Alþýðublaðið - 21.03.1942, Page 7

Alþýðublaðið - 21.03.1942, Page 7
XAUgardágiU’ 21. marz • 1942. AL»YBUBLAÐ!S A' , ;•. !Vi- • iBærinn í dag.; Næturlœktiir er KJartan Ólaís- son, Lækjargötu 6 B, sími 2614, Næturvöröur er í Iðuiuiarapó- teki.. ÚTVARPIÐ: 12,15—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 18,30 Dönskukennsla, 2. fl. 19,QO Enskukennsla, 1. fl. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 2ÖÍ30 Lleikrit: „Enginn", eftir ? Sven: Borberg (leikstjón Lárus Sigurbj örnsson). 21,20 ÚtvarpstríóiiS: Einleilcar og tríó. 21,40 Hljómplötur: Danslög. 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Kaffikvöld A-listans var í Alþýðuhúsinu í fyrrakvöld. Var þar .saman komið fólkið, sem unnið hafði að kosningaundirbún- ingi fyrir A-listann á kjördag og fyrir hann. Samkoman fór hið bezta fram, margar ræður voru haldnar, en síðan sungið og dans- að fram á nótt. Ríkti þarna mikið fjör og áhugi fyrir áframhaldandi starfi fýrir Alþýðuflokkinn. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað á morgun kl. 2, sr. Árni Sigurðsson.i Unglingafélagsfundur kl. 4 á venjulegum stað. Umræður, upplestur, saga o. s. frv. Veðreiðagarpurinn heitir gamanmynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Dick Powell, Anita Louise og Ronald Reagan. Lögin eru leikin af Louis Armstrong og hljómsveit hans. Útflutningurinn 1 síðastliðnum janúarmánuði nam samtals kr. 13 001 940. En á sama tíma í fyrra nam hann sam- tals kr. 18 470 170. Mest var flutt út til Bretlands, eða fyrir kr. 10 276 260, en þar næst til Banda- ríkjanna, eða fyrir kr. 1 813 900. Tölur þessar eru samkvæmt bráða- birgðaskýrslu frá Hagstofu íslands. Samtíðin, 2. hefti þessa árgangs er nýkom- ið út. Efni: Hvers konar lygari er- uð þér? Gísli Ólafsson: Út um vík- ur og voga, MJl.-kvartettinn 10 ára, Steindór Steindórsson: Öræfin, aflgjafi og orkulind, Gerald Kersh: Saga af mús, Helgi Konráðsson: Sýslufundarvika Skagfirðinga o. m. fl. Hallgrímsprestakall á morgun. Kl. 10 f. h. sunhudagaskóli í Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu. Kl. 11 f. h. barnaguðsþjón- usta í bíósal Austurbæjarskólans, sira Sigurbjörn Einarsson. Kl. 2 e. h. messað á sama stað, síra Jakob Jónsson. Kvenfélag Hallgríms- kirkju heldur fund eftir messu. Skátar. Stúlkur og piltar. 7 sýniferð skátanna hefst á sunnudag 22. þ. m. kl. 1,45 frá Miklagarði. Mætið öll, mætið í búningi. HækkDD ðrorkabóta og dðnarböta. Jafndægur er í dag. Vor byrjar. UMRÆÐURNAR Á ALÞINGI Framhald af 2. síðu. Gísli Sveinsson sagði, að það myndi verða mjög erfitt fyrir þingmenn, að greiða atkvæði á móti þessum tillögum og sagð ist furða sig á, að til dæmis hlut ^fallskosningin í tvímennings- kjördæmimum væri ekki fyrir löngu kominn á. Báðir þessir ræðumenn lýstu sig því þó sam þykka, sem forsætisráðherra stakk upp á í fyrra dag, að nefnd yrði skipuð í málið inn- anþings, og undir það tók einn- ig Jakob Möller. ' (Frh, af 2; síðu.) tryggingarfróðra manha ér rík- isstjómin velur. Greinargerðin gefur glögga hugmynd um þetta mál og er hún svohljóðandi: „Mönnum hefir lengi verið það ljóst, að einn af aðalgöU- um alþýðutryggingalaganna er það, hversu lágar dánar- og örorkubætur eru greiddar fyr- ir slysatryggða menn. Hefir það verið alménn skoðun þeirra, sem til þekkja áð þessi þáttur trygginganhá þyrfti að vera með því fyrsta, Sem tek- inn væri til gagngerðrar end- urskoðunar. Þegar slysahætta sjómanna margfaldaðist í byrjun stríðs- ins, kom öllum saman um, að eigi yrði unað við hin- ar lágu bætur alþýðutrygginga- laganna, og varð þá að sam- komulagi, að taká hér upp svipaðar stríðsslysabætur, sem þá tíðkuðust á Norðurlöndum. Var þó ekki tekið tillit til verð lagsmismunar hér á Norður- löndum. Samt sem áður varð þessi breyting til þess, að bæt- urnar urðu 3—4 sinnum hærri en þær höfðu verið áður. Síð- ar voru bæturnar enn hækkað- ar með frjálsu samkomulagi, þannig, að teknar voru upp líf- eyristryggingar fyrir sjómenn á1 farskipum og hinum stærri fiskiskipum. Það skipulag, sem nú er á bótagreiðslunum, hefir aðallega 3 galla: 1) Hinar almennu dánar- og örorkubætur eru allt of lágar. 2) Það er oft miklum vafa bundið að úrskurða hvaða slys beri með réttu að telja stríðs slys og hver ekki, og geta úr- skurðir um þetta atriði oft vald- ið mikilli óánægju. 3) Hinn stórkostlegi munur, sem gerður er á bótum fyrir stríðsslys og önnur slys er alveg óeðlilegur og ósanngjarn. Þörf hinna slösuðu og aðstandenda þeirra á slysabótum fer ekki eftir því hvaða orsakir hafa valdið slysinu, hún er hin sama, hvort sem hernaðaraðgerðir valda því eða ekki. Úr þessum annmörkum er frumvarpi þessu ætlað að bæta Er aðalatriði þess, að dánar- og örorkubætur samkvæmt al- þýðutryggingarlögunum eru hækkaðar til samræmis við þær bætur, sem greiða ber sam- kvæmt lögum nr. 66 7. maí 1940 um stríðsslysatryggingar sjómanna. Er hér að vísu um allmikla hækkun að ræða, en þó eigi meiri en svo, að atvinnuvegim- ir geti auðveldlega borið hana eins og hagur þeirra er nú. Flutningsmönnunum er það Ijóst, að ýms vandamál em í sambandi við þessa breytingu og að hún getur varla talizt annað en aðkallandi bráða- birgðalausn þessa máls og að löggjöf þessi öll þarf vandlegrar endurskoðunar áður en mjög langt líður. Eittf af þeim vandamálum, sem upp koma f þessu sambandi er það, hvemig heppilégast sé að haga bótagreiðslunum svo þær megi koma að sem mestum notum. Víðast hvar á Norður- löndum mun nú vera greiddur lífeyrir, en ekki fastar upp- hæðir í eitt skipti fyrir öll. Má segja að hvorttveggja skipu- lagið hafi ýmislegt til síns gild- is. Flutningsmenn vilja þó ekki að svo stöddu víkja frá þeirri aðalreglu, sem gilt hefir’í hinni íslenzku slysatryggingu, að, greiða bæturnar í einu lagii Hins vegar leggja þeir til að sett verði nefnd til þess að at- liuga gaumgæfilega þetta atriði til næsta reglulegs alþingis. Hins vegar telja flutningsmenn svo brýna þörf á að lagfæra það misræmi, sem nú er ríkjandi í lessum málum, að eigi verði óeðið eftir slíkri endurskoðun." á Blaöamannaíielinsókn Bessastöðnm. Framhald af 2. síðu. nýtt anddyri sett framan við. Herbergjaskipun hefir nokkuð verið breytt, er t. d. fordyri með stiga upp á loftið, með nýju sniði og mjög smekklega gert. Áður hafði verið slegið neðan á bita í loftum, en nú eru loft- bitarnir látnir njóta sín, og er það miklu fallegra. (Sjáið myndirnar.) Það sem einkum dregur þó að sér athygli géstsaugans, er húsgögnin. Verður ekki annað sagt en að val þeirra hafi vel tekizt. Eru flest þeirra fengin fxá. Englandi,- með umsjón brezkra sé^fræðinga, en auk þess eru auðvitað húsmunir annarsstaðar að. Margt af þessu eru hinir mestu kjörgripir, forn ir og vandaðir. Ríkisstjóri benti okkur til gamans á tvo stóla, sem Sir Oliver Lodge hafði átt. Málverk á veggjum eru yfir- leitt íslenzk og flest eign Þjóð- minjasafnsins. í forsal, uppi, eru eingöngu andlitsmyndir eft- ir Kjarval. — Virðist alls stað- ar vera ákjósanlegt samræmi milli húsgagna og byggingarlags hins gamla húss. Þau herbergin, sem vönduð- ust eru að húsbúnaði, eru að sjálfsögðu niðri, móttökusalur og skrifstofa ríkisstjóra, og svo borðsalur, sem er stærsta her- bergið í húsinu. Uppi eru svefn- herbergi ríkisstjórahjónanna og barna þeirra, dyngja ríkisstjóra frúarinnar og gestaherbergi. Úti við hafa ýmsar umbætur verið gerðar, sléttað umhverfis húsið, gangstígur, lagður o. fl. Norður á túhinu er verið að reisa nýtt starfsmannahús í sama stíl og aðalhúsið. Blaðamennirnir litu einnig inn í kirkjuna. Hún er mikið hús, en mörgu er ábótavant, sem eflaust verður lagað síðar, Þó var kirkjan í enn verra ástandi, en fyrri eigandi jarðarinnar, Sig urður Jónasson forstjóri lét gera allmiklar lagfæringar á henni. Gunnlaugur Halldórsson húsa smíðameistari hefir séð um um- bætumar á húsinu líka þær, sem Sigurður Jónasson lét gera áð- ur en hann sýndi ríkinu þá rausn að gef a því Bessastaði fyr- ir ríkisstjórasetur. Blaðamennirnir fóru frá Bessa stöðum um kl. 5.30 eftir góðar viðtökur. Vísitalan. Frh. af 2. síðu. ræðæ annað hvort byrjar vísi- talan að hækka á ný, þegar í næsta mánuði, eða stjórnin fer inn á þá braut, að leggja fram tórfé úr ríkissjóði til þess að halda hinu erlenda vöruverði niðri. Um hverskonar úpphæð þar yrði um að ræða, geta menn sér í hugarlund, þegar þeir minn ast þess, að nýlega ákvað rikis- stjórnin að verja hálfri milljón króna til þess að halda niðri verði á erlendum áburði, svo áð bændur gætu fengið hann und- ir innkaupsverði. Það er allveg augljóst, að méð því að fara inn á slíka braut, myndi ríkissjóður innan skamms verða þurausinn, svó fremi, að ekki yrði jafnframt gripið til þess ráðs að afla hon- um nýrra stórkostlegra tekna með nýjum skattaálögum. En af hverju ætti að taka þær öðru en stpíðsgróðanum? Þannig ber allt að sama brunni, það vérður ekki hægt að halda dýrtíðinni í skefjum, nema með því að skattleggja stríðsgróðann á allt annan og róttækari hótt en hingað til hefir verið gert, eða hækka gengi krónunnar, en til þess þyrfti einnig að skattleggja stríðsgróðann. Vilji ríkisstjómin ekki gera það, er ekki nema um tvennt að velja: að ríkissjóður verður settur á hausinn í einu mesta veltiári, sem yfir landið hefir komið, eða, dýrtíðin fær að haida áfram óhindrað eins og hingað til. „RaDðba“borgarnpp bætor ti) síldareig- eigeada. Nemnr samfals um 90 púsundom krdna. Frá jréttaritara Alþýðublaðsins SIGLUFIRÐI í gær. s TJÓRN SÍLDARVERK SMIÐJUNNAR „Rauðku“ hefir samþykkt að greiða síldareigendum, sem lögðu upp síld hjá verksmiðj unni 1940 (og verksmiðjunni „Gránu“, sem var að hálfu rekin af Siglufjarðarbæ 1941) uppbót á bræðslusíld 1.20 pr. mál, jnóð því skilyrði, að síldareigendur greiði tilskil- inn aflahluta til sjómanna, er á skipunum voru. Nemur þessi uppbót liðlega 90 þús. króna. Formaður stjórnar verksmiðj anna er Erlendur Þorsteinsson aiþingismaður. Greiðsla á uppbót frá Síldar- verksmiðjum ríkisins mun nú standa yfir og mun að sjálfsögðu fylgja það. skilyrði að sjómenn fái tiltekinn hluta. Hinsvegar hefir enn þá ekkert heyrzt um greiðslu uppbótar frá einkaverk smiðjunum á Hjalteyri, Djúpa- vík og Dagverðareyri, en vitan- lega ber þeim að greiða þessar uppbætur. Viss. Sveian V. Stefánsson. „Æfintýri á gönguför“ í Hafnarfirði. Fmmsýnimg á snnnu dagskv&ld* Frá jréttaritara Alþýðublaðsins HAFNARFIRÐI í gærkveldL LEIKFLOKKUR, sem ungir Hafnf irðingar haf a myndað, hefir undanfarið æft af miklu kappi hið kunna og vinsæla leikrit Hostrups „Æfintýri á gönguför“. Hef- ir ungur áhugamaður, Sveinm V. Stefánsson verið leiðbein- andi flokksins. Frumsýning á leiknum verður annað kvöld. Má spá vel fyrir þess- um sýnipgum, því alltaf hef- ir „Æfintýri á gönguför“ átt miklttm vinsældum að fagna. Fréttaritari Alþýðublaðsins átti viðtal við Svein V. Stefáns- son í gær um þessa sýningu. Honum. sagðist svo frá: „Við höfum undirbúið þessar sýningar af kostgæfni, hvernig 1 sem áhorfendum líkar svo yið okkur, þegar á hólminn er kom- ið. Við höfum æft lengi og ekki sparað neitt til þess, að gestir okkar fái það bezta, sem við eigum völ ó, með þeim kröftum, sem við höfum á að skipa. Hins vegar verða menn að muna, að við erum flest viðvaningar“. 4- Hvernig eru hlutverkin skipuð? „Leikararnir eru eins og kunnugt er 10 að tölu. Hlut- verkin eru þannig skipuð: Ass- essor Svale: Eiríkur Jóhannes- son, Lára dóttir haris: Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhanna bróður- dóttir hans: Hulda Runólfsdótt- ir, Vermundur skógfræðingur: Sigurður Gíslason, Stúdentarn- ir: Pálmi Ágústsson og Sigurð- ur Sigurjónsson, kammerráð Kranz: Sveinn V. Stefánsson, kona hans: Sólveig Guðmunds- dóttir, Skrifta-Hans: Ársæll Pálsson og Pétur bóndi: Guð- mundur Atlason.“ — Og leiktjöldin? „Þau hefir Lárus Ingólfsson málað og eru þau mjög vel gerð.“ — Og þið leikið fyrir Reyk- víkinga ekki síður en Hafnfirð- inga? „Vitanlega, við leikum fyrir alla, sem vilja kóma.“ Frjálslyndi söfnuðurinn. Messað á morgun kl. 5, ekki kl. 8% eins og áður. J. Au.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.