Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. apríl 1942. ALt> YÐUBLAÐIÐ 9 Ameríkskt beitiskip. ...._.... Þetta er eitt af beitiskipum ameríkska flotans, Wichta. Þau hafa nú mikið og erfitt hlutverk, þar sem er fylgd kaupskipa- lestanna til Ástralíu. \ Sjóstríðið UM þessar mundir, þegar allt er á tjá og tundri í veröldinni, er erfitt að gera sér grein fyrir þýðingu hinna ýmsu viðburða, sem okkur berast daglega fregnir af. Frá sjóhern- aðinum, til dæmis, fáum við þær fregnir eirrn daginn, að á þessnm stað hafi orðið sjóorusta, loftárás á skipalest á öðrum stað og á iþriðja staðnum, þar sem áður hafði verið talin hættu- laus siglingaleið, hafði kafbát- ur gægzt upp á yfirborðið og látið til sín taka. Við greinum ljóslega hín einstöku tré, en allan skóginn gengur okkur erfíðlega að sjá í réttu ljósi. Það er ekki fyrri en nokkur tími er liðinn frá því er atburð- irnir gerðust, sem við getum komizt að niðurstöðu um það, hvaða þýðingu þeir hafa haft. Það er líkt og þegar menn horfa á mynd í listasafni og ganga aftur á bak til þess að fá fjar- sýn í myndina. Við verður að hoitfa á atburðina í fjarrsýn tímans, einkum ■ ef um er að ræða hernaðinn í Kyrrahafinu, vegna fjarlægðarinnar milli hinna ýmsu staða. Frá Pearl Harbor, aðalflotastöð Ameríku- manna í Kyrrahafi, til Yoko- hama í Japan er rúmlega niu daga sigling. Frá San Francisco á meginlandi Ameríku til Sarnoaeyja er ellefu daga sigl- ing. Frá Tokio til Nýju Guineu er tíu daga sigling. Frá San Francisco til Sidney í Ástralíu er tuttugu. daga sigling. Frá Pearl Harbor til Fijieyja, flota- stöðvar Breta í Suður-Kyrra- hafi, er sjö daga sigling. Og frá Samoaeyjum til New Zealand er þriggja og hálfs dags sigling. Þessi tími áætlaður fyrir skip, sem sigla 17 mílur á klukkutíma. Kaupskip eru senni lega um helmingi lengur. Japanir hafa reynt að sýna, að sjóhernaðaraðferðir Amer- íkumanna og Breta séu orðnar ureltar. Grundvallarregla þeirra er sú ,að leggja aldrei af stað með síóra herskipalest yfir haf, fyrr en þeir eru orðnir allsráð- andi á því hafi. í desember- mánuði síðastliðnum 'sáu Jap- anir, að hinn takmarkaði floti Breta hafði nóg að gera á höf- unum við Evrópu og ekki var hægt að búast við því, að hann gæti framkvæmt neinar hern- aðaraðgerðir í Suður-Kínahafi. Þeir myndu því, geta náð á vald sitt öllu svæðinu milli For- mosa undan Kínaströndinni og Singapore. Þetta heppnaðist, jafnvel betur en Japanir höfðu gert sér vonir um. Bretar voru brotn ir á bak aftur í Suður-Kína- hafi, þegar „Prince of. Wales“ og „Repulse“ var sökkt. Kyrra- hafsfloti Ameríkumanna gat ekki notið sín vegna þess, að Japanir höfðu náð á vald sitt ýmsum flotastöðvum og hann var allur á ringulreið eftir hina djörfu árás Japana á Peai'l Har- bor. Japanirnir fengu stundar- yfirráð yfir Suður-Kínahafi og þeir notuðu sér þau til gífur- legra hernaðaraðgerða. Á þrem mánuðum fóru þeir yfir 3000 mílna svæði og' komu sér þar fyrir. Að vísu var þeim veitt mótstaða bæði úr lofti og af sjó. En þeir voru nægilega sterkir til þess að fá framgengt því, sem þeir ætluðu sér. Nú virðist, svo sem nýir, þýð- ingarmiklir atburðir séu í vænd- um. Það lítur svo út, sem inn- rás í Ástralíu sé yfirvofandi og að Japanir séu að því komnir að rjúfa samgöngur banda- manna á Indlandshafi. Þeir hafa náð á sitt vald stórum land- flæmum með hráefnum, sem þá vanhagaði mest um til hemaðar- framleiðslunnar og þeir halda opnum siglingaleiðunum til þessara stáða. Skip, sem flytja farma frá Singapore til Naga- saki í Japan, virðast ekki þurfa að óttast neinar árásir, nema frá ameríkskum kafbátum. Hernaðaraðferðir þeirra á sjón- um virðast hafa borið glæsileg- an sigur af hólmi yfir hinum gömlu sjóhernaðaraðferðum. Og þó .... Önnur kennig um sjóhernað- að, er kenningin um tilveru flotans. Torrington varpaði fyrst fram þeirri kenningu árið 1692. Og Kipling gerði almenningi hana kunna í hinum ágætu greinum sínum um flotann í lok Viktoríutímabilsins. Tilvera flota felur jafnan í sér mikla ógnun. Það þýðir, að svo lengi sem óvinurinn á flota, þá hef- irðu ekki óskoruð yfirráð yfir höfunum, þó að þú hafir jafn- stóran flota og jaínvel útbúinn. Þú getur aðeins haft yfirráð yfir vissum svæðum um stund- arsakir. Og ekkert, sem hefir skeð síðustu mánuðina hefir hrakið /þessa kenningu. Þrátt fyrir alla sigra Japana í Kyrra- hafi er ameríkski flotinn enn þá orrustufær og getur hafið árás hvar sem honum þóknast og hvenær, sem hann vill. Enn þá hefir ekki komið til átaka, sem sýna hvor flotinn er sterkari, sá japanski e'ða hinn ameríkski. Við vitum ekki, hvort hægt er að ásaka hern- aðarfræðingana fyrir það eða ekki, því að við vitum ekki, hvaða rannsóknir og athuganir liggja að baki hernaðaraðgerð- unum. Allt og sumt, sem við vitum, er það, að æðisgengin styrjöld er háð á báðum hvel- um jarðar. Ekki er hægt fyrir bandamenn að bæta aðstöðu sína í Austur- löndum, nema að vinna algeran sigur á aðalorrustuflota Japana I þessari styrjöld hafa menn lítið orðið varir við mátt hans undir forustu Yamamoto að- míráls. Hann hefir ekki verið nefndur í fréttunum um hern- aðaráðgerðirnar í Austur-Indí- um. Og' þó hafa allar hernaðar- aðgerðir Japana verið gerðar í skjóli þessa ósýnilega flota. Flotinn er ekki ýkjamikill að skipafjölda. Sagt er að hann sé átta orrustuskip og ef til vill tvö til vara. Gagnvart honum er Bandaríkjaflotinn, sem nú er til í Kyrrahafi og að því er Knox flotamálaráðherra hefir sagt, er verið að byggja seytján orrustuskip til viðbótar og munu þau verða til búin innan ekki mjög langs tíma. Það er vafasamt, hvort Japanir geta haft meira en fjórðapart þeirr- ar herskipatölu í smíðum. * Ekki megum við heldur gleyma því, að sigrar Japana í Malajalöndum hafa kostað þá töluvert tjón á smærri orrustu- skipum. Opinberar skýrslur, bæði hollenzkar og ameríkskar, sýna, að yfir fimtíu japönsk beitiskip og tundurspillar hafa verið eyðilagðir eða skemmdir. Það er fimmti hlutinn af her- skipastólnum, sem þeir hófu með þátttöku sína í heimsstyrj- öldinni. Þýðingarmesta stund Japana í styrjöldinni verður sú, þegar Yamamoto verður neyddur til orrustu með flota sinn. Hann hefir raunverulega allan flota- styrk Japana undir sinni um- sjá og á lítið til vara, ef fylía þyrfti í skörðin .Hann gæti tapað stríðinu á einu kvöldi. Ósigur og gereyðing flota hans myndi þýða það, að sá vamar- garður ,sem Japanir hafa unnið sigra sína í skjóli við, væri brot inn. Það myndi svipta Japani jdirráðum yfir suðvestur Kyrra- hafi, sem þeir hafa notað sér eftir beztu getu. Það er mjög sennilegt, að hinn japanski aðmiráll reyni að komast hjá orrustu svo lengi sem honum er unnt. Takmark hans hlýtur að vera það, að hafa flota sinn sem ógnun gagnvart þeim mögu- leika, að bandamenn reyni að vinna upp aftur það tjón, sem þeir hafa beðið í Suður-Kína- hafi. Það getur liðið á löngu áður en 'Nimitz, yíirmaður ame- ríkska flotans getur neytt Yomamoto til orrustu, þar sem hann hefir svo stórt svæði til þess að leika feluleik sinn á. Fyrir rúmum tuttugu og fimm árum síðan lágu brezki og þýzki flotinn í 500 mílna fjarlægð hvor frá öðrum í tuttugu og einn mánuð, áður en hægt var að neyða Þjóðverja út í orrust- una við Jótlandssíðu. Fyrir hundrað og fimmtíu árum lá floti Nelsons í tuttugu og tvo mánuði í Toulon, • áður en franski flotinn gaf honum færi á sér, og jafnvel þá slapp hann frá honum. Niðurstaðan virðist vera sú, að ef Japanir halda þeim lönd- um, er þeir hafa tekið, þá hlýt- ur japanska herforingjaráðið að hafa fundið upp eitthvert snjall ræði, sem enginn hefir fundið upp áður. Margt hefir verið hægt að læra af sigrum Japana undanfarið. En ef til vill er meira eftir að læra og vera má, að Japanir þurfi líka eitthvað að læra. Fermingarnar. Litlu börnin, sem valda truflunum. Vand- ræðamál fyrir prestana. Orðsending til foreldranna. Síðasta ástandsvísa Jónasar frá Grjótheimi. ASUNNUDAGINNN fór fram fermlng í Hallgrímssókn, séra Sigurbjörn, og í Nessókn. Það er alltaf hátíðleg athöfn þegar ferming fer fram, að minnsta kosti fyrir börnin, sem fermd eru. All- ir muna fermingardag sinn, og í sambandi við hann lifa minning- ar í huganum, sem seint mnnu gleymast. Ég held, að allir þeir, sem ritað hafa æfiminningar sín- ar, eða hafa látið rita þær, hafi getið fermingardags síns ná- kvæmlega og miðað við hann þáttaskipti í lífi sínu. Theódór gamli Friðriksson minnist síns fermingardags á ógleymanlegan hátt. EN í SAMBANDI við íerming- arnar hér í Reykjavík hefir kom- ið upp vandamál, sem er að verða æ erfiðara viðfangs með hverju ári, sérstaklega fyrir prestana og einnig fyrir ferming- arbörnin., Það er farið að tíðk- ast mjög, að hundruð barna streymi til kirknanna, þegar fermt er. Hér er ekki eingöngu um að ræða stálpuð börn, heldur einnig smábörn, sem raunveru- lega eru bezt komin á heimilum sínum. ÞESSI BÖRN koma af stáð £ kirkjunum mikilli ringulreið og frá þeim stafar stöðug truflun. Þau klifra upp á stóla og bekki, teygja sig upp til að geta séð það, sem fram fer, ýta við þeim næsta, reka hann frá, og biðja bæði önnur börn og fullorðna að fara frá. Svo detta þau stundum niður af bekkjunum og meiða sig. EINS OG GEFUR að skilja skapar þetta miklar truflanir og ringulreið. Presturinn áminnir börnin jafnvel úr stólnum qg fullorðnir reyna . að þagga niður í börnunum, en það ber ekki ár- angur, sem varla er von. Það er n,auðsynlegt að einhverjar um- bætur fáist á þessu. Foreldrar mega ekki láta lítil böm fara í kirkju, nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Þegar fermingar fara fram eru kirkjurnar ætlaðar fermingarbörnunum og skylduliði þeirra og þó að kirkjan eða presturinn sé ekki að amast við neinum, þé er kirkjunni ætlað sérstakt hlutverk þennan dag og prestinum einnig — og það verð- ur að vera hægt að leysa það a£ hendi. Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.