Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagu? 9. ajwí! XMÍL Útgefandi: AlþýSuflokburinn Bitstjóri: Stefán Pjetnrsson Ritstjóm og áfgreiSsla í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simár ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. AlþýSuprentsmiðjan h. f. loftðrðsahætía og pólitík. f Vj mmmmm " j i ■ i, t * • SÍÐAN land okkar var her- tekið af Bretum hafa alls konar bollaleggingar um mögu- leikann á loftárásum á landið, eða jafnvel innrás, aldréi þagn- að til fulls. Og í sjálfu sér er ekki nema rétt að horfast x augu við slíkan möguleika. Það eru fá lönd í heiminum í dag, sem ekki verða að gera það, og í rauninni þurfti fyrir okkur ekki hernám Breta til, eins og dæmin sanna úti í heimi og ekki hvað sízt árás Þjóðverja á Noreg hafði sýnt okkur þegar áður en Bretar komu hingað. En þó er það svo, að frá upp- hafi hafa það sjaldnast verið líkurnar fyrir loftárásum á jandið eða innrás, sem valdið hafa hinu stöðuga umtali og bollaleggingum um það. Hér innanlands hafa lengst af verið öfl að verki, sem hafa notað sér möguleikann á slíkum árásum sem ekki ókærkomið tækifæri til þess að kynda undir ótta og óróa í því skyni að geta fiskað í gruggugu vatni. Öllum er enn í fersku minni, hvernig nazistar og kommúnistar reyndu að nota sér loftárásarhræðsluna eftir hingaðkomu Breta til þess að æsa fólk upp á móti þeim og vinna það til fylgis við sig; en þá voru, eins og menn muna, ekki aðeins nazistar, heldur og kommúnistar á móti Bretum og bandamönnum þeirra. Og þá voru aðalröksemdirnar þessar; að með hernámi landsins hefði árásarhættan fyrst verið leidd yfir okkur. Nú hefir að vísu, sem kunn- ugt er, síðan skipazt svo í heim- inum, að ekki ætti að þurfa að gera ráð fyrir því, að kommún- istar kærðu sig um að eiga þátt í því, að ala að óþörfu á hræðslu fólks við árásir á land- ið, og allra sízt, að þeir hefðu nokkra tilhneigingu til þess að æsa á þann hátt upp á móti Bretum, að minnsta kosti í bili. En að sjálxsögðu er viðleitni nazista í þessum efnum hin sama og áður. Og það er jafnvel ekki óhugsandi, að til séu menn á hærri stöðum, sem ekkert hefðu á móti því, að draugur loftárása- og innrásarhræðsl- unnar yrði blásinn ofurlítið upp í bili. Það væri hægt að nota hann til margra hluta, meðal annars til þess að réttlæta fyrir órólegum og kvíðafullUm al- menninga áframhaldandi frest- un kosninga til alþingis. En það er kunnara en frá þurfi að segja, að ýmsum áhrifamönn- um núverandi stjórnarflokka leikur eklci lítill hugur á því, að komast hjá kosningum í vor. En því er loftárása- og inn- rásarhræðslan gerð hér að um- talsefni, að ejtt af blöðum bæj- arins, Nýtt dagblað, var í gær að fleipra um þetta mál, eins og svo oft í eldri tíð, og þó senni- lega varla að því gætandi, hvers erindi það er nú að reka með því að ýkja árásarhættuna og hjálpa á þann hátt til þess að skapa hér aukna hræðslu við hana meðal almennings. Nýtt dagblað segir: „Líkurnar fyrir, að hernað- arárásir verði gerðar á Reykja- vík og aðra hernaðarlega þýðing armikla staði hér á landi, verða að teljast meiri en í fyrra. Sama máli gegnir um innrásarhætt- una.w Hér er hlutunum áreiðanlega snúið við. Því skal að vísu ekki neitað, að að öðru óbreyttu hefði þsð aukið árásahættuna hér, að Bandaríkin xxrðu form- legur ófriðaraðili eftir að þau tóku að sér hervemd landsins í fyrrasumar. Og að sjálfsögðu hafa auknar hervarnir hér sömu verkanir, að öllu öðru óbreyttu. En aðalatriðið er bara það, að með árás Þjóðverja á Rússa í fyrrasumar tók stríðið þá stefnu sem gerir ekki aðeins árásir á land okkar, heldur hina marg- umtöluðu innrás á England miklu ólíklegri á þessu vori eða sumri, en í fyrravor. Það er sannarlega ekkert, sem bendir til þess nú, þegar Þjóðverjar virðast bundnari en nokkru sinni áður austur á Rússlandi og eru að undirbúa þar úrslita- sókn ,að þeir hafi neinar stór- vægilegar loftárásir eða innrás- artilraunir í huga í norðvestur- átt, þó að þeir að sjálfsögðu' haldi áfi'am að beita bæði kaf- bátum sínum og flugvélum móti h^rgagnaflutningunum frá Ameríku til Rússlands. Og er sannast að segja furðulegt, að blað hins rússneska útibús hér skuli ekki hafa þ'ann aðstöðu- mun okkar nú og í fyrravor, vegna ófriðarins austur á Rúss- landi, betur í huga, en fram kemur í fleipri þess í gær. Alþýðublaðið vill með þess- um hugleiðingum ekki fortaka, að hér geti komið til einstakra loftárása. Þvert á móti vill það eins og alltaf áður hvetja fólk til að horfast í augu við þann möguleika, enda þótt það telji hann minni nú en í fyrravor. Almenningur á líka að gæta allrar þeirrar varúðar, sem hónum er upp á lagt af þeim yfirvöldum, sem fyrir vörnum eiga að hugsa. En það er til ills eins, að vera að ala hér á hræðslu fólks við loftárásir og innrásartilraun. Og menn skyldu vera vel á verði gegn öllu moldvörpustarfi, sem að því miðar. Það er að minnsta kosti óþarfi, að láta, eins og Nýtt dagblað gerir í gær, etja sér á foraðið af þeim öflum hér innanlands, sem gjarnan vildu skapa hér ofui’lítið öngþveiti til þess að géta síðan notað það sem átyllu fyrir áframhaldandi frestun kosninga til alþingis. Og aðeins eitt enn: Okkur er ekki vandara um að kjósa í vor, þótt loftárásir á landið væru hugsanlegar, en Egyptum, sem létu nýlega faraffram almennar AKJÞYÐUBLAÐIÐ Tillaga Ajþýðuflokksins: Afnám tolls á bygginparefnf og ýmsnm öðrum nanðsynjum Frumvarp um það lagt fram í efri deiid alþingis Þiagnieno flokksins f neOri delld sér fyrir ríkissjóð. Flm. telja,. hafa áður lagf tll, að fella nfður °TTTtTSaTytS*, toll á skðmmtanarffðrnm. JSlí skatti. Eins og nú háttar til, era tekjustofnar ríkissjóðs aðallega þrenns konar. 1. Beinir skattar, þ. e. tekju- skattur, eignarskattur, stríðs- gróðaskattur o. fl. 2. Tekjur af fyrirtækjum rík- issjóðs. 3. Tolltekjur, þar með talin gjöld af innlendixm tollvörxnxu Flm. þessa frv. telja, að ríkið eigi sem mest að afla sér tekna með allríflegum tekjuskatti og, stríðsgróðaskatti af hátekjxuöj,. né tollaálögum eigi að vera stillt mjög í hóf, bxýnustu nauð- synjavörur undanþegnar hvers konar tolli, en ýmsar munaðaor- vörur og óþarfi því ríílegar tollað. Allir virðast sammála um, að ein aðalorsök sívaxandi dýrtíð- ar sé aukin eða það, sem al- Frh. á 6. síðu„ Alþýðuflokksþing- MENNIRNIR í EFRI ÐEILD, þeir Erlendur Þor- steinsson og Sigurjón Á. Ól- afsson flytja frumvarp um breytingar á toílskránni. Er þar gert ráð fyrir, að felldur verði niður tollur á ýmsum nauðsynjavörum, svo sem öllu byggingarefni, efni til skógerðar, skóifatnaði, lyfj- um, járni til iðnaðar og fleiri vörum. í dýrtíðarfrumvarpi Alþýðu- flokksins, sem þegar fyrir löngu hefir verið lagt fyrir xxeðri deild a£ þingmönnum floksins þar, er auk þess gert ráð fyrir, að tollur verði felldur niður á skömmt- unarvörum. í greinsrgerð fyrir frumvarpi þeirra Sigurjóns og Erlends segir meðal annars: „Þegar núgildandi lög um tollskrá voru til afgreiðslu og uxnræðu á alþingi 1939, var á það bent af flm. þessa frv„ að •um væri að ræða miklar breyt- ingar til hækkunar á tollum frá því, sem verið hafði. Jafnframt var á það bent, að tekjur ríkis- sjóðs af tollum samkv. toll- skránrd væru miðaðar við minnsta innflutning tollvara, sem verið hefði um langt skeið. Var það þá þegar augljóst, að tollíekjur mundu með auknum jjmflutningi stóraukast frá því, sem verið hafði. Einnig var bent á óréttmæti þess, að taka verð- toll af farmgjöldum, sem fóru ört hækkandi af styrjaldarástæð um. Fengust að lokum heimild- ai'ákvæði, inn í lögin, þess efnis, að eigi skyldi innheimta verðtoll af hækkuðu flutningsgjaldi vegna styrjaldarorsaka. Þessi heimild hefir þó aldrei verið notuð, heldur innheimtur verð- tollur að fullu af hinni gífurlegu auknihgu farmgjaldanna. Fulltrúi Alþfl. í milliþingan. þeirxi, er fjallaði um þessi mál, var einnig þeirar skoðunar, að um mikla tollahækkun væri að ræða. Lagði hann því til, að toll- ar allir væru lækkaðir um 20 %, en um leið væri heimilað, ef sérstaka nauðsyn bæri • til, að hækka tollana um 25% fyrir eítt ár í senn. Jafnframt þessu ¥ lagði hann til, að lækkaðir yrðu að rnun tollar á brýnustu nauð- synjavörum. Þessar tillögur voru einnig fluttar á alþingi, en náðu þá eigi samþykki. Reynsl- an hefir nú sýnt, að allt var rétt, sem sagt var um þessi mál. Hafa tolltekjur ríkissjóðs margfald- kosrxingar hjá sér, enda þótt þeir séu , þessu stríði allt öðru- vísi og hættulegar í sveit settir en við. azt á einu einasta ári. Með þeim breytingum, sem felast í þessu frv., er þó ekki farin sú leið, að lækka tolla al- mennt, heldur teknar nokkrar helztu nauðsynjavörur og felld- xxr niðxxr alveg tollur af þeim, eða lækkaður að miklum mxux. Það er ljóst, að í baráttunni gegn dýrtíðinni, sem nú er mest talað um og allir þykjast vilja vera aðilar að, munu tollalækk- anir vera eitt öflugasta vopnið, eins og síðar mun að vikið. Hef- ir þetta beinlínis verið viður- kermt af löggjafanum með sam- þykkt núgildandi heimildarlaga um ráðstafanir gegn dýrtíðinm, þax sem ein grein þeirra gerir ráð fyrir niðurfellingu tolla á nokkrum nauðsynjavörum. Einhverjir kunns að andæfa frv. þessu vegna tekjurýmunar- sem það muni hafa í för með i L EIÐRÉTTING misréttisins í _ núverandi kjördæma- ! skipun og kosningafyrirkömu- I lagi og stjórnarskrárbreytingin, ■ sem nauðsynleg er til þess, að stöðugt aðalumræðuefni blað- anna. Morgunblaðið skrifar á eftirfarandi hátt um það mál í leiðara sínum í gær: ,,Því verðxir ekki neitað, að | samþykkt stjórnarskrárbreyting- | ar getur gerbreytt viðhorfinu í ’ þinginu og valdið stjórnarskipt- ; um. Framsóknarflokkurinn berst | gegn stjórnarskrárþreytingunni, I vegna þess, að hún gengur út yf- ir hinn rangfengna rétt flokksins. Það getur því farið svo, að Fram- sóknarflokkurinn neiti þátttöku í stjórn landsins, ef þingið sam- þykkir breytingar á kosninga- fyrirkomulaginu. En þeir flokkar, sem vilja breytingu í réttlætisátt, ; geta vitanlega ekki látið slíkt hafa áhrif á gerðir sínar, því að það | mega þeir vitá, að þeir fá aldrei ; Framsóknarflokkinn til fylgis við þetta mál. Þeir verða að vera við ! því búnir, að leysa málið einir og | með fyllstu andstöðu af hálfu Framsóknar.“ ! i Því verður ekki neitað, að • þetta eru nýir tónar í Morgun- j blaðinu, og ólíkt hressilegri en J hingað til hafa heyrzt um kjöx’- | dæmamálið úr þeirri átt, aö minnsta kosti síðan Alþýðu- flokkurinn bar fram frumvarp sitt. Yísir gerir í leiðara sínum í gær að umtalsefni þá mótbáru Framsóknarflokksins gegn end- urskoðun kjördæmaskipunar- innar og kosningarfyrirkomu- lagsins nú, að ekki rhegi hreifa. slxku máli nú vegna utan að komandi erfiðleika. Vísir svar- ar þeirri mótbáru þannig: ,,Á vandræðatímum verður afT sjálfsögðu að fara varlegar í ýms- um greinum, en á hinum venju- legu tímum, þegar öllu er talið ó- hætt, hvernig sem það veltist — Þótt varúðar beri að gæta, er hitt fásinna, að semja svo um að engu megi breyta í samræmi við rétt- lætHkröfur þjóðanna, allt verði að bjakka í sama farinu, ekkert megi aðhafast, eingöngu vegna þess, að þjóðin sé í vanda stödd vegna utanaðkomandi erfiðleika,. Þeir erfiðleikar verða aldrei bætt- ir með auknu öngþveiti innan- lands, sóma þjóðarinnar verður ekki borgið með því, að hampa. þeim ósóma, sem þjóðin hefir þolað en unað þó illa.Ef réttlætis- mál á að þagga í hel af ótta við' innanlandsdeilur, þýðir það, að valdabröltsmönnum, sem byggja á röngum málstað, er ívilnað á kostnað alþjóðar, og skapað hættulegt fordæmi, þar sem rang- lætið skipar sess réttlætisins.“ Einnig Vísir er að batna, eins og rnenn sjá. Það eru engu lík- ara ’en að maður hefði fyrir framan sig gömul baráttublöð frá tímum stjórnarbyltingar- imxar miklu í Frakklandi, þegar maður les þessi brýningarorð í leiðara Vísis í gær! Vonandi á þessi nýi barda'gahugur í kjör- dæmamálinu einnig eftir að sýna sig í verki áður en langt um líður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.