Tíminn - 28.09.1963, Blaðsíða 15
HEIMA
Fram'aald af 16. síðu.
— Það var um 1920, og einn-
ig mefj ultrafjólubláum geisl-
um, sem eru alþekktir á sjúkra
húsum. En kjarnageislarnir eru
enn alltof dýrir til þess að nota
þá almennt. En með tilkomu
kjarnaofna, ef'ir síðustu heims
styrjöld, var fyrirsjáanlegt, að
hægt var að framleiða kjarna-
geislana miklu ódýrar en áður
þekktist. Og nú eru þeir að
verða svo ódýrir, ag- hægt er að
gerilsneyða með þeim matvör-
ur og lækningavörur. Tilraunir
í þessu efni voru gerðar í mörg-;
um löndum. Stórveldin voru
ekki ein að verki þar, og hrað-
aði það þróuninni.
— Þar voru Danir nok.kuð
framarlega, eða hvað?
— Kjarnarannsóknarstöðin í
Risö var byggð 1956—1957,
stærst sinnar tegundar þá. Ban
ir eru miklir matvælaframieið-
endur og útflytjendur matvæla
og höfðu snemma mikinn á-
huga á þessum rannsóknum.
Árið 1961 jókst mjög áhugi
Bandaríkjamanna fyrir rann-
sóknum á þessu sviði. Stöðin íj
Risö þótti um margt til fyrir-
myndar, en það varð til þess,
að ég var beðinn að koma til
Bandaríkjanna, þar sem hin
margumtalaða cobolt-geisla-
byssa var gerð. Bæð'i þar og í
Danmörku eru geisl^rnir not-
aðir til varnar því, að matvæli
skemmist við geymslu af rotn-
un.
— Hvernig er geislunar-
magn'ið reiltnað?
Doktorinn svaraði þessu m.a.
svo: — Geislunarmagnig í stöð-
inni í Massachusetts jafngildir
1,2 tonnum af radium. En eitt
gramm af radium kostaði áður
fyrr, meira en 100 þúsund krón
ur, segir dr. Ari, en flóknar
skýringar hans á orkunni eru
erfiðar til endursagnar að öðru
leyti. Ekki minnist hann einu
orði á sinn eigin þátt í síjórn
þeirra framkvæmda, sem hér
er getið og aflað hafa honum
heimsfrægðar, sem kjarnorku-;
vísindamanni.
— Hvaða árangurs er svo aðj
vænta af öllu þessu?
— Það hefur þegar sýnt sig
t.d., að -hægt er með góðu móti
að geyma geislaðar kartöflur
15—25 mánuði óspíraðar og ó-
skemmdar. Á þann hátt er
hægt að taka á móti framleiðslu
og markaðssveiflum í þessari
framleiðslugrein. Nú þegar er
þessi geymsluaðferð viður-
kennd í Kanada og Rússlandi.
Tvö síðustu sumur hafa Kan-
adamenn tekið aðferð þessa í
notkun í nokkrum mæli og gef-
izt vel. Neytendum hefur líkað
þetta ágætlega. Bandaríkja-
menn og Danir munu brátt við-
urkenna þessa geymsluaðferð.
Sama máli gildir um geislun
ýmiss konar grænmetis, svo og
ávaxta. Það líður sennilega
ekki á löngu þar til íslendingar
borða geislaða ávexti, svo sem
epli og appelsínur. í Banda-
rikjunum er búið ag leyfa geisl j
un korns, til að eyða kornorm- j
inum. Er. hann eyðileggur t.d. j
um 25% alls korns, sem selt
er frá Ameríku til Indlands.
Hér á landi er þetta ekki mikið
vandamál, vegna kaldari veðr-
áttu. Bandaríkjamenn eru einn
ig farnir ag geisla svínakjöt og
kjúklinga, og síðar munu aðrar
kjötvörur koma í kjölfarið.
— Hvenniig er hátta® þessari
„viðurkennmgu“ á geislun
hinna ýmsu tegunda matvæla?
— Geislaðar fæðutegundir !
eru þaulprófaðar undir stjórn
heilbrigðisyfirvaldanna. Þegar
sannað er, að geislunin er al-
gerlega hættulaus, er leyfi veitt
og fyrr ekki. Geislunarhætta
er engin, hvorki mikil eða lít'il.
— En þar með er ekki kostn
aðarhliðin leyst, segir dr. Ari.
— En hvag segirðu þá um
fiskinn, í sambandi við geisl-
un'ina?
— Hingað til hafa ekki sér-
lega rniklar rannsóknir farið
fram á geislun fiskjar; nokkrar
þó vestra og einnig í Englandi,
Skotlandi og lítið eitt í Dan-
mörku. Fiskur er tltölulega ó-
dýr matvara, en það er álitið
of kostnaðarsamt að nota þessa
aðferð við hann, þ.e.a.s. svo
mikið að hann sé fullkomlega
gerilsneyddur. Hins vegar væri
hægt að gerilsneyða hann að
nokkru og lengja geymslutíma
hans 3—5 sinnum, án þess að
það þyrfti að verða of kostn-
aðarsamt. Til að gerilgneyða
fullkomlega, þarf geislamagn,
sem er 4 millj. rad. Til að geril
sneyða að nokkru, þarf 16 sinn-
um minna geislamagn. Þetta
mundi þýða það, að hægt væri
ag taka fisk frá bátum, slægja
hann, geisla og flytja hann ís-
aðan lil erlendra neytenda.
Neytendur þar, myndu þá fá
nýjan fisk í stað hálfrotnaðs
fisks, svo sem nú vill verða.
Eg get nefnt dæmi um þetta.
Eg bjó 30 mílur frá höfninni í
Boston og þar var ómögulegt
að fá nýjan fisk. Sá eini fiskur,
sem heitið gat ferskur, var
fiskur, sem st'rax var geislaður
hjá okkur í stöðinni. Þá geymd
ist hann prýðilega í hálfan
mánuð.
— Hvað kostar geislunar-
stöð?
— Geislunarstöð, sem af-
kastað getur 10 tonnum fiskjar
á klukkutíma, myndi kosta um
11 milljónir íslenzkra króna.
Þar af aðaltækin 7,5 milljónir.
Þetta er miðað við ódýrustu
accelerator-stöð, en cobollstöð
yrði dýrari.
— Cobolt er náttúrlegur
málmur?
—- Já, í náttúrunni er co-
bolt stárgrár málmur, skyldur
járni og nikkel og unnið úr
jörð eins og járnið. Það co-
bolt, sem finnst í náttúrunni er
nefnt cobolt 59. Þegar cobolt
er sett inn í 'kjarnaofn, breytist
það í cobolt 60, sem er geisla-
virkt. Við útgeislunina breytist
það síðan í nikkel. i
EIMSKIP
Fran.ha,'- aí 16. síðu.
lúta smíða skip, samþykkti stjórn
félagsins á fundi sínum hinn 18.
júlí s.l. að fela Óttari Möller, for-
stióra að leita til Álborg Værft,
um smíði vöruflutningaskipanna.
Við smiði þessara skipa verður
; engu vikið frá þeirri venju, sem
j Eimskipafélagið hefur fylgt við
smíði skipa sinna. að hafa þau
sem vönduðust að útbúnaði og frá-
gangi og að styrkleika samkvæmt
ströngustu sr.Tcfareglum Lloyds
og auk þess styrkt til siglinga í
:s. Gert er ráð fyrir að fyrra skip-
ið verði aíhent félaginu í janúar
1965, en hið síðara í febrúar 1966.
Viggó E. Maack. skipaverkfræð-
ingur, hefur samið smíðalýsingar,
sem lagðar voru til grundvallar
útboðslýsingu.
Eimskipafélagið hefur áður átt
viðskipti við Álborg Værft, sem
smíðaði tvö af nýjustu skipum fé-
’agsins m.s. „Selfoss“ og m. s.
,,Brúarfoss“ og hafa þau viðskipti
reynzt hin ánægjulegustu, smíði
skipanna vönduð og frágangur all
ur góður. (Frá Eimskip).
ngur niður
íslenzkar kartöflur voru eitt
sinn geislaðar í Risö. Eg tók á
móti þeim við skipshlið og sá i
um þær um borð eftir geislun-j
ina. Það er fyrsta tilraun ís-;
lendinga.
— Geta íslendingar notfært;
sér þessi nýju vísindi í matvæla j
framleiðslunni?
— Eins og sakir standa, mun
tæplega tími til þess kominn.
Framförum í geislarannsókn-
um fleygir fram. Vert er að
fylgjast vel með þróuninni, því
brátt verður þetta allt einfald-
ara og ódýrara, og þá kemur
röðin að sjálfsögðu að okkur.
— Ertu jafnmiki'll íslending-
ur og áður?
— Það vona ég, segir dr. Ari.
Eg veit ekki hvað gæti breytt
því. Vísindin eru svo alþjóð-
leg, að enginn geldur þess eða
nýtur hverrar þjóðar hann er.
Eg fékk oft að heyra það hjá
þeim Dönum, ef eitthvað skarst
í odda, að þarna væri nú ís-
lenzki þráinn, eða eitthvað í
þeim dúr. Annars fellur mér
mjög vel vig Dani og Banda-
ríkjamenn tóku framúrskar-
andi vel á móti mér, Qg ég þarf
ekki að kvarta yfir því, að verk
mín væru vanmetin. En í sam-
bandi við blaðagreinar um mig
og svokölluð afrek við tilteknar
stofnanir, er rétt að taka glöggt
fram.að þær og það, sem þar
fer fram, er starf fjölda vísinda-j
manna og annarra og samstarf
þeirra allra
— Og hvert er ferð’inni he»t-|
GÆSATJÓN
Framhail á) 16 síðu
Dr. Kear hefur ferðazt um Tand-
ið og rætt við um 100 bændur, sem
telja gæsir hafa valdið tjóni á
eignum sinum. Sagði hún í viðtali
við blaðamenn að verst virtist sér
tjónið á Héraði, en það væri einn
ig slæmt í Hornafirði og neðan-
vert við Þjórsá. Hún sagðist hafa
orðið dálítið undrandi, þegar hún
sá. hvernig bændur hefðu staðsett
akra sína, þ. e. alveg niður á vatns
bakka á mörgum stöðum. í Skot-
landi hefði margra áratuga reynzla
xennt bændum, að slíkt væri ekki
hægt, því segja mætti að gæsirnar
löbbuðu beint upp úr vatninu með
opinn munninn inn á akrana og
xtu þar fylli sína. Hún sagði einn
ig, að reynslan hefði sýrit í Skot-
landi, að girðingar héldu gæsunum
frá kornökrum. Á meðan þær væru
í sárum kæmust þær ekki yfir
g-rðingarnar. en þegar þær væru
aftur farnar að geta flogið hrædd
ust þær grasið eða kornið jafnvel
nótt það væri ekki hærra en 12
til 13 sm.
Skozkum bændum er ráðlagt að
rækta ekki akra, með dýrmætum
korntegundum langt frá bæjun-
um eða langt frá þjóðvegunum,
því öll umferð heldur gæsunum
íiá ökrum og túnum. Dr. Kear
benti á það. að enda þótt mikið
væri um gæsir í Eyjafirði yllu þær
ekki verulegu tjóni þar, og væri
ástæðan aðallega sú, að bæir eru
þar mjög þétt saman og umferð ^
mikil. Fuglahræður og sjálfvirkar j
byssur hafa gert gagn í því að I
slyggja burtu gæsunum bæði hér
og í Skotlandi. ef ekki er til of
mikils af þeim ætlazt, þ. e. a. s.
reki burtu gæsir á allt of stórum
svæðum.
Dr. Kear mun koma hingað aft-
ur í vor til þess að rannsaka tjón
ið, sem gæsirnar valda á vorin, og
að því loknu mun hún gefa dr.
Fmni Guðmundssyni og Búnaðar-
féiaginu skýrslu um rannsóknirn-
ar. en eftir það verður tekin á-
kvörðun um, hvað gera skuli við
gæsirnar og hvort tjónið, sem
þær valdi sé nægilegt til þess að
réttlæta að þeim verði fækkað
' stórum stíl
FB-Reykjavík, 27. sept.
VEÐUR er nú orðið gott um mest
alit landið. Norðanlands er norðan
gola, og sums'staðar él, en á Vestur
landi er gott veður og 4—5 stiga
hiti. Á miðunum fyrir austan er
eipna verst veður, norð-vestanstorm
ur og éljagangur.
Svavar Jóhannesson fréttaritari
blaðsins á Patreksfirði, sem sagði
í gær frá því, að bændur fyrir vest
an hefðu misst margt fé í óveðrinu
síðustu daga, sagði að í dag væri
komin sól og blíða og ágætis veður,
og væri ekki lengi að skipast veður
í lofti. Ekki hafði hann frétt af frek-
ari fjársköðum þar fyrir vestan.
Fjallamenn, sem smalað hafa á
Landmannaafrétt voru að koma nið-
ur að Galtalæk með fjárreksturinn
um sex-leytið í dag. Halldór Eyjólfs
son á Rauðalæk kvað veður vera orð
ið gott, og hefði jarðýtan, sem fór
á undan rekstrinum verið að koma
að Rauðalæk. Jarðýtustjórinn sagð-
ist hafa orðið að moka leið fyrir
féð og bílana, til þess þeir kæmust
RÁN !
Framhald ai bls 3
um með stórum vörubíl og jeppa, en j
á brott fóru þeir á öðrum stórum '
ílutningabíl.
Einn gæzlumannanna í bankabíln-
um varð fyrir höfuðhöggi og liggur
nú á sjúkrahúsi. Einum varðanna
tókst að sjá númerið á bílnum, sem
ræningjarnir fiýðu á, og er það
nokkuð leiðarljós fyrir lögregluna,
sem skipulagði þcgar í stað mjög um-
fangsmikla l'eit. Var öllum vegum
í nágrenninu lokað rétt eftir ránið,
en þegar síðast fréttist voru ræn-
ingjarnir þó ófundpir. ,
áfram, og hefði hann verið allan
timann á undan rekstrinum. Skaf-
renningur var á leiðinni. Gangna-
menn höfðu haft með sér tvo bíla,
en annan þeirra urðu þeir að skil'ja
eftir inni á afrétti, en hinn kom á
eftir ýtunni.
Tvær kindur skildu gangnamenn
eftir í kofa í Landmannalaugum, því
þeir gátu ekki komið þeim með að-
alsafninu vegna veðurs. Kindurnar
verða sóttar síðar, en þær hafa
þarna hey til tveggja vikna.
Magnús fjall'kóngur frá Mykjunesi
og Ásgeir á Minni-Völlum létu hafa
það eftir sér, að bæði menn og út-
búnaður allur hefðu dugað mjög
vel í göngunum, og nokkuð vel mun
hafa smalast.
Gangnamenn voru mjög ánægðir
með vegastikur, sem Sigurjón Rist
setti niður meðfram ýmsum I'eiðum
inni á hálendinu í sumar, en þær
komu sér mjög vel þegar halda
þurfti áfram í muggu og slæmu
veðri.'
SÍÐASTA FERÐ ‘ UH v
Framhald af 1. síðu.
farþegar á þessari áætlunar.
ieið.
Þykja þessar flugsamgöngur
hafa gefið góða raun og allt
útlit fyrir, að hægt sé að
stunda þetta flug með hagn-
aði yfir sumarmánuðina.
Norska fiugfélagið Björum-
fly hefur séð um vörufiutn-
inga til Færeyja I surnar og
mun þeim flugferðum verða
haldið áfram til 30. sept.
ið nú. dr. Ari?
— Til Danmerkur. Þar bíða
mín mörg störf, segir dr. Ari að
lokum, og þakkar 'blaðið við-
talið.
Dr. Ari er skarplegur maður
en alúð'legur. Hann er maður
s'arfsins, og ef að líkum lætur,
munu störf hans, sem vísinda-
manns og. atorkumanns, marka
spor í grein þeirra vísinda, sem
nú er að valda byltingu í lífi
þjóðanna. Og í þeirri grein
kjarnorkuvísindanna. sem hann
starfar að, skiptast stórveldin á
upplýsingum í bróðerni. E.D
GRAS
Framhald af 1. síðu.
Kelduhverfi, og hafa bændur þar
mikinn áhuga á þessum tilraun-
■’.m, því að beitarlönd þeirra eru
mjög lyngi vaxin.
Gróðurbreytingin er framkvæmd
í þann hátt að úðað' er eiturlyfjum
yfir lyngið. svo að það' drepst, og
síðan dreift áburði yfir svæðið,
aem breytist þá í fínasta graslendi.
Úðunin og áburð'ardreifingin fer
Iram úr flugvél, og kostar aðems
3—400 krónur að úða einn hektara.
Var Ingvar mjög ánægður með
árangurinn af þessum tilraunum.
Dauðaslys
HF-Reykjavík, 27. sept.
ÞAÐ sviplega slys vildi til í
Keflavík í dag kl. 4, að 10 ára
gamall drengur féll af vöru-
bifreið niður á steinsteypt
plan og lézt samstundis. —
Vörubifreiðin var stödd við
Hringbraut 81 og var verið að
afferma hana. Drengurinn
var að hjálpa til er hann
steyptist aftur af bifreiðinni
beint á höfuðið Málið er í
rannsókn hjá fulltrúa bæjar-
fógetans í Keflavik.
Mikið var að gera hjá lögreg
unni j Reykjavík í dag, en 6
slys urðu, þar af fjögur um-
ferðarslys og eitt þeirra al-
varlegt. Það var Jón Grétar
Halldórsson, átta ára að aldri,
sem varð fyrir bíl um þrjú-
leytið i dag á Laugabrekku„í
Kópavogi. Var hann fyrst
fluttur á Slysavarðstofuna, en
síðar á Landakoti og þegar
blaðið fór í prentun í gær
hafði Jón litli verið í u. þ. b.
tvo tíma á skurðarborðinu og
óvíst um líðan hans.
'ATAR
Framhald af 1. síðu.
um að gera svo. Lögreglan sótti
hann þangað. sem hann hélt
sig í Reykjavík, og flutti hann
til vfirheyrslu, en Sigurbjörn
játað'i brot sitt.
Blaðinu er kunnugt, að í
kæru Landsbankans er skýrt
frá, að tveir gjaldkerar þar
hafi tekið á móti og greitt út
þessar ávísanir. en þeir voru
vfirheyrðir i dag. Dómarinn
neitaði að nafngreina þá menn,
þar sero ekki er ljóst, hvort
bankinn ætlar að kæra þá, en
eitt blaðanna hafði orð á því í
dag, að þeim mundi hafa verið
vikið úr starfi. Við yfirheyrslu
gerði Sigurþjörn ekki grein
fyrir því, hvað hann gerði við
þáð fé, sem hann hafði út úr
Landsbankanum með fyrr-
greindum hætti.
NTB-Pretoria og New York, 27 sep.
ALGJÖR þögn ríkir meðal opin.
berra aðila í Pretoriu, höfuðborg
Suður-Afríku, um að Norðurlöndin
(ísland hefur en. ekkl sent svar),
hafi hafnað boði stjórnarinnar til
utanrfkisráðherra Norðurlandanna,
um að koma í tíu daga opinbera heim
sókn til að kynna sér ástandið í
Suður-Afríku.
Ekki hefur reynzt mögulegt að ná
tall af Eric Louw, utanrlkisráðherra
og er ekki einu sinni vifað, hvort
hann holdur sig i höfuðborginni.
Utanríksráðuneytlð vill ekkert
segja um þetta mál og ekki einu
sinni staðfesta, að fyrrgreind heim-
boð hafi verið send.
Það er álit margra erlendra aðlla,
að Verwourd sjálfur muni opinber-
lega skýra frá viðbrögðum stjórnar-
innar er hann flytur á laugardaginn
(á morgun) ræðu í Heidelberg, um
65 km. frá Pretoriu.
NTB-Moskvu, 25. sept. — Tass-
fréttastofan skýrir frá því í dag,
að Æðstaráð Sovétríkjanna haf!
samþykkt einróma að staðfesta
Moskvu-samninginn um takmark
að bann við kjarnorkuvopnatil-
raunum.
T í M I N N, laugardagur 28. september 1963. —
15