Alþýðublaðið - 15.04.1942, Side 7
Miðvíku4ágiir 15. apríl 1942.
% ' ~ - - - • ■ ■ ’ • '
alþybublaðið
I
jBærinn i dagJ
Næturlæfcnir er Halldór Stef-
ánsson, Ránargötu 12, sími 2234.
Næturvörður er í lyfjabúðinni
Iðunni. .
■ n- i
:Æ /- ÚTVARPIÐ:
12,15 Hádegisútvarp.
12,55 Enskukennsla, 3. fl.
15,30—16,00 Miðdegisútvarp.
18,30 íslenzkukennsla, 2. fl.
19,25 Þingfréttir.
20,00 Fréttir.
20,20 Kvöldvaka Skagfirðingafé-
lagsins: a) Magnús Jónsson
prófessor: Mesta skáld úr
Skagafirði. b) Andrés ‘
Bjömsson stud. mag.: Upp-
lestur úr kvæðum Stephans
G. Stephanssonar. c) Stefán
Jónsson frá Höskuldsstöð-
um: Pétur í Valadal (Jóp á
Reynistað flytur). d) Kári
Sigurðsson cand. phil.:
Kvæði. Enn fremur Út-
varpshljómsveitin leikur.
Söngur Sigurðar Skagfield
og Stefáns Guðmundssonar I
(af hljómplötum).
21,50 Fréttir. Dagskrárlok.
Nýtt kvennablað.
7. blað þessa árgangs er nýkom-
ið út. Efni: Menningarmál, eftir G.
St. Húsmæðraskólarnir og móður-
málið, eftir Svöfu Þorleifsdóttur,
Minning frá sólskinsdegi, eftfr
Ingibjörgu Benediktsdóttur, Þrjár
konur í bæjarstjórn Reykjavíkur,
eftir M. J. K., Húsfreyjan á Hall-
dórsstöðum, eftir J. J. G., Nokkur
orð úr Borgarfirði, eftir Á. E.,
Hver hlutur á sínum stað, eftir
Irene Hall o. m. fl.
Dýraverndarinn,
1.—2. tbl., er kominn út. í hon-
um er þetta efni: Minningarorð um
frú Fanneyjú Sigurgeirsdóttur
(eftir Þór. Kr.), Skipulagsskrá um
minningarsjóð Fanneyjar Sigur-
geirsdóttur, Ómannúðin við dýrin,
Leitað á náðir manna, Hyrnt sauð-
fé eða kollótt (B. Sk.), Skeiðönd
(G. Fr.), Nelly (Kr. S. Sigurðs-
son), Krummi flytur feigðarboð
(Jón Pálsson), Vinátta (B. Sig.)
o. m. fl.
Brezka setuliðið tilkynnir:
Næstu daga fara fram loftvarna
skotæfingar þegar veður leyfir.
Rangæingafélagið
heldur skemmtifund í kvöld í
Álþýðuhúsinu kl. 8V2.
Nanette
heitir ameríksk söngvamynd,
sem sýnd er á Gamla Bíó núna.
Aðalhlutverkið leikur Anne
Neagle. Aukamyndin er hnefa-
leikakeppnin milli Joe Louis og
Buddy Baer.
/ Útsvar Ingvars.
Frh. af 2. síðu.
það skipa 5 menn frá hverjum
lista, er standa að núverandi
Rikisútvarpið.
(Frh. af 2. síðu.)
gagnrýni fyrir kirkjulega starf-
semi sína. Hins vegar játa allir,
að dagskrá útvarpsins þurfi að
öðru leyti stórkostlegra umbóta
við, en um það er ekkert feng-
izt. Það eru því ekki umbæt-
urnar á útvarpinu, sem er ver-
ið að hugsa um, heldur það eitt,
hvort einhver Framsóknarmað-
ur utan af landi geti setzt að í
Reykjavík!
Vel má vera, að biskup lands-
ins þurfi aðstoðarmann til
skrifstofustarfa, og það er vit-
anlega sjálfsagt af ríkisvaldinu
að búa svo vel að hinu þýðing-
armikla og virðulega embætti
hans, að sómi sé að, en það nær
ekki nokkurri átt að ríkisút-
varpinu sé gert að skyldu að
greiða kostnað við biskupsemb-
.ættið!
Það var á öllu meiri þörf við
útvarpið en að ráða því ráðu-
naut í kirkjumálum.
Oliva de Havilland
Þetta er hin fræga ameríkska
leikkona, Olivia de Havil-
land, sem sézt hefir í mörg-
um kvikmyndum hér á landi.
Hún tók upp þá nýbreytni að
bera á barmi sér frímérki,
sem seld eru til styrktar
landvörnunum, og voru ljós-
myndararnir í Hollywood
ekki lengi að taka af því ótal
myndir.
Flugslysið.
Framhald af 2. síðu.
sýndist hún þá vera í um 30
metra hæð, og steyptist hún með
allmiklum hraða til jarðar. Kom
hún niður beint á nefið í móum
rétt við völlinn og eyðilagðist
algerlega að sögn forstöðu-
manna Flugfélagsins. Lá hún í
mörgum hlutum. Allir þeir, sem
voru í flugvélinni lágu þó í búk
hennar, er að var komið.
Smyrillinn var í raun og veru
ný flugvél, þó að hann sé ekki
sama vélin og kom frá Ameríku
um daginn. Búkurinn var nýr,
vængirnir voru nýir og hreyfill-
inn var raunverulega alveg nýr,
en ýmislegt smávegis í vélinni
var í vélinni, sem hrapaði í
Skerjafirði í fyrra. Hafði vélin
verið nýlega upp gerð og var
búið að fara þrjú reynsluflug á
henni. Ekkert kom í ljós í henni,
sem þótti athugavert, en þetta
var fyrsta áætlunarferðin henn-
ar.
Þetta er mikið áfall fyrir
Flugfélag íslands og hlýtur að
breyta mjög áætlunum félags-
ins fyrir sumarið. Flugfélagið
átti þrjár vélar og hafði í hyggju
víðtæka starfsemi á sumri kom-
anda. Nú verður það að breyta
þessum áætlunum sínum vegna
þessa hörmulega slyss, og hlýtur
það að skapa mikil vonbrigði
hjá öllum landsmönnum.
-----«Jl-
Nýtt hraðfrystihús.
Frh. af 2. síðu.
í því eru tvær 100 hestafla
Dieselvélar og stórir frysti-
klefar, sem rúma um 400 smál.
fiskflaka.
Húsið er stórt og rúmgott og
getur unnið úr 42 smál. fiskjar
á sólarhring. í því er einnig upp-
hitaður kaffisalur fyrir 50
manns.
I morgun byrjuðu aðeins
nokkrar stúlkur að vinna, en
þegar allt er tilbúið og nægur
fiskur er fyrirliggjandi, geta
um 70—80 manns haft atvinnu
þar.
Hraðfrystihúsið mun upp
komið kosta 450 þús. kr.
Stjórn hlutafélagsins skipa
Erlendur Þorsteinsson, Friðrik
Guðjónsson, sem er formaður
stjórnarinnar og framkvæmda-
stjóri, Andrés Hafliðason, Aage
Schiöth og Ingvar Guðjónsson.
Fiskafli var sæmilegur hér í
dag, 6—9 þúsund pund.
Viss.
meirihluta bæjarstjórnar. For-
maður . ráðsins er bæjarfógeti
Guðm. Hannesson, sem einnig 1
er samkvæmt lögum formaður
yfirskattanefndar, sem átti að
. fjalla um þetta mál eftir tillögu
A-listafulltrúanna og lögvim
samkvæmt.
Á Íokuðum fundi bæjar-
stjómar í gaprkveldi var sam-
þykkt lausnarbeiðni Andrésar
Hafliðasonar bæjarfulltrúa.
Sennil^gt er að sæti hans taki
Þormóðpjg Eyjólfsson, sem eins
og menn muna var strikaður
svo út yið síðustu kosningar, að
.. hann. tyífé]). , .,
: Enn ;.hé:|ir!„ekki, verið kosinn.
bæjarstjóri, sem þó skyldi lok-
ið.: fyrir -gO. marz s.l. Um stöð-
una sótti aðeips einn maður,
Jón N.’Sigurðsson lögfræðing-
ur.
Eftir að umsóknarfrestur var
liðinn hefir Alfons Jónsson lög-
fræðingur boðizt til þess að
taka að sér starfið. Alfons var
bæjarstjóraefni Sjálfstæðis- og i
Framsóknarflokksins 1938. Þá *
hefir einnig heyrzt hér að
Framsóknarflokkurinn telji Ei-
rík Pálsson logfræðing,. sem nú
mun starfsmaður hjá alþingi,
fúsan til þess . að taka þetta
starf að sér. Talið er að 15
manna ráðið éigi að taka á-
kvörðun urn kosningu bæjar- .
stjóra, og hafi'þvi verið frestað
þar til Andrés Hafliðason væri
formlega farinh úr bæjarstjórn.
’ " . Viss.
FatapressHB
P. V. Bierlng
Smiðjustíg 12. Sími 4713.
Pressar fatnað yðar fljótt
og vel, — Tek einnig
fatnað í kemiska hreinsun.
Ibúð
2—3 herbergi og eldhús
óskast 14. máí. A. v. á.
Konan mín,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTER,
andaðist að Vífilsstöðum í gær.
Fyrir hönd vandamanna.
• Guðjón Bjarnason.
Jarðarför mannsins míns og sonar,
MAGNÚSAR HALLDÓRSSONAR, járnsmiðs
fer fram, fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 2V> e. m., frá heimili hans
Nýlendugötu 17.
Jarðað verður í Fossvogsgarði.
Sabína Jóhannsdóttir, Halidór Hallgrímsson.
Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
frú ÁSTU HALLGRÍMSSON
Kristrún Benediktsson, Tómas Hallgrímsson.
Þökkum imiilega auðsýnda hluttekningu við fráfall og
jarðarför
NICOLAI HANSEN hjúkrunarmanns.
Aðstandendur.
Móðir okkar, *
ELÍN SÆMUNDSDÓTTIR
frá Lækjarbotnum,
andaðist aðfaranótt þ. 14. þ. m. á heimili dóttur sinnar, Ný-
lendugötu 15 A. ,
Fyrir hönd okkar og annarra vandamarma.
Katrín Pálsdóttir. Sæmundur Pálsson.
Jarðarför
JÓHANNS HÖSKULDAR STEFÁNSSONAR
fer fram frá dómkirkjunni á morgun (fimmtudag) og byrjar með
bæn að elliheimilinu Grund kl. 1.
Aðstandendur.
Eúgnnarlðgnnnm visað
til 3. umræðu með 15:7
Breytingartrllögur boðaðar við 3. umr.
NNARRIUMRÆÐU um
gerðardómslögin lauk í
neðri deild í gær. Samþykkt
var að vísa frv. til 3. umræðu
og greiddu 15 Sjálfstæðis- og
Framsóknarmenn atkvæði
með því, en 7 voru á móti.
Voru það Alþýðuflokksþing-
mennirnir f jórir, kommúnist-
arnir tveir og Héðinn Valdi-
marsson.
Sjálfstæðismennirnir . Jón
Pálmason ^ og Sigurður Krist-
jánsson, sem höfðu gagnrýnt
lögin harðlega við 2. umræðu,
greiddu þó atkvæði með þeim
í gær til 3. umræðu, en sögðu
áður, að þeir myndu leggja
fram breytingartillögur við frv.
þá.
Bergur Jónsson tilkynnti
einnig, að hann mundi bera
fram breytingartillögur við
frv. við 3. umræðu, og vill hann
breyta nafni gerðardómsins,
með öðrum orðum: hann viður-
kennir, að stofnunin sé enginn
gerðardómur.
Mazistar óttast and-
stððn norsku kirhj-
nnnar.
NORSKU prestarnir predik-
uðu á sunnudaginn eins og
ékkert hefði í skorizt. Mun það
þó hafa verið ætlun Quislings
að láta lögreglu sína vama
þeim inngöngu í kirkjurnar, en
á síðustu stundu kom skipun
frá Þjóðverjum úm að láta þá
fara allra sirina ferða um kirkj-
umar. Virðast nazistamir vera
orðnir hræddir við baráttu
norsku kirkjunnar.