Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 2
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Finuntadagiur 9. apríl 1942. Engar eldspýtnr | ern fáanlegar. { Engar eldspytur voru fáanlegar í verzl- unum bæjarins síðari hluta dagsins í gær. Ruddist fólk í búðirnar í gærdág og keypti upp ailar eldspýtur, sem þá voru til. En um hátíðina barst það út að lítið myndi vera til af eldspýt- um og allt benti til að þær yrðu upp gengnar síðari hluta mánaðarins. Kaupmenn vissu því varla hvaðan á þá stóð veðrið í gær þegar fólk keypti eldspýtur í stórum stíl, þeir komust þó fljótt að raun um hvað á seyði var. Eldspýtur hafa undanfarið verið skammtaðar til kaup- manna og stafar það vitanlega af því að einkasalan mun hafa óttast að þurrð yrði á þeim. Hefir Alþýðublaðið heyrt að eldspýtur séu væntanlegar til landsins seint í þessum mánuði. Eldspýtnaleysið kemur sér illa fyrir alla, og þó verst fyrir þá, sem hafa kolavélar og gasvélar. ...■•.rfA' 'í&’fi- A;. .; fe(,;■ •- Fundahöld um málið hafa staðið yfir á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. —— — Framkvæmdir kosta um 900 þúsund krónur. Kjördæmamál- ið í nefnd. PNeffldfn hafðí ný haldið fyrsta fnnd sinn. STJÓRNARSKRÁR- NEFNDIN, sem kosm var í neðri deild alþingis að aflokinni fyrstu umræðu kjör- dæmamálsins, hefir nú haldið fyrsta fund sinn og kosið sér formann og ritara. Formaður nefndarinnar var kosinn Gísli Sveinsson, en rit- ari Ásgeir Ásgeirsson. T T ÍBÚAR á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi hafa mikinn hug á að fá rafmagn til sín frá Sogsstöð- inui, þegar hún verður stækkuð, en talin eru líkindi til að stækkun stÖðvarinnar verði lokið á næsta hausti. Fundir hafa verið haldnir eystra um þessi mál og hef- ir náðst góður árangur af þeim. Mætti Jakob Gíslason, for- stöðumaður Rafmagnseftirlits ríkisins á fundunum til að skýra málin. Fyrst voru haldnir fimdir með oddvitum hreppsfélaganna og fulltrúum þeirra í sýslunefnd, en síðan voru haldnir almennir hreppsfímdir. Ákveðið var að halda áfram undirbúningi svo að málið væri fullkomlega undir- búið, þegar hægt er að setja þorpin í Ámessýslu í samband við Sogsstöðina. Það var almennt álit á fundum þessum, að hreppsfélögin slægju sér saman um línulagnir. Hér er um mikið fjárhagsmál að ræða. Talið er að framkvæmdirnar kosti um 900 þúsundir króna, en í árslok 1938 var áætlun gerð um verkið og var hún upp á 380 þúsundir króna. Frægasti sjénleikir Bernard Shaw syndur hér í hanst? ..... —♦ - Það er^verið að æfa „Pygmalionu Viðtal við frú Soffíu Guðlaugsdóttur. LÍKUR eru til þess, að fræga leikrit, Pygmal- ion, eftir Bernard Shaw verði sýnt hér í haust. Er það frú Soffía Guðlaugádótt- ir, sem hefir forgöngu í því og hefir hún nú þegar fengið leikritið þýtt. Ekki er enn ákveðið, hvort Leikfélagið tekur það til sýningar, en ef svo verður ekki, hefir frú Soffía fullan hug á að gera það á eigin spýtur. Blaðið átti í gær viðtal við frú Soffíu um þetta áform hennar. „Takmark mitt með sýn- ingu þessari," sagði frúin, „er að sýna mönnum hversu slæm meðferð móðurmálsins getur orðið og hversu gott það á að vera, en leikritið fjallar eins og kunnugt er að mestu leyti «m mállýti.“ — Hver þýddi leikritið? „Það gerði Bogi Ólafsson, yfirkennari, og ég hygg, að honum hafi tekizt það fram úr skarandi vel, en einmitt þýð- ingin er mjög mikilsvert at- riði, vegna efnisins.“ — Er nokkuð ákveðið, hverj- ir fara með aðalhlutverkin? „Nei, ekki , nema hlutverk Lísu, blómastúlkunnar, en um það er, þá sögu að segja, að ég hef fengið 3 ungum og efnil. .leikkonum það til æfinga, — og fer síðán fram samkeppni »m það, hver skuli fá hlutverk ið. Verður væntanlega að skipa dómnefnd til að fara með það máL“ — Þarf ekki að vanda sér- staklega framburð leikaranna í þessu leikriti? „Jú, og það ætti raunar að vanda hann meira en gert er í öllum leikritum, sem sýnd eru. Það er mál, sem taka þarf til rækilegrar athugunar hér á landi, því að það er afar mik- ilvægt, að leikarar hafi rétt- an framburð á móðurmáli sínu.“ Eins og kunnugt er, sýnir Gamla Bíó um þessar mundir kvikmynd, sem gerð er eftir hinu fræga leikriti Shaws. — Voru leikararnir í myndinni sérstaklega valdir fyrir góða málsmeðferð. —* Leikkonan Wendy Hiller, sem fer með hlutjverk blómasölustúlkunnar, \ var valin, vegna þess, hve mik ið vald hún hefir á mállýzkum. í formála fyrir einni af hin- um ensku útgáfum á leikrit- inu segir Bernhard Shaw: — „Englendingar bera enga virð- ingu fyrir móðurmáli sínu og þeir vilja ekki kenna börnum sínum rétt.“ í þessari sömu út- gáfu reyndist enska stafrófið ekki ■ nóg til að færa í letur mállýtin, þar sem þau eru verst, og því varð að grípa til s,érstakra hljóðtákna. : Má segja, að sýning á Pyg- málion hér á landi, sé éinmitt nú þörf áminning. Þetta mál hefir nú vakið meiri áhuga en áðuir, vegna frumvarps, sem þingmenn Ás- nesinga bera fram á alþingi. Fjallar það um sérleyfi til þess að veita raforku til Selfoss, Eyr- arbakka og Stokkseyrar. Er svo ákveðið í frumvarpinu að sérleyfistíminn sé 20 ár. Enn- fremur segir í frumvarpinu: „Skilyrði fyrir sérleyfi og hlunnindi sérleyfishafa til handa eru þau, er nú skal greina: 1) Að stofnað verði félag til að veita rafmagni og reka fyr- irtækið, sem ekki hafi minna en 900 þús. króna stofnfé. 2) Að gerð veitunnar sé þann- ig, að öruggt sé, að hún geti fullnægt þeim byggðarlögum, sem ætlazt er til að fái raf- magn frá veitu þessari. 3) Að ríkisstjórnin gefi út reglugerð um .rekstur veitunn- ar. Má þar ákveða sektir fyrir brot gegn reglugerðinni. 4) Að' ríkið eigi, að sérleyf- istímanum liðnum, kauprétt á veitunni fyrir matsverð. Nú telur ríkisstjórnin nauðsynlegt vegna hagsmuna almennings, að kaupa fyrirtækið, og er það heimilt eftir að 10 ár eru liðin af leyfistímanum, og fellur þá sérleyfið niður. Kaupverðið skal ákveða með mati. 5) Að byrjað sé á veitunni undir eins og ástæður frekast leyfa og efni til hennar er fá- anlegt, að dómi ráðuneytis. 6) Að sérleyfishafi hlíti þeim skilyíðum öðrum, er ríkiSstjórn in telur rétt að setja, þar á meðal viðurlögum. Ríkisstjórninni er heimilað að ákveða í leyfisbréfinu: i a) Að engum sé heimilt að vinna raforku til eigin! nota á svæðinu nema með leyfi ráðu- neytis. b) Að leyfishafi skuli verá undanþeginn tekju- og eignar- skatti til ríkissjóðs og útsvari til sveitar. Ennfremur skal hann undanþeginn að greiða innflutningsgjöld ef efni og tækjum til veitunnar fyrstu 5 ár leyfistímans, frá því byrj- að var á verkinu.“ í greinargerðinni er þetta mál skýrt nánar. Segir þar m. a.: „Síðan Sogsstöðin var byggð hafa þeir, er í ofanskráð um kauptúnum búa, ásamt mörgum öðrum Árnesingum, haft mikla ánægju af að horfa á glampandi rafljósin við stöð- ina, en meiri gæða og gagns hafa þeir ekki af henni notið hingað til. Þetta er langstærsta rafstöð landsins. Hún er innst inni í Ámesþingi, en að kalla enginn Árnesingur hefir henn- ar enn hin minnstu not. Þó er aðstaðan ágæt til þess, að margir Ámesingar gætu feng- ið yl og Ijós frá þessum afl- gjafa. En þegar gerð hefir ver- ið tilraun til að veita þessu afli út um héraðið, hefir ótal snörum verið brugðið á loft málinu til hindrtmar. Hverju byggðu bóli er þessi aflgjafi gagnlegur og ánægjuríkur, en þar, sem þéttust er byggðin, er auðvitað auðveldast að veita honum út um byggðina og láta slíkt fyrirtæki bera sig. Og fyrir þær sakir verður þéttbýl- ið enn um skeið að sitja í fyr- irrúmi um slíkar framkvæmd- ir. Hvað þessi kauptún snertir, þá skortir þau tilfinnanlega rafmagn. Þau hafa bæði lítið og dýrt mótorrafmagn. Ýmiss konar starfsemi í þessum kauptúnum bíður hinn mesta hnekki við það að hafa ekki rafmagn, og allur iðnað- ur í þessum kauptúnum verð- ur í kaldakoli, unz rafmagn frá Sóginu er fengið. Nú er rýmra um peninga manna á milli en verið hefir oft áður. Teljum við flutningsmenn þessa máls, að maígir fram- takssamir menn mundu vilja leggja fram fé til að hrinda þessu nauðsyhjámáli í fram- Hitaveitnskipið SKIPEÐ, sem á að taka hitaveituefniS iré Ameríku hingað er nú vestza og mun vera að hlaða. Ek&i er enn vitað hve nær þaS mun koma hingað, enda eru allar ferðir mjög óvissar og ekki hægt að ákveða neinar áætlanir um ferðir skipa á þessum timum. Talið er að um 800 verka- menn þurfi til þess að full- gera hitaveituna fyrir næsta áramót og mimu ýmsir hafa áhyggjur riokkrar af þvi hvort takast muni að fá nógu marga menn í þær nauðsyn- legu framkvæmdir. Nemendnr lennta- skólans sýna Spansk Nemendur mennta- SKÓLANS hafa undan farið æft leikritið Spansk- flugan eftir Amold og Bach og mun frumsýnipg á því verða á mánudag. Er ánægju- legt, að nemendur skólans skuli nú aftur sýna leikrit* en í fyrra treystust þeir ekki til þess, vegna hinna erfiðu aðstæðna, sem skólinn á við að búa. Leiðbeinandi við æfingar þessa leikrits hefir verið Frið- finnur Guðjónsson. Hafði Bjami Björnsson tekið það að sér, og var æfingum 1. þáttar lokið, er hann lézt. Frumsýningin verður, eins og áður er getið, á mánudag, en sýnt verður aðeins þrisvar sinnum hér í bænum og nokkr um sinnum utan bæjarins. Leikendur eru þessir: Stefán Haraldsson, Ólafur Stefánsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Björn Th. Bjömsson, Hallgrímur Sigurðsson, Einar Kvaran, Kristín Helgadóttir, Sigriður Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Ingibergsdóttir., Helga Möller, Sigurður Baldvinsson, Björn Tryggvason. Karlakórinn Geysir á Akureyri hélt hljómieika í Akureyrarkirkju á páskadag. Söngstjóri var Ingimundur Áma- son. Lög voru á dagskránni eftir Björgvin Guðmundsson, Sigvalda Kaldalóns og ýms erlend tónskáld. Einsöngvarar vorú Ilermann Stefánsson, Henning Kondirup, Jóhann Guðmundsson, Kristima Þorsteinsson og Guðmundur Gunnarsson. Garðyrkjufélag íslands heldur miðdag með dansleik fyrir gesti í Skíðaskálanum S Hveradölum n.k. laugardag k.l 7.30. kvæmd, ef þeim með lagasetn- ingu er veitt sæmileg aðstoð til þess. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.