Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 2
Baldurshagi brann til kaldra kola I fyrrinótt ■»-— Eldur kom frá olíulampa, sem log- aði á í herbergi tajá sofandi barni. Liðsforinginn og umskiptingarn- ir í revyunni Halló Ameríka. REVYAN „Halló, Ameríka!" hefi nú verið sýnd 12 sinnum í hinni endurbættu og fullkomnari útgáfu. Aðsókn hefir verið mjög mikil, jafnvel svo mikil á stundum, að aðgöngumiðarnir hafa selzt upp löngu áður en leiksýning átti að vera. Hafa margir talið alveg þýðingarlaust að reyna að ná í aðgöngumiða og talið réttara að bíða svolítið, þar til a um hægðist. Haraldur Á. Sigurðs- son sagði Alþýðublaðinu í gær, að nú væri svolítið farið að um- hægjast, og myndu nú vera meiri möguleikar fyrir þá að ná í miða, en áður var, meðan fólk beið svo klukkustundum skipti. — Ekki verður hægt að sýna revyuna langt fram á vor, því að tveir leikaranna, þar á meðal Haraldur, ætla að fara í sveit í sumar, eins og bömin, og það nokkuð snemma. — Margir hafa skemmt sér við þessa revyu, og þó munu fleiri eiga það eftir. — Myndin hér að.ofah sýnir bjargvætti þjóðarinnar — umskiptings- offíserana og lífyerðina: Brynjólf, Alfred og Harald. VEITIN GAHÚSIÐ „BALDURSHAGI1 brann til kaldra kola í fyrrinótt. Eldurinn kom upp mn klukkan 21/*, og var húsið brunnið um klukkan 4V2. Það tókst að bjarga allmiklu af munum starfsfólks veitingahússins og enn frem- ur húsmunum og búsáhöldum úr veitingasalnum. Hlaða og útihús brunnu ekki. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fékk í gær hjá lögreglunni, voru atvik þessi: Húsið var ein hæð og ris. Á loftinu voru í vestiurenda 3 her- bergi. Eigendur Baldurshaga voru nú Jón Einarsson fulltrúi og Runólfur Pétursson sápu- gerðarmaður. í veitingahúsinu störfuðu 3 stúlkur, ein þeirra með 4 ára gamalt barn og einn vinnumaður. í gærkveldi þegar lokað var, fór stúlkan, sem á barnið, að ræsta húsið niðri, þvo veitinga- salinn og fleira. Dvaldist henni við það til klukkan rúmlega 2. Þá fór hún upp til sín, en hún bjó með barni sínu í syðsta her- berginu. Hafði hún haft að venju að láta Ijós loga hjá barninu, þegar hún var ekki hjá því á kvöldin, og var notað- ur oliulampi. Þegar hún kom upp til sín í gærkveldi og opn- aði herbergið sitt, sá hún, að fyrir ofan lampahn var brunnið lófastórt gat á loftið, sá hún jafnframt vera komna rifu á „panelinn“ og eld í sag-stopp milli þilja. Hún vakti sam- Frh. á 7. síðu. dðalfandar Bygginga félags verkaioaDHa verðnr haldinn í dag AÐALFUNDUR Byggingafé- lags verkamanna verður haldinn í dag og hefst hann kl. IV2 í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Á fundinum verða tekin fyrir venjuleg aðalfundarstörf. Það skal tekið fram, að þeir, sem gerzt hafa nýlega félagar og ekki hafa innleyst félgsskír- teini sín„ verða strikaðir út af félagaskrá, ef þeir hafa ekki greitt áður en fundur hefst. Eins mun líka vera með félagsmenn, sem skulda félaginu. Byggingafélag verkamanna stendur nú fyrir mestu bygg- ingaframkvæmdum, sem hér eru í bænum og miðar því mjög vel áfram. ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 19. apríl 1942- Þýðingarmiklll dðmur fyrir togarasjómennina Krðfur Sjómannafélagsins á hendur togaraeigendum teknar til greina. Útgerðarmönnum ber að greiða sjó- mönnum prósentur af allri brúttósölu. SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR vann þýðingar- mikið mál fyrir sjómenn fyrir Félagsdómi í gær, en dómur í því var kveðinn upp í gær klukkan 10 fyrir hádegi. Kröfur Sjómannafélagsins um að útgerðarmenn greiddu sjómönnum prósentur af hreinni brúttósölu togar- anna í Englandi voru teknar til greina. Aðdragandi málsms var þessi: í samningum þeim, sem gerð- ir voru milli Sjómannafélags Reykjavíkur og Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda 14. júlí í fyrra, var svo ákveðið í 4. gr.: að til viðbótar áhættuþóknim sem ákveðin var í samningi 1940 milli þessara aðila, og samningsbundnum launmn, skyldi greiða skipverjum við- bótar áhættuþóknun fyrir siglingar milli fslands og ann- arra landa, ákveðnar prósent- ur af bruttó söluverði aflans. En þegar Bretar settu innflutn- ingstoll (dreifingartoll) á fisk- inn síðast liðið haust, töldu út- gerðarmenn sig hafa heimild til að draga tollinn frá sÖluupp- hæðinni, áður en sjómönnum væru reiknaðar þessar prósent- ur. Enn fremur drógu þeir frá söluupphæðinni andvirði alls þess fiskjar, sem þeir keyptu af bátum hér heima (veiddu ekki sjálfir) og töldu þá upphæð, sem eftir var, þegar þeir höfðu dreg- ið tollinn og andvirði keypta fiskjarins frá söluupphæðinm, brúttósölu, og reiknuðu prósent- urnar til sjómannanna sam- kvæmt því. ' Þetta mál snerti mjög alla sjómenn,: stýrimenn, vélstjóra, loftskeytamenn, háseta og kynd- ara. Þegar Sjómannafélag Reykja- víkur fékk vitneskju um þetta, og taldi það ekki í samræmi við samninginn, höfðaði það mál gegn útgerðinni fyrir félags- dómi. Málareksturinn hefir staðið alllengi yfir. Var sækjandi málsins fyrir hönd Sjómanna- félagsins Guðmxmdur í. Guð- mundsson, en verjendur fyrir hönd Félags íslenskra botn- vörpuskipaeigenda Einar Ás- mundsson og Eggert Claessen. Dómur sá, er Félagsdómur kvað úpp í gærmorgun, var svo hljóðandi: „Því dæmist rétt vera: Meðlimum Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda bar að reikna viðbótaráhættuþóknun, samkvæmt 4. gr. framannefnds samnings frá 16. júlí 1941, af brúttó söluverði farmsins, án frádráttar vegna framangreinds 5 sh. gjalds pr. kítt, og þeim er óheimilt að draga verð keypts fisks frá brúttó söluverði farms- ins áður en greind viðbótarr áhættuþóknun er réiknuð út. Stefndur, Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, greiði stefnda, Alþýðusambandi ís- lands f. h. Sjómannafélags Reykjavíkur, kr. 150,00 í máls- kostnað innan 16 daga frá birt- ingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum.“ Útgerðarmenn höfðu um skeið greitt prósenturnar samkvæmt sínum skilningi á samningnum. Eiga nú sjómenn kröfur á hend- ur útgerðinni um að fá mismun- inn greiddan. TVÖ síðastliðin ár hejir einn mótorbátur stundað herpi- nótaveiði með öðrum hætti en tíðkazt hejir áður hér við land. Bátur þessi er vb. Dagsbrún jrá Reykjavík, eigandi og skipstjóri bátsins er Bjarni Andrésson. Stærð þessa báts er undir 30 smálestum brúttó. Þetta sagði Óskar Jónsson í Hafnarfirði, sem mikið hefir starfað að síldarmálum undan- farin ár, við Alþýðublaðið í gær, og hann hélt áfram: Bátar af slíkri stærð hafa hingað til þótt of litlir til að vera einir með nót. Hafa þá tveir af líkri stærð slegið sér saman um eina nót með 1{7—18 manna áhöfn, en áhöfn á Dags- brún mun hafa verið 9 menn, en hins vegar telur skipstj. Bjarni Andrésson að nægja muni 8 manna áhöfn. Nót þessi mun vera aðeins ofurlítið styttri en tíðkast, en eins djúp, og pokinn úti í öðrum enda hennar. Aðeins einn nótabátur er hafður. Þarf hann að vera það stór, að hann beri vel nót- ina, og þannig útbúinn, að nótin geti runnið aftur úr enda báts- ins, þegar kastað er fyrir síld- artorfuna. Er þá nótabáturinn festur á síðu mótorbátsins með- an kastað er. Þarf að hafa litla skektu með og er festur annar endi nótarinnar í hana. í Dags- brún er dragnótarspil og er það notað við snurpinguna, og gengur hún sérstaklega fljótt. Segir Bjarni skipstj. að hann telji að sé frekar gerð bumköst með svona útbúnaði en venju- legum nótum. Bfi sa 1 eignvf sitalan hækkar atn 3 stig. Fyrir tímablltð 14 maí tíl í. október. Kauplagsnefnd hefir nú reiknað út húsaleiguvísitölu fyrir tímabilið 14. maí til 1. okt. Er hún 114 og hefir því hækkað xun 3 stig. Samkvæmt þessu geta húseigendur hækkað húsa- leigu í húsum sínum þann- ig, að húsnæði, sem kostaði 100 krónur fyrir styrjöld i ina„ má kosta 114 krónur frá 14. maí næst komandi. Sex nýir kjörræðis- menn skipaðir i gær AÐ var opinberlega til» kynnt í gærkveldi, að nt- anríkismálaráðunéytið hefði i Samkvæmt upplýsingum for- seta Fiskifélagsins, Davíðs Ól- afssonar var meðalafli á tví- lembinga (en svo eru í daglegui tali nefndir þeir bátar, sena fiska tveir saman með eina nót) s.l. síldarvertíð 4381 mál og tunnur, en afli Dagsbrúnar 2732 tn. og mál. Þó hér sé afli Dagsbrúnar lægri en meðalafli tvílembinganna, er það hins vegar auðsætt, að afkoma, bæði skips og þeirra, sem vinna á skipinu, er betri en á tvflemb- ingunum. Auk þess ar aðbúnað- ur oft á þeim lélegur. Hásetar verða að fara á milli skipa. í þessum bátnum í dag og á hin- um á morgun. En aftur 8 manna áhöfn á ca. 30 smálesta bát get- ur eftir atvikum liðið sæmilega, og ekki lakar en á öðrum veiði- skap. Hér við Faxaflóa er mikið af bátum frá 20—30 smálesta, og ætti að geta opnast hér nýr at- vinnuvegur fyrir þá, sem offc hafa farið norður til rekneta- veiða, sem oft hafa gefið minna en skyldi. Heyrt hefi ég, aö nokkrir bátar muni hafa í hyggju að stunda þannig lagaða veiði næstu síldarvertíð og hér hefir verið lýst, og veit ég um einn 50 smálesta bát, sem svona veiði ætlar að stunda. Er þaS vel farið, og trúað gæti ég að innan örfárra ára myndu öll hin smærri skip, sem ekki geta tekið* upp báta á síldveiðum, vera búin að taka upp þessa veiðiaðferð. Og á Bjarni skip- stjóri Andrésson þakkir skiliS fyrir að hafa troðið hér nýjar leiðir.“ Frh. á 7. síðu. Ný merkileg veiðiaðferö á síldveiðnm hér við land. Bjarni Andrésson, skipstjóri á „Dags- brún“ hefir tekið hana upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.