Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 2
 (. r. ffT ■»«r\ ' ■'’* ’’ "* ^ •"•: .11.' Eftir bæjjarstjóriiarkosniiigarnar? Sjálfstæðisflokknrlnn vtll hætta Ární frá Múla býður npp á verzlum með „réttlætismálið“, ef Framsókn vill fall- ast á áframhaldandi frestun kosninga! Og stingur upp á uýrri þjöðstjórn frá Sjálfstæðismönnum til Kommúnista! Tðxtur í fiskiskipa- fiota Keflvikinga. Tveir nýir vélbátar á sjó. TVEIR vélbátar hlupu ný- lega af stokkunum hér í Keflavík. Heita þeir „Hilm- ir“ og „Anna“. Vélbáturinn „Hilmir“ er 29 smálestir að stærð, með 90 hest afla Bolindervél. Formaður á 4 bátnum er Erlendur Sigurðsson. Báturinn kostar 120 þúsund krónur, að því er eigandi báts- ins, Sigurbjörn Eyjólfsson, út- gerðarmaður hefir tjáð mér. „Anna“ mun vera 26 smálestir að stærð, með 90—120 hestafla Delta-Dieselvél: Formaður á önnu er Kristján Konráðsson. Að því er eigandi Önnu, Sig- urður Guðmundsson, hefir sagt mér, mun bátin*inn kosta 140 þúsund krónur. Sigurður Guðmundsson skipa (Frh. á 7. síðu ) AHRIF BÆJARSTJÓRNARKOSNINGANNA hér í Reykjavík á landsmálapólitíkiiia hafa ekki látið bíða lengi eftir sér. Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem einnig á sæti í miðstjóm hans, Ámi frá Múla, fór bein- línis fram á það í Vísi í gær, að hætt yrði yið að láta kosn- ingamar til alþingis fara fram í vor. Svo mikið hefir honum orðið um það skakkafall, sem flokkur hans varð fyrir á sunnudaginn var við kosningamar hér í Reykjavík. í sambandi við þessa uppástungu hafði Ámi beinlínis í hótunum við Framsóknarflokkinn, sem eins og kunnugt er lýsti því yfir opinberlega fyrir stuttu síðan, að hann teldi alþingiskosningar óhjákvæmilegar í vor. Er hótun Áraa í því fólgin, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli taka upp kjördæma- málið, ef Framsókn verði ekki við óskiun hans um að hætta við alþingiskosningar í vor. . Þessi hótun Sjálfstæðisflokksþingmannsins er ákaflega eftir- tektarverð. Hún sýnir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið og er enn reiðubúinn til þess að verzla með kjördæmamálið, réttlætis- málið, eins og hann hefir kallað það hingað til, við Framsókn. Sjálfstæðisfíokkurinn á að fá áframhaldandi frestun almennra kosninga til alþingis. En í staðinn ætlar hann að svíkja réttlætis- málið um óákveðinn tima, þannig, að Framsókn haldi þeim sér- ‘réttindum, sem hún hefir í krafti ranglátrar kjördæmaskiptmar. Fyrsti fnndnr nýjn bæjar- stjórnarinoar baldinn i dag. .-.—.-.4-.-.. ' Borgarstjóri verður kosinn á fundinum. —...............-..■»...... jO YRSTI fundur hirniar nýju bæjarstjómar er í dag og .-*• em 26 mál á dagskrá, þar á meðal kosning borgarstjófa til fjögra ára, kosning bæjarráðs, forseta bæjarstjómar, skrifara, framfærslunefnda og fleiri fastra nefnda. Loks í gær var lokið við að reikna út atkvæði þeirra manna, sem kosnir voru aða.1- julltrúar og varajúlltrúar við bæjarstjórnarkosningarnar á sunnudaginn. Þetta er allflók- inn útreikningur, enda hefir staðið nokkuð á honum. Það, sem tekur mestan tíma, er að reikna út breytingarnar, sem verða á atkvæðatölunum við það að menn eru strikaðir út og breytt er um röð á listunum. Á A-lista voru litlar breytrng- ar. Fulltrúar Alþýðuflokksins fengu atkvæði eins og hér segir: Haraldur Guðmundsson 4201 atkvæði. Jón Axel Pétursson 4058 at- kvæði. Soffía Ingvarsdóttir 3319 at- kvæði. Varafulltrúár eru: Sigurður Ólafsson, Jón Blöndal og Matt- hias Guðmundsson. Atkvæði þeirra, sem skipuðu B-listann, voru ekki reiknuð út nákvæmlega. En vegna breyt- inga, sem gerðar voru á listan- um, fékk efsti maðurinn, Jens Hólmgeirsson, færri atkvæði en annar maður listans, Hilmar Stefánsson bankastjóri. Á C-lista voru líka tiltölulega litlar breytingar. Fulltrúarnir fengu atkvæði eins og hér ségir: Sigfús Sigurhjartarson 4553 atkvæði. Bjöm Bjamarson 4397 atkv. Katrín Pálsdóttir 4246 atkv. Steinþór Guðmundsson 4098 atkvæði. Varafulltrúar flokksins eru Einar Olgeirsson, Stefán ög- mundsson, Sigurður Guðnason og Guðjón Benediktsson. Á D-lista voru gerðar miklar breytingar: Þó munu þær ekki hafa nein veruleg áhrif á út- komuna. Þannig var Gunnar Þorsteinsson kosinn, en ekki Bjarni Benediktsson, eins og haldið var í fjnrstu, enda mun- (Frh. á 7. síðu ) Árni frá Múla reynir að rök- styðja kröfu sína um áfram- haldandi frestun alþingiskosn- inga með því, að ástandið sé svo alvarlegt, að ekki megi stofna til þeirra átaka, sem kosningum til alþingis hlyti að verða samfara. Hann segir: „Eftir að bæjarstjórnarkosn- ingar eru nú um garð gengnar, væri ef tii vill ekki úr vegi, að við gæfum okkur andartaks-tóm til þess að athuga okkar gang í ró og næði, áður en lagt er út í nýja og stórfelldari baráttu. Það liggur svo að segja í hlutar ins eðli, að kosningar geta ekki farið fram, án þess að viðsjár flokka á milli og sundrung magn ist. Hver flokkur keppir jöfnum höndum við að mikla sinn eig- ín málstað, og gera sem minnst úr málstað andstæðingsins. Þá er ekki leitað því sem tengir, heldur því sem skilur. Við höf- um fengið svo áþreifanlegar sannanir fyrir þessu f undan- genginni kosningabaráttu, að þarflaust er að fara um það fleiri orðum. Nú er spurningin þessi: Meg- um við, eins og á stendur, við því, að magna sundrungina í þjóðfélaginu? Væri það ekki okkur öllum fyrir beztu, að hætt yrði um sinn, að leita að ágrein- ingsefnum, en leitað í þess stað af fullri einlægni að því, sem komið gæti á einingu og friði um innanlandsmálin“. . Eftir. allan þeraian vaðal sting ur Ámi frá Múla upp á því, að (Frh. á 7. síðu.) sölu á allri síld fær einka- til Ameriku. RÍKISSTJÓKNIN hefir nú löggilt síldarútvegsnefnei, sam- kvæmt umsókn hennar, til þess að hafa einkasöíts á .úim sííd, sem söltuð verður fyrir Ameríkumarkað á árinu 1942. Er það ráðuneyti Eysteins Jónssonar, sem ákvörðun hef- ir tekið um þetta, en imdir hann heyra nú síldarmálin, síðan endurskipun stjórnarinnar fór fram eftir nýjárið. Eins óg öllum er enn í fersku minni, neitaði Ólafnr Thors síldarútvegsnefnd í fyrra um Iöggildingu til þess að hafa á hendi einkasölu á matjessíld til Amqríku það ár, enda þótt nefndin hefði frá upphafi haft einkasölu á henni. Hafði Ól- afur Thors leitað hófanna hjá nefndinni um að hún gerði bróður hans, Thor Thors, þá verandi aðalræðismann í New York, að aðalumboðsmanni sinum í Ameriku, og þegar sild- arútvegsnefnd neitaði að láta stjórnast af slíkum fjölskyldu- sjónarmiðum ráðherrans, svaraði hann með því, að svipta nefndina einkasölunni. Engu að síður tók síldarútvegsnefnd á árinu, sem leið, að sér síldarsöluna í stórum stíl fyrir síldarsáltendur, og mun hafa selt um tvo þriðju állrar síldar, sem út var flutt Tveir verkamenn haod- íeknir fyrir að skoða ílugvél Þeir voru grunaðir um að hafa haft skemmdarverk i huga. .......... Vlðtal við verkamennina, eftir að peir vorn láfnlr lansir I §ær» SÁ ATBURÐUR gerðist á flugvellinum hér 1 Reykjavík síðastliðinn mánudag, að tveir íslenzkir verkamenn, ívar Guðlaugsson, Tjamargtöu 10 A hér í bænum, 33 ára gamall, og Jón Þorkelsson til heimilis á Vesturbraut 10 £ Hafnarfirði, rúmlega tvítugur, voru teknir höndum t af brezkri herlögreglu og fluttir í fangelsi hersins á Kirkju- sandi, og ekki látnir lausir fyr en á hádegi í gær. Alþýðublaðið hitti báða þessa menn að máli heima hjá ívari, skömmu eftir að þeir voru látn- ir lausir, og fékk hjá þeim upp lýsingar um þennan atburð. Þeim sagðíst svo frá, að um klukkan 12 á mánudaginn hefðu þeir borðað miðdegismat sinn í byrgi, sem til þess er ætlað fyr- ir verkamenn, á flugvellinum. Eftir að þeir höfðu matazt gengu þeir aftur til vinnu sinnar og mun það hafa verið um 10 mín- útum fyrir klukkan 1. Þarna rétt hjá stóð tveggja hreyfla flu^vél. Var flugvélin svo ná- lægt vinnustað þeirra, að þegar ekið var efni til vinnunnar, fóru bifreiðarnar rétt hjá henni. Þeir félagamir gengu framan að f lug /élinni og staðnæmdist Jón fram an við hana, hjá öðrum hreyflin um, og skoðaði furðuverkið, en ívar gekk undir annan vænginn og staðnæmdist við aftanverða vélina og skoðaði hana einnig. Þeir taka það báðir skýrt fram, að þeir hafi alls ekki farið upp á flugvélina-og því síður upp í hana. Ennfremur minnast þeir þess alls ekki, að þeir hafi snert við vélinni með höndum eða á annan hátt. Engan vörð sáu þeir þama nærstaddan. Stóðu þeir heldur alls ekki í þeirri meiningu, að þeir væru að aðhafast neitt sak- nærnt. En rétt í þessum svifum ber þama að brezkan vörð, sem mun hafa verið staddur í flugskýli» sem er þama nálægt, og geng- ur hann til Jóns og bannar hon- um að vera að skoða vélina og bendir þeim að fara burtu. Síð- an ganga þeir báðir' til vinnut sinnar, ívar og Jón, Vissu þeir nú ekki annað ea að þetta mál væri úr sögunnL En þegar þeir höfðu unnið & 10—15 mínútur koma til þeirra brezkir hermenn og táka þá fitsta. Var fyrst farið með þá á skrifstofu flugvallarins, og dvöldu þeir þar til klukkan um 5 síðdegis á mánudag, ári 'þess þó að vera yfirheyrðir, en þá voru þeir fluttir í fangahús hers ins á Kirkjusandi. Ekki vora þeir samt yfirheyrðir fyrri em síðari hluta þriðjudags. Við yfirheyrzluna vora ,þeii’ spurðir margra spuminga og virtist þeim að Bretar hefðu þá sterklega grunaða um að hafa haft í hyggju einhverjar skemmdir á flagvélinni. Þeir félagamir voru aftur yf- irheyrðir í gærmorgtm og vora jrfirheyrslumar yfir Jóni sér- staklega langar og strangax. Um hádegi í gær var þeim loksins sleppt, ári frekari til- kynningar en þeirrar, að þeir myndu ekki fá vinnu framveg- (Frh. 6 7. sðfa.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.