Alþýðublaðið - 25.02.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1942, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MlSvUmdasro 25 -feksím 1942 jUfrijðnMoðtt Útgcfandi: Alþýðnflokknrinn Ritstjóri: Stefán Pjetnrsson Ritstjóm og afgreiðsla i Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð 1 lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. I JÓNAS OUÐMUMDSSON: „Ekki hvikað“ MSNN eru nú orðnir iþví svo vanir, að lesa skrumaug- lýsingar Morgunblaðsins og Vísis um Sjálfstæðisflokkinn — „flokk allra stétta”, „bandaríki allra stétta”, „stærsta verka- mannaflokkinn á landinu”, sem bafi „tryggt” einni stéttinni iþetta og annarri hitt, meira að segja „launþegum fulla dýrtíð- aruppbót”(!), að menn eru að öllum jafnaði hættir að taka sér slíkt til. Fyrir getur þó komið að mönnum blöskri það, sem þessum málpípum. Sjálf- stæðisflokksins dettur í hug að bera á borð fyrir almenning. Og ekki væri það ófyrirsynju, þótt ýmsum fyndist, sem skörin væri ,þá farin að færast upp-í bekkinn, þegar farið er að telja Sjálfstæðisflokknum einnig það til gildis, að hann hafi „ekki hvikað í dýrtíðarmálunum”, eins og gert var af einum skrif- finna hans í langri grein í Morg- unblaðinu í gær. Við skulum bara athuga stað- reyndimar. í því málinu, sem „dýrtíðar- pólitík” Sjálfstæðisflokksins hefir eingöngu snúist um, deil- unni um lögbindingu kaup- gjaldsins, hefir stefna Sjálf- stæðisflokksins litið þannig út síðustu árin: Haustið 1939 lýsti Ólafur Thors því yfir, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri því andvígur, að kaupgjaldið væri lögbundið. Það ætti að vera frjálst samn- ingsatriði aðila. í árslok 1940, þegar kaup- gjaldsákvæði gengislaganna féllu úr gildi og samningsfrelsið um kaup og kjör átti aftur að koma til framkvæmda, var Ólaf- ur Thors þess mjög fýsandi í baktjaldaumræðum, sem fram fóru milli hans og Hermanns Jónassonar, að lögbinda kaupið á nýjan leik. Þessu hefir Her- mann Jónasson sjálfur lýst yfir í Tímanum fyrir tveimur eða þremur mánuðum síðan. í september 1941 lýsíu báðir ráðherrar SjáKstæðisflokksins svo og miðstjóm hans sig „ein- dregið fylgjandi” tillögum Framsóknarflokksins um að lögbinda kaupgjaldið, þar á á meðal dýrtíðaruppbótina, án nokkurs tillits til vaxandi dýr- tíðar. í nóvember 1941 greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn' þessum tillögum Fram- sóknarflokksins á aukaþinginu, af ótta við Alþýðuflokkinn, sem neitaði að vera með í slíkri árás á launastéttimar. Iðrun synðarans. T ÖÐRUHVERJU blaði, sem út kemur af „Vísi“, skrifar Árni Jónsson frá Múla um nauðsyn nýrrar þjóðstjómar. Hann er nú loksins kominn að þeirri niðurstöðu, að það sé fullkomin þjóðarnauðsyn, að þjóðstjórn fari nú með völd. Hefir hann verið býsna lengi að átta sig á þessu. Á. J. var einn þeirra manna í Sjálfstæðis- flokknum, sem andvígastur var því á sínum tíma, að þjóðstjórn- yrði mynduð, og lá við sjálft, að hann og hans samherjar gætu hindrað þá stjórnarmynd- un, sem varð í apríl 1939. Hefir hann jafnan síðan verið allra manna eljusamastur við að reyna að spilla því samstarfi og þannig lagt hvað mest til þess, sem nú er orðið, að stjórnar- samstarfið er rofnað og Alþýðu- flokkurinn horfinn út úr sam- starfinu. Er það vel farið, er Ámi sér nú ávöxt verka sinna og ann- arra þeirra, er svipaðrar skoð- unar hafa verið, að hann iðrast nú synda sinna og vill fyrir þær bæta með því að koma á nýrri þjóðstjórn á þeim alvörutímum, sem yfir standa og framundan 'eru. En það mun vera kenning heilagrar ritningar, að svo bezt þýði nokkuð að iðrast synda sinna, að því fylgi sá einlægi ásetningur að láta sig ekki henda sömu afglöpin aftur og gera allt til þess að bæta fyrir hin fjmri afbrot sín, sjá þau eins og þau voru og viðurkenna þau og haga sér síðan betur í fram- tíðinni. Sá, sem iðrast á þann hátt, á vísa umbun í öðm lífi — eða jafnvel þessu, ef af heil- um huga og fullkominni hrein- skilni er iðrast. Ég er Árna Jónssyni sammála um það, að það var hið mesta ólán þjóð vorri, að stjórnarsam- starfið skyldi þurfa að rofna einmitt nú þegar svo sýnist sem iyrir stafni séu stærstu brotsjó- ir heimsstyrjaldarinnar og ekki hefði veitt af, að skipshöfnin væri samhent og skipstjómin ömgg. Ég er honum líka sam- mála um það, að það er svo að kalla eingöngu sökum óhei.Iinda og drengskaparleysis, sem sam- starfið hefir rofnað og að nú er enn erfiðara að koma því á aft- ur en nokkurn tíma var 1939 vegna þeírra atburða, sem gerzt hafa. Ég mun nú hér á éftir leiða Á. J. upp á þá hæð, sem hann getur fengið af útsýni nokkurt yfir sarnstarfsveginn, sem far- inn hefir verið, og séð með hve miklum heilindum hann og hans flokkur hafa unnið gagn- vart Alþýðuflokknum meðan þjóðstjórnin sat að völdum. n. Það var ekki langt Iiðið á samstarfstíma stjórnarflpkk- anna þegar Sjálfstæðismenn fóru að ympra á því, að það bæri að taka utanríkismálin af ráðherra Alþýðuflokksins og fá þau Sjálfstæðisráðherra í hend- ur. Hvað eftir annað var iþetta reynt, fyrst á bak við tjöldin og síðan var þess krafizt opinber- lega í blöðum Sjálfstæðis- manna. Og hver halda menn að , bæri þessa kröfu fram þar? Árni frá Múla. Hann skrifaði um málið stórar greinar í Vísi og færði sitthvað til, sem allt reyndist einskisvert þegar til mergjar var krufið. Heldur nú Á. J., að slík krafa hafi bætt samsturfið? Heldur hann, að hún hafi verið til þess að auka samstarfsviljann í ríkisstjórn- inni? * Eitt af mörgu, sem Á. J. og fleiri Sjálfstæðismenn lærðu í samvinnu þeirra við kommún- ista var það „slagorð“ frá bylt- ingartíma Héðins Valdimars- sonar, að Alþýðuflokkurinn væri dauður, fylgi hans væri^ farið og ekkert væri eftir nema fylgislaus foringjaklíka, sem al- gerður óþarfi væri að taka nokkurt tillit til. Vikum og mánuðum saman var þessi söngur sunginn, bæði í Vísi og Morgunblaðinu og eitt sinn heimtaði Árni Jónsson það í i Vísi, að Stefán Jóhann segði af sér og færi úr stjóminni af því að Alþýðuflokkurinn væri dauður flokkur og ætti því eng- an rétt á því að hafa þar mann lengur. Svo langt náði þessi rógur um Alþýðuflokkinn, að jafnvel Tíminn fór að lepja þetta slúður eftir Sjálfstæðis- blöðunum. Heldur Á. J. að það hafi bætt samstarfið í stjóm- inni og milli flokkanna yfirleitt, samstarfsflokk sinn? Nú hefir að vera með slíkan róg um hann fengið nokkra ráðningu fyrir þetta í sveitarstjómar- kosningunum, en hún á eftir að verða meiri, bæði við kosning- una í Reykjavík, en þó alveg sérstaklega við kosningarnar til alþingis, fari þær fram nú í sumar. * Sjálfstæðismenn létu svo, meðan þeir voru í félagi við kommúnista að véla Dagsbrún út úr Alþýðusambandinu, að þeir berðust fyrir því eingöngu að fá Alþýðusambandið og Al- þýðufokkinn aðgreint til þess allir fengju þar jafna aðstöðu. Um nokkur ár hafði verið um þetta rætt innan Alþýðuflokks- ins og margir menn þar verið þess lengi hvetjandi, að þetta yrði gert, og var ég t. d. einn þeirra. Þegar þetta svo er fram- kvæmt haustið 1940, hvað gera Sjálfstæðismenn þá? Þeir ekki einasta svíkja allar fyrri full- yrðingar sínar um að láta Dags- brún ganga í Alþý ðusanJaandið, heldur kaupa þeir kommúnista, sem þóttust vilja að Dagsbrún færi aftur í sambandið, til þess að hætta við að greiða því at- kvæði, svo að þeir gætu haldið Dagsbrún utan við það, og þann.veikt áfram samtök verka- lýðsins. Eru þetta heilindi Ámi? Var þetta til þess fallið að styrkja samstarf flokkanna? * Eðlileg afleiðing aðskilnaðar Alþýðusambandsins og Alþýðu- flokksins var sú, að breyta varð fyrirtækjum þeim, sem verið höfðu sameign, á einhvem þann hátt, að hvert einstakt félag gæti fengið til umráða það fjár- magn, sem það átti í þessurn fyrirtækjum, sem nú hlutu að hætta að vera sameign þeirra. Var þá valin hlutafélagsleiðin, því eftir henni einni náðist það, að hvert einstakt félag gæti fengið það, sem þvi bar. Hvernig snérist Á. J. og; Sjálfstæðisblöðin við þessu, svo sjálfsagða máli? Jú, dag eftir dag og viku eftir viku skrifuðu þau um það, að „broddar Al- þýðuflokksins hefðu stolið eign- um félaganna". Ekki var skirrzt við því að þjófkenna okkur alla^ Frh. á 6. síðu. , : í janúar 1942 tóku báðir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins svo höndum saman við Framsókn- arráðherrana, og gáfu út bráða- birgðalögin, sem sviftu launa- stéttirnar samningsréttinum, bönnuðu verkföll og stofnuðu lögþvingaðan gerðardóm í þeim yfirlýsta tilganga að hindra alla hækkun grunnkaups frá því, sem það var fyrir áramót, og framkvæmdu þannig raun- verulega kaupkúgunartillögur Framsóknarflokksins frá Iþví í haust, sem Sjálfstæðisflokkur- inn greiddi þá atkvæði á móti. Þetta geta menn nú sagt, að sé stefnuíesta — ekki satt? Og svo kemur sannleikspostulinn Jóhann Hafstein og segir í Morgunblaðinu: „Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ekki hvikað í dýrtíðarmálunum’ ’! En þetta má máske til sanns vegar færa, þrátt fyrir hina ótrúlega hringsnúninga Sjálf- stæðisflokksins í þessum mál- um fyrir opnum tjöldum. Á bak við tjöldin hefir hann sennilega aldrei „hvikað” í þeim ásetningi að vera með hverskonar kúgun- arráðstöfunum til þess að halda niðri kaupi launastéttanna, þótt kjarkinn hafi stundum brostið til þess, þegar á hólm- inn kom. VÍSER gerði í leiðara cínum í gær stækkun Alþýðu- blaðsins að urntalsefni. Þar er stefnu og baráttu Alþýðublaðs- ins lýst á eftirfarandi hátt: ,,í fyrsta lagi beinist barátta þess gegn hagsmunum iands og lýðs, í öðru lagi gegn hagsmunum þeirra einstaklinga, sem blaðið hyggst að berjast fyrir og í þriðja lagi gegn áliti blaðsins sjálfs í augum allra skyniborinna manna“. Þetta þykir Alþýðublaðinu góður dómur með tilliti til þess, hvaðan hann kemur. * Blöðin eru nú farin að bera þess þó nokkum vott, að bæjar- stjómarkosningar eru í nánd í Reykjavík. Það er nú einnig farið að ræða bæjarmálin. í því sgmbandi hefir verið minnst á útsvar Kveldúlfs síðastliðið vor, sem Sj álfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komu sér samah um, að ekk: skyldi vera nema 780 þúsund krónur, þó að honum bæri að greiða 2 milljónir, í samanburði við aðra skattgreiðendur bæjarins. Tíminn reyndi í gær að afsaka þátt Framsóknarflok|csins í þess um ívilnunum við Kveldúlf með eftirfarandi orðum: „Eigendur togaranna í Reykja- vík virtust reiðubúnir að flytja skipin burtu, ef útsvörin væru hærri. A. m. k. voru fiokksbræð- ur þeirra í niðurjöfnunarnefndinni þeirrar skoðunar, og þorðu því ekki að haía útsvörin hærri. Óbreyttum Sjálfstæðismönnum mætti vera það ærið umhugsun- arefni, að þessir máttarstólpar flokksins bera hag bæjarins ekki meira en svo fyrir brjósti, að þeir ætla sér að flytja atvinnutækin burtu, ef það tryggir þeim nokkr- utm þúsundum króna ineira S gróða.” Það eru góðír borgarar, þess- ir máttarstólpar Sjálístæðisr- flokksins. En hefir ekki flokk- ur Tímans kosið þá sér aö bandamönnum x stjórn lands- ins? Skyldu þeir vera eitthvað betri borgarar landsins, en bæjarfélagsins? Það eru önnur áhugaroál, en reykvísk bæjarmál og fslenzb landsmál, sem fylla dálka 5rNýs dagblaðs“ iþessa dagana. Rauðá herinn á Rússlandi á tuttugui og fjögra ára afmæli. í tilefní af því birti „Nýtt dagblað“ á sunnudaginn langa grein, sero nefndist „Stalin var misskil- inn“. Þar eru meðal annars eft- irfarandi orð höfð eftir ein- hverjum ameríkskum rithöf- undí: „Þegar lokasaga þessa hildar leiks verður skráð, er mjög senni legt að Stalins verði getið sem mikilmennisins er frelsaði hinn siðaða heim frá tortímingu með glæsilegri herkænsku og dýpii stjórnvizku en nokkur þjóðhöfð- ingi hefir nokkru sinni sýnt á dög- um hættu og þrenginga, þrátt fyrir margvíslegan andróður. Hér má vera að fullmikið sé sagt. En þó sá tími sé enn ekkx kominn, að samþykkt verði með öllum atkvæðum að taka Stalin í helgra manna tölu sem frelsara mannkynsins, virðast aliar þessar skýringar gáfulegar og á góðumi rökum byggðar". Hversu hressandi, að hafa von um iþað, að dýrkun helgra manna verði tekin upp á ný, svo að ekki sé nú minnst á hittf að fá Stalin í tölu þeirra!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.