Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 3
Iftaraiaiagtur' 2& Mil 4P**" orrustan yið •• '* • ti • :•• nv I 'mám Brezka beitiskipin bðrðust við ofnrefli ítalskra herskipa. Sn rákuþau pé á flétta ®g liisk~ uðu bœél orrustu og beltisklp. '■ —■—■ NÁNARI FREGNIR hafa nú borizt af sjóorrustunni við Malta, þegar brezk herskip, sem voru að fylgja flutn- ingaskipum til eyjarinnar, börðust við ítalska flotadeild og Íiröktu hana á brott, í brezku flotadeildinni voru aðeins 5 lítil beitiskip og tundurspillar, en ítalirnir höfðu á að skipa Jmngum beitiskipum og orrustuskipi, þar að auki gerðu ítalir stöðugar loftárásir á brezku skipin, en án mikils árangurs. Möguleikar Indverja JAPANIB NÁLGAST Indland | hröðum skrefum. Þeir hafa nú náð á sitt vald Andman- ■eyjum í Bengalflóa og kaf- bátar þeirra hafa sézt undan ströndum Bombay. Fréttirn- ar frá Burma herma, að þar sæki Japanir stöðugt fram þrátt fyrir vasklega vöm Kínverja, Breta og Indverja, , sem eru þar til vamar. VANDAMÁLIN, sem nú bíða Úrlausnar Wavells, yfirhers- höfðingja Indlands, em því aðallega þrjú: 1) Fjarlægðir, 2) Hermenn, 3) Birgðir. — Fjarlægðirnar milli þriggja aðalborganna á Indlandi, Kalkutta, Madras og Bombay erú álílca miklar og milli London og Berlín og’svo Ber- lín og Smolensk í Rússlandi. Að vísu eru jámbrautasam- göngur milli borganna, en þær eru mjög ótryggar, m. a. af því að leiðin milli Kal- kutta og Madras er eftir strönd, þar sem búast má við árásum Japana. 3NDVERJAR eru svo fjölmenn- ir, að þeir gætu með tilliti til fjölda komið sér upp her, sem væri 1 það minnsta helmingi stærri en rússneski herinn. En þetta er aðeins möguleiki. Enn hafa Indverj- ar þó ekki meira af her- mönnúm í stríðið en Nýja Sjáland. t>ótt margir telji, að indverski herinn hafi nú á að skipa um milljón manns, þá er þess að minnast, að enn mun vera mikill hörgull á vopnum og tækjum til þjálf- unar. Á HINN BÓGINN er þess að gæta, að nú streyma vopn og hvers kyns birgðir til Ind- lands og tala nýliða í ind- verska hernum er síðustu vikurnar komin upp í 50000 á mánuði. Indverjar eru við- urkenndir mjög góðir her- menn og hafa getið sér mikla frægð bæði í Mið- og Norð- ur-Afríku og svo í Burma. ÞAÐ KEMUR SÉR illa nú, að varnir Indlands hafa alla tíð verið miðaðar við norðvestur landamærin og verksmiðjur landsins hafa í samræmi við það verið fluttar til austur- Churchill heíir sent foringja brezku flotadeildarinnar heilla- óskaskeyti og flotamálaráðu- neytið í London hefir gefið út sérstaka tilkynningu um or- usturnar, þar sem þeim er ná- kvæmlega lýst. Ameríkskur fréttaritari, sem var á einu af beitiskipum Breta, hefir lýst viðureigninni á eftirfarandi hátt: Jafnskjótt og flotadeild ít- ala birtist, lögðu beitiskipin til atlögu og sveipuðu sig reyk- skýjum. Var þetta um kl. 2.25 á sunnudag og vorum við stadd ir úti fyrir „tánni“ á ítalíu. — Takmark brezku herskipanna var að hindra það, að ítölsku skipin fengju nokkurn tíma tækifæri til að gera, árás á sjálfa kaupskipalestina og reyndu þau því eftir megni áð lokka ítalina frá henni. Eftir rúmar 6 klst. mundi fara að dimma og þá væri öllu óhæft. Nokkru seinna gerðu ítalir aðra árás og fór á sömu leið: Bretar búa til mikil reykský og gera svo skyndilega árásir út úr þeim. Þegar þau komu út úr reyknum í fyrsta sinn í seinni árás ítalanna, sáu þeir, að fram undan var stór flota- deild, sem í var orustuskip af Littorio gerðinni, tvö stór beitiskip, fjögur lítil beitiskip og fjöldi tundurspilla, Hófst þegar mikil skothríð á þáða bóga, en brátt gerðu tundui- spillar Breta djarfa og hraða árás á ítalina og var það í henni sem þeim tókst að hitta orustu- skipið með að minnsta kosti einu tundurskeyti og ef til vill öðru. Beitiskipin héldu uppi á- kafri skothríð og munu hafa hitt orustuskipið, því að eldur kom upp í því. Ekki gerðu Bretar þessar djörfu árásii’ sínar án þess að bíða tjón sjálfir. Eitt beitiskip þeirra og þrír tundurspillar sködduðust, en ekkert þeirra alvarlega, enda komust þau öll til hafnar. héraðanna. Eru þær því í þeirri hættu að verða her- teknar snemma, ef Japanir gera innrás í landið. HIN AUKNA SAMVINNA Kín- verja og Indverja er góðs viti. Indverjar eiga mjög fáa herþjálfara, en það er mikilvægt við þjálfun herja. Kínverjar eru aftur á móti búnir að koma sér upp heil- um her slíkra manna, og ■, gæti samvilnna orðið mjög heilladrjúg í þessum efnum. Hvenær? mm ')'r- •*} ý * í ->• Amerikumenn búa sig nú af ákafa undir sókn gegn öxulríkjunum. Á myndinni sjást banda ríkskir hermenn við æfingar hlaupa á land úr smábátum. Hvenær verður þetta veruleiki? Ameríksk heiskip ob fligvélar gera árás á Wake og Marcaseyjar i Kvrrahati Myrkvun fyrirskipuð í Tokio* vegna þessara árása. •-------♦-------- ÞAÐ VAR TILKYNNT í Washington í gær, að ameríksk flotadeild hefði fyrir nokkru gert árásir á Wake og Marcus eyjar, sem eru á valdi Japana. Marcusey er um 1500 km. frá Japan, og er það næst Japan, sem herskip eða flugvélar Bandamanna hafa enn farið, að undanteknum kafhátum. Um sama leyti og árásin var gerð, var fyrirskipun um myrkvun í Tokio. Er talið víst, að það sé afleiðing af árás- inni, og sýnir það ljóst, hversu Japanir óttast loftárásir á eyjar sínar. Ameríksku herskipin og flugvélarnar kösfuðu mörgum smálestum af sprengjpm á stöðvar Japana á eyjunum. Urðu flugvellir og fallbyssustæði fyrir allmiklum skemmdum. Tvö eftirlitsskip voru eyðilögð og.3 sjóflugvélar skotn- ar niður. Ameríkumenrr misstu aðeins 2 flugvélar, en her- skipin urðu ekki fyrir neinum skaða. • Þá var sagt frá því, að flota- deildin hafi í sömu ferð gert á- rásrr á tvær aðrar smáeyjar Japana á svipuðum slóðum. — Stóðu þær árásir hálfa aðra klukkustund, Japanir veittu mjög litla mót stöðu og sáu Ameríkumenn lít- ið til japanskra flugvéla eða herskipa. Marcusey er eign Japana, en Wake lögðu þeir undir sig, 22 menn hand' teknir íBúlgarín Tuttugu og tveir menn hafa verið téknir fastir í Sofia í Búlgaríu fyrir „stuðning við kommúnista,“ eins og pað er orðað. Meðal þeirra eru margir frægir menn aðallega úr hernum. Má þar t. d. nefna Simov, herforingja, sem er kunnur er sem mikill föðurlandsvinur og andstæð- ingur nazista. í byrjun stríðsins. Var hún eign Ameríkumanna, sem höfðu þalr aðeins lítið lið. Það varðist þá alllengi og gerði Japönum mikill skaða, áður en þeir gáfust upp. Þetta er enn eitt merki þess, að ameríkski flotinn er smátt og smátt að færa sig upp á skaftið í Kyrrahafi og hann er ákveðinn að borga fyrir Pearl Harbor. Það er athyglisvert, að þessi árás er gerð nú, þegar mestur hluti flotans er við fylgdarstarf með skipalestun- um, sem flytja nú stöðugt lið og birgðir til Ástralíu. Það hefir vakið furðu, hve miklar varnir Japana eru á þessum eyjum þeirra, sérstak- lega þar eð hægt er að gera loftárásir á Japan frá þeim. Japanir bertaka Andamaneyjar JAPANIR hertóku Anda- maneyjar í Bengalfíóa s.l. mánudag. Höfðu Bretar þá yfirgefið eyjarnar fyrir nokkru og flutt með sér allmarga íbúa þeirra. Þessar eyjar eru mikil- vægar vegna þess, hversu góð bækistöð þær eru til árásar á Indland. Þar eru sæmilegar hafnir, sem gætu verið stöðvar fyrir kafbáta, sem færu út í Indlandshafið. í Burma er ástandið álvar- legt og eiga sér stað harðar orustur milli kínverskra og já- panskra hersveita. Hafa Japan- ir náð einum flugvelli á sitt váld og einnig kafla af vegin- um til Mandálay. KOSNINGAR LANDI. í EGYPTA- K QSNINGAR hafa farið fram í Egyptalandi, og fengu Pasha og flokkur 90 af hundraði atkvæða. hans 1942, ekk! 1943 Ræða MaSsky, seiiði-' Ba®ps*a Mðssæi I iionðon MA I S K Y , sendiherra Rússa í London, sæmdi í gær nokkra brezka flugmenn, sem barizt hafa í Rússlandi, — Leninorðunni. Við það tæki- færi hélt hann ræðu, þar sem hann lagði mikla áherzlu á það, að Bandamenn yrðu að hefja sókn þegar í ár. Það er 1942 — en ekki 1943, sem mik- ilvægt er, að sóknin sé hafin. Það munu fáir herforingjar, sagði Maisky ennfremur, sem hafa lagt í sókn eins vel útbún- ir og þeir vildu, enda er það ekki mikilvægast, að búið sé að festa síðasta hnappinn á síðasta hermanninn, þegar sókn in er hafin. Bandamenn verða að hefja gagnsóknina í ár. i#r. 41' - «

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.