er þessi
innri sársauki einsemdar ekki
nýtt fyrirbrigði á mannlífi jarð
ar. Það sannar „Ævintýrið
gamla um Einvarð“, en það er
á þessa leið. Þar mun margur
finna spegilmynd af því, sem
hann þekkir.
Einvarður er auðugur mað-
ur, sem nýtur gæða og gleði
lífsins í ríkum mæli, án þess
að hugsa nejft um aðra, sem
liðu skort og án þess að leiða
hugann að því, sem truflað
gæti skemmtanir hans og un-
aðssemdir.
En allt í einu er hann grip-
inn grun þess, að hann sé að
nálgast dauðann. Og skyndilega
verður þessi dauðagrunur að
angist.
Hann, sem átti svo marga
og góða vini og þjóna, sem
gjört höfðu allt svo bjart og
þægilegt honum til handa, flýr
nú á náðir þeirra, en þeir eru
þá allt í einu allir horfnir,
nema einn eða tveir, sem koma
af gömlum vana. Hann biður þá
að fylgja sér að dauðans dyr-
um, en þá eru þeir skjálfandi
og titrandi af hryllingi, og
skelfingu, og innan stundar
einnig horfnir honum.
Þá leitar hann til fjársjóða
sinna. Hann hafði alltaf fengið
allar óskir uppfylltar fyrir pen-
inga. Auðurinn hafði veitt hon-
um allt. Og nú gengur hann að
fjárhirzlu sinni með ofurlítinn
vonarneista innst í barmi. En
þegar hann nálgast, hrekkur
lokið upp, og út úr skápnum
kemur hryllileg ófreskja sveip-
uð gullnum eða gulum bjarma.
Hún er íklædd búningi, sem
virðist ofinn saman úr gulli og
perlum, pelU og gimsteinum.
Með löngum fingrum, líkustum
klóm, eys hún um hann og
yfir hann peningum og gersem-
um.
Einvarðúr sér, að andlit ó-
freskjunnar er ískalt og tillits-
laust, en illgirnislegt glott leik-
ur um augu og munn. Og þegar
hann grátbænir hana um að
mega hafa auðæfin með sér, þá
uppgötvar hann sér til enn
meira örvænis, að honum hefur
skjátlazt í trú sinni á öryggi og
náð auðsins.
Hann heyrir ófreskjuna
hvæsa út úr sér þessum orðum:
ímyndaðu þér ekki, að þú
getir skipag mér fyrir um
neitt. Það er ég, sem hef vald-
ið, þú ert þræll minn, annað
ekki.
Því næst hvarf ófreskjan nið-
ur í fjárhirzluna með skerandi
hæðnishlátri, svo Einvarður
fann kalt vatn renna milli
skinns og hörunds, en lokið
small aftur meg háum hvelli,
peningaskápurinn var læstúr
og lyklarnir hvergi.
Einvarður var einn eftir í
myrkrinu, með öllum þess ógn-
um og skelfingum — yfirgefinn
—einmana og deyjandi.
En sem betur fór, var þetta
draumur. —
En er það ekki alltof mörgu
nútímafólki ömurlegur veru-
leiki? Einvarður er svo víða.
Andstæða þessa hugsunar-
háttar örvænis og einsemdar
Einvarðanna á Ves'urlöndum
kemur hins vegar fram á ó-
gleymanlegan hátt í ljóffi því,
sem ambassador Sierra Leone,
Dr. Richard Kelfacaulker flutti,
er hann hafði undirritað samn-
inginn um kjamorkubannið í
Washington núna nýlega:
Efni þess ljóðs er þannig:
Eg veit ekki hvað bíður mín,
Guð hylur augu mín mjúk-
lega
við hvert skref, sem ég geng,
þá birtist mér nýtt landslag.
Allt, sem hann sendir mér,
verður að gleði og óvæntri
ánægju.
Því held ég áfram án þess
að vita.
Eg vil heldur ganga í myrkr-
inu með Guði
en einn í Ijósinu án hans.
Eg vil heldur njóta sjónar
hans
en sjá sjálfur.“
Þeir, sem eiga slíka trú á al-
mætti kærleikans, deila aldrei
kjörum með Einvörðum efnis-
hyggjum, sem nú setja svip á
alla menningu Vesturlanda —
en vonandi aðeins um stundar
sakir.
Árelíus Níelsson
j
kvæmri ferð, sem standa mun yfir
í eina viku. Séð verður um alla fyrir
greiðslu varðandi ferðina svo sem
útvegun hótelherbergja o.fl. Þeir,
sem þess óska geta stytt dvölina i
Kaupmannahöfn um einn til tvo
daga og dvalið í Glasgow í staðinn
þann tíma á heimleið. Allar nána
upplýsingar varðandi fyrrgreim
ferð er að fá hjá:
Byggingaþjónustu A.í.
Sími 24344
Ferðaskrifstofunni Sögu,
Sími 17600.
T í M I N N, laugardagur 28. september 1963. —