Alþýðublaðið - 21.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.04.1942, Blaðsíða 2
 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 2Í. apríl 1942> Viðræður miUi Alþýðuflokks- insogSjálfstæð isflokksins um kjördæmaskip- unarmálið. ME2Ð því að stjórnarskrár- nefndin, sem neðri deild alþingis kaus í kjördæmamálið, kefir klofnað, og fulltrúar Fram sóknarfIokksins í nefndinni hafa neitað allri samvinnu við aðra flokka í málinu, hafa þingmenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins nu kosið þrjá menn, hverjir úr sínum hópi, til þess að talast við um möguleikana á því að fylgja kjördsémamál- inn fram til sigurs á þessu þingi. Af hálfu Alþýðuflokksþing- xnanna voru kosnir í þessa sam- talsnefnd Haraldur Guðmunds- son, Finnur Jónsson og Erlend- «sr Þorsteinsson. En af hálfu Sjálfstæðisflokksþingm. þeir Jakob Möller, Magnús Jónsson og Jón Pálmason. Samtalsnefndin hélt fyrstu fundi sína fyrir helgina, en Hðskólabióið tekur tíl starfa í jfilí. Ktúkmyndatækin eru komin HÍSKÓLABÍÓINU hér í Reykjavík miðar vel á- fram. Það er unnið af kappi í gamla íshúsinu og lítur út fyrir að þar verði mjög veg- legur kvikmyndasalur og aðr- ar vistarverur. Kvikmyndatækin eru kom- in og allt efni fengið í húsið, bæði til að fullgera það og eins til þess að hef ja þar full- komnar kvikmyndasýningar. Kvikmyndasalurinn á að taka 384 gesti í sæti. Háskólarektor dr. Alex- ander Jóhannesson skýrði Alþýðublaðinu svo frá í gær, að talið væri, að kvikmynda- húsið gæti ekki tekið til starfa fyr en í júlí. Enn hefir ekki verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir kvik- myndahúsið. ekkert hefir enn verið látið uppi um árangur af þeim fundahöldum. 13 skemmtisa mbomur i 8 samkomutaúsum. Barnavinafélagið Sumargjðf efnir tii st órkostlegra hátíðahalda á harnadaginn --------------- SUMARDAGUR-INN fyrsti er á fimmtudaginn, og verða hátíðahöldin þann dag, svo sem venja er til, helguð börnunum og starfsemi Barnavinafélagsins Sumargjafar. I»á verða seld blöð og merki og skemmtisamkomur haldnar í ágóðaskyni, alls 13 í 8 samkomuhúsum bæjarins. Mjög er vandað til margra skemmtiskránna og margvísleg skemmtiatriði, enda eru það margir, sem leggja hönd á plóg- inn um undirbúning. Nú verður bamadagsskemmtun í fyrsta súm í Templarahúsinu og íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar, og sjá templarar algerlega am samkomuna í húsi þeirra, en íþróttamenn um samkom- una í íþróttahúsinu. Þá hafa háskólinn og stúdentar lagt fram sal og ýmis skemmtiatr- iði, sem þar verða. Mennta- skólanemendur sýna Spansk- fluguna. Á 5. himdrað manns skémmtir samtals á þessum samkomum ‘barnadagsins. Fleiri leiðir verða farnar til fjársöfnunar . en þær, sem nú hefir verið drepið á. t— Fram- kvæmdanefnd hátíðahaldanna hafa látið sétja söfnunarbauka á hókkra staði, þar sem verka- áaénh fá útborguð vikuleg laun sín; Þá vei$a og söfnun- arbaukar settir ,,upp, á helztu gildaskólum , bæjarins. Loks hefir nefndin sent 100 fyrir- tækjum bréf og íeitað liðstyrks h5á þeim, og síðasta vetrardag yerða ungar stúlkur sendar til þessara fyrirtækja til að grennsíast um undirtektir. —- Blómaverzlanir bæjarins eru opnar fýfir hádegi fyrsta sum- árdág ög selja blóm til ágóða Jyrir Sumargjöfina. Merki dagsins verða seld sumardaginn fyrsta og er skorað á menn að taka vel við hinu unga sölufólki, hvort sem er á strætum úti eða í hús- um inni. Ritið Sólskin verður selt báða dagana, en Barna- dagsblaðið . aðeins á síðasta vetrardag. Framkvæmdanefnd hátíða- haldanna fyrsta sumardag skipa þeir kennararnir: ísak Jónsson, Helgi Tryggvason og Jónas Jósteinsson. Nefndin gerir sér góðar vonir um ár- angurinn, télur það t. d. spá góðu, að fyrsta samkoman, — sem haldin hefir verið til r góða fyrir barnavinafélagið (í Sundhöllinni), hafi skilað helmingi meiri ágóða en í fyrra. 25 ára afmæli Leikfélags Akureyrar Einkaskeyti til Alþýðublaðsins AKÚREYRI í gærkvéldi. T UTTUGU OG FIMM ÁRA afmælishátíð Leikfélags Akuréyrar var haldin s.l. sunnudag við húsfylli'og var Frh. á .7. síðu. ingafélagi veikamanna. Fyrstu íbúðirnar af þeim 100, sem nú eru í smíðum verða tilbúnar i maí. Frá aðalfundi félagsins í fyrradag. YFIR 70Ó félagsmenn eru nu komnir í Byggingafélag verkamaniia. Félagið hefir þegar byggt 10 hús með 40 íbúðum og hefir félagið í smíðum 25 hús með 100 íbúð- um. í þessum 25 húsum verða 92 þriggja herbergja íbúðir, en að eins 8 tveggja herbergja íbúðir. Er þar eingöngu farið að óskum félagsmanna. Fyrstu íbúðirnar af þessmn 100 verða tilbúnar og teknar til afnota í næsta mánuði, en síðan hver af annari. Byggingarfram- kvæmdirnar hafa gengið mjög vel, þegar tekið er tillit til þeirra erfiðleika, sem eru og hafa verið á öllum bygginga- framkvæmdum. Má þakka það fyrirhyggju stjórnar félagsins og framsýni, jafn vel áður en víst var, hvort félagið myndi fá nægilegt fé til að byggja fyrir. Aðalfundur félagsins var hald inn á sunnudaginn og var fund- arhúsið fullskipað félagsmönn- um. Formaðúr félagsins Guð- mundur í. Guðmundsson hæsta- réttarmálaflutningsmaður flutti skýrslu fyrir hönd stjómarinn- ar um starfsemi félagsins og byggingarframkvæmdir. Urðu nokkrar umræður um skýrsluna og líkaði mönnum vel starf stjórnarinrtar og úrræði. Ein rödd kom fram, sem hafði ann- að til málanna að leggjia. Það var Hannes Jónsson fyrverandi kaupmaður, sem klagaði undan því, að hann fengi ekki íbúð keypta. Hannes þessi á íbúð í verkamannabústöðunum við Ásvallagötu og kvaðst hann hafa viljað fá eina þriggja- herbergja íbúð í hinum nýju bústöðum aðallega til að leigja út! Hefir Hannes fengið Vísi í gær til að birta rangar fréttir af fundinum. Hannes flutti til- lögur á fundinUm og var megin efni þeirra samþykkt, en það var um áframhaldandi bygging- arframkvæmdir. efnn liður til- lögu hans var þó felldur og greiddu allir fundarmenn at- kvæði gegn honum, nema Hannes einn! Segir Hannes svo í Vísi, að Alþýðuflokksmenn hafi fellt liðinn, en það er alls ekki rétt, það gerðu allir fund- armenn í sameiningu! Formaður félagsins lagði mikla áherzlu á það, að félagið héldi áfram að byggja, eins og frekast væri kostur, og miðaði framkvæmdir sínar í framtíð- inni við þá reynzlu, sem feng- izt hefir af þeim byggingafram- kvæmdum, sem nú stæðu yfir. Formaður lagði fram lista með f jórum mönnum í stjórn og fjórum í varastjóm og voru þeir kosnir í einu hljóði. Þessir menn voru á listanum: í stjórn: / Bjarni Stefánsson, Fjölnisveg 4, Magnús Þorsteinsson, Há- teigsveg 13, Grímur Bjarnason, Egiisgötu 10, Sveinn Jónsson, / Barónsstíg 10. í varastjóm: Oddur Sigurðsson, Háteigs- veg 15, Georg Þorsteinsson, Há- teigsveg 15, Jóhann Eiríksson, Háteigsveg 9, Axel Guðmunds- son, Grettisgötu 27. • : feG’. 'í : , fffi: —T fláskólaráð býðst til að gepa bðkasafn Nenntaskólans. Bókasafnið er í vanhirðu og liggur uodir skeimndum. 1_| ÁSKÓLARÁÐ sam- þykkti á fundi sínum síðasliðinn föstudag að skrifa kennslumálaráðimeytinu og bjóðast til þess að taka til geymslu bókasafn Mennta- skólans í Reykjavík. Háskól- inn hefir eins og kunnugt er ágætt husnæði, bókasafn óg bókavörð, en Menntaskólinn ér í hers höndum. Ástæðan fyrir því að há- skólaráð iiefir gert ríkisstjórn- inni þetta... tjlböð er sú að Mennéáskólasafnið hefir, éftir því senjj upplýstj hefír1' verið, legið undir skemmdúm imdaii- farið, alllengi og mun nokknð af bókunum þegar vera orðið það skemmt, að varla er mögu- legt að gera þær nothæfar aft- ur. Deilt ér um ástæðurnar fyrir þessu. Þeir, sem gagnrýnt hafa meðferðina • á safninu telja, að um sé að kenna vanhirðu og skeytingarleysi um safnið og áfellast rektpr Menntaskólans fyrir. - .* ’• Pálmi Hannesson hefir hins vegart sVarað árásurium á sig í blaðinu Þjóðólfur, sem út kom i gær og -kennir hann aðallega 'um að Menntaskólinn hafi verið hemumirm, húsið verið í van- Frh. á 7. síðu. Snarráður 12 ára drengur. ASUNNUDAG féll 4 árm gömul telpa í sjóinn é Siglufirði. Með henni var telpa á líku reki. Rétt eftir að telpan féll í sjóinn, átti þarna leið um 12 áxa gamall drengur, Axel Schiöth. Óð hann tafarlaust út í sjóinn og gat hann bjargað telpunní til lands. En þá var hún meðyitundarlaus. Gerðí hann nú um stund lífgunartfl- raunir á telpunni og náði upp úr henni miklu af sjó. Kom nú fullorðið fólk á vettvang — og teipan lifnaði við. Má þakka það hinu frábæra snar- ræði drengsins. Ungmennafélag Beykifíkur var stofnað í fyrradag. i __ Stofnendur um 300* STOFNFUNDUR Ung- mennafélags Reykjavíkur var haldiwn i Kaupþingssáln- um sunnudaginn 19. þ. m. — Fundarstjóri var Sveinn Sæ- mundsson, lögregluþjónn, en ritari Jón ÞórÖarson, kennari.. Var félagið stofnað með um voru lög fyrir félagið og stjórn kosin. í henni eru: Páll Pálsson, kennari, form. Skúli H. Norðdahl, varaf.m. Svanhildur Steinþórsdóttir,. ritari. Jón úr Vör, fjármálaritari. Kristín Jónsdóttir, gjaldk. Eftirfarandi tillaga var sam-* þykkt í einu hljóði: „Fundurinn telur Ung- mennafélagi Reykjavíkur það meginnauðsyn, að hafa ráð á húsnæði til starfsemi sinnar. Auk þess hefir fundurinn full- an hug á því, að Ungmennafé- lagið reyni að bæta úr þeirrí miklu og aðkallandi þörf, sem æskulýð bæjarins er á at- hvarfi, sem hann geti leitað i hollra skemmtana og tóm- stundaiðkana. Þess vegna sam- þykkir fundurinn, að félagið rannsakí möguleika á því, að komá upp félags- og æskulýðs- heimili ,til frambúðar, eða til bráðabirgða. í því skyni kýs fundurinn tvær fimm manna nefndir. Skal önnur þeirra leitast fyrir um stuðning hjá ráðamönnum ríkis og bæjar, en hin undirbúa og hefja fjár- söfnun.“ Auk þess var kosin nefnd til að úndirbúa skógræktarstarf- semi. — Félagið verður í U. M. F. í. og Ungmennasambandi Kj alarnesþings/.; Dáássýningu 1 ... heldur ungfrú Sif Þórz annað kvöld . kl. 12 úisami Mr. Teddy Harskeíí sólódansara „Windmill Theater“ í London.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.