Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunmudagur 19. april 1942. KIRKJAN Séra Sigurbjðrn Einarsson: Hvað stoðar pað manninn... ? EINIJ SINNI var okkur máske kennt að biðja Guð að geyma okkur og varðveita okkur „á sál og lífi þessa nótt og alla tíma“. Man ég það, að húslestri var lokið með bæn um varðveizlu gegn „öllu því, sem oss karm að skaða til lík- ama og sálar“. Líkami og sál voru tengd í eitt. Okkur var aldrei kennt að gleyma líkam- anum. Engin trúarbrögð, ég fullyrði það, engin trúarbrögð veraldarihnar stafa þeirri helg- un á líkamslífið, sem kristin- dómurinn gerir. Jesús gleymdi ekki þörfum líkamans. Páll ekki heldur. Iikams-fjandskap- ur miðaldarma var sníkjuvöxt- ur á stofni kirkjunnar, sem sett- ist að þar, er hann festi rætur í dauðasmituðum jarðvegi hins grísk-rómverska heims. Það er kristilegt að „leika líkama sinn hart og gera hann að þræli sín- um“, eins og Páll segir. Það er jafnmikil nauðsyn, — og meiri reyndar, — hverjum þeim, sem ástundar helgun, eins og þeim, sem keppa eftir góðum árangri í íþróttum. En líkamin'n er „musteri heilags anda“, fyrir því er óleyfilegt að saurga hann, óleyfilegt að gera líkam- lega eymd að dyggð, óleyfilegt að ræna hann nauðsynjum sín- um. Því er öll viturleg og ein- læg viðleitni í þá átt að gera jörðina farsælli að því er snert- ir þarfir líkamans í hæsta máta kristileg. En það er ekki mark- mið í sjálfu sér, heldur leið að marki. Því hin ýtrasta fullnæg- ing allra líkamlegra þarfa skap- ar ekki manninum fullsælu út af fyrir sig. Fyrir því eru dæm- in.ærin og ljós. Maðurinn smíð- ar hamingju sína úr efniviði innan frá, og sé hann í þrotum um þann efnivið, þá fær ekkert borgið gæfu hans, engin líkams- saðning neinnar tegundar. Sá maður, sem beðið hefir tjón á sálu sinni, er vansæll og bölv- aður á jörðinni, hvernig sem allsnægtimar kynnu að hrúgast að honum. Werner Sombart hefir maður heitið, þýzkur. Ekki hefi ég séð hans getið að neinu merkilegu, en nokkrar athyglisverðar setningar hefi ég sé eftir honum hafðar. Þær era skrifaðar einhvern tíma á áranum 1914—18. Hann er að tala um framfarirnar á blóma- tímunum miklu, þegar mann- kynið sigldi hraðbyri inn í draumaland hinnar efnislegu fullsælu, — áður en fyrsta hol- skeflan reið yfir. Hann segir: „Lífið var orðið tómt og alls- laust. Vér auðguðumst, en feng- um ekkert vit út úr öllu þessu auðsafni. Vér sköpuðum furðu- verk á sviði tækninnar, en viss- um ekki til hvers. — Vér horfð- um drukknir á framfarirnar, án þess að hafa hugmynd um neinn tilgang í þessu. Vér heimtuðum meiri auðæfi, fleiri met, meira skrum, fleiri blöð, fleiri bækur, fleiri leiksýning- ar, meiri skólasetur, meiri tækni, meiri þægindi. En til hvers, til hvers?“ Svo kom stríðið. Þá var um skipt fyrir Sombart. „Nú opnuðust augun. Enn var eitthvað til, sem var hafið yfir einstaklinginn — þjóðin, föðurlandið ríkið.“ Ljóst er það af þessum síð- ustu orðum, að hér talar einn af fyrstu draumvitringum Naz- ismans. En þessi maður er líka rödd úr samtíðinni, mynd hins fáráða manns 20. aldarinnar, sem brýtur gull sín, af því að hann hefir fengið viðbjóð á sjálfum sér, lappar við brakið, en hatar allt saman og sjálfan sig mest og tryllist að lokum. Hvað stoðar það manninn —? Margur hefir spurt, hvernig það mátti ske, að þýzka þjóðin var svona flöt fyrir, þegar orða- froðan úr munni Hitlers helltist yfir hana. Ég hefi hugboð um það, — og vildi að skrök væru, — að enn séum við ekki búnir að sjá fyrir endann á því, hvert hægt er að teyma mannfólkið. En hvernig má það ske, að þessi mannanna börn, sem eru yfir- troðin af upplýsingu, kaffærð af menningu, og tiltölulega sak- laus af því að láta andlegheitin vefjast fyrir sér í baráttunni við úrlausnir raunhæfra verk- efna, verða svona ákaflega auð- velt herfang, svóna ákaflega laus fyrir, þegar brimar, þegar aida áróðurs, skrams og lyga ríður yfir? Evrópumaðurinn reynist ekki merkilegri en þáð á úrslitastund sögu sinnar, að það er hægt að teyma hann á eyrunum inn í myrkviðu hinna lygilegustu óhófsöfga. Það ér hægt að byggja á því, að millj- ónir manna hugsi ekki neitt, sjái ekki neitt, skilji ékki neitt, viti ekki neitt. Það er hægt að láta milljónir manna trúa því, að svart sé hvítt, að æðsta og göfugasta markmið og verkefni mannsins sé að drepa menn, að stigamenn séu guðir, en að Guð sé dottinn upp fyrir. Verður manninum bjargað? Við vonum það. Við vonumst eftir nýjum tímum með endur- reisn og græðslu sáranna. En sú von er bæði völt og myrk, ef hún er bundin við „holdsins styrk“ eingöngu. Bjargarvon mannsins er sú, að hann finni sálu sína, beygi sig fyrir þeirri staðreynd, að hann er ekki að- eins borgari í þessum heimi, Ilífsrætur hans standa í annarri veröld, og sé skorið á þær ræt- ur, þær deyfðar og sljóvgaðar, þá er hann eins og afsniðin jurt. Slík jurt er dauðadæmd jafnt fyrir því þó að hún sé sett í dýr- indis blómsturker. En þú, íslendingur, vinur og bróðir. Það fer ekki hjá því, að þér finnst margt aflaga fara í háttsemi fólks hér í kringum þig. Þú spyr um íslenzka fram- tíð. Þú vildir ef til vill vekja æskulýð þessa bæjar til meiri vitundar um föðurland sitt, til meiri ábyrgðarvitimdar yfir- leitt, þú myndir óska þess, að hann hugsaði lengra en til líð- andi stundar. En hvaða grand- völl hefir eldri kynslóðin lagt að slíkum hugsunarhætti meðal hinna yngri? Við höfum gefið henni útvarp og bíla og bíó. En höfum við kennt henni að hugsa? Höfum við gefið henni þá kjölfestu, sem forði henni frá því að berast í kaf? Höfum við ekki þvert á móti látið henni þann arf eftir, sem gerir hana að ættjarðarlausum alls- leysingjum með gleymda sál? Látum það ekki ljósta okkur neinni furðu, þo ungir menn þessa lands gleymi landinu fyr- ir krónuna, við höfum ekki gef- ið þeim önnur verðmæti en krónuna, — og að vísu með eft- irgangsmunum lengst af, eða þangað til aðrir fóru að borga út. En að lokum- persónuleg spurning: Hvernig er með þína sál? Manstu eftir henni? Hvernig býrðu að henni? Hefir þú leyft henni að vaxa til skynjunar. á hinu himneska og eilífa, hefir hún vaxið úr duft- inU upp til hins heilaga og ei- lífa, hefir hún tengzt lífi hans, sem einn er heilagur og eilífur? Þessi spurning er miklu djúp- tækari og miklu langdrægari um örlög þín en allar þær al- mennu spurningar, sem við höfum hingað til rætt. í baksýn hennar er eilífðin sjálf. Því það var með eilífðina í baksýn, sem Jesús spUrði: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heim- inn, en fyrirgera sálu sinni? Því hvaða endurgjald myndi maður gefa fyrir sálu sína? Sigurbjörn Einarsson. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) embætti sitt gegn vilja safnaðar- ins. Vilji safnaðarins lá alls ekki fyrir eftir prestskosningarnar. — Hins vegar skal það líka tekið fram, að flest sóknarbörn í Hall- grímssókn munu vera fyrir löngu búin að gleyma þeim lítilfjörlegu erjum, sem uppi voru í sambandi við kosningarnar. Þau eru ánægð með báða hina ungu og efnilegu presta sína — og sá tími, sem liðinn er, síðan jþeir tóku til starfa, hefir sýnt, að þeir eru full- komlega starfi sínu vaxnir og 'vinsældir beggja fara vaxandi með hverjum degi sém líður. MAÐUR SKYLDI hafa haldið, að menn gerðu ekki leik að því að koma af stað ósamlyndi og flokkadiráttum innain kirkju.nn- ar, en með hinni algerlega tilefn- islausu árás sinni á séra Jakob Jónsson, er Morgunblaðið að gera leik að því. En það er alger mis- skilningur hjá blaðinu, að það muni fá þakkir fyrir þessa iðju. Það hlýtur vanþökk allra fyrir árósina á prestinn — og sú van- þökk fer ekki eftir neinum fiokks- línum.“ HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. ar fjandaflokkurinn dag frá degi — í höfðinu á Jónasi frá Hriflu. Hlutfallskosningar og upplausn Frh. af 4. síðu. lega til annars að rekja en hliit- fallskosningjanna. Ofbeldi, hefnigirni og rangsleitni í hug- myndakerfi facismans, samfara takmarkalausri eigingirni auð- valdsins og óþroskuðu, ungu og veiku lýðræðisskipulagi, felldu þýzku þjóðina í fjötra þræl- dóms og kúgunar einræðisins. En þá er það Frakkland. Sá er gallinn á, að þar hafa hlut fallskosningar aldrei verið í lög leiddar. Ýmist hafa þar verið meirihlutakosningar í stórum, margmennum kjördæmum, eða í einmenningskjördæmum, og kosið á ný í kjördæmunum, ef enginn þingmaður hefir náð nægilegri atkvæðatölu. Hin sorglega niðurlæging hinnar glæsilegu frönsku menningar- þjóðar, á því ekkert skylt við hlutfallskosningar, sem aldrei hafa verið þar reyndar við kosn- ingar til þings. J. J. segir í upplausnargrein sinni, að „öll hin voldugu ensku- mælandi löínd hafi neitað að taka upp lilutfallskosningar.“ Ekki er þessi frásögn ýkja ná- kvæm. Það er að vísu aðalregl- an í Stóra-Bretlandi, að þing- menn séu kosnir í einmennings- kjördæmum. Þetta skipulag hefir verið mjög gagnrýnt, enda æði oft leitt til rangs og hættu- legs hlutfalls á milli þingmanna- tölu flokkanna og kjósenda- fylgis þeirra. Og í háskólakjör- dæmum Bretlands, sem hafa fleiri en einn þingmann, eru hlutfallskosningar viðhafðar. Þessar hlutfallskosningar, þótt í smáum stíl séu, virðast ekki hafa sakað brezku þjóðina. í Norður írlandi, sem er sér- stakt sjálfstjórnarríki, eru þing- menn valdir með hlutfallskosn- ingum. Og fríríkið írland, sem komizt hefir furðanlega af fram á þennan dag, hefir um 20 ára skeið haft hlutfallskosningar til þjóðþingsins. Það væri heldur ekki úr vegi að nefna, að fullkomnustu lýð- ræðisríki þessarar álfu, svo sem öll Norðurlöndin, Holland og Belgía, hafa látið sér vel lynda að lögfesta algerðar hlutfalls- kosningar, og hefir ekki á öðru borið, en að það hafi reynzt 'þessum ríkjum happasælt. Þar hefir menningin náð mestum blóma, framfarirnar verið hrað- stígastar, lýðræðið fullkomnast og hagur og menning þjóðanna tekið stórstígustum framförum — allt áður en utan að kom- andi ofbeldi felldi flestar þessar þjóðir í fjötra í bráð. Það verður því vissulega ekki annað sagt, en að reynslu-„rök“ J. J. gegn hlutfallskosningun- um séu óvanalega haldlítil og ófrumleg. Veldur þar vafalaust mestu um, hvað málstaðurinn er slæmur og af vafasömum rótum runninn. Niðnrlagsorð. iHér á undan hafa verið rakin nokkur þau höfuðandmæli, er fram hafa verið borin af for- manni Framsóknarflokksins gegn tillögum Alþýðufl. um breytta kjördæmaskipun, og sýnt fram á að engin þeirrá lafa við nokkur rök að styðjast. Engin ástæða sýnist til þess að taka til meðferðar þau fánýtu andmæli, sem komið hafa fram frá öðrum andstæðingum um- bótanna, svo sem þetta, að verið sé að ganga á rétt dreifbýlisins og að háskalegt sé að fjölga þingmönnum. Að sjálfsögðu er það fjarri sanni, að leiðréttirig ranglætis og ójafnaðar séu ó- réttmæt gagnvart þeim, sem með því verða sviptir forrétt- indum. Og þó að þingmönnum væri fjölgað um 5, hefir það aðeins í för með sér hverfandi lítinn aukakostnað, og er aðeins til samræmis við vaxandi íbúa- tölu landsins. En margur mun nú spyrja, hvaða líkurj séu til þess, að breytingarnar nái fram að ganga á alþingi. Um það verður ekkert ákveðið sagt, þegar þetta er ritað. En allar líkur ættu þó að miða að því, að breytingarnar næðu fram að ganga, ef allt væri með felldu, og ekki væra svik í tafli. Alþýðuflokkurinn stendur að sjálfsögðu að mál- inu heill og óöskiptur. Ekki er annað vitað um kommúnista, en að þeir séu málinu fylgjandi. Talið er líklegt, að Bændaflokk- urinn sé því ekki andstæður. Sjálfstæðisflokkurinn ætti, samkvæmt marggefnum yfir- lýsingum ýmissa forystumanna sinna og blaða að vera allshugar feginn að fá nú tækifær.i til þess að ljá málinu óskipt fylgi. En grunur leikur á því, að sumir foringjar flokksiris séu hvergi nærri einlægir né ákveðnir. Liggja til þess serstök sjónar- mið og sambönd, er hér verða ekki rakin, en mörgum munu vera kunn .En þáð má telja víst, að kjósenduf Sjálfstæðis- flokksins yfirleitt, og þá ekki sízt þeir, er við sjávarsíðuna búa, séu málinu eindregið fylgj- andi, og munu þeir 'sánnarlega ætlast til þess, að forystumenn þeirra bregðist ekki, og verður því ekki trúað fyr en á reynir. Það hefir heyrzt, að sumir þingmenn Sjálfstæðisfl. séu andvígir fjölgun þingmanna í Reykjavík, og því, að stofnuð verði ný kjördæmi á Akranesi, Neskaupstað og Siglufirði. En allt það, sem dregur úr þessum breytingum, minnkar möguleik- ana til þess að ná fullkomnu réttlæti. Næstu vikur munu úr því skera, hver verða afdrif kjör- dæmamálsins í Alþingi. Alþýðu- flokkurinn gerir sitt til þess að ná réttlátri lausn og sameina þá til ákvarðana, er óska eftir um- bótum. Þeir, sem kunna að skerast úr leik, bera ábyrgð á því, sem illa tekst. — Félagslif. — lalnr. Æfing hjá meistaraflokki, I. fl. og H. fl. kl. 11 f. h., og hjá III. og IV. fl. kl. 1,30 e. h. á í- þróttavellinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.