Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 4
AU»YÐllBLAjDtD Fimtatmiagiu 19. nan IMt fUþijðtiblaðÍð Útgefandi: Alþýðaflokkorinn Ritstjóri: Stefán Pjetnrsson Ritstjórn og afgreiðsla I Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Sambúðin við setuliðin. ÞAÐ verður ekki talið að ó- fyrirsynju, að alþingi iaefir tekið til alvarlegrar í- hugunar og umræðu sambúð okkar við hin erlendu setulið. Þetta mál hefir nú verið rætt á alþiúgi í þrjá daga fyrir lukt- um dyrum, og þó að ékki verði látið uppskátt það, sem gerist á lokuðum fundum alþingis, þá er víst, að þetta mál hefir ver- ið rætt frá öllum hliðum og allar líkur benda til, að ríkis- stjómin muni ræða þessi þessi vandamál við stjómir setuliðanna. Tveir íslendingar hafa nú fallið fyrir byssukúlum setu- liðsmanna. Báðir þessir at- burðir eru hörmulegir. Margir mánuðir eru nú liðnir síðan fyrri maðurinn var skotinn til bana, en íslendingum hefir ekkert verið skýrt frá því, ,— hvernig þvf lyktaði fyrir dóm- istólum setuliðsins, sem í hlut átti. Atburðurinn s.l. laugardags- kvöld sýnir ótrúlegan hrotta- skap þess setuliðsmanns, sem í hlut átti. Það má vera, en um það er þó ekkert upplýst, að um einhvern misskilning hafi verið að ræða milli varðmann- anna beggja og þeirra tveggja, sem sátu í bifreiðinni. Það getur verið, að varðmennirnir báðir, eða annar þeirra, hafi ætlazt til þess, að þeir félag- arnir stöðvuðu bifreiðina; an aðfarir hermannsins, sem skaut beint af augum á bif- reiðina, ofarlega, þar sem hann hlýtur að hafa vitað, að mesi- ar líkur myndu vera til þess að slcotið hitti þá, sem voru. í bifreiðinni, er gjörsamlega óaf- sakanlegt. — Varðmaðurinn hlaut að vita, að hann gat stöðvað bifreiðina með því að skjóta á hjól hennar, og að þar með myndi hann hæglega geta haft í fullu tré við þá, sem í henni voru. En þetta gerði her- maðurinn ekki. Hann skaut vís vitandi á íslendingana með þeim afleiðingum, - að annar lét lífið. Það er sjálfsagt að játa það, að margir íslendingar koma ó- gætilega fram gagnvart setu- liðsmönnum. Þetta stafar eklri sízt af því, að íslendingar þekkja alls ekki þær reglur, sem gilda meðal herja. Hér hafa öldum saman ekki sézt vopn og hér hefir aldrei ríkt hermennskuandi. Þetta verða stjórnir setuliðanna að skilja og hegða sér samkvæmt því, ef þær vilja ekki, að við íslend- JÓN BLÖNDAL: Skipting striðsgróðans YMSIR eldri hagfræðingar hafa haldið því fram, að grundvallarlögmálið fyrir tekju- skiptingunni í þjóðfélaginu væri það, að menn fengju tekjur í hlutfalli við þá vinnu og þann sparnað, sem menn inntu af hendi (eða nánustu ættingjar þeirra). í raun og veru væri ekki um fleiri þætti framleiðslunnar að ræða en þessa tvo, vinnu og sparnað. Má jafnvel segja, að á tímabili væri þetta sú skoðtm, sem mestu fylgi átti að fagna á meðal hagfræðinganna. Kagfræði nútímans hefir þó horfið frá þessum kenningum, enda þótt hún viðurkenni mik- ilvægi þessara tveggja fram- leiðsluþátta. Eigi hins vegar að leggja þessa kenningu til grund- vallár í nútímaþjóðfélagi, verða undantekningarnar svo margar, að lítið verður eftir af megin- reglunni. Yfirleitt kemur mönn- um saman um ,það, að þessar kenningar hafi ekki verið strangvísindalegar skýringar á lögmálunum fyrir tekjuskipt- ingunni í auðvaldsiþjóðfélaginu, heldur tilraunir til þess að rétt- læta hana, gefa henni siðferði- legan grundvöll. Var ekki öllum boðum réttlætisins framfylgt, ef tekjunum var skipt í hlutfalli við iþað erfiði, sem menn höfðu á sig lagt, eða þá afneitun, sem menn höfðu sýnt með því að spara nokkum hluta iþeirra tekna, sem þeir höfðu aflað með vinnu sinni? Enda þótt viðurkennt sé, að tekjuskiptingin fari raunveru* lega eftir öðrum lögmálvun, að tekjur hinna einstöku þegna þjóðfélagsins fari ekki eftir því, hversu mikla vinnu þeir leggja fram eða hversu mikla afneit- un 'þeir sýna, þá er samt sem áð- ur nokkur réttur siðferðilegur kjarni í þessari kenningu, og hann hefir sína þýðingu, þótt hann sé ekki hagfræðilegt lög- mál. Tekju- og eigna-skipting, sem brýtur mjög í bága við þetta siðferðilega lögmál, er frá sjón- armiði alls fjöldans ranglát og óheppileg. Þetta er í raun og veru eitt af grundvallaratriðun- urú í hinni lýðræðislegu (demo- kratisku) lífsskoðun nútímans. Ef þessi siðferðislega regla er ekki í gildi, þá er ekki fullnægt þeim grundvallarreglum um efnahagslegt jafurétti, sem er ein af grundvallarkröfum lýð- ræðisstefnu nútímans. Athugum þetta svolítið betur. Hver er mótsetning þess, að tekjumar skiptist í hlutfalli við vinnu og afneitun? Blún er sú, þegar eignirnar safnast á hend- ur fámennrar eignastéttar, sem ( fær megnið af tekjum sínum án þess að vinna. Eignirnar eru á- vísanir á afköstin af vinnu ann- ara manna. Ef eignirnar hafa myndazt á þann hátt, að menn hafa frestað því að nota afrakst- urinn af vinnu sinni, þá er ekki brotið í bága við fyrrgreint siða- lögmál. En myndun stóreigna a. m. k. undir þeim skilyrðum, sem við eigum við að búa, á venjulega rætur sínar í allt öðr- um aðstæðum, sem ég ætla ekki að rekja hér; þær liggja öllum í augum uppi. En hvert það þjóðfélag, sem vill lifa í samræmi við skoðan- irnar um efnáhagslegt jafnrétti þegnanna, hlýtur að vinna gegn því að innan þess myndist fá- menn stóreignastétt, sem eigi kröfu á verulegum hluta þ jóðar- teknanna um ókomna framtíð, eigi kröfu á hendur hinum eignalausu launastéttum, án þess að þurfa að leggja fram neina viimu sjálf, sem réttlætt geti kröfur hennar á aðrar stéttir. n. Ég geri ráð fyrir, að ýmsum finnist iþessi almenni formáli orðinn óþarflega langur og sjái ekki í fljótu bragði hvað hann við kemur skiptingu stríðsgróð- ans. Skal ég því reyna að kom- ast að efninu. Síðan stríðið hófst hefir ís- lenzka þjóðin borgað upp allar lausaskuldir sínar erlendis og nokkuð af fastaskuldum og auk þess safnað gjaldeyrisforða er- lendis, sem nemur hátt á annað hundrað milljón króna. Sam- tímis hafa að vísu sum fram- leiðslutæki landsins gengið úr sér, þar sem skortur hefir verið á efnivörum til <þess að endur- nýja þau. Samt sem áður hefir heildar- niðurstaðan orðið stórkostleg eignaaukning íslenzku þjóðar- innar — eða stríðsgróði, ef menn vilja heldur það heiti. — Þessi eignaaukning íslenzku þjóðar- innar verður fyrst um sinn inni- eign hjá stríðsþjóðunum, en ís- lenzkir borgarar hafa fyrir milligöngu bankanna fengið eignarrétt yfir tilsvarandi upp- hæðum í íslenzkum krónum. Þessi óhemju mikli stríðs- ingar fáum þá hugmynd, að fullt sé af stigamönnum í setu- liðunum. Hins vegar verður að leggja áherzlu á það, að nauð- synlegt er, að íslendingum séu gerðar kunnar þær reglur, sem fara á eftir í umferð nálægt stöðvum setuliðarma. Það er ekki hægt að ætlast til þeös, að við getum hagað okkur sam- kvæmt reglum, sem við þekkj- um ekki. Loks verðúr að minna ís- lendinga á það, að það er lífs- nauðsyn, að þeir sýni setuliðs- mönnum ekki neina ókurteisi eða ágengni. fslendingar hafa að yfirgnæfandi meirihluta samúð með þeim málstað, sem þeir herir, sem hér eru, berj- ast iyrir. Það ætti því að vera þeim ljúft, að sýna eins mikla nærgætni og frekast er unnt, þótt eðlilegt sé, að þeir ætlist til sömu nærgætni af hálfu setuliðsins. Það er ótrúlegt að ekki sé hægt að koma í veg fyrir árekstra, eins og þá, sem tíðkazt hafa undanfarið. gróði hinnar íslenzku þjóðar — hvað sem hann kann nú að verða langær — er skapaður svo að segja algerlega af ytri atvikum, sem við höfum að engu leyti getað við ráðið. Engin einstök stétt eða einstaklingar geta með réttu þakkað ftann dugnaði sín- um eða fyrirhyggju nema að mjög litlu leyti. Þó má segja, að hann hafi því aðeins skapazt að sjómannastéttin íslenzka hefir verið reiðubúin til þess að leggja I í hættu líf og limi, og aðrir ís- lenzkir verkamenn verið fúsir til þess að leggja á sig aukið erf- iði með lengdum vinnutíma og helgidagavinnu. Þessar stéttir og aðrar, sem hafa lagt fram krafta sína í auknum mæli til þess að afla hinna auknu tekna þjóðarinnar, eiga siðferðilega kröfu á verulegum skerf stríðs- gróðans, en aðrar ekki. Stríðsgróðinn ætti því að réttu að miklu leyti að tilheyra hinni íslenzku þjóð sem heild og stjórnendur landsins ákveða í raun og veru með þeirri fjár- málastefnu, sem þeir fylgja, hvemig honum er skipt milli hinna einstöku stétta þjóðfélags- ins. \ HI. 'Hvemig hefír nú til tekizt um skiptingu stríðsgróðans? Þann- íg, að fyrirsjáanlegt er, að hér í landinu er að myndast fámenn stóreignastétt, sem í íramtíðinni getur krafið aðra borgara þjóð- arinnar um verulegan hluta af tekjum sínum í krafti eignarétt- arins, án þess að þurfa sjáif að leggja fram nokkra vinnu. Hér fcefir myndazt meirí misskipt- ing auðs og tekna heldur en nokkru sinm eru dæmi til í sögu landsins áður, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrír þjóðlíf vort í framtíðinni. Við eigum nú þegar hóp af milljónamær- ingum. Þessi skipting þjóðarteknanna síðan stríðið hófst og stríðsgróð- inn fór að flæða yfir landíð, er í eins hróplegu ósamræmi við þær siðferðilegu grundvallar- reglur fyrir tekjuskíptingunni, sem ég nefndi óður, eins og hugsazt getur. Enda þott menn kunni að greina allmjög á um eftir hvaða reglum væri réttlát- ast að skipta þjóðartekjunum, þá mun torvelt að finna nokk- urn mann, sem vill halda því fram, að sú skipting, sem átt hefir sér stað á þjóðartekjun- um síðan stríðið hófst, uppfylli lágmarkskröfur til réttlátrar tekjuskiptingar. Það, sem mestu hefir ráðið um tekjuskiptinguna, hefir ver- ið það, hvort menn höfðu £ stríðsbyrjun eignarhald á ein- hverju framleiðslutæki eða ráku atvinnurefestur í einhverri mynd. Meginhluti stríðsgróðans, sérstaklega þó til iþess að byrja Frh. á 6. síðu. TIL viðbótar þeim blaðaum- mælum um úrslit bæjar- stjórnarkosninganna í Reykja- vík, sem birt voru í gær, skulu eftirfarandi ummæli Timans til færð. Hann skrifar: „Alþýðuflokkurinn gerði and- stððuna gegn gerðardómslögunum að aðalmáli sínu í þessum kosning- ur. Þess vegna dró hann ráðherra sinn úr ríkisstjóminni og gerði aðrar „hundakúnstir“ til þess að vekja sem mestan hávaða og æs- ingar í þessu máli." Einhverjum myndi nú finn- ast orðið „hundakúnstir“ eiga betur við lausnarbeiðni Her- manns Jónassonar og Eysteins Jónssonar í haust, en við fráför Stefáns Jóhanns Stefánssonar núna eftir nýjárið. Því hið fyrr- nefnda var ekkert annað en lodd araleikur: Framsóknarráðherr- arnir voru innan skamms aftur komnir í stjómina, þó að þeir að vísu gerðu það með þeim frumlega hætti, að lýsa um leið yfir ,,ábyrgðarleysi“ sínu á stjórninni.' Hið síðarnefnda, frá- för Stefáns Jóhanns Stefánsson ar vegna gerðardómslaganna, var hinsvegar full alvara, eins og viðburðirnir hafa síðan sýnt. Og enn skrifar Tíminn um úr- slit bæjarstjómarkosninganna: „Fylgisaukning kommúnista stafár að einhverju leyti af því, að Rússlandsstyrjöldin hefiir gert ýmsa mildari í garð „félaga Stal- ins“. Þessu fólki hefir fundizt, að vegna þess, að Stalin er að berjast við Hitler, þá sé hann að berjast fyrir lýðræðið. Þetta er höfuðmis- skilningur. Stalin er að berjast fyrir sig og harðstjórnarfyrirkomu- lag sitt og þótt rússneska þjóðin fylgi honum frekar en Hitler, er það ekki sökum neinnar sérstakr- ar ánægju hennar með kommún- ismann, en hún kýs frekar innlent en útlent einraíði. — Það er víst, að sigri Stalin Hitler, verður hann sami fjandmaður lýðræðisins og Hitler er nú. Þá hefjast engu minni átök milli lýðræðisstefnunnar og kommúnismans en nú eru milli hennar og nazismans. Þess vegna ætti enginn að rugla saman lýð- ræði og kommúnisma, þótt atvikin liafi hagað því svo, að formælend- ur þessara stefna séu bandamenn » bráð. Annars er fylgisaukning komm - únista aðallega afleiðing af þeirri upplausn og rotnun, sem fylgir slíku styrjaldar- og peningaróti og hér er nú. Öfgarnar eiga jafnan gott uppdráttar á slíkum tímum '" Það er mikið rétt í þessum um mælum Tímans. Aðeins hefði það verið æskilegt, að blaðið hefði jafnframt sýnt, að það gerði sér ljóst, að það er fyrst og fremst sú „upplausn og rotn un“, sem hefir komið fram í ein- ræðisbrölti og kúgunartilraun- um Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksstjómarinnar, sem hlaðið hefir undir kommúnistana við þessar bæjarstjómarkosningar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.