Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 5
Fösíuíagtrr 17. aptíi 1942. ALÞYÐUBLADIÐ $ Þegar „Bismarcka var sökkt EN ÞAÐ VAR EKKI hjálp, sera barst þeim næsta dag. í>að var eins og býflugnasveim- ur yfir þeim og flugvélasveit- imar komu ein af annarri. Elug- vélar brezka flotans höfðu firnd- ið fakmark sitt. Ein af ann- ;arri stungu þær sér niður að sjávarfletinum, slepptu tundur- skeytunum og hófu sig upp á ný. Eitt tundurskeytið hæfði miðskipa. Vatnsstrókurinn náði í sigluhæð, og skipið nötraði frá stefni aftur í skut. Viðgerð- arsveitin komst að raun um, að :skipið var farið að hripleka. Skemmdirnar voru ekki svo miklar, að þær gætu ráðið nið- urlögum skipsins, en nægilegar til þess, að Luetjens aðmiráll lét hugfallast. Sennilega hefir hann líka um sama leyti fengið slæmar fréttir í útvarpinu — fréttir um það, að brezk flota- deild væri á hælunum á honum. Maður með hans skapferli þurfti ekki meii-a til að örvænta, þeg- ar jafnframt stóð yfir flugvéla- árás á skipið. Kann kallaði saman áhöfn skipsins og flutti hina kynleg- ustu ræðu. Hann sagði, að Bis- marck yrði.neyddur til orrustu. En hann vonaði ao kafbátar og^ flugvélar kæmu sér til hjálpar. En ef svo ýrði ekki, myndi Bis- marck taka fleiri en eitt brezkt herskip niður á sjávarbotninn: „Munið eið ykkar“, sagði hann. „Veríð foringjanum trúir, þar •til yfir lýkur.“ Áhrif þessarar ræðu á hina ungu menn voru hin ömurleg- ustu. Þeim hafði verið sagt, að skipið væri ósigrandi, það gæti ekki sokkið. En nú var allt í einu talað um dauðann. Til að bæta fyrir heimsku- strik aðmirálsins, var komið af stað þeirri fregn meðal skips- hafnarinnar, að hjálp væri á Jeiðinni. Kafbátadeild væri á leiðinni og tvö hundruð flugvél- ar á næstu grösum. Það e<r mjög sennilegt, að þessi fregn hafi verið uppspuni frá ^ótum. En; áhöfnin trúði henni. Sjóliðarnir hertu upp hugann og allan þann dag horfðu þeir éftirvæntingaraug- um út í sjóndeildarhringinn. 'Eftir að Bismarck skildi við Hood, hafði hann fyrst siglt í suðvestm-, en því næst í suður. Núna, þrem dögum eftir orr- ustuna, stefndi hann til Finisterre í von um að komast upp að frönsku ströndinni og geta komizt fram með henni í örugga höfn. En í rökkurbyrj- um um kvöldið kom flugvéla- sveit, lét sprengjum og tundur- skeytum rigna og þrjú skeyti hæfðu. Tvö skeytin ollu litlu tjóni, en það þriðja hitti stýris- útbúnaðinn og skemmdi hann. Skipið fór í hring. Nú létu skipsverjar hendur standa fram úr ermum. Járn- krossinn var heitinn hverjum þeim, sem gæti gert við skipið. Vélarnar voru stöðvaðar og kaf- ari var sendur niður, til þess að gera við stýrið. Hann gerði allt, sem hann gat, en það'kom að engu haldi. Skipið fór í hring. Nú fór allt á ringulreið í skipinu. Menn hlupu fram og aftur og hrópuðu. í þessum að- ventunauðum kom fremur háðs- legt skeyti frá „foringjanum“: „í huganum dveljum við hjá sigurvegurunum.“ Nú var reynt til hins ýtrasta að stýra með vélunurn, en skip- ið silaðist áfram í ótal kráku- stígum, eins og drukkinn mað- ur. Klukkutíma eftir miðnætti kom floti brezkra tundurspilla út úr myrkrinu. Þeir um- kringdu Bismarek og skutu að honum tundurskeytum. Mörg skeytin hæfðu og margir særð- ust. Um þetta leyti kom skeyti mn það, að með morgninum kæmu dráttarskip og flugvél- ar á vettvang. Sumir af skips- höfninni trúðu þessu, en Luetjen ‘trúði því ekki. Hann sendi Hitler skeyti: „Við mun- um berjast meðan nokkur mað- ur stendur uppi. I.engi lifi for- inginn! Yfirmaður flotans.“ Að þessu loknu gafst hann upp. Gegnum lokaðar dyr heyrðist hann. hrópa eins og móðursjúkur kvennmaður: — Gerið það, sem yður sýnist! Ég er uppgefinn! Morguninn eftir var stinnings kaldi og sjógangur. Úti við sjón- deildarhringinn sáust tvö af stærstu herskipum Breta, Rod- ney og George V. Þau hófu skothríð úr 16-þumlunga fall- byssum sínum á 11 mílna færi, en seinna styttu þau færið um helming. í hvert skipti sem kúla hæfði Bismarck, nötraði skipið stafna milli, en Bismarck skaut á móti. Rodney og George VI. komu nú enn þá nær. Stórsiglan á Bismarck féll með braki og brestum niður á þiljur og eld- ar loguðu víða um skipið og fallbyssuturnarnir hrundu. Al- drei hafði skip þolað önnur eins áföll, án þess að sökkva. Nú var kjarkur sjóliðanna tekinn að bila. Áhöfnin við einn fallbyssuturninn gerði uppreisn og hljóp burtu. Eftir ofurlitla stund flýði yfirmaður þeirra líka. í öðrum fallbyssu- tumi neitaði áhöfnin að hlýða, en yfirmaðurinn ógnaði með skammbyssu og skaut suma niður. Brátt fór skipið að hallast á bakborða og sjórinn fossaði inn um kúlugöt og sprungur. Klef- ar og göng þessa mikla völund- arhúss fylltust sjó. Fjölda marg- ir drukknuðu inni í skipinu, en aðrir brutust upp og fórust margir í troðningnum. Á háþiljum var eins og í víti ' Þar dundi kúlnahríðin og líkin lágu þar í hrönnum. Skelfingu lostin reyndi skips- höfnin að flýja aftur undir þilj- ur, en í stigunum voru menn á uppleið að flýja undan sjónrnn, sem óðum hækkaði í skipinu. Þeir börðust í stiganum og marg ir létu lífið. Um þetta leyti var skipið komið alveg á hliðina. Margir menn börðust við að halda sér á floti í vatnsskorpunni. Loks reis Bismarck upp á endann og stakkst á stefnið ofan í djúp hafsins. Brezku skipm komu nú á vettvang, til þess að reyna að bjarga. Um hundrað Þjóðverj- ar náðu í kaðla, sem fleygt var til þéirra og voru dregnir upp í skipið. Þá kom tilkynning um að kafbátar væru á leiðinni og kærðu brezku herskipin sig ekki um að lenda í kasti við þau, flýttu sér burtu, og skildu hundruðÞjóðverja eftir á sundi. Mennirnir, sem björguðust, voru þögulir og teknir til augn- anna, eins og þeir hefðu þolað pyndingar mánuðum saman. Eftir að þeir höfðu hvílt sig í marga daga, voni þeir enn þá ejftir sig. Þeifr ræddust eliki einu sinni við sín á milli. Þeir minntu rnenn á Zombíana á Vestur-Indium, sem sagan segir að reiki um án sálar. Þetta var meira en andlegt áfall, sem þeir höfðu orðið fyrir. Trúin, sem þeir höfðu byggt líf sitt á, hafði að engu orðið — sú trú, að þeir væru ósigrandi. Verð á eftirtöldum tegundum af tyrkneskum vindling- um má eigi vera hærra en hér segir: Turkish A. A. í 10 stk. pk. Kr. 0,95 pakkinn Turkish A. A. - 20 — pk. — 1,90 pakkinn Turkish A. A. - 50 — ks. — 4,75 kassinn Be Reszke - 20 — pk. — 1,90 pakkinn De Reszke - 50 — ks. — 4,75 kassinn Teofani Fine - 20 — pk. — 2,00 pakkinn Teofani Fine - 50 — ks. — 5,00 kassinn Soussa - 20 — pk. .— 1,90 pakkinn Soussa - 50 — ks. -r— 4,75 kassinn Melachrino - 20 — pk. . 1,90 pakkinn Derby - 10 — pk. — 1,20 pakkinn — - 25 — pk. — 3,00 pakkinn — -100 — ks. — 12,00 kassinn Utan Reykjavíkur pg Hafnarf jarðar má verðið vera 3 hærra en að ofan greinir, vegna flutningskostnaðar. 7o, TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Margir fréttaritarar hafa í þessu stríði lent í hinum mestu ævintýrum, enda eru þeir oft í fremstu víglínu. Þessi mynd er af hinum fræga fréttaritara, sem Assoeiated Press hafði með Miðjarðarhafsflota Breta, Larry Allen. Hefir liann verið með brezku herskipunum í flestum stórorrustum, sem þau hafa háð þar, og var m. a. á beitiskipinu Galatea, þegar því var sökkt. Eftir það var hann á spítala í Alexandríu, og er myndin tekin þar. Stríðsfréttaritari. Eigum við að hætta að heimta umbætur? Er minni á- stæða til þess að benda á það, sem aflaga fer, en áður? Nokkrar spurningar til ykkar. Eigum við að samein- ast í bæn? MAÐUR ER EIGINLEGA al- veg hættur að tala um sóðaskap í bænum, eyðilagðar götur, sleifarlag og sóðaskap. — Hvers vegna? Ég var einmitt áð- an, áður en ég tók upp ritvél- ina mína að spyrja sjálfan mig að þessari spurningu. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að svarið væri einfaldlega það, að ALET veður út í sóðaskap, ALLAR göt- ur eru ófærar, ALLT er með sleif- arlagi og slóðaskapur og óregla er á ÖLLUM sviðum. ÞAÐ ER NEFNILEGA alit verra á þessum sviðum en það var áður, og er þó langt til jafn- að. Ef maður vill leita að ástæð- unni fyrir því, er hún áreiðanlega sú, að fjölgað hefir í bænum um tugi þúsunda manna, að allir hafa meira að gera en þeir geta af- kastað, að umferðin er margfalt meiri en göturnar geta borið, að það vinmfþrek, sem við höfum yfir að ráða, fer til alls annars en að sjá um viðhald bæjarins, og síðast en ekki sízt, að gróðahug- ur er í öllum, brasknáítúran er £ algleymingi, flýtir á öllum, af því að þeir eru hræddir um að þeir muni missa af gæsinni, og svona mætti lengi telja. HVAÐ SEGIÐ þið til dæmis um fyrirhyggju húsmóðuxinnar, sem stendur rennandi blaut og úrvinda við þvottabalann allan sólarhringinn í Bretaþvotti, en svo ganga krakkarnir hennar grútskítugir, rifnir og tættii' og með hælana út úr sokkunum, — maturinn er sjaldan til á réttum tíma, aldrei farið reglulega í rúm- ið, og gólfin ekki þvegin nema endrum og eins? Eða hvað segir þið um húsbóndann, sem vimiur reglulegan vinnutíma, og byrjar svo að taka sitt aðalkaup í eftir- vinnu og næturvinnu, en vanræk- ir að dytta að heimili sínu, að tala við börnin, að ráðgast við konuna, að lesa blöðin og hlusta á útvarpið? EÐA HVAÐ segið þið um for- stjórann, skrifstofumanninn eða búðarþjóninn, sem er ekki með hugann við starf sitt, heldur húsa- brask, bátabrask, jarðabrask, bílabrask, útvarpsbrask, gamalla bókabrask og allt hitt braskið. — Eða borgarstjórann, sem er með hugann allann í pólitískmn sjáv- arháska Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, en ekki að hugsa um umbæturnar á götunum, eða hreinlætið í bænum, eða íbúða- vándræðin? Eða hvað segið þið um bæjarráðsfuþp'úann, sem er með allan hugann’við verkamamia ráðningar fyrir setuliðið og pró- sentureikninga í því sambandi og inmheimtu á leigu frá setuliðinu fyrir íbúðir? ÞAÐ GETUR vel verið, að þið segið nú: „Þetta eru allt of marg- ar spurnmgar í einu, Hamies minn.“ Og ég býst við því, en þið svarið þeim smátt og smátt — og þið hljótið að komast að sömu niðurstöðu og ég. — En það skal ég segja ykkur, að þrátt fyrir þetta allt, er nú enn meiri þörf en nokkru sinni áður að heimta umbætur og lagfæringar, að segja möinnum til syndanjna og krefja þá reikningsskapar. Ef það verður ekki gert, þá verður aldrei neitt gert til umbóta. OG SVO ÁLÍT ég að við ættum Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.