Alþýðublaðið - 18.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1942, Blaðsíða 3
SLaugardagur 1S. apríl 1942. VORIÐ ER NÚ KOMIÐ í Ukra- inu og það færist hægt norð- ur á bóginn. Komið er fram yfir miðja.n apríl, og enn er hin mikla og margboðaða sókn Þjóðverja í Rússlandi ekki hafin. Allan veturinn hafa Rússar átt frumkvæðið að hernaðaraðgerðum og hafa sótt á. Við skulum nú athuga, hvað frægur herfræðingur, E. W. Sheppard, segir um bardagana í vetur og útlitið fyrir sóknina. TAKMARKIÐ MEJD sókn Rússa v f í vetur var: 1) að hrekja Þjóðverja eins langt vestur og þeir geta og flytja þannig byrjun vorsóknarinnar vest- ar en annars hefði orðið. 2) Néyða Þjóðverja til að senda varalið, sem nota átti í vor- sókninni, í orrusturnar þegar í vetur. ÞÝZKA HERSTJÓRNIN átti um tvo kosti að velja. Annar var að reyna að halda þeim stöðvum ,sem þeir höfðu þeg- ar náð, en þá urðu þeir að senda varalið til vígvallanna. Hinn var að verja borgir eins og Taganrog, Kharkow, Kursk, Orel og Viazma. Þetta hefir Þjóðvérjum tek- izt að mestu leyti, en það hef- ir vafalaúst reynzt þeim dýrt. Þeir geta því hafið sókina frá þeim stöðum, sem þeir upphaflega ætluðu sér, en mikið skarð hefir verið . höggið í her þeirra. ÞAÐ ER ERFITT að segja nokkuð um herstyrk Þjóð- verja. Ég hygg, að í upphafi stríðsins í Rússlandi hafi þeir haft pm 3 Vi milljón manna og við það bætist her- sveitir bandamanna þeirra, ::vr sem e. t. , v. eru um hálf millj.. Þeir hafa haft varalið fyrir rösklega helming þessa liðs, eða um 2 millj. Ég hygg, að manntjón Þjóðverja í stríðinu 1 Rússlandi sé um það bil jafnt öllum hernum, sem hóf stríðið, en af því tel ég, að á 2. millj. séu fallnir, fangar eða svo mikið særðir, að þeir ekki berjist meir. Hin- ir eru minna særðir eða veik- ir. Þannig má búast við því, að styrkur þýzka hersins sé álíka mikill og hann var, þeg- ar stríðið hófst. ÞÁ ER ÞESS AÐ GETA, að styrkur Rússa hefir vafalaust aukizt síðan í fyrra, svo mik- ilvægasta atriði vetrarsóknar • iþeirra var mannskaði Þjóð- verja og það, að hersveitir, 1 sem geyma átti til vorsins, hafa orðið að berjast og verða því þreyttar, þegar sóknin hefst. SHEPPARD SEGIR að lokum, að búast megi við sókninni í seinnihluta apríl, ef ekki vor- ar mjög seint. alþydubladio Fyrir nokkru kom upp eldur 'mikill í vöruskemmum við höfnina í Boston í Bandaríkjunum. Allt brunalið borgarinnar kom á vettvang, enda voru skemmurnar um 300 m. langar og fullar af matvörum'. Ekki er kunnugt um upptök eldsins. Ekkert lát á vorsókn brezka flngherslns. 12*15 ára bðra kölluð í loft* varnasveitir i Þýzkalandl. 500 orrustuflugvélar í árásum í gær. VORSÓKN BRETA í lofti hefir nú staðið í 6 sólar- hringa stöðugt, og fara sprengjuflugvélar til árása á verksmiðjur og aðra mikilvæga staði á nóttunni, en á daginn gera mörg hundruð litlar sprengjuflugvélar og orrustuflugvélar árásir á Norður-Frakkland og Niðurlönd. Árangurinn af þessum miklu árásum er ekki aðeins hið hernaðarlega tjón, sem Þjóðverjar hafa orðið fyrir, heldur kemur hann fram á margan annan hátt. Þjóðverjar virðast nú hafa um IV2 millj. manna her við loftvarnir í Vestur-fÞýzkalandi, en valfalaust mun þýzka herstjórnin þurfa mjög á þeim að halda í vorsóknina. Þá var það tilkynnt í Berlín í gær, að börn undir 16 ára aldri mundu nú verða kvödd til þjónustu í loftvarnasveitunum. Segir í tilkynningunni: „15 ára, en helzt ekki undir 12 ára“. Sýnir þetta vel, að þeir eru í hinum mesta mannaskorti, því að til þessa væri ekki gxipið, ef hjá því yrði komizt, vegna þess að þessi störf, sem börnin eiga að takast á hendur, eru auðvitað að mestu unnin að næturlagi. Styrkur brezka flughersins er nú mun meiri en hann var 1940. Stærstu sprengjurnar eru nú f jórum sinnum þyngri en þá, eða um 2000 kíló, margar nýjar, stærri og fullkomnari flugvélar eru notaðar, og bera þær allt að fimm sinnum þyngri farm af sprengjum en eldri tegundirnar. í árásum Breta 1940 notuðu þeir, þegar mest var, imi 60 flugvélar. Nú eru þær tíðum yf- ir 300. Á sama tíma er litla end- urbót á flugvélum Þjóðverja að sjá, og í orrustunum yfir Erm- arsundi hafa þeir aðeins notað eina nýja orrustuflugvél, svo að nokkuð kveði að. Er það Focke- Wulf 190. í gærdag tóku um 600 orr- ustuflugvélar þátt í árásumun á Frakkland og Holland. Fylgdu þasr Boston- og Hurricane- flugvélunum til árása, m. a. á Calais, á skotfæraverksmiðju í Norður-iFrakklandi, þar sem verksmiðjuhús voru hæfð með sprengjum. í fyrrinótt voru gerðar árásir á hina miklu kafbátastöð Þjóð- verja í Lorient á vesturströnd Frakklands. Þá voru einnig gerðar árásir á höfnina í Le Havre. Aðeins tvær flugvélar komu ekki aftur. Þýzku orrustuflugvélarnar virtust tregar til að leggja til orrustu, ef dæma má eftir sögu brezku flugmannanna. Fyrir einu ári síðan tilkynnti þýzka herstjómin, að hefnt yrði rækilega fyrir allar árásir, sem gerðar verði á borgir Þýzka- lands. í samræmi við þessa yf- irlýsingu var mikil árás gerð á London. Viðbúaaðnr Þjóð verja i Noregi. F%JÓÐVERJAR gera nú víð- tækar ráðstafanir til varn- ar meginlandinu, og er á öllu bersýnilegt, að þeir óttast inn- rás einhvers staðar á strand- lfengjunni frá Norður-Noregi til landamæra Spánar. Sænsk blöð segja frá því, að mikill viðbúnaður sé á strönd- um Norégs. Nýlega kom allmik- ill liðsstyrkur til landsins, og mun herforingi Þjóðverjanna þar hafa farið fram á að fá meira enn. Aðstoðarmaður Himmlers, einn háttsettasti foringi þýzku leynilögreglunnar, er kominn til Oslo. Er það ótvírætt merki þess, hversu Þjóðverjar óttast andstöðu Norðmanna og þá sérstaklega kirkjunnar. Quisl- ing hefir nú séð sitt óvænna og látið Berggrav biskup lausan. En ekkert hefir verið látið uppi um aðsetursstað hans. Laval gefst npp? Það var TILKYNNT í gærkveldi í Vichy, að La- val hefði um stundarsakír hætt við að reyna að mynda stjórn. Hann mun í dag hefja viðræð- ur við hina ýmsu stjórnmála- menn í Vichy að nýju. Á meðan stjórnarmyndunm fer fram í Vichy, heldur aftök- um áfram í hinum hernumda • hluta Frakklands, en það virðist engin áhrif hafa á andstöðu Frakka, sem frekar magnast við þær. í gær var skýrt frá því, að 35 gísl hefðu verið skotin fyrir á- rásir á þýzka hermenn, leyni- lega framleiðslu á sprengjum og margt fleira. Ymsar fréttir. JAPANIR eru nú komnir inn á olíulindasvæðið í Burma og hafa brezku hersveitirnar enn hörfað norður á bógixm. Áður voru þó öll mannvirki á þeim olíusvæðum, sem yfirgef- in voru, eyðilögð, svo að Jap- anir hafi engin not af þeim, í bráðina að minnsta kosti. MIKLAR viðræður eru enn í London milli herforingja Bandamana. Sikorski, forsætis- ráðherra Póllands, ræddi í gær við Alan Brokk, yfirhershöfð- ingja Breta. TILKYNNINGAR Þjóðverja frá Rússlandsvígstöðvun- um eru enn að mestu leyti veð- urfregnir. í Ukrainu eru nú þegar möguleikar á hemaðar- aðgerðum í stórum stíl, en enn bólar ekki á neinni sókn. Á Smolensk- og Leningrad-víg- stöðvunum hafa Rússar enn sótt fram. Rússar segja frá því, að fang- ar, s em þeir hafa tekið í bar- dögum undanfarið, séu yngri og !verr þjálfaðir en hermenn þeir, sem börðust í fyrra. BREZKUR kafbátur hefir sökkt stóru ítölsku fhitn- ingaskipi á Miðjarðarhafi. Var það ásamt tveim öðrum skip- um í fylgd með tundurspillum. Tvö tundurskeyti hittu skipið og sökk það á 7 mínútum. AMERÍKSKI herinn hefir hafið útgáfu á sínu eigm blaði, „Stars and Stribes". Var Roosevelt forseta sent fyrsta eintakið, en Steven Earle axm- að. Blað með sama nafni var gefið út í París í heimsstyrjöld- inni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.