Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 6
/ / 6 ALÞÝÐUBLAfHÐ Allir þeir, sem starfa í þágu loftvarna hér í umdæminu, eru beðnir að mæta á Vegabréfaskrifstofunni með þar að lútandi skilríki dagana 13.—18. þessa mánaðar til þess að fá vegabréf sín stimpluð. Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 og 1—4%. LOFTVARNANEFND Smásöluverð á vindlingum Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Lucky Strike 20 stk. pk. kr. 1.90 pakkinn Raleigh 20 — — — 1.90 — Old Gold 20 — — — 1.90 — Kooi 20 — — — 1.90 — Viceroy 20 — — — 1.90 — Camel 20 — — — 2.00 — Pall Mall 20 — — — 2.20 — Utan Reykjavíkur og Hafnarf jarðar má útsöluverð- ið vera 3% hærra en að ofan greinir, vegna flutnings- kostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. ÞAÐ VERÐUK að ámirrna stálpuð böm, sem fá að fara í kirkju, þegar fermt er, um það, að haga sér vel og gætilega. Ann- ars eru sérstakar bamaguðsþjón- ustur hafðar, og þar er rúm fyr- ir - börnin. Guðsþjónustumar eru þá miðaðar við bömin og þá eru þau ekki til neins trafala. Ég minnist á þetta af því, að mér er kunnugt um, að s.l. sunnudag var þetta erfiðara en nokkru sinni áður og næstu sunnudaga eiga að fara fram fermingar og mættí vera, að þessi pistill minn gæti haft einhver áhrif til úrbóta. — Annars finnst mér, -að sóknar nefndimar eða prestamir verði að setja einhverjar reglur um þetta, svo að fólk viti með vissu hvort það getur sent bömin í kirkju, þegar fermt er, eða ekki, en þá langar þau mest til að fara. JÓNAR FRÁ GRJÓTHEIMI virðist stundum eiga í stímabraki við lögregluna. Það er þó ekki vegna þess, að hann hlýði sjálfur ekki lögum og reglum, en hann vill ekki þola það, að hann sé beittur órétti. Hér er síðasta á- standsvísan hans: „Líkt og að afla sér ullar af geit er óstandið hvar sem ég fer, og hægara að leita sér læknis í sveit, en lögregluaðstoðar hér.“ HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. menn þeirra óska þeim alls ó- famaðar. 3. Ríkisstjóri gefst upp við að mynda ábyrga stjórn. Landið verð ur raunverulega stjórnlaust. 4. Ríkisstjóri reynir að fá ó- viðkomandi menn til að sitja í ráðherrastólunum á hans ábyrgð. 5. Kosningar fara fram seinast í júní um síj ómarskrána. Allir flokkar í hörkurifrildi. Ábyrgðar- leysið hefir yfirhöndina hvar- vetna í landinu. 6. Engin skipan kemst á vinnu- markaðiim, því að þjóðfélagið er í bili uppleyst. Atvinnuvegimir til lands og sjávar vinnuaflslaus- ir. Hitaveitan kemst ekki upp af sömu éstæðu. Matvælaframleiðsl- an heldur áfram að minnka jafn- framt því að dregur úr innflutn- ingi sökum vaxandi hernaðarað- gerða. 7. Nýkosið þing kemur saman á slætti. Hver höndin er upp á móti annarri um aUt annað en að samþykkja stjórnarskrá, sem allir vitibomir memi vita, að að verður líkkista íslenzks sjálf- stseðis.“ Ekki á nú lítið að ske við það, að lög og lýðræði séu aft- ur látin hafa sinn gang í land- inu! Það eru yfirleitt laglegar lýðræðishetjur, eða hitt þó heldur, sem kalla það ,,upp- lausn þjóðfélagsins,“ að lög- legar kosningar séu látnar fara fram og kjósendum gert mögu- legt að skera úr því með at- kvæði sínu, hvort ákvæðum stjórnarskrárinnar um kjör- dæmaskipun og kosningafyrir- komulag skuli breytt á lögleg- an hátt! UNGLŒNGASTÚKAN Unnur nr. 38 heldur afmælisfagnað sinn í dag, þriðjudaginn, kl. 5,30 til kl. 9 eftir hádegi í G. T.-húsinu. Aðgöngumiðar afhentir frá kl. 11 til 12 fyrir hádegi og 1.30 til 3 eftir hádegi sama dag. Að afloknum aímælisfagn- aðinum verður dansleikur er hefst kl. 10 fyrir eldri félaga og gesti þeirra. Aðgöngu- miðar að dansleiknum verða afhentir frá kl. 3 sama dag. i Framkvæmdanefndin. Skattlagning stríðsgróðans Frh. af 4. síðu. í þriðja lagi getur E. J. þess auðvitað ekki að í samnings- nefndinni var af hálfu Alþýðu- flokksins stungið upp á því að stríðsgróðaskatturinn væri ekki frádráttarhæfur, þótt tekju- skatturinn væri það, auk þess sem Alþýðuflokkurinn vildi fara með stríðsgróðaskattinn upp í 90%. Ásökun E. J. í garð Alþýðu- flokksins fyrir að hafa ekki lagt fram tillögur um tekjuskattinn á undan stjómarflokkunum á þessu þingi er næsta hjákátleg- ur. ÍÉg hef áður minnst á aðrar skattatillögur Alþfl.). Ólafur Thors og aðrir fulltrúar stjórn- arflokkanna voru búnir að til- kynna það með miklum bægsla- gangi, að samkomulag væri fengið um mjög háan stríðs- gróðaskatt. Það mátti því vænta þess að um það þyrfti ekki að bæta, en Alþfl. hafði í sjálfu sér ekki ástæðu til þess að vera óánægður með hinn almenna tekjuskatt á almenningi, sem var samþyktur í fyrra, mjög nærri tillögum Alþýðuflokks- ins. Það var því full ástæða til þess að bíða átekta eftir frum- varpi ríkisstjómarinnar, sem að vísu kom hneykslanlega seint fram. Hvemig eru svo efndir stjórn arflokkanna um skattlagningu stríðsgróðans? Því hefir verið lýst allítarlega hér í blaðinu. Ég skal aðeins rifja upp nokkur atriði í örfáum orðum. 1) Enda þótt 90% stríðsgróða- Skattur sé á pappírnum, er nið- urstaðan ekki eins glæsileg þeg- ar enginn útsvör má leggja á stríðsgróða yfir 200 þús. kr. og V, hluta tekna útgerðarfélag- anna (sem hafa mestan stríðs- gróðann) er undanþeginn skatti. ■Hámark skatts og útsvara er því raunverulega um 60% fyrir að- alstríðsgróðann. Það virðist mjög rausnarlegt að láta stór- útgerðarfyrirtækin halda 40% af stríðsgróðanum, eftir að þau eru búin að safna milljónasjóð- um. Binding útsvaranna á því að falla niður, enda er með henni gengið stórkostlega á rétt sveitarfélaganna. r 2) Stríðsgróðanum er gefinn lausarí taumur en áður, þar sem burt eru numin þau ákvæði, sem sett voru í lögin í fyrra og banna félögunum áð setja vara- sjóðina í brask óviðkomandi rekstrinum, auk þess sem rýmk- að er mjög um aðgang félag- anna til arðsúthlutunar. Þetta er hvorttveggja algerlega and- stætt því markmiði að hinda stríðsgróðann sem mest til þess hann verði ekki valdandi verð- bólgu. 3) Áður er drepið á þá gjöf, sem eigendum hlutabréfa er gefin með frumvarpinu. 4) Loks skal þess getið að skatturinn á háum tekjum ein- staklinga (30000—50000 kr.) hefir verið iækkaður verulega og virðist það mjög hæpin ráð- stöfun. * Það virðist óþarfa bráðlæti af ráðherranum, að heimta fyrir- varalaust af Alþýðuflokknum svör um það, hvort hann vilji vera með þeirri breytingu að hætta að draga frá skatta og útsvör. Úr því að stjómarflokk- arnir voru 7 vikur að ganga frá frumvörpunum eftir að þeir höfðu náð samkomulagi um málið að eigin sögn, virðist ekki nema sanngjarnt að Alþýðu- flokkurinn hefði nokkurra daga frest til þess að athuga málið. Það var því ekki eðlilegt að Haraldur Guðmundsson gæfi önnur1 svör um þetta atriði en hann gerði við fyrstu umræðu, þar sem hann hefir ekki tekið sér einræðisvald um skattamál- in innan floks síns, eins og E. J. og Ólafur Thors hafa gert í sínum flokkum. Hinsvegar mim E. J. geta sparað sér allar áhyggjur út af afstöðu Alþýðuflokksins til þessa atriðis. Alþýðuflokkúrinn taldi ekki hepipilegt áð gera þessa breytingu í fyrra, þar sem það hefði orðið til að hlífa stríðsgróðanum þá, en út frá sama sjónarmiði getur hann verið með því að hún sé fram- kvæmd nú. Ég vænti að það sem að fram- an er sagt sýni nægilega hver afstaða Alþýðuflokksins til skattamálanna hefir verið og er, og að ásakanir E. J. í hans garð fyrir að vilja hlífa stríðsgróðan- um eru á engtun rökum reistar, enda vita allir hver haldið hefir yfir honum verndarhendi. IV. Að endingu nokkur orð um hina barnslegu ánægju E. J. yfir því að nú eigi að taka 90% af stríðsgróða yfir 200 þús. kr. (raunverulega aðeins 60% eins og fyrr segir.) Hún sýnir að E. J. skilur að hinn óeðlilegi stríðs- gróði er meinsemd í þjóðarbú- skapnum, sem þarf að nema á burt, ef þróun- atvinnulífs og verðlags á að vera heilbrigð. En eins og ég drap á áður er meira um vert að stöðva stríðs- gróðann við uppsprettuna, en að taka eitthvað af honum með sköttum eftir að hann hefir fengið að leika lausum hala langan tíma. Stríðsgróðinn er að verulegu leyti ávöxtur af skakkri fjármálastefnu hins opinbera, og það á því að vera innan handar að koma í veg fyrir að hann verði til. Ef það er ekki hægt er mikils um vert, að taka hann úr umferð sem næst uppsprettunni t. d. með útflutningsgjaldi. Háir beinir stríðsgróðaskatt- ar, sem lagðir eru á löngu eftir á, geta aldrei náð marki sínu til fulls. í fyrsta lagi má forðast þá á ýmsan hátt. T. d. er hugs- anlegt að stríðsgróðafyrirtækin skipti sér að nafninu til í mörg smærri félög til iþess að lenda ekki í hæsta skattstiganum. Það er vitað mál að nöfn sömu stríðsgróðamannaima koma fyr- ir aftur og aftur í stjórnum hlutafélaganna, og mörg eru þessi hlutafélög aðeins nafnið tómt, eingöngu stofnuð til þess Þriðjudagúr T4. aptá Í942.' Nýjasta tízka Leikkonan Betty Dawson sést hér í morgunslopp af nýjustu tízku. Hann er al- settur rauðum og grænum blómamunstrum. að sæta betri kjörum um skatta, enda getur hver 5 manna fjöl- skylda fengið sig skráða sem hlutafélag. En auk þess liggur það í hlut- arins eðli að það eru engin ráð til þess að tryggja það að all- ar tekjur stríðsgróðamannanna séu taldar fram. Þetta liggur svo í augum uppi að það þarf ekki annað en að minna á það. Þess vegna er það gefið mál að ef ekki tekst að setja veruleg- ar hömlur fyrir stríðsgróða- braskið á annan hátt, þá verða afleiðingar þess ekki umflúnar með neinum skattstigum hvað háir sem þeir yrðu að nafninu til. Islenzkir mennts- menn styrktir til nðms í Bretlandi. BREZKA menningarstofn- unin The British Council hefir ákveðið að veita þremur íslenzkum kandídötum styrk til framhaldsnáms við enska há- skóla á komandi ári. Styrkur hvers þeirra nemur 350 sterlingspundum. í fyrra veitti The British Council tveim íslenzkum kandí- dötum og tveim verzlunar- mönnum styrk tM framhalds- náms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.