Tíminn - 28.09.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.09.1963, Blaðsíða 2
Töldu sig sek - segja Dionne-fimmbur arnir um foreldra sína Oionne-fimmburarnir lýstu því fyrir skömmu y fir í blaðagrein, a9 heimili jseirra og uppeldi hefði verið hreinasta martröð, og foreldrar þeirra heföu komið inn hjá þeim sektameðvitund, en svo lýsir faðirinn því yfir, aS þefta sé ailt saman lygi frá upp hafi til enda, og dæfur hans hafi einungis gert þetta í ágóðaskyni. Fyrir nokkru lýstu fjórir af Dionnae-fimmburunum í Kanada því yfir á prenti, að bernska þeirra hefði verið mjög óhamingjusöm og það hefði allt verið foreldrum þeirra að kenna. Þeir hefðu aldrei meðhöndlað þá eins og persónur og satt að segja hefðu foreldrarnir komið í veg fyrir það, að fimmbur- arnir ættu nokkra eðlilega bernsku. Þessa yfirlýsingu var að finna í nokkurs konar sjálfsævisögu, sem kvennablaðið McCalls birti viku eftir að Fischer-fimmbur- arnir fæddust í Suð'ur-Dakota. Þar segja fimmburarnir enn fremur. að æskugleði þeirra hafi veriS eyðilögð vegna þeirrar sektármeðvitundar, sem foreldr- arnií-hafi komið inn hjá þeim. Og ailir lýstu fimmburarnir því yfir, að heimili þeirra í Corbeil hefð'i verið samastaður sorgar og sektarmeðvitundar. Dionne-fimmburarnir eru, eins og flestir muna, fimm stúlkur, en ein þeirra er dáin. Annette, Marie og Cecilie eru nú giftar og til samans eiga þær 9 börn, en Yvonne er nunna. Systurnar eru nú 29 ára að aldri. Þær hafa kallað sjálfsævisög- una, Við ólumst upp við erfið- leika, og þær segja m. a., að móður þeirra hafi fundizt hún vera útvalin af guði til að vinna þetta kraftaverk, en um leið var hún hrædd um það, að fólk mundi líta á hana og mann henn ar sem skepnur, vegna fimm- burafæðingarinnar. Hún hafði sagt fimmburunum síðar, að það fyrsta, sem hún hefð'i sagt við mann sinn eftir fæðinguna, hefði verið, að nú mundu allir tala um það, að þau hjónin væru eins og svín. Systurnar segja einnig, að for- eldrarnir hefðu komið fram hvort við annað eins og þau hefðu framið glæp með því að eignast fimmbura, og þau hefðu alltaf kennt fimmburunum um allt ósamkomulag í fjölskyldunni. — Mamma og pabbi, segja systurnar, komu fram vig önnur börn sín eins og þau tilheyrðu íjölskyldunni en litu á okkur sem einhvers konar sérflokk. Það var farið með okkur eins og eina heild, eins og við værum fimm börn, sem værum svo lík, að ekki væri hægt að grema á milli persónulegra óska okkar eða smekksatriða. Einnig var okkur mnprentað það, allt frá iæðingunni, að við hefðum syndg um að vaxa'upp, þekktum við erigá unga drengi og við fengum enga frekari menntun, svo að við værum betur undir lífið bún- ar. Stuttu eftir að þessi sjálfsævi saga birtist í McCalls og hafði verið endurprentuð'í dagblöðum úti um allan heim, lýsti faðir fimmburana, hinn 59 ára gamli Ovila Dionne, því yfir opinber- lega, að dætur hans hefðu bak- talað foreidi’a sina á almannafæri og gert grín að þeim í ágóða- skyni. — Hvers vegna ættu þau að ásaka foreldra sína um þá ó- hamingjusömu bernsku, sem þær egjast hafa átt, og það væri ekki i ágóðaskyni, sagði faðir þeirra, þegar hann hafði lesið sjálfs- ævisöguna. Hann sagði, að Annette, Marie, Cecilie og Yvonne yrðu 30 ára gamlar í mai n.k. og hann sagðist Hinn iangþráði ríkisarfi írans, Reza Pahlevi prins, sonur Farah Diba og íranskéisara,' hefói' þegar fengið slnh eigin IffvörS. Hér er hann aS gera liðskönnun og eins og sjá má'tékur hann verk sitt mjög alvarlega. alls ekki skilja, hvers vegna þær allt í einu rykju til og niðurníddu foreldra sína á almannafæri. Dionne viðurkenndi, að hann og kona nans, — þau héldu ný- lega hátíðlegt 38 ára brúðkaups- afmæli sitt — hefðu kannski ekki venð hinir fullkomnu for- eldrar, þau hefðu áreiðanlega oft gert vitleysur eins og flestir aðrir foreldrar, en að öðru leyti væri samvizka þeirra alveg hrein. Söguna í McCalls sagði Dionne algjörlega ósanna frá upphafi til enda, en hann vildi ekki tala nánar um það, því hann áliti heimilið heilagan hlut, sem ekki ætti að draga niður í svaðið og það opinberlega. Foreldrar Dionne-fimmbur- anna lifa nú rólegu lífi á hinu nýja heimili sínu, en það er ekki langt frá sveitasetri því, er fimmburarnir fæddust á. Þau ,'Oru að sögn meira undrandi en reið yfir þessu ósamkomulagi, en annar sona þeirra, sem enn þá býr heima, hinn 25 ára gamli Victor, áleit þetta mál vera ergi- 'egt og niðurlægjandi. Fimmburarnir hafa viðurkennt að þeir hafi fengið mjög góða borgun fyrir ummæli sín í Mc- calls, en Victor bróðir þeirra iýsti því yfir, að þessi ummæli væru ósönn og þegar blaðamenn settu sig í samband við elztu systurina, Rose Marie, á heimili hennar við Nigagara-fossana í Ontario, þá sagði hún, að þær fimmburasysturnar hefðu átt hamingjuríkt bernskuheimili. úr öðrum iöndum úr öðrum löndurn Sl@pptifi mér en haltu mér þó Gaman er að lesa lýs'inigar Frjáisrar þjóðar á samstarfs- mönnunum í Alþýðubandalag- inu, þ.e. félöiguinum í Sósíalista- flokknum. Skrif blaðsins eru örvæntingar og aðvörunarhréip tH manna um að samfylkja aldr ei með kommúnistum, þelr séu bæði óalandi og óferýandi og hafi alltaf með gleði blessað hélsprengjuna væri hún í hendi Rússa cig þjónsafstaða beirra gaignvart Rússum væri „bæðl særand'i og óeðlileg í hæsta máta“. En jafnframt því að vara menn við áð elga samstarf við kommúnista, virðast Frjáls- þýðingar í öðru orðlnu telja það htaa mestu heppni, ef þeir gætu að fullu sameiniazt þéim öngu þrjótum. En lýsir þó skor- inort yfir, a® það sé engin leið fyrir lýðræðissinnaða vinstri menn að vinna með Sósíalista- flokknum og Þjóðviljaklíkunni. Mikið eiga aumtngja mennimir bágt. Til að gefa lesendum Tímans örlít'ð sýnishom af h'inum óg- urlegu komplexum, sem nú kvelja varamann Einars Oligeirs sonar á þingi, skal þetta tilfært úr síðasta tölublaði Frjálsrar þjóðar: Bágt áttu Beggi minn „Sósíalistaflokkurinn hefur í vaxandi mæl'i rækt einmitt þá ókosti Kommúnistaflokksins, sem gerðu hann óhæfan ein- ingargru,ndvöll íslenzkar al- þýðu og annarra, sem aðhyll- ast sósíalisma. Fyrst ber að nefna: allt of gagnrýnislausa afstöðu Jeiðtoga Sósíalistaflokksins oig málgagna hans til manna og málefna í Iöndum með marxiskt hag- kerfi —. Enn má telja; hi,n nánu og a.'gerlega óeðlilegu tengsl Só- síalistaflokksins við kommún- istaflokka í öðmm löndum, sér- staklega Kommúnistaflokk Ráð stjómarríkjanna. Þótt ýmsir yfirlýstir kommúnistaflokkar hafi talið sér ókleift að fylgja Moskvu að málum, hefur ís- Ienzkl Sósíalistaflokkurinn allt af getað dansað með, aldrei lent í neinum árekstrum við valdamenn þar, hverjir sem þeir hafa verið og hvað sem þeir hafa sagt eða gert, aldrei sætt ámæli fyrir stefnu sína né haft neinum svo alvarlegum at- hugasemdum að hreyfa við orð þeirra eða æði, að fulltrúar hans hafi ekki verið aufúsu- gestir á þeirra þinigum og get- að setið þau með gleði, hvort sem verið var að hylla elnhvern hálfguð eða afhrópa hann, hvort sem verið var að blessa heimsfriðinn eða helsprengj- una. Þessi auðmjúka þjónsaf- staða er bæði særandi og óeðli- Ieg í hæsta máta, þegar um er að ræða flokk, sem hefur það yfirlýsta markmið að sameina íslenzka alþýðu o.g fylkja henni til baráttu fyrir sósíal'isma, einnig þeim hluta hennar, sem kærir sig hreint ekki um að vera i slagtogi við herrana í Kreml.“ 2 T f M I N N, laugardagur 28. september 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.