Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 5
Satumðagtcr 19. aprQ 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ OTTO STRASSER UM: Ffamtið Þýzkalaads OTTO STRASSER, lei&togi ,jvörtu fyllángarinn- ar“ svonefndu, félagsskapar, sem á sínum tíma klofn- aði út úr þýzka nazistaflokknum, á nú heima í Canada, og hefir skrifað þessa grein um afstöðu þýzku þjóðarinnar til Hitlersstjómarinnar. Strasser er kunnur þýzkur flóttamaður. Hann hefir meðal annars ritað bækumar „Þýzkaland framtíðarinnar“ og ,Jlitler og ég.“ EF TIL VILL eru aðeins tveir menn, sem með vissu vifca um hina geysilegu and- stöðu í Þýzkalandi gegn naz- istunum frá því Hitler ikom til valda. Þessir menn eru Heinrich Himmler, yfirmaður þýzku leynilögreglunnar og ég. Frá því árið 1933 hefir mátt skipta þýzku þjóðinni í þrjár deildir. Þá, sem eru harðsnúnir nazist- ar <um 10 prósent) þá, sem eru sannfærðir andstæðingar naz- ismans <sem líka er um 10 prósent), hinir þriðju, um 80%, eru ópólitískir, meira og minna hollir stjóminni og þvælast með Himmler, yfirmaður þýzku leynilögreglunnar og leiðtogi S.S.-manna, þýzka „jámvarðar- ins“, hefir aðstöðu til þess að vita betur en allir aðrir naz- istar um styrkleika og veik- leika nazistastjórnarinnar. Ég, sem leiðtogi „svörtu fylkingar- innar,“ hinnar bezt skipulögðu og ef til vill stærstu 'andnaz- istisku heyíingar í Þýzkalandi, hefi mjög nákvæma þekkingu á þessu frá gagnstæðum sjónar- hóli. Víð vitom það báðir, að hin 80 prósent stjórnhollra Þjóð- verja, sem nú heyja styrjöld- ina, hafa enga pólitíska sann- færingu. Það er aðeins sjálfs- bjargarhvötin, sem knýr þá fram. Þeir verða að fylgja hin- um sterkari. í hugum þessara áttatíu hundruðustu ópólitískra Þjóð- verja vakir minningin um heimsstyrjöldina 1914—1918. Þeir minnast þess, að þýzki her- inn vann eirm sigurinn af öðr- um, þangað til þeir biðu að lok- um endanlegan ósigur. „Hinir mörgu sigrar okkar gerðu okk- ur veiklaða“ sögðu prússnesku stríðssöguritararnir á árunum eftir 1918. Þessi ótti er enn þá ríkjandi í Þýzkalandi. Frétta- ritarar þýzku blaðanna tala eklti lengur um öruggan lokasigur. Margir Þjóðverjar, einkum þeir, sem láta sig hemaðarmálefni að einhverju leyti varða, hafa enn þá von um, að friður fá- ist á þann hátt, að Þjóðverjar fái að halda þeirri aðstöðu, sem þeir hafa nú fengið á meginlandi Evrópu, en verði hinsvegar að hætta að láta sig dreyma um landvinninga í Afríku, Litlu Asíu og Suður- Ameríku. Þó er þeim það jafn- fram ljóst, að flokkurinn hvorki óskar eftir slíkum friði, né gæti fengið hann, þó að hann vildi. Um þetta munu vera skiptar skoðanir. Við þetta bæt- ast svo afturhaldsöflin, hemað- arklíkan, landeigendumir og þungaiðj uhöldarnir. Þeir reyna að minnsta kosti að bjarga sjálf- um sér, ef ekki er hægt að vinna stríðið. * í sambandi við þann atburð, þegar Rudolf Hess flýði til Bret- lands, birti ég frásögn af sund- urliðaðri ráðagerð <sem ég fekk í hendur í aprílmánuði í fyrra) um það að komið yrði á hern- aðareinræði í Þýzkalandi. Tak- mark þessa hemaðareinreeðis var, og er enn, að viðhalda valdi Prússa í Þýzkalandi á þann hátt að fórna Hitlersstjórn inni og semja frið við England. Ég er enn þá sannfærður um, að sendiferð Hess stóð í sam- bandi við þessa ráðagerð. Hess vonaði, að hann gæti fengið frið við England og Rússlandi yrði fórnað. En hann komst að raun um, að Englendingar og Banda- ríkjamenn geta ekki og vilja ekki semja frið við nazista. Að þessari niðurstöðu kom- ust herforingjarnir líka, þegar þeir sáu fram á, að Hess mis- Siésolmrð á Miispm. Verð á eftirtöldum tegundum af enskum VIRGINIA vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Commander Elephant De Reszke May Blossom Craven A Players N/C n í 20 stk. pk. - 50 — ks. - 10 — pk. .20 — ■ — . 20 — — - 10 — — .- 10 — — _ _ _ 20 — — Capstan —-------10 — — Kr. 1,70 pakkinn — 4,25 kassinn — 0,85 pakkinn — 1,80 — — 2,00 — — 1,10 — — 1,15 — — 2,20 — — 1,15 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra en að ofan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala rikisins. heppnaðíst fyrirætlunin. Og síðan hafa þeir haft mikinn við- búnað, bæði heima í Þýzkalandi og erlendis, að gera stjómar- byltingu sína á heppilegri stundu. Það er ekki auðvelt að spá neinu um það, hvenær hin rétta stund kemur. Hinir prúss- nesku afturhaldsmenn munu áreiðanlega ekki gera byltingu fyrr en sýnilegur ósigur hefir sannfært þýzku þjóðina um það, að Hitler getur ekki unnið stríðið. Þeir eru alltof hyggnir til þess, að þeir láti bera sér það á brýn ,að þeir hafi stungið rýtingnum í bakið á Hitler- stjórninni. Hinsvegar munu þeir vilja láta líta svo út sem þeir komi sem frelsarar Þýzkalands. Þeir viljajafnvel forðast opinn fjandskap við Gestapo, þýzku leynilögregluna, svo lengi sem kostur er á. Þeir eru í miklum vafa um það, livað þeir eigi að gera af Hitler. Aðalvandamálið er það, hvort nauðsynlegt sé að „yfirtaka“ hann eða ekki. Eins og stendur er meiri- hlutinn þeirrar skoðunar, að það muni vera nauðsynlegt, jafnvel þótt ekki væri af ann- arri ástæðu en þeirri, að það væri þénanlegt að láta hann undirskrifa dauðadóm fyrrver- andi vina sinna. í framtíðinni hafa gömlu Prússarnir í hyggju að endurreisa konungdæmi í Þýzkalandi, ef til vill jafnvel fleiri en eitt, því að það er á- reiðanlegt, að þó að sumir heimti konung af Hokenzollern- ættinni, þá vilja aðrir konung af ætt Habsburgara. Þriðja lausnin á þýzka vanda- málinu er til, og sú lausn er einnig í undirbúningi. Það er þýzka byltingin. Það er lausn- in, sem þeir berjast fyrir þessir 10 prósent þýzku þjóðarinnar, sem eru andvígir nazismanum, mennirnir og konurnar, sem hafa árum saman barizt gegn Hitlerstjórninni og hinum gömlu prússnesku afturhalds- seggjum. Barátta þeirra fékk nýjan þrótt við þá niðurlægingu sem þýzka þjóðin hefir orðið að þola af völdum Hitlerstjórar- innar. Takmark þeirra var að gera lífvænlegra í Þýzkalandi. Þeir, vita, að þetta stríð, sem nú stendur yfir, er háð tim það, hvort lýðræði eða einræði eigi að ríkja í álfunni. Þeir hafa valið lýðræðið sem takmark. Baráttan gegn Hitlerstjóminni hlýtur því urn leið að vera bar- átta gegn prússnesku stefn- unni. Án efa mun sú stefna, sem Bandaríkin og Bretland taka í utanríkismálum, verða mikils- ráðandi um lausn hins þýzka vandamáls. En hvað sem á- kveðið verður í London eða Washington, þá er það víst, að við erum ájkveðnir í því að koma af stao hinni þýzku bylt- ingu — jafnvel upp í opið geðið á hernaðareinræði — vitandi það méð vissu, að einungis þýzk byJting getur gefið okk- ur Þýzkaland aftur — og jafn- I framt frið. I Hvílíkt „ástandi Gömul kvörtun, sem er í fuliu gildi. Bréf um árásina á séra Jakob. Hvað gekk Morgunblaðinu til? Minnis- merkin í bænum og vanhirðan á þeim. MÉR ER SAGT, að einn af knnningjum minum, bónði utan af landi, sem les pistla mína á hverjmn degi sér til mikillar á- nægju, aS því er hann sjálfur segir, hafi í gær sagt í Alþingis- húsinu, að bréf það, sem ég hirti í gær um f jósin og fleira til sveita, væri 8 ára gömul kvörtun. Hún er ekki alveg svo gömul, en það er sama hve gömul hún er, aðal- atriðið er, að hún er enn í fullu gildi. Enn hefir ástanðið í þessu efni lítið breytzt til batnaðar — og er sú ,sköicm mcrki þeirra manna.sem eiga að sjá um þessi mál. Ég mun á næsta áratug minn- ast á þetta við og við, ef það verð- ur ekki lagað. BR. K. skrifar mér eftirfarandi bréf og birti ég það með ánægju. Vildi ég meira að segja hafa skrif- að það sjálfur. Bréfið er svohljóð- andi: „Morgunblaðið birti á föstudag (17. þ. m.) greinarstúf um séra Jakob Tónsson, sem geng- ur framar en flest annað í ódreng- skap. Greinin er nafnlaus og er því á ábyrgð ritstjórans." „EINS OG KUNNUGT ER hefir séra Jakob Jónsson haft með höndum bamatíma útvarpsins nokkrum sinnum undanfarið — og virðist það vera tilefnið til þessarar ódrengilegu og órök- studdu árásar á hann. Séra Jakob hefir í þessum bamaíímum sínum ofið saman fróðleik við bama- hæfi, léttiun sögum, sem hafa miðað að því að göfga börnin, og skemmtilegum lögum. Ekkert hef- ir verið í þessum tímum prestsins, sem getur hafa meitt neinn, eða sært tilfinningar eða smekk manna.“ „GREINARHÖFUNDUR segir. að allmargir hlustendur kvarti undan þessum bamatímum og bætir svo við: „Nú er sannleikur- inn sá, að síðan sr. Jakob var troðið hér inn í prestsembætti í bænum, gegn viljá safnaðarins, þá á hann ekki miklum vinsæld- um að fagna. Svo kvartanimar undan bamatímum hans gátu máske stafað að einhverju leyti frá fullorðna fólkinu. En svo er ekki. Séra Jakob nær ekki hylli og eyrum baraamia, sem hann talar til. Hann ætti ekki að ergja unga og gamla með fleiri barna- tímum.“ ÞETTA ERU SLAGORÐ og sleggjudómar og hreint ekkert annað. Það er áreiðanlegt, að mikill fjöldi hlustenda þakkar séra Jakob fyrir barnatíma hans, þó að vel megi vera, að áðrir álíti öðmm takast betur, .enda er það ekki tiltökumál, því að smekkur manna er misjafn. Það er líka dálítið hjákátlegt, að útvarpsráðs- fulltrúinn, Valtýr Stefánsson, skuli birta slíka og þvílíka sleggjudóma. Hann hefir, ásamt öðrum, ráðið séra Jakob til þess- ara starfa, og honum var og er, innan har.dar að bera fram tillögu í útvarpsráði um að annar taki nú við bamatímunum en þessi prestur. Það er því augljóst, að með því að birta slíkan þvætting í blaði sínu, er ritstjórinn að aug- lýsa, að honum gengur annað til en umhyggja fyrir bamatímunum í útvarpinu. Það er verið að ráð- ast á prestinn Jakob Jónsson. ÞAÐ ER ALGER sleggjudómur, að séra Jakob hafi verið settur í Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.