Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 6
^LÞÝ&UBLAÐiÐ Sðknm fftiitwiar á ian- heimtamOnnam s]á kola« verzlanirnar I Reykjvík sér ekki fiært aSI selja kol ððru- vfsi en gegn staðgreföslva. &olamagn nndir 250 kg. verðar ekki keyrt heim til kaupenda, nema greiðsla hafii fiariO firam áðnr. Kanpendnr að kolum yfiir 250kg.eru vinsamlega beðn ir að hafia greiðsiufé hand* bært, svo tafiir keyrslu* ír manna verðl sem mlnstar. Kolaverzlanirnar i Beykjavík. Vantar serkamenn mórara og 1 matsvcin að Kaldaðarnesi. r - l Jéss Gautl ' Sími 1792. Gunnar BJarnason Suðurgötu 5. Skaatafiélag Reykpvlkur heldur skemmtifund í Oddfellowhúsinu í kvöld 9. apríl kl. 9. Sýndar verða skautaskuggamyndir og kvik- mynd í. S. í. Dansað til kl. 1. — Öllum íþrótta- mönnum heimill aðgangur. — Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar og verzl. Sigríðar Helgadóttur. Tveir karlmenn eða karimaður og stúlka vön við að hirða og mjalta kýr, geta fengið atvinnu við Vífilsstaðabúið um lengri tíma. Upplýsingar hjá ráðsmanninum og skrifstofu ríkisspítalana. Iffiám tolla á byflflingareíBi... Frh. af 4. síðu. mennt er kölluð fölsk kaupgeta. Þykir því rétt að athuga nokk- uð, hvort framangreindir tekju- stofnar ríkissjóðs og ákvörðun þeirra getur haft nokkur áhrif á þessa auknu kaupgetu og þá hvers konar. Það er yfirlýst stefna stjórn- málaflokkanna á alþingi, að þær tekjur, sem ríkissjóður kann að fá fram yfir það, sem hann þarfnast til nauðsynlegra út- gjalda, skuli annað tveggja nota til þess að vinna gegn dýrtíðinni (þ. e. verðbæta vissar vöruteg- undir) eða leggjast í sárstakan sjóð til notkunar síðar, að styrjöldinni lokinni, ef búast má við verðhruni. Þar sem gera verður ráð fyrir því, að auknum tekjum ríkissjóðs af ýmsum fyr- irtækjum hans verði ráðstafað eins og að framan greinir, geta þær á engan ihátt orðið til þess að auka kaupgetuna, en yrðu vitanlega til þess, að ágóðinn rynni til einstakra manna eða félaga. Hækkun beinu skattanna á hátekjum, þ. e. hækkun tekju- skatts og stríðsgróðaskatts, mun tvímælalaust ná þessu tvennu, fyrsta: auka tekjur ríkissjóðs stórlega, — annar mikill hluti hátollanna yrðí tekinn úr um- ferð og bundinn í sérstökum dýrtíðarsjóði. Hækkun tollanna hefir alveg þveröfug áhrif. Með þeim aðférðum, sem nú tíðkast um álagningu. er verzlunar- hagnaður einnig tekinn af toll- um svo sem öðrum kostnaði. Tollahækkun skapar því meiri gróða hinna ýmsu milliliða og eykur kaupgetuna. Nú kann ein- hver að segja, að ef sú leið verð- ur farin, að taka háa skatta af hátekjum, verði útkoman sú sama. Svo er þó alls ekki. í fyrsta lagi er ekki hægt að gera ráð fyrir, að nokkru sinni verði gengið svo langt í skattaálögum, að allur gróði verði tekinn, og hlýtur því alltaf eitthvað að verða eftir í umferð af álagn- ingu á háa tolla. í öðru lagi hefir aukin peningavelta ávallt í för með sér nokkra áukna kaupgetu. Það er þess vegna óumdeilanlega rétt, að tollalækkanir eru óbrigð ult vopn í baráttunni gegn dýr- tíðinni. Er því jafnaugljóst og víst, að hækkaðir tollar valda aukinni dýrtíð. Þess vegna verð- ur að vænta þess, að þessu tolla- lækkunarfrumvarpi verði tekið með velvild og skilningi af þeim, sem í raun og veru vilja eitthvað gera til þess að hamla gegn si'vaxandi dýrtíð. Eins og áður getur í greinar- gerð þessari, er lagt til, að bygg- ingarefni verði tollfrjálst. Geysi mikil þörf er nú á byggingu nýrra húsa. Hitt er vitað, að allt efni, sem til þarf, hefir hækkað mjög í verði, auk hins gífurlega flutningskostnaðar, sem hefir margfaldazt síðan styrjöldin hófst. Niðurfelling tolla ætti að hafa allveruleg áíhrif til lækk- unar, þar sem óeðlilega hár toll- ur er nú á þessum vörum. Þá er lagt til, að felldur verði niður tollur af lyfjum og lyfja- vörum. Sú tollalækkun mundi að mestu koma sjúkrasamlögun- um til góða, en flest þeira eiga í vök að verjast fjárhagslega, þrátt fyrir síhækkandi iðgjöld. Allir munu nú sammála um, að tilgangi sínum geta þau því að- eins náð, að þau verði fjárhags- lega sjálfstæð. Lagt er til, að felldur verði niður tollur á efni til skógerðar | og á tilbúnum skófatnaði. Sá ! tbllur er mjög tilfinnanlegur, enda verðlag á skófatnaði úr hófi fram. Flm. hafa ekki lagt til, að felldur yrði niður tollur á vefnaðarvöum, þar sem þeir líta svo á, áð meginhluti 'þeirra komi undir sérákvæði 18. gr. laga um tollskrá, en sá tollur er eigi mjög tilfinnanlegur. Lagt er til, að verðtollur á nýjum ávöxtum og Iþurrkuðum verði lækkaður úr 30% í 8%. Allir vita, hversu gengið hefir með sölu hinna nýju ávaxta, er komu hingað fyrir skemmstu. Vegna dýrleika, sem verðtollur- inn á sinn mikla þátt í, hefir fá- tækt fólk alls ekki efni' á að kaupa þessa hollu og nauðsyn- legu vöru handa börnum sínum. Loks er lagt til, að felldur verði niður tollur af smíðajárni og öðru því, sem með þarf til viðgerðar skipa og ýmiss konsr þungaiðnaðar. Þykir sjálfsagt, að þessi iðnaður fái slíka íviln- un, þar sem slíkar viðgerðir, framkvæmdar erlendis, eru ó- tollaðar. méð öllu. í 2. gr. er lagt til, að verð- tollur verði innheimtur einung- is af andvirði varanna kominna í skip á útflutningshöfn, én ekki af flutn'ingsgjaldi og vátrygging- ariðgjaldi. Ekki er þó ætlazt til, að þetta verði föst regla, heldur gildi aðeins um ákveðinn tíma, eða til 1. júlí 1943. Kæmi þá að sjálfsögðu í gildi að nýju heim- ild laganna um áð innheimta ekki verðtoll af hækkun farm- gjalda af styrjaldarástæðum, en með því heimildarákvæði hefir löggjafinn viðurkennt, að rétt sé, þegar sérstaklega stendur á, að víkja frá hinni almennu reglu laganna, að innheimta toll af cif-verði varanna, þ. e. verði þeirra kominna á ákvörðunar- stað.“ Efilr finsmía síríis- Frh. af 5. síðu. að þýzki herinn i hefir nú haft veturinn í Rússlandi af án þess, að verða fyrir nokkru úrslita- áfalli. Um þýðingu tímans fyrir ó- friðaraðilana skal það aðeins endurtekið, sem hér var sagt fyrir hálfu ári: Tíminn er í sjálfu sér með hvorugum ófrið- araðilanum. Tíminn er hlutlaus. En í reyndinni verður hann með þeim, sem betur kann að færa sér hann í nyt. Og úr því verður framtíðin að skera. * Að endingu skal aðeins minnzt lauslega á það, hvort lík- legt sé, að ísland verði ófriðar- svæði á komandi sumri. Hafið umhvérfis ísland er fyrir löngu orðið það. En hvað landið sjálft snertir, verður að gera greinar- mun á loftárásum og tilraun til innrásar. Fimmtudagur 9. apríl 1942. ÍLoftárásir eru vel hugsanleg- ar, ef það, sem upp úr þeim hefðist, teldist þess virði, að það gæti vegið upp áhættuna fyrir árásárflugvéíarnar. En vitan- lega telst því meira upp úr loft- árásum að hafa, sem meira hef- ir verið lagt í viðbúnað til vam- ar. Það gæti því vel komið til þess, að einstöku sprengjum yrði varpað hér niður, en varla hins vegar til stöðugra, meiri- háttar loftárása. Svipað er að segja um möguleikann á innrás I sjálfu sér væri innrás vel fram kvæmahleg. ’ Tölúverður f jöídi herflutningaflugvéla gæti sett nægilega mikið lið á land til þess að hertaka t. d. einhvern af Austfjörðunum. Og Austfirðir eru ekki lengra frá Bergen en Narvík frá Suður-Noregi. Og þó var vorið 1940 á að gizka 3000 manna þýzkum her, sem var inniluktur í Narvík, séð fyrir öllu, sem hann þurfti, loftleiðis frá Suður-Noregi. En milli 'Norður-Noregs þá og íslands nú er einn munur: Þá hafði Eng- land enga flugvélabækistöð nægilega nærri bardagasvæðinu En hér yrði það nú alveg öfugt. Það yrði þvi mjög erfitt fyrir þýzkt innrásarlið að halda þeim firði, sem því hefði tekizt að ná á sitt vald, og gera hann að kaf- bátabækistöð (en það væri vit- anlega aðaltilgangurinn.) En inn rás sjóliðs er að sjálfsögðu ó- hugsanleg meðan England og Bandaríkin eru ráðandi á At- lantshafi. Um stóra hættu á inn- rásartilraun hér, virðist varla geta verið að ræða. En þrátt fyr- ir það, er alltaf rétt, að hafa all- an viðbúnað, sem hægt er, til þess að mæta slíkri tilraun, og vera ekki of öruggur um sig. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) á skyldusparnað í því sambandi. En mér er spurn: Hverjar eru þessar miklu tekjur állra fas-t- launamanna nú? Sama kaupið og áður plús verðlagsuppbót, sem bæði mér og fjöldamörgum, sem ég hefi átt tal við, finnst að bæti ekki dýrtíðina nærri því áð fullu. HVAÐ hafa þessir menn til að leggja til hliðar nú frekar en áður? Ekkert. Verri afkoma heldur en nokkurn tíma áður; aðeins fleiri krónur milli handanna, sem eru sárlítils virði. Samá er að segja um allan fjöldann af verkamönnum, t. d. allir bæjarverkamenn, sama kaup og áður plús verðlagsupp- bót, en þeir, sem hafa meiri tekj- ur, verða að leggja á sig óstjórn- lega langa vinnu, 14—15 stundir á sólarhring og alla sunnudaga, en þetta geta menn því aðeins til lengdar, að vinnan sé létt.“ ÞAÐ VAR ÓLAFER THORS, sem öllu lofaði um breytingu á vísitölunni til bóta fyrir launa- stéttimar. Þau loforð eru svikin ein. Ef nokkuð verður gert til að breyta útreikningnum, þá mun það stefna að því að breyta henní til tjóns fyrir launþega og hrópa síðan að dýrtíðin sé að minnka! Hannes á horninu. Helgafell Undirritaður óskar að ger- ast áskrifandi að Helgafelli. Nafn: ............. Heimili ......... Sendum gegn póstkröfu um allt land.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.